Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Gott gengi Puma Hækkar afkomuspá Intersport á Íslandi Sterkir í sportinu Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 9. nóvember 2005 – 32. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Nýtt verðmat | Nýtt verðmat Greiningardeildar KB banka á Össuri hf. gerir ráð fyrir verðmati félagsins fyrir 41,4 milljarð króna sem jafngildir verðmatsgengi á 107 krónum á hlut. Gistinóttum fjölgar | Gistinætur útlendinga á íslenskum hótelum í september voru tæplega 93 þús- und. Það er er fjölgun milli ára um 13,4 prósent. Aukin umsvif | Dagsbrún hyggst tvöfalda umsvif sín á 12 til 24 mánuðum. Hluthafar í Dagsbrún samþykktu á fimmtudag að auka hlutafé um 1200 milljónir króna að nafnvirði. Fjórðungur í Forthnet | Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Þórs Björgólfssonar, hefur bætt við sig 4,3 prósenta hlut í gríska fjar- skiptafyrirtækinu Forthnet og á nú 26,3 prósent. Matvara hækki | Greiningadeild Landsbankans gerir ráð fyrir auk- inni hækkun matvöruverðs í kjöl- far uppgjörs Haga. Tap félagsins var að mestu rakið til verðstríðs á matvörumarkaði. VÍS kaupir IGI | Vátryggingafé- lag Íslands hefur keypt 54 pró- senta hlut í breska tryggingafé- laginu IGI Group. VÍS hefur einnig tryggt sér forkaupsrétt að 21 prósenta hlut til viðbótar. Aðhefst ekkert | Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er að aðhaf- ast ekkert í máli Serafin Shipping sem eignaðist yfir fimm prósenta hlut í Icelandic Group í skiptum fyrir hlut í Sjóvík. Gott uppgjör | Hagnaður Straums-Burðaráss var 6.473 milljónir króna á þriðja ársfjórð- ungi en samtals 14,1 milljarður á fyrstu níu mánuðum ársins. Eign- ir jukust um 160 prósent frá ára- mótum. Grene systur í Smáralind Verslunin Söstrene Grene sem þeir Íslendingar sem hafa gengið Strikið í Kaupmannahöfn þekkja, mun opna verslun í Smáralind í byrjun desember. Söstrene Grene er keðja sext- án búða sem hóf starfsemi í Árós- um, en flestir þekkja búðina á Strikinu þar sem úir og grúir af alls kyns ódýrri smávöru og gjafavöru. Mikið er lagt upp úr litasamsetningu í uppstillingu og leggja eigendur hennar áherslu á að andrúmsloft búðanna sé sinfónía lita ilms og forma. Búðirnar hafa mikið að- dráttarafl í Danmörku og ferða- menn, einkum frá Norðurlöndum og Þýskalandi eru tíðir gestir. Fjöldi þeirra sem koma í búðirn- ar í Danmörku er í ár áætlaður tíu milljónir og veltan áætluð um tveir milljarðar íslenskra króna. Fram til þessa hafa verslanir Söstrene Grene einungis verið í Danmörku og verður íslenska búðin sú fyrst utan Danmerkur. Systurnar hyggja á frekari útrás og er fyrirhugað að opna verslan- ir í Svíþjóð og Noregi innan skamms. -hh Hjálmar Blöndal skrifar Mjög mismunandi þóknanir eru hjá bönkum og sparisjóðum af viðbótarsparnaði launþega. Um- sýslugjald Almenna lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Íslandsbanka, er 0,18 prósent af heildarinni- stæðu á hverju ári en hjá SPRON er umsýslugjald- ið 1,5 prósent. Markaðurinn kannaði umsýslugjöld og kostnað hjá viðskiptabönkunum þremur og SPRON af viðbótarsparnaði en sá fyrirvari skal hafður á samanburðinn að mismunandi ávöxtunar- leiðir eru í boði. Vinnuveitandi greiðir að lágmarki tvö prósent af heildarlaunum launþegans á móti allt að fjögurra prósenta framlagi launþegans í viðbótarsparnað og reiknast ekki tekjuskattur af sparnaðinum fyrr en við útborgun en oftast er miðað við að sparnaðurinn sé greiddur út við 60 eða 67 ára aldur. Aðeins þeir