Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 87
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR42 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Humar 1.290, kr/kg Ótrúlega gott verð á fínum humri. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 LÁRÉTT 2 íþrótt 6 í röð 8 drulla 9 veitt eftirför 11 hljóta 12 fjöldi 14 áburður 16 nafnorð 17 fúadý 18 hress 20 á fæti 21 dugnaður. LÓÐRÉTT 1 áburður 3 ógrynni 4 sendir 5 af 7 einkunnarorð 10 traust 13 útdeildi 15 truflun 16 andmæli 19 ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2 golf, 6 rs, 8 for, 9 elt, 11 fá, 12 margt, 14 gúanó, 16 no, 17 fen, 18 ern, 20 tá, 21 iðni. LÓÐRÉTT: 1 krem, 3 of, 4 loftnet, 5 frá, 7 slagorð, 10 trú, 13 gaf, 15 ónáð, 16 nei, 19 nn. Afmælið hefur forgang Nei, ég hef ekki hugsað mér að gera það því ég á 25 ára afmæli á sunnudaginn og ætla ekki að eyða því í einhverja vitleysu. Mér finnst annars ágætt að horfa á svona verðlaunaafhendingar. Þær eru ágætar til síns brúks og alltaf gaman að verðlauna fólk fyrir það sem vel er gert. Bruðl Nei, ætli það. Mér finnst satt best að segja ekki mikil þörf á prjáli á borð við Eddu- verðlaunin. Þetta er óttalegt bruðl og ég hugsa að tíma fólks sé betur varið í eitthvað annað. Sæki meira í verkin Nei, ég hugsa að ég horfi ekki á þau. Ég hef svo sem ekkert á móti Edduverðlaununum en þau heilla mig ekki, satt best að segja. Ég sæki meira í verkin sjálf en verðlaunahátíðarnar. ÞRÍR SPURÐIR Ætlarðu að horfa á Edduverðlaunin á sunnudag? SVERRIR BERGMANN söngvari ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON rithöfundur MARGRÉT HUGRÚN GÚSTAVSDÓTTIR blaðamaður Saga Roberts T. Edison er stór- merkileg, en það fannst að minnsta kosti Ólafi Jóhannessyni kvik- myndagerðarmanni sem hefur tekið upp heimildarmynd um ótrú- lega ævi búddistans frá Notting- ham. „Myndin er næstum því tilbú- in. Fyrsta klipp er búið að fara um allan heim, til bæði vina og óvina, og hefur myndin fengið mjög jákvæð viðbrögð,“ segir Ólafur, sem er tilnefndur til Edduverð- launa fyrir heimildarmynd sína, Africa United. „Sú mynd tók sex mánuði að fara í gegnum fyrsta klipp, en myndin um Robert, sem heitir Act Normal, kemur væntan- lega í kvikmyndahús í febrúar.“ En hvernig kom þessi hugmynd upp? „Þegar ég og Ragnar Santos vorum að byrja í kvikmyndagerð fyrir um það bil tíu árum vorum við að gera mynd um tilgang lífs- ins. (Sem við fundum nú á endan- um. ) Þá tókum við upp viðtöl við fólk af allskyns trúarbrögðum, og einn af þeim var Englending- urinn Robert Edison búddamunk- ur sem var búsettur á Íslandi. Okkur fannst þetta stórmerkileg- ur maður og tókum upp mikið efni með honum á næstu þremur árum í þeim tilgangi að gera kvikmynd. En svo bara gerðist ekkert sér- stakt og við eiginlega vorum búnir að slaufa verkefninu.“ En tveimur árum síðar rakst Ragnar á Róbert úti á götu í Reykjavík, kominn með hár, konu og börn. „Þá hafði greini- lega eitthvað mikið gerst, og við tókum upp þráðinn,“ segir Ólafur og hlær. Og sagan vatt upp á sig – Róbert skildi við konuna sína, sem hann hafði upprunalega hitt í Kasakstan, eftir fimm mánaða hjónaband. „Þá fór hann á þriggja ára kvennafar og byrjaði að drekka og svona. En á endanum fékk hann leið á því og gerðist aftur munkur. Nú býr hann í Taílandi og þar með var þessum ótrúlega hring lokað.“ En af hverju heitir myndin „Vertu eðlilegur?“ Þetta er nú tilvísun í margt. Hvað er að vera eðlilegur í okkar samfélagi? Þegar Róbert þurfti að lifa eðlilegu lífi þá lenti hann til dæmis í því að borga reikninga og svoleiðis. Þá varð hann alveg eins og asni og skildi ekki neitt. Varð eins og fiskur á þurru landi. Samt bjó hann yfir ótrúlegri andlegri dýpt og visku.“ Það er Barði Jóhannsson, betur þekktur sem Barði úr Bang Gang sem bjó til tónlistina við mynd- ina, og hún er í flutningi Sinfóníu- hljómsveitar Búlgaríu. „Tónlistin er hreint út sagt incredible,“ slettir Ólafur. „Epísk og stórfengleg eins og Barða er einum lagið.