Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 2005 21 Coke og Pringles meðan bir gðir endast FYLGIRFYLGIR 1.499 Þarft ekki að skila Þarft ekki að borga sekt Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru ósköp venjulegir frískir strákhnokkar. Stundum eiga þeir það til að vera ansi uppátektarsamir og jafnvel óþekkir en með barnslegu sakleysi sínu bræða þeir auðveldlega hvers manns hjarta. Frábært tilboð Ranghermt var í pistlinum Sjón- armið í Fréttablaðinu á laugardag- inn að enginn borgarfulltrúi hefði mætt á fund Höfuðborgarsamtak- anna um Hringbrautarmálið vorið 2004. Rétt er að borgarfulltrúarn- ir Dagur B. Eggertsson og Kjartan Magnússon mættu á fundinn. LEIÐRÉTTING Ég vakti á dögunum máls á stöðu hestamannafélagsins Gusts í Kópa- vogi. Menn sem kalla sig fjárfesta hafa keypt með látum hesthús á svæði félagsins í Glaðheimum. Nú eiga þeir töluvert af hesthús- um, jafnvel þó hestamannafélagið berjist á móti. Gustur hefur keypt heilu einingarnar með forkaups- rétti, enda samningur félagsins við Kópavog til ársins 2038. Á fundi með frambjóðendum Framsóknar- flokksins í fyrrakvöld kom fram að þeir eru allflestir, ef ekki bara allir, sammála því að verja beri hesta- mannafélagið og samning þess við bæinn. Það er fínt. Það er raunar ansi hreint óvænt staða þegar menn taka sig til og fleyta miklu fjármagni í að kaupa upp á yfirverði fasteignir á heilum svæðum svo á endanum megi brjó- ta þær niður og byggja aftur á upp- sprengdu verði. Í þessu tilfelli þarf líka að mölva niður öflugt íþrótta og æskulýðsstarf og tómstundir fólks. Svo er eftir að beygja bæjar- yfirvöld og breyta skipulaginu. Og breyta því svo aftur úr atvinnuhús- næði í íbúðabyggð af því þá kostar fermetrinn helmingi meira. Félagar í Gusti eru logandi hræddir við að þetta takist hjá peningamönnunum. Ætli tíundi hluti hesthúsbása í hverfinu sé ekki falur á hverju ári, vegna eðli- legra breytinga á högum fólks. Hesthúsbásinn kostaði nálægt hálfri milljón þegar þessi vitleysa byrjaði, en er nú líklega í kringum milljón. Með því að kaupa húsin og nota þau ekki þagga peningamenn- irnir niður í hverfinu, fækka fólk- inu og lama félagsstarfið. Þá min- nka umsvif í kringum glæsilega reiðhöll Gusts, sem byggð var að ótrúlega stórum hluta í sjálfboða- vinnu. Ég hef lagt til að á málinu verði tekið með táknrænni endurnýj- un og lengingu samningsins við Gust. Þá hafa menn frið til að ræða framtíðarskipulag. Hestamennska er raunar ákaflega vel sett í Glað- heimum. Það er engin þörf á því að sportið sé á heiðum uppi. Vilji menn einhverju breyta í lengri framtíð skyldi það vera á réttum forsendum. Það er nógur tími, enda veitir bæjaryfirvöldum ekki af. Þó framtíðarskipulag sé til um hestasvæðið á Heimsenda, á Kópa- vogsbær minnst af landinu sem fer undir það. Ætli peningamennirnir bendi ekki á endanum á vini sína sem eiga landið þar? Höfundur býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. Að mölva hús og fólk Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóv- ember gefur að líta ummæli ríkis- skattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisauka- skattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé til- greint með minna letri að virðisauka- skattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræð. Manni fallast næstum hend- ur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi versl- unarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf sé þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðis- aukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisversl- un fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkis- skattstjóra? Getur það verið að rík- isskattstjóri þekki ekki til þessa fyr- irkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslun- arrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrir- komulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrti- vörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum ann- arra. Hann verður að axla þá ábyr- gð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komu- verslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skat- ta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunar- fyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Maður, líttu þér nær! UMRÆÐA SAMÚEL ÖRN ERLINGSSON SKRIFAR UM ÚTIVIST Í GLAÐHEIMUM UMRÆÐA UMMÆLI RÍKIS- SKATTSTJÓRA SIGURÐUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.