sem hafa staðfestingu Fjármálaeft- irlitisins geta boðið viðbótarsparnað en um flestir lífeyrissjóðir bjóða upp á sparnaðinn auk banka og verðbréfafyrirtækja. Hæstu þóknun sem ekki reiknast sem hlutfall af innistæðu, er hjá Vista sparnaðarleiðinni hjá KB banka en þar eru 6-8 fyrstu mánuðirnar reiknaðir sem þóknun til vörslu- aðilans, allt eftir því hvort launþeginn helst í við- skiptum við bankann eða ekki. Ef launþegi ákveður að skipta um vörsluaðila greiða þeir eitt prósent af heildarinnistæðu í þóknun til þess sem viðskiptum er slitið við hjá, hjá KB banka og Íslandsbanka en Landsbankinn greiðir gjaldið fyrir þá sem koma í viðskipti við bankann. Ekkert gjald eða aukalegur kostnaður er við að gera hlé á greiðslum hjá vörsluaðilunum. Bankarnir bjóða margir hverjir einnig upp á verðtryggðar reikninga fyrir viðbótarsparnað en þeir reikningar bera enga þóknun til vörsluaðila. F R É T T I R V I K U N N A R 6 14 Björgvin Guðmundsson skrifar Alls hafa 103 erlendir bankar til- kynnt Fjármálaeftirlitinu að þeir hyggjast veita þjónustu hér á landi. Ragnar Hafliðason, aðstoð- arforstjóri eftirlitsins, segir að samkvæmt lögum um fjármála- fyrirtæki geta þessir bankar stofnsett útibú hér á landi tveim- ur mánuðum eftir að hafa tilkynnt fyrirhugaða starfsemi. Útibúum erlendu bankanna sé heimilt að veita hverja þá fjármálaþjónustu sem lögleg er hér á landi. Ragnar segir að á síðasta starfsári Fjármálaeftirlitsins, sem endaði í byrjun júlí síðastlið- inn, hafi átta erlendir bankar til- kynnt fyrirhugaða starfsemi. Það sé gert í gegnum lögbært yfir- vald, eins og fjármálaeftirlit, í heimaríki fyrirtækisins. Þetta sé hluti af því frelsi sem fylgi aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrirtæki geti teygt starfsemi sína og þjónustu yfir landamæri. Aðstoðarforstjórinn segir þetta nauðsynlegt ef fyrirtæki ætli að auglýsa þjónustu sína hér. Fyrr geti þau það ekki. Hins veg- ar hafi starfsmenn Fjármálaeftir- litsins orðið lítið varir við starf- semi eða auglýsingar þessara fyr- irtækja hér á landi. Til dæmis hafi 35 verðbréfasjóðir og 726 fjár- festingafyrirtæki sent sambæri- lega tilkynningu og bankarnir. Ein skýring á þessu gæti verið sú að fyrirtækin séu að skilgreina Ís- lands sem hluta af sínu starfsvæði án þess að hafa hér skipulega starfsemi. Markaðssvæðið sé líka svo lítið. Útrásarvísitalan hækkar: NWF hækkar um ellefu prósent Breska iðnaðarfyrirtækið NWF, sem er í eigu Atorku Group, hækkar mest allra félaga í útrás- arvísitölu Markaðarins á milli vikna. Félagið hækkar um ellefu prósent og er gengi bréfanna nú í Kauphöllinni í Lundúnum 6,325 pund á hlut. Sænski fjárfesting- arbankinn Carnegie hækkar mest þar á eftir eða um 7,4 pró- sent og er gengi bankans 101,5 sænskar krónur á hlut. Útrásarvísitalan hækkar um 3,83 prósent á milli vikna og mælist hún 109,59 stig. Fyrirtæki í útrásarvísitölunni hækkuðu vel á milli vikna en mest lækkuðu bréf í sænska félaginu Cherryf- öretag eða um 7,35 prósent. - hb Misháar þóknanir af viðbótarsparnaði Allt frá 0,18 til 1,5 prósenta umsýslugjald hjá vörsluaðilum. Hundrað erlendir bankar geta opnað útibú á Íslandi Yfir hundrað erlendir bankar hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu að þeir hyggist veita þjónustu hér á landi. Lítið farið fyrir þeim hingað til. U M S Ý S L U K O S T N A Ð U R V I Ð S K I P T A B A N K A N N A A F V I Ð B Ó T A R L Í F E Y R I S S P A R N A Ð I Almenni lífeyrissjóðurinn (Íslandsbanki) 0,18% KB banki 0,3-0,6% 1,2 Landsbankinn 