Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 41
Verðstríð á matvörumarkaði hefur geisað í rúma átta mánuði eftir að Krónan átti frum- kvæði að því að lækka vöruverð sitt. „Við vildum auka samkeppni á matvörumarkaði sem okkur fannst vera mjög lítil þar sem einn aðili var með yfirburða stöðu,“ segir Sigurð- ur Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur meðal annars Krónuna. Viðmælendur Markaðarins hafa skotið á að lágvöruverslanir hafi aukið hlutdeild sína um 15-20 prósent á kostnað þjónustubúða. Það er ljóst að dýrari verslanir eins og Hag- kaup og Nóatún hafa misst spón úr aski sín- um og brugðist við með því að lækka vöru- verð. „Það er auðvitað verkefni okkar að koma rekstri þessara verslana í það form að hann sé arðbær,“ segir Sigurður Arnar. GENGUR EKKI LENGUR Þótt fátt bendi til þess að verðstríðinu sé lok- ið verður að telja líklegt að verð á matvælum fari hækkandi á næstunni Verslanasamsteypan Hagar, sem er að stærstum hluta í eigu Baugs, hefur birt af- komutölur fyrir tímabilið frá mars til ágúst sem sýna gríðarlegt tap á tímabilinu eða sjö hundruð milljón krónur. Finnur Árnason, for- stjóri Haga, kennir verðstríði um slaka af- komu félagsins og segir ljóst að grípa þurfi til hagræðingaraðgerða. „Almennt gengur þetta ekki mikið lengur. Verslanir geta ekki gefið vörur endalaust,“ segir Finnur. Hagar ætli sér að bjóða upp á besta verðið og því verði fyrirtækið að hagræða enn frek- ar og fá betri kjör frá birgjum. „Stærsti kostnaður matvöruverslana er innkaupsverð en þar á eftir koma launakostnaður og húsa- leiga.“ Um 70 prósent af innkaupum Haga eru frá íslenskum aðilum og í raun þannig að um 30 prósent koma frá innflutningi. Finnur vill ekkert alhæfa um það hvort birgjar hafið tekið til sín gengishækkun krón- unnar. „Sumir hafa gert það en aðrir ekki.“ FÓLK VILL VALKOST Stefna Kaupáss er að stækka frekar á mat- vörumarkaði. „Fólk vill hafa valkost og við sjáum mikla eftirspurn á lágvörumarkaði. Það er ekki hollt fyrir markaðinn að eitt fyr- irtækið hafi jafn afgerandi stöðu og Hagar. Við sjáum að í Bretlandi, þar sem Tesco er með 30 prósenta markaðshlutdeild, eru hafn- ar umræður hvernig megi setja starfsemi þeirra skorður,“ segir Sigurður. Krónuhlutinn hjá Kaupási hefur verið að bæta við sig miklum viðskiptum, enda setti Krónan sér þau markmið að vera samkeppn- ishæf við Bónus í verði og vera valkostur í lágvörunni. Sigurður skilur vel þær tölur sem liggja á bak við uppgjör Haga. Markaðsráðandi fyrir- tæki eins og Hagar hefur gefið út þá yfirlýs- ingu að það ætli alltaf að vera lægst og grípi til þess ráðs, þegar það lendir í einhvers kon- ar samkeppni, að lækka verð og selja vörur undir kostnaðarverði í þeirri von að hrista af sér samkeppnina. Þá kemur Krónan til sög- unnar, boðar samkeppni og fylgir Bónusi eft- ir. „Það er svo önnur spurning hvað sam- keppnisyfirvöld segja við því að markaðsráð- andi aðili að selji vörur undir kostnaðarverði. Við höfum ekki litið á það sem okkar hlutverk að velta því máli upp gagnvart yfirvöldum.“ Hann gefur ekki upp hvernig afkoma MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Margt bendir til þess að verð á matvörum sé farið að hækka á nýjan leik. Stóru matvöruverslanirnar Bónus og Krónan ætla að halda áfram baráttu sinni um hylli kaupenda en leita allra leiða til að hag- ræða í rekstri og þrýsta meðal annars á birgja eins og Eggert Þór Aðalsteinsson komst að raun um. Það að markaðsráðandi aðili eins og Bónus selji vörur undir kostnaðarverði vekur upp spurningar helstu samkeppnisaðila. Áfram barist á matvöruma 12_13_Markadur-lesin 8.11.2005 15:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.