Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 41

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 41
Verðstríð á matvörumarkaði hefur geisað í rúma átta mánuði eftir að Krónan átti frum- kvæði að því að lækka vöruverð sitt. „Við vildum auka samkeppni á matvörumarkaði sem okkur fannst vera mjög lítil þar sem einn aðili var með yfirburða stöðu,“ segir Sigurð- ur Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur meðal annars Krónuna. Viðmælendur Markaðarins hafa skotið á að lágvöruverslanir hafi aukið hlutdeild sína um 15-20 prósent á kostnað þjónustubúða. Það er ljóst að dýrari verslanir eins og Hag- kaup og Nóatún hafa misst spón úr aski sín- um og brugðist við með því að lækka vöru- verð. „Það er auðvitað verkefni okkar að koma rekstri þessara verslana í það form að hann sé arðbær,“ segir Sigurður Arnar. GENGUR EKKI LENGUR Þótt fátt bendi til þess að verðstríðinu sé lok- ið verður að telja líklegt að verð á matvælum fari hækkandi á næstunni Verslanasamsteypan Hagar, sem er að stærstum hluta í eigu Baugs, hefur birt af- komutölur fyrir tímabilið frá mars til ágúst sem sýna gríðarlegt tap á tímabilinu eða sjö hundruð milljón krónur. Finnur Árnason, for- stjóri Haga, kennir verðstríði um slaka af- komu félagsins og segir ljóst að grípa þurfi til hagræðingaraðgerða. „Almennt gengur þetta ekki mikið lengur. Verslanir geta ekki gefið vörur endalaust,“ segir Finnur. Hagar ætli sér að bjóða upp á besta verðið og því verði fyrirtækið að hagræða enn frek- ar og fá betri kjör frá birgjum. „Stærsti kostnaður matvöruverslana er innkaupsverð en þar á eftir koma launakostnaður og húsa- leiga.“ Um 70 prósent af innkaupum Haga eru frá íslenskum aðilum og í raun þannig að um 30 prósent koma frá innflutningi. Finnur vill ekkert alhæfa um það hvort birgjar hafið tekið til sín gengishækkun krón- unnar. „Sumir hafa gert það en aðrir ekki.“ FÓLK VILL VALKOST Stefna Kaupáss er að stækka frekar á mat- vörumarkaði. „Fólk vill hafa valkost og við sjáum mikla eftirspurn á lágvörumarkaði. Það er ekki hollt fyrir markaðinn að eitt fyr- irtækið hafi jafn afgerandi stöðu og Hagar. Við sjáum að í Bretlandi, þar sem Tesco er með 30 prósenta markaðshlutdeild, eru hafn- ar umræður hvernig megi setja starfsemi þeirra skorður,“ segir Sigurður. Krónuhlutinn hjá Kaupási hefur verið að bæta við sig miklum viðskiptum, enda setti Krónan sér þau markmið að vera samkeppn- ishæf við Bónus í verði og vera valkostur í lágvörunni. Sigurður skilur vel þær tölur sem liggja á bak við uppgjör Haga. Markaðsráðandi fyrir- tæki eins og Hagar hefur gefið út þá yfirlýs- ingu að það ætli alltaf að vera lægst og grípi til þess ráðs, þegar það lendir í einhvers kon- ar samkeppni, að lækka verð og selja vörur undir kostnaðarverði í þeirri von að hrista af sér samkeppnina. Þá kemur Krónan til sög- unnar, boðar samkeppni og fylgir Bónusi eft- ir. „Það er svo önnur spurning hvað sam- keppnisyfirvöld segja við því að markaðsráð- andi aðili að selji vörur undir kostnaðarverði. Við höfum ekki litið á það sem okkar hlutverk að velta því máli upp gagnvart yfirvöldum.“ Hann gefur ekki upp hvernig afkoma MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Margt bendir til þess að verð á matvörum sé farið að hækka á nýjan leik. Stóru matvöruverslanirnar Bónus og Krónan ætla að halda áfram baráttu sinni um hylli kaupenda en leita allra leiða til að hag- ræða í rekstri og þrýsta meðal annars á birgja eins og Eggert Þór Aðalsteinsson komst að raun um. Það að markaðsráðandi aðili eins og Bónus selji vörur undir kostnaðarverði vekur upp spurningar helstu samkeppnisaðila. Áfram barist á matvöruma 12_13_Markadur-lesin 8.11.2005 15:55 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.