0,39% SPRON 0,85-1,5% 3 1Fer eftir árangri 2Vista innheimtir 6-8 mánaða framlag sem þóknun 3Mismunandi eftir ávöxtunarleiðum Staðan á matvörumarkaði Lágvörumarkaðurinn mun stækka 12-13 01_24_Markadur-lesið 8.11.2005 15:54 Page 3 Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 2005 — 303. tölublað — 5. árgangur 3. til 12. nóvember í FBL 1x9 forsíðukubbur FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR ÓLAFUR JÓHANNESSON GERIR HEIMILDARMYND UM BÚDDAMUNK Tilnefndur til Edduverðlaunanna FÓLK 42 Horfið ævistarf Tónlistarkonan Kristín Björk Kristjáns- dóttir varð fyrir því óláni að tölvunni hennar var stolið. Á harða disknum var að finna ævistarf hennar á sviði tónlistar. FÓLK 42 Vær draumur Ameríski draumurinn myndar enn grunn að stjórnmálum þar vestra þótt hann fjarlægist veruleikann sífellt meira, segir Jón Ormur Halldórsson. Í DAG 18 KÁTIR KRAKKAR Nýtt húsnæði Ingunnar- skóla tekið í notkun • nám • ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS HEILBRIGÐISMÁL Aðeins verður hægt að sinna tólf af þeim fjörutíu nýrna- sjúklingum sem koma reglulega í blóðskilun eftir áramótin. Aðeins fimm af sautján hjúkrunarfræðing- um á blóðskilunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verða þá að störfum ef ekki næst samkomulag við yfirstjórn deild- arinnar um vinnutíma og laun. Tólf hjúkrunarfræðingar líta svo á að starfssamningum við þær hafi verið sagt upp. Sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækn- ingasviði vill stytta vaktir hjúkrun- arfræðinganna um eina klukkustund á dag því að vaktirnar skarast um fjóra tíma á hverjum degi. Hjúkr- unarfræðingarnir vinna flestir 80 prósenta starfshlutfall og þurfa því að mæta oftar í vinnu þegar breyt- ingarnar taka gildi. Ef þær sætta sig ekki við breytingarnar skerðast laun- in í samræmi við það. Hjúkrunarfræðingarnir vinna nú átta tíma á dag í fjóra daga og eiga þriggja daga frí. Aðstandendur sjúklinga segja að þær hafi þegar dregist aftur úr sambærilega sér- hæfðum hjúkrunarfræðingum í laun- um. Samningaviðræður eru í gangi og ýmislegt komið til umræðu en ekkert sem hjúkrunarfræðingarnir hafa verið tilbúnir til að „gleypa við“ því að eftir stendur að þær þurfa að mæta oftar á vinnustað eða sætta sig við lægri laun. „Við höfum fengið boð um að hækka launin um einn launaflokk, eða um 4.000 kall í vasann, og höfum hafnað því. Við erum að reyna að semja svo að það kemur eflaust móttilboð en það er krísa í gangi hérna,“ segir Dagný Bjarnhéðins- dóttir, ein hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja að vinnutímabreytingin sé ekki til að mæta þörfum starfsfólks á deildinni heldur í sparnaðarskyni. Vaktirnar skarist á annasamasta tíma dagsins þegar ekki veiti af allri þeirri mönn- un sem nú er en yfirstjórn deildar- innar vill minnka skörunina um miðjan daginn. Blóðskilunardeildin er mjög sér- hæfð deild og sú eina sinnar tegund- ar á landinu. Nýir hjúkrunarfræð- ingar þurfa tveggja mánaða aðlögun og eru ekki orðnir færir í starfi fyrr en eftir eitt ár. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær breyttur vinnutími tekur gildi, aðeins að breytingin sé yfirvofandi. - ghs Stórskert þjónusta við nýrnasjúka Átta af tólf hjúkrunarfræðingum hætta störfum um áramót því starfssamningi þeirra hefur verið sagt upp vegna breytinga á vaktakerfi. Hjúkrunarfræðingar segja breytinguna gerða í sparnaðarskyni. GANGA ÚT UM ÁRAMÓT Átta hjúkrunar- fræðingar telja að starfssamningum þeirra hafi verið sagt upp. