Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 12
12 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR
FLÓTTAMENN Af 26 hælisleitend-
um hér á landi bíða 15 eftir nið-
urstöðu Útlendingastofnunar um
landvistarleyfi. Níu hafa fengið
úrlausn sinna mála og bíða ýmist
frávísunar, brottvísunar lögreglu
eða annarrar niðurstöðu yfir-
valda.
Þetta kom fram í svari Björns
Bjarnasonar, dómsmálaráð-
herra, við fyrirspurn Guðrúnar
Ögmundsdóttur í Samfylking-
unni, um fjölda hælisleitenda og
aðbúnað þeirra.
Flestir hælisleitendanna eru
karlar á þrítugs- og fertugsaldri
og af 26 eru sjö frá Rússlandi,
þrír frá Íran og tveir frá Armen-
íu, Litháen og Afganistan.
Margir þeirra hafa dvalið hér
mánuðum saman en aðeins fimm
hafa verið hér í eitt ár eða leng-
ur.
Útlendingastofnun ber ábyrgð
á framfærslu hælisleitenda og
gerði samning við Reykjanesbæ í
ársbyrjun 2004 um húsnæði fyrir
þá og framfærslu. Reykjanesbær
hefur í þessu tilliti gert samning
við tvö gistiheimili í Reykjanes-
bæ sem sjá hælisleitendum fyrir
fæði og húsnæði en auk þess njóta
þeir annarrar þjónustu.
Fram kemur í svari dómsmála-
ráðherra að flóttamenn og hælis-
leitendur eiga rétt á ókeypis lög-
fræðiaðstoð á öllum stigum máls
síns hjá íslenskum stjórnvöldum.
- jh
REYKJANESBÆR Samningur er í gildi við tvö
gistiheimili í Reykjanesbæ um húsnæði og
fæði fyrir hælisleitendur.
HEILBRIGÐISMÁL Útgjöld til lýð-
heilsueflingar og forvarnarstarfa
á heilbrigðissviði á Íslandi sem
hlutfall af útgjöldum til heilbrigð-
ismála, eru með því sem lægst
gerist í löndum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar OECD.
Samkvæmt nýrri skýrslu OECD
um heilbrigðismál verja Íslend-
ingar 1,4 prósentum af heilbrigð-
isútgjöldum til forvarnarstarfs
og lýðheilsueflingar en meðaltal-
ið í ríkjunum er um þrjú prósent.
Hlutfallið er mest í Kanada, eða
átta prósent.
Í skýrslunni kemur fram að
lífslíkur karlmanna við fæðingu
eru mestar á Íslandi, eða 79 ár.
Konur lifa að meðaltali lengsta
ævi í Japan, eða 85,3 ár en Ísland
er í sjöunda sæti þar sem konur
lifa að meðaltali í 82,4 ár. Meðal-
ævilíkur óháðar kyni eru hæstar
í Japan en næsthæstar á Íslandi.
Krabbamein er næstalgeng-
asta dánarorsök fólks í OECD
ríkjunum, en hjartasjúkdómar
algengasta. Dauðsföll karla af
völdum krabbameins á Íslandi
er hlutfallslega með því sem
minnst gerist. Aðeins í Svíþjóð
er hlutfallið lægra og jafnhátt í
Finnlandi. Hvergi látast færri úr
krabbameini í blöðruhálskirtli en
á Íslandi.
Á Íslandi, líkt og í öllum öðrum
löndum OECD, látst hlutfalls-
lega fleiri karlmenn en konur
úr krabbameini. Aðeins í níu
löndum af 27 deyja hlutfallslega
fleiri konur úr krabbameini en
á Íslandi en tíðni dauðsfalla úr
brjóstakrabbameini á Íslandi er
rétt undir meðaltali landanna.
Þá kemur fram að hvergi innan
OECD er barnadauði minni en á
Íslandi og fjöldi léttbura er hér
minnstur. Tannheilsa barna hefur
batnað mest á Íslandi á árunum
1980 til 2000 og eru íslensk börn
í tíunda sæti á lista yfir fæstu
tannviðgerðirnar.
