Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 10
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR10 Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 ENDIST ENDALAUST OG FER ALLT, Í ÖLLUM VE‹RUM, ME‹ ALLT OG ALLA, ALLAN ÁRSINS HRING. F í t o n / S Í A Tegund Ver› Patrol Luxury beinskiptur 4.090.000.- Patrol Luxury sjálfskiptur 4.190.000.- Patrol Elegance beinskiptur 4.390.000.- Patrol Elegance sjálfskiptur 4.490.000.- STÓRLÆKKA‹ VER‹ N† SENDING Á N†JU GENGI PATROL NISSAN BANDARÍKIN Hæstiréttur Banda- ríkjanna ákvað í fyrradag að taka til umfjöllunar hvort sérstakir herdómstólar í málum grunaðra hermdarverkamanna sem ríkis- stjórnin hyggst setja á fót standist lög. Málið snýst í raun um þrískipt- ingu ríkisvaldsins í svonefndu stríði gegn hryðjuverkum en hingað til hefur framkvæmda- valdið nánast einokað þá baráttu. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur ávallt haldið því fram að sem æðsti yfirmaður herafl- ans hefði hann völd til að ákveða hverjir yrðu hnepptir í varðhald, hvernig yfirheyrslum yfir þeim yrði háttað og hvaða dóm þeir myndu að lokum hljóta. Ákvörðun hæstaréttar um að taka mál Salim Ahmed Hamdan, bílstjóra Osama bin Laden, sýnir að mati dagblaðsins Washington Post að dómararnir telji að dóms- valdið eigi að hafa sitt að segja í þessum efnum. Dómararnir segj- ast einkum ætla að svara þeirri spurningu hvort Bush hafi vald til að setja á fót herdómstólana og hvort borgaralegir dómstólar í Bandaríkjunum geti fjallað um mál fanga í haldi stjórnarinnar og þannig fært þeim þau réttindi sem þeir nytu undir Genfarsátt- málanum. Ákvörðun réttarins gæti varla komið á verri tíma fyrir ríkis- stjórn Bush. Öldungadeild þings- ins samþykkti á dögunum breyt- ingatillögu repúblikanans John McCain þar sem blátt bann er lagt við pyntingum og grimmilegri meðferð á föngum. Frá því hefur verið greint að Dick Cheney vara- forseti hefur þrýst mjög á þing- menn að breyta reglunum á þann veg að leyniþjónustan CIA fái undanþágu frá þeim. Hvíta húsið hefur hótað að beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Til að bæta gráu ofan á svart hafa umræður um leynifangelsi CIA í Austur-Evr- ópu og víðar þar sem grunaðir hermdarverkamenn eru að líkind- um pyntaðir komið sér mjög illa fyrir stjórnina. Allt frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 hefur forset- inn gripið til umdeildra meðala í stríðinu gegn hryðjuverkum. Meðal annars hefur hann haldið því fram að borgaralegir dóm- stólar hafi ekki getu til að fjalla um mál hryðjuverkamanna og að grunaðir liðsmenn al-Kaída sem handsamaðir hafa verið, til dæmis í Afganistan, njóti ekki verndar Genfarsáttmálans þar sem þeir eru ekki stríðsfangar heldur „ólöglegir vígamenn“. Því mega herdómstólar fjalla um mál þeirra. Þessu eru hins vegar lögmenn Hamdam hins vegar ekki sam- mála. Þeir segja að Bandaríkja- þing hafi heimilað forsetanum að hneppa hermdarverkamenn í varðhald en ekki að rétta yfir þeim. Til þess þarf aðra samþykkt þingsins. sveinng@frettabladid.is Völd forsetans til skoðunar Hæstiréttur Bandaríkjanna ætlar að skera úr um hvort ríkisstjórnin hafi vald til að stofna herdóm- stóla sem rétta yfir meintum hryðjuverkamönnum. VIÐ PYNTUM ENGAN George W. Bush sagði á blaðamannafundi í Panamaborg í fyrradag, þar sem hann ræddi við Martin Torrijos Panamaforseta, að ríkisstjórn hans léti ekki pynta nokkurn mann. „Óvinurinn liggur í leyni og leggur á ráðin um hvernig hann geti klekkt aftur á Bandaríkjunum. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þennan óvin, en það gerum við hins vegar innan ramma laganna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR „Á því leikur eng- inn vafi að þrátt fyrir miklar fjár- festingar vegna kolmunnaveiða þá hafa þær veiðar borgað sig þótt minna veiðist nú en áður,“ segir Friðrik Arngrímsson hjá Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi skuldsettu sig nokkuð um miðjan síðasta áratug til að fjár- magna kaup á nýjum skipum og búnaði sem dyggði til kolmunna- veiða sem hófust hér við land árið 1997. Veiðin fyrstu þrjú árin var dræm en Friðrik segir veiðarnar engu að síður hafa verið mikilvæg- ar fyrir sjávarútveginn. „Vissulega þurfti að fjárfesta í öflugri vélum og öðrum búnaði til að hefja veiðar á kolmunna en á það ber einnig að líta að þau skip sem þannig voru sérútbúin eru nothæf í aðrar veiðar líka og því ekki hægt að tala um slæmar fjárfestingar. Veiðin hefur dregist saman síðustu tvö ár en sökum þeirrar veiðireynslu sem við höfum í dag fengum við úthlutað úr stofni strandríkjanna nú fyrir skömmu. - aöe Útvegsmenn segja fjárfestingar vegna kolmunnaveiða hafa borgað sig: Veiðarnar eru afar mikilvægar DRÆMAR KOLMUNNAVEIÐAR Á þessu ári hafa aðeins veiðst rúm 250 þúsund tonn af kolmunna samanborið við 500 þúsund tonn árið 2003. MANNANÖFN Nafnavenjur breyt- ast víðar en á Íslandi og foreldrar virðast tilbúnir að gera allt til að skapa börnum sínum sérstöðu í samkeppnisheimi. Í Svíþjóð hafa menn þann- ig veitt því eftirtekt að æ fleiri sænskir foreldrar taka upp á því að nefna stúlkubörn sín Ikea eftir samnefndri húsgagnaverslun og einu þekktasta sænska vörumerki heims. Í Bandaríkjunum varð frægt þegar leikkonan Gwyneth Paltrow nefndi barn sitt Apple eða Epli. Af öðrum óvenjulegum erlendum nöfnum má nefna Bambi, Aprí- kósa, Karamella og Paprika. ■ Mannanöfnin breytast: Stúlkur eru nefndar Ikea BRETLAND Charles Clarke, innanrík- isráðherra Bretlands, kveðst von- góður um að neðri deild þingsins muni í dag sam- þykkja lagafrum- varp stjórnarinnar sem kveður meðal annars á um að halda megi grun- uðum hryðjuverka- mönnum í allt að níutíu daga án ákæru. Stjórnin dró frumvarpið til baka í síðustu viku þegar allt stefndi í að allmargir þingmenn Verkamanna- flokksins greiddu atkvæði gegn því, auk þingflokka frjálslyndra demókrata og íhaldsmanna. Nú hefur endurskoðunarákvæði verið bætt inn í frumvarpið og því býst ráðherrann við að það verði sam- þykkt. ■ Breska ríkisstjórnin: Níutíu daga ákvæði haldið CHARLES CLARKE NORDICPHOTOS/AFP VIÐ KVIKMYNDAGERÐ Umhverfisverndar- sinnar í Ungverjalandi mótmæla kvikmynd- un bandarísku myndarinnar The Eragon. Myndin á að gerast á miðöldum. AP AKUREYRI KB banki á Akureyri færði á dögunum öllum grunn- skólunum átta á Akureyri tafl- menn og taflborð að gjöf en hver skóli fékk fjögur til átta töfl eftir fjölda nemenda. Taflborðin eru viðurkennd af Skáksambandi Íslands og nýtast því sem keppnisborð en bank- inn stendur einnig fyrir árlegu barna- og unglingaskákmóti á Akureyri í samstarfi við Skák- félag Akureyrar. - kk Nýir taflmenn og borð fyrir árlegt skákmót barna og unglinga: Grunnskólunum gefin töfl GJÖFIN AFHENT Fulltrúar frá skólunum komu í aðalútibú bankans á Akureyri og tóku við gjöfinni. FRÉTTABLÐIÐ/KK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.