Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 35
BlackBerry® frá Vodafone BlackBerry® frá Vodafone er fremsta þráðlausa samskiptatækið í dag og gerir notendum mögulegt að vera í stöðugum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsmenn. Auk þess að vera GSM sími veitir BlackBerry frá Vodafone notendum aðgang að tölvupósti, dagbók, tengiliðalista og Vefnum, allt í rauntíma. Með BlackBerry frá Vodafone er hægt að gera flest það sem þú gerir á skrifstofunni, óháð stað og stund. BlackBerry frá Vodafone er hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund. Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. » BlackBerry frá Vodaone er alltaf tengdur og tölvupóstur berst og er sendur samstundis » Stór skjár sem hentar vel við að skoða viðhengi » Aldrei þarf að uppfæra upplýsingar á milli farsímans og tölvunnar » BlackBerry frá Vodafone uppfyllir ítrustu öryggisstaðla » BlackBerry frá Vodafone er einstaklega vel hannaður fyrir kerfisumsjón Mobile Office FRÁ OG VODAFONE Alvöru ferðaskrifstofa KOMIÐ Vodafone Mobile Connect NÓVEMBER Global Hotspots DESEMBER Vodafone World ÍSL EN SK A A UG LÝ SIN GA ST OF AN /SI A.I S O GV 29 86 7 1 0/2 00 5 Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is Einn helsti arkitekt sameinaðrar Evrópu, Jean Omer Marie Gabriel Monnet, fæddist þennan dag árið 1888. Hann var raunsær alþjóðasinni sem aldrei var settur í embætti en vann bak við tjöldin með amerískum og evrópskum ríkisstjórnum. Monnet er einna frægastur fyrir setninguna „Það er engin framtíð fyrir fólkið í Evrópu án samein- ingar.“ Hann var kominn af koníakskaupmönnum í Cognac í Frakklandi. Hann varð fljótt mjög alþjóð- legur í hugsun og ferðaðist mikið fyrir hönd fjöl- skyldufyrirtækisins sem ungur maður. Af heilsufarsástæðum gat Monnet ekki sinnt herskyldu sjálfur en hann trúði því að eina leiðin að sigri bandamanna væri með sameiningu krafta Frakklands og Englands. Hann lagði fram fyrir ríkisstjórnina áætlun um samnýtingu herafla þjóð- anna og hlaust góður árangur af skipulagningu hans. Að stríðinu loknu átti Monnet sinn þátt í efna- hagslegri uppbyggingu Mið- og Evrópuríkja sem alþjóðlegur fjárfestir. Á árunum 1934-1936 var hann búsettur í Kína þar sem hann aðstoðaði við endurskipulagningu kínverska járnbrautakerfis- ins. Árið 1934 hafði Monnet yfirumsjón með samnýtingu hergagnaframleiðslu Frakklands og Englands. Sama ár var hann sendur til Bandaríkj- anna til að semja um kaup á hergögnum. Monnet gerðist þar ráðgjafi Roosevelts forseta og sann- færði hann um að hefja umfangsmikla vopnafram- leiðslu til hjálpar bandamönnum. Fljótlega urðu Bandaríkin formlega þátttakendur í stríðinu. Breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes sagði Monnet væntanlega hafa orðið til þess að stytta stríðið. Eftir heimsstyrjöldina hafði Monnet yfirumsjón með nútímavæðingu og uppbyggingu franska efna- hagsins. Árið 1949 fengu Monnet og samstarfs- menn hans hugmyndina að bandalagi Evrópu þar sem ágreiningur milli Frakklands og Þýskalands vegna yfirráða Ruhr-héraðsins var að komast á hættulegt stig. Vísirinn að Evrópusambandi varð til með stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1951. Monnet hafði svo rík áhrif á þróun sam- bandsins allt til dauðadags árið 1979. Árið 1929 hitti Monnet, sem þá var 42 ára, ítalska málarann Silviu Giannini. Hún hafði nýlega gifst einum af starfsmönnum Monnets, Francisco Giannini. Þau felldu hugi saman og ekki leið á löngu uns hún varð ófrísk að barni Monnets. Skiln- aður var á þeim tíma ólöglegur á Ítalíu og í mörg- um öðrum Evrópulöndum. Þau komust þó í kring- um það og árið 1934 hittust þau í Moskvu þar sem hún fékk sovéskan ríkisborgararétt, skildi við eiginmanninn og giftist Monnet. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 Ú T L Ö N D ARKITEKT EVRÓPUSAMBANDSINS, JEAN MONNET Hann var mikill alþjóðasinni og af mörgum talinn arkitekt Evrópusambands- ins. S Ö G U H O R N I Ð Jean Monnet 117 ára AUGL†SINGASÍMI 550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›. 06_07_Markadur-lesin 8.11.2005 15:46 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.