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HOLLYWOOD Skiltið margfræga sem reist var á sínum tíma í Hollywood- hæðum mun brátt skarta sínu feg- ursta en næstu þrjár vikurnar munu málarar fara um það pensl- um sínum og rúllum. Áratugur er liðinn síðan skiltið var málað síðast en Chris Baum- gart, sérlegur talsmaður skiltis- ins, segir í samtali við BBC að útlit þess virðist samt býsna gott, að minnsta kosti úr fjarlægð. Þegar skiltið var sett upp árið 1923 mynduðu stafirnir orðið „Hollywoodland“ en þá var það notað til að auglýsa lóðir. Fljótlega féllu fjórir síðustu stafirnir burt og eru engin áform um að koma þeim fyrir á ný. ■ Hollywood-skiltið: Fær loksins andlitslyftingu HOLLYWOOD-HÆÐIR Eins og aðrar stjörnur hverfisins fær skiltið skemmtilega loks andlitslyftingu. FASTEIGNIR Heilsuverndarstöðin í Reykjavík fór á sölu á almenn- um markaði um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmt verðmat á eign- inni fyrr á árinu þar sem húsið var metið á yfir sjö hundruð milljónir króna. Fasteignasalar sem talað var við voru á einu máli um að þær endurbætur og viðgerðir sem takast þarf á við að kaupunum loknum kosti hæg- lega um þrjú hundruð milljónir. Því er ljóst að heildarkostnað- ur væntanlegs kaupanda getur numið einum milljarði króna. „Það þarf að skila inn tilboð- um fyrir 21. návember. Fljót- lega í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvaða til- boði verður tekið,“ segir Jón Guðmundsson hjá Fasteigna- markaðnum. Fjórum fasteigna- sölum hefur verið falið að leita tilboða: Fasteignamarkaðnum, Gimli, Eignamiðluninni og Val- höll. Húsið er 4.625 fermetrar að stærð. Því fylgir byggingarrétt- ur á fjögurra hæða viðbyggingu með gólffleti upp á 1.480 fer- metra sem gerir ráð fyrir 1.250 fermetra bílakjallara. „Auðvitað eru það tilboð- in sem ráða endanlegu verði á eigninni,“ segir Jón. - saj Heilsuverndarstöðin í Reykjavík til sölu á almennum markaði: Milljarður með viðhaldi VERÐLAUN Arnaldi Indriðasyni glæpa- sagnahöfundi var í gær veittur gull- rýtingurinn fyrir skáldsögu sína Grafarþögn. Gullrýtingurinn er verðlaun Sam- taka breskra glæpasagnahöfunda. Mikill heiður þykir að fá Gullrýting- inn og verðlaunabækur hafa jafnan bætt við sig í sölu. Arnaldur sagði í samtali við fréttastofu í gær vonast til að verðlaunin muni hjálpa honum að ná enn meiri árangri með bækur sínar á erlendum vettvangi. Meðal þeirra sem hlotið hafa gullrýtinginn eru höfundar á borð við Ruth Rendell, Sara Paretsky og Patricia Cornwell. Auk gyllta rýtingsins hlýt- ur Arnaldur þrjú þúsund pund í peningaverðlaun. - saj Verðlaunaður í Bretlandi: Arnaldur hlaut gylltan rýting MENNTASKÓLAKENNARAR MÓTMÆLTU Framhaldsskólakennarar skora á menntamálaráðherra að hætta við að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þeir segjast ekki mótfallnir því að endurskipuleggja skólagönguna alla en aðferð ráðherrans sé röng. - jh/ sjá síðu 8 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ceres 4 í fótboltann Tónlistarmaðurinn Ceres 4, sem heitir réttu nafni Hlynur Áskelsson, hefur verið ráðinn til þess að koma knattspyrnuliði Þróttar í form en hann gagnrýndi sjálfur líkamlegt ástand leikmanna liðsins fyrir skömmu. ÍÞRÓTTIR 36 RIGNING NÁLÆGT HÁDEGI um sunnan- og suðvestanvert landið en með kvöldinu á Vestfjörðum. Slydda eða snjókoma í kvöld á norðan- og austanverðu landinu. Hiti 1-6 stig í dag, hlýjast sunnan til. �������������������������� ������������������� �� � �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.