Hlutfallslegur fjöldi lækna og
hjúkrunarfræðinga á Íslandi er
með því sem mest gerist af ríkj-
unum 27. Við höfum næstflestu
hjúkrunarfræðingana og fjórðu
flestu læknana. Aðeins í tveim-
ur löndum er hlutfall kvenkyns
lækna þó lægra en á Íslandi,
Bandaríkjunum og Japan. Í
skýrslunni kemur jafnframt fram
að tæknilega séð eru Íslendingar
mjög framarlega í heilbrigðisþjón-
ustu og eru til að mynda hvergi í
heiminum til fleiri tæki til geisla-
merðferðar á hvern íbúa.
sda@frettabladid.is
Íslenskir karlar verða elstir
Útgjöld til forvarnarstarfa á heilbrigðissviði á Íslandi eru með því sem lægst gerist í löndum OECD. Meðal-
ævilíkur karlmanna eru hæstar á Íslandi, eða 79 ár og fæstir léttburar fæðast hér á landi.
Í RÍKJUM OECD ERU MEÐALÆVILÍKUR ÍSLENDINGA NÆSTMESTAR Íslenskir karlar lifa lengst
allra karlmanna í ríkjum OECD, eða 79 ár að meðaltali. Konur lifa lengst í Japan, þar sem
þær lifa að meðaltali í rúm 85 ár. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 82,4 ár og eru í sjö-
unda sæti yfir meðalævilíkur.
JUMA HAGAR FÆR SÉR SMÓK Bandarískir
erindrekar hafa reynt að sameina sundraða
frelsishreyfinguna í Súdan til að koma á
vopnahléi í Darfurhéraði. Hagar, leiðtogi
klofningsbrotsins, gekk út af fundi þeirra í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fimmtán hælisleitendur bíða niðurstöðu Útlendingastofnunar:
Fimm hafa beðið lengur en ár
DVÖL HÆLISLEITENDA Á ÍSLANDI
5 4 3 7 2 3 2
1-
3
vi
ku
r
3-
6
vi
ku
r
6-
12
v
ik
ur
3-
7
m
án
uð
ir
7-
10
m
án
uð
ir
10
-1
3
m
án
uð
ir
M
ei
ra
e
n
13
m
án
uð
ir
MENNTUN Seltjarnarnesbær og
Háskólinn í Reykjavík hafa gert með
sér samning um að styrkja stærð-
fræðikennara til frekara náms.
Samningurinn felur í sér að bæj-
arfélagið greiði hluta skólagjalda
fyrir tvo stærðfræðikennara á
Seltjarnarnesi sem nema munu í
Háskólanum í Reykjavík. Háskólinn
fellir svo niður hluta skólagjaldsins.
Hanna Dóra Birgisdóttir sem
kennir við Valhúsaskóla og Kristín
Kristinsdóttir kennari við Mýrhúsa-
skóla hluti styrkinn að þessu sinni.
- jse
Stærðfræðikennarar fá styrk:
Háskólagjöldin
niðurgreidd
BAKÚ, AP Landskjörstjórn Aser-
baídsjan hefur ógilt í tveimur kjör-
dæmum niðurstöður þingkosning-
anna um helgina. Auk þess hefur
hún fyrirskipað endurtalningu í
tveimur kjördæmum til viðbótar.
Stjórnarandstæðingar stað-
hæfðu strax að loknum kjörfundi
að víðtækt svindl hefði átt sér stað
og í vikubyrjun sögðu eftirlits-
menn Öryggissamvinnustofnunar
Evrópu að kosningarnar uppfylltu
ekki alþjóðleg skilyrði.
Stjórnarflokkarnir hafa lýst
yfir sigri en stjórnandstaðan von-
ast til að tugþúsundir muni fylkja
liði í höfuðborginni Bakú í dag og
mótmæla stjórninni. ■
Umdeildar þingkosningar:
Úrslit ógild í
tveimur sýslum
RÝNT Í ÚRSLITIN Þessi kartöflusölumaður í
Bakú reyndi að glöggva sig á kosningaúr-
slitunum í gær en það virtist hægara sagt
en gert. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
B
A
N
D
A
R
ÍK
IN
3,9
ÞÝ
SK
A
LA
N
D
4,8
8
K
A
N
A
D
A
H
O
LL
A
N
D
5,5
2,5
FR
A
K
K
L.
2,9
3,8
FI
N
N
LA
N
D
O
EC
D
2,9
SV
IS
S
2,2
JA
PA
N
2,4
0,6
1,3
2,1
N
O
R
EG
U
R
1,4
TÉ
K
K
LA
N
D
ÍT
A
LÍ
A
SP
Á
N
N
ÍS
LA
N
D
ÚTGJÖLD TIL LÝÐHEILSUEFLINGAR OG FORVARNAR-
STARFS Á SVIÐI HEILBRIGÐISMÁLA*
*Sem hlutfall af útgjöldum til heilbrigðisþjónustu