“ annabjornsson@frettabladid.is ÓLAFUR JÓHANNESSON: GERIR HEIMILDARMYND UM BÚDDAMUNK Munkur fer á kvennafar Ólafur Jóhannesson ásamt Ragnari Santos, en heimildarmynd þeirra um búddamunkinn Róbert T. Edison mun birtast í kvikmyndahúsum í febrúar. „Þetta er rosalegt áfall. Þetta er mesta tjón sem ég hef lent í á ævi minni,“ segir Kristín Björk Kristj- ánsdóttir tónlistarkona, ein af stofnendum Tilraunaeldhússins, sem varð fyrir því að fartölvunni hennar var stolið í gærmorgun. Kristín Björk gengur gjarnan undir nafninu Kira Kira og var rétt í þessu að senda frá sér sinn fyrsta sólódisk sem heitir Skotta. Á harða diski tölvunnar var að finna allt hennar ævistarf í tón- listinni, þar á meðal ómetanlegar upptökur sem hún getur alls ekki verið án. „Þarna var öll músíkin sem ég ætlaði að spila á útgáfutónleikum fyrir plötuna mína eftir nokkrar vikur,“ segir hún með grátstafinn í kverkunum. „Þessi tónlist er hvergi annars staðar til. Ekki heldur músík fyrir útvarpsleikrit sem ég átti að skila í dag. Þetta er líf mitt og yndi, allt sem ég hef samið á ævi minni er í tölvunni.“ Þjófarnir hafa skriðið inn um glugga heima hjá Kristínu á Snorra- brautinni og hirt bæði Powerbook- tölvuna og Pro-Tools upptöku- kerfið sem hún notar. „Ég fann bara kúbein við hliðina á rúminu mínu þar sem tölvan hafði verið.“ Kristín ákvað að leita til fjölmiðla í þeirri von að þjófarnir skili í það minnsta tónlistinni aftur til hennar. „Ég vona bara að það sé smá ljós í hjartanu á þeim sem klifraði hérna inn um gluggann hjá mér. Mér er alveg sama um tölvuna, þeir geta hirt hana mín vegna svo lengi sem ég fæ músíkina mína aftur. Þess- ari músík er ekki hægt að skipta út fyrir neitt.“ Hún biður þjófana um að koma tónlistinni til hennar eða skilja gögnin eftir á góðum stað þar sem hún getur nálgast þau. Þeir geta komið til hennar skilaboðum með tölvupósti á kirakira@this.is. KRISTÍN BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR Tölvunni hennar var stolið með allri tónlist sem hún hefur samið um ævina. Hún biður þjófana um að skila sér tónlistinni, tölvuna geta þeir hirt. HRÓSIÐ ...fær Landsbankinn fyrir að sýna ljóðum grasrótarhreyfingarinnar Nýhil áhuga. Tónlistinni stolið frá Kiru Kiru FRÉTTIR AF FÓLKI Októberbíófest lýkur um helgina með glæsibrag en hryllingsmynd- in Hostel verður alheimsfrumsýnd á laugardaginn sem verður að teljast býsna glæsilegur endir á vel heppnaðri hátíð. Aðstandendur myndarinnar, leikstjórinn Eli Roth og framleiðendurnir Quentin Tarantino og Chris Briggs, koma til landsins á föstudag ásamt aðalleikurunum Derek Richardson og Barbara Nedel- jakova. Eyþór Guð- jónsson sem fer með eitt þriggja aðalhlutverkanna bætist í hópinn á Íslandi. Hersingin kynnir myndina í sameiningu á sérstakri galafrum- sýningu í Smárabíói á laugardaginn. Hópurinn situr fyrir svörum að lok- inni sýningu og í kjölfarið verður slegið upp teiti á skemmtistað í Reyjavík. Áhuginn á Hostel er mikill og aðdáendur Elis, sem þykir skærasta von hryllings- myndanna um þessar mundir, bíða sýn- ingarinnar með óþreyju. Fyrirspurnum hefur rignt yfir aðstandendur Októberfest með pósti og síma þar sem fólk hefur verið tilbúið til að seilast langt eftir miðum á myndina. Hagur þeirra sem bíða spenntast- ir hefur heldur betur vænkast þar sem ákveðið hefur verið að halda tvær almenningssýningar á Hostel á eftir alheimsfrumsýningunni. Þær verða sunnudaginn 13. nóvember og mánudaginn 14. nóvember klukkan 20 í Regnboganum. Miðasala á þessar sýn- ingar hefst á fimmtudaginn klukkan 17 í Regnboganum. Þeir sem eiga aðgangs- passa á hátíðina fá forskot og geta mætt klukkan 16 til að tryggja sér miða á undan öðrum. Hostel er stranglega bönnuð innan 16 ára og alls ekki fyrir viðkvæma. 1 dálkur 9.9.200 15:18 Page 4 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.