Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 76
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR MasterCard kynnir: Í KVÖLD: LIE WITH ME FRUMSÝND Í REGNBOGANUM KL. 20:00. ERÓTÍSK ÁSTARSAGA, STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. Í Háskólabíói og Regnboga 26. október - 14. nóvember „Loksins einhver annar allsber en ég!“ - jökull ii ☎ 552 3000 Föstudag 11/11 NOKKUR SÆTI Laugardag 12/11 LAUS SÆTI Föstudag 26/11 LAUS SÆTI VS Fréttablaðið “Frábær skemmtun!” Blúsgítarleikarinn David „Honey- boy“ Edwards frá Mississippi heldur tónleika á Nasa næst- komandi laugardagskvöld ásamt munnhörpuleikaranum Michael Frank. Honeyboy, sem er orðinn níræður, er goðsögn í lifandi lífi og ferðast enn vítt og breitt um heim- inn til að boða fagnaðarerindið. „Hann er besti núlifandi „delta“ blúsmaðurinn sem labbar um jörðina,“ segir Michael Pollock, sem verður á meðal þeirra sem hita upp fyrir kappann. „Hann vann síðast W.C. Handy-verðlaun- in sem er óskar blúsins. Hann spilaði með Robert Johnson og var með honum kvöldið sem hann dó. Hann spilaði með honum síð- ustu daga ævinnar og spilaði líka í fyrra með Keith Richards á aust- urströndinni [í Bandaríkjunum],“ segir Pollock, sem bíður spenntur eftir komu Honeyboys. Auk Pollocks munu m.a. bróðir hans Daníel, Siggi Sig. og Guðmundur Pétursson hita upp fyrir Honeyboy á tónleikunum á Nasa. Miðasala fer fram á midi. is og í Tónastöðinni. Verð er 2.200 krónur í forsölu auk miðagjalds. Heimildarmynd um Honeyboy verður sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Hefur hún verið tilnefnd til sautján verðlauna á kvikmynda- hátíðum víðs vegar um heiminn að undanförnu. Níræð goðsögn til Íslands HONEYBOY David „Honeyboy“ Edwards er talinn einn af fremstu blúsgítarleikurum sögunnar. The Books er dúett heimspekinga sem hefur lítinn sem engan áhuga á meginstraumnum. Þessir félagar eiga líklegast í löngum samtölum um lífið og tilveruna milli þess sem þeir forrita sérviturt tölvuskruð utan um gítarspilið sem er undir- staða tónlistarinnar. Svo eru herleg- heitin skreytt með setningum, héðan og þaðan líklegast, úr kvikmyndum, útvarpsþáttum eða úr fréttaflutn- ingi sjónvarpsstöðva. Þeir félagar raula svo veiklulega með annað slagið og það hljómar oftar meira eins og ljóðalestur en söngur. Það er frábær sena í laginu Ven- ice þar sem útvarpsmaður lýsir því þegar ónefndur málari tekur upp á hinum ýmsu kúnstum þegar hann er að búa til verk á almannafæri. Allir bútarnir sem eru fengnir ann- ars staðar frá eru settir inn í texta- bókina sem texti laganna. Það er eitthvað mjög dáleiðandi við tónlistina. Hún staðsetur sig einhvers staðar á milli tilrauna- kenndari platna Talk Talk, Múm og The Notwist. Hún hefur mjög róandi yfirbragð, eins og góður göngutúr í gegnum laufin á fallegum haust- degi. Með iPod í vasanum yrði þessi tónlist fullkomið sándtrakk fyrir göngutúrinn. The Books er gott dæmi um framúrstefnutónlist sem fáir vita af en finnur þó leið sína umhverfis hnöttinn. Þökk sé net- inu og tónþyrstum grúskurum sem kafa eins djúpt og þeir geta til að svala forvitni sinni. Í dag geta hljómsveitir gert það sem þeim sýnist og samt fundið hlustendahóp einhvers staðar. Til allra lukku segi ég, því plötur eins og þessi eru afbragðs viðbót í plötu- safnið. Ég efast ekki heldur um að hún eigi eftir að lenda ofarlega á árslistum gagnrýnenda í lok árs. Tónlistin verður líklega aldrei spil- uð á útvarpsstöð á Íslandi, en samt eiga þó fleiri eftir að hlusta á þessa plötu í heiminum en nýjustu plötur Írafárs eða Sálarinnar hans Jóns míns. Birgir Örn Steinarsson Þið getið bókað þessa [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN THE BOOKS LOST AND SAFE NIÐURSTAÐA: Þriðja plata The Books er vandað og metnaðarfullt verk. Róandi, fræð- andi og dáleiðandi í senn. Síðasta máltíðinSýnt í Iðnó "Drepfyndið." Bergþóra Jónsdóttir - mbl Næstu sýningar: fös. 11.nóv. kl.20:00 í Bíóhöllinni á Akranesi lau. 12.nóv. kl.17:00 í Iðnó lau. 19.nóv. kl.17:00 í Iðnó lau. 26.nóv. kl.17:00 í Iðnó lau. 3.des. kl.17:00 í Iðnó Miðasala í Iðnó í síma 562-9700, idno@xnet.is og á www.midi.is Hinsegin óperetta Miðar í síma 511 4200 og á www.kabarett.is EKKI MISSA AF KABARETT! 11. nóv. (síðasta sýn.) UPPSELT 18. nóv. kl. 20 (aukasýning) 25. nóv. kl. 20 (aukasýning) 26. nóv. kl. 20 ALLRA ALLRA SÍÐASTA AUKASÝNING Sun. 13. nóv. kl. 14 örfá sæti laus Vegna gífurlegrar aðsóknar Fim. 17. nóv. kl. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.