Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 12
12 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR FLÓTTAMENN Af 26 hælisleitend- um hér á landi bíða 15 eftir nið- urstöðu Útlendingastofnunar um landvistarleyfi. Níu hafa fengið úrlausn sinna mála og bíða ýmist frávísunar, brottvísunar lögreglu eða annarrar niðurstöðu yfir- valda. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar, dómsmálaráð- herra, við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur í Samfylking- unni, um fjölda hælisleitenda og aðbúnað þeirra. Flestir hælisleitendanna eru karlar á þrítugs- og fertugsaldri og af 26 eru sjö frá Rússlandi, þrír frá Íran og tveir frá Armen- íu, Litháen og Afganistan. Margir þeirra hafa dvalið hér mánuðum saman en aðeins fimm hafa verið hér í eitt ár eða leng- ur. Útlendingastofnun ber ábyrgð á framfærslu hælisleitenda og gerði samning við Reykjanesbæ í ársbyrjun 2004 um húsnæði fyrir þá og framfærslu. Reykjanesbær hefur í þessu tilliti gert samning við tvö gistiheimili í Reykjanes- bæ sem sjá hælisleitendum fyrir fæði og húsnæði en auk þess njóta þeir annarrar þjónustu. Fram kemur í svari dómsmála- ráðherra að flóttamenn og hælis- leitendur eiga rétt á ókeypis lög- fræðiaðstoð á öllum stigum máls síns hjá íslenskum stjórnvöldum. - jh REYKJANESBÆR Samningur er í gildi við tvö gistiheimili í Reykjanesbæ um húsnæði og fæði fyrir hælisleitendur. HEILBRIGÐISMÁL Útgjöld til lýð- heilsueflingar og forvarnarstarfa á heilbrigðissviði á Íslandi sem hlutfall af útgjöldum til heilbrigð- ismála, eru með því sem lægst gerist í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um heilbrigðismál verja Íslend- ingar 1,4 prósentum af heilbrigð- isútgjöldum til forvarnarstarfs og lýðheilsueflingar en meðaltal- ið í ríkjunum er um þrjú prósent. Hlutfallið er mest í Kanada, eða átta prósent. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur karlmanna við fæðingu eru mestar á Íslandi, eða 79 ár. Konur lifa að meðaltali lengsta ævi í Japan, eða 85,3 ár en Ísland er í sjöunda sæti þar sem konur lifa að meðaltali í 82,4 ár. Meðal- ævilíkur óháðar kyni eru hæstar í Japan en næsthæstar á Íslandi. Krabbamein er næstalgeng- asta dánarorsök fólks í OECD ríkjunum, en hjartasjúkdómar algengasta. Dauðsföll karla af völdum krabbameins á Íslandi er hlutfallslega með því sem minnst gerist. Aðeins í Svíþjóð er hlutfallið lægra og jafnhátt í Finnlandi. Hvergi látast færri úr krabbameini í blöðruhálskirtli en á Íslandi. Á Íslandi, líkt og í öllum öðrum löndum OECD, látst hlutfalls- lega fleiri karlmenn en konur úr krabbameini. Aðeins í níu löndum af 27 deyja hlutfallslega fleiri konur úr krabbameini en á Íslandi en tíðni dauðsfalla úr brjóstakrabbameini á Íslandi er rétt undir meðaltali landanna. Þá kemur fram að hvergi innan OECD er barnadauði minni en á Íslandi og fjöldi léttbura er hér minnstur. Tannheilsa barna hefur batnað mest á Íslandi á árunum 1980 til 2000 og eru íslensk börn í tíunda sæti á lista yfir fæstu tannviðgerðirnar. Hlutfallslegur fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga á Íslandi er með því sem mest gerist af ríkj- unum 27. Við höfum næstflestu hjúkrunarfræðingana og fjórðu flestu læknana. Aðeins í tveim- ur löndum er hlutfall kvenkyns lækna þó lægra en á Íslandi, Bandaríkjunum og Japan. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að tæknilega séð eru Íslendingar mjög framarlega í heilbrigðisþjón- ustu og eru til að mynda hvergi í heiminum til fleiri tæki til geisla- merðferðar á hvern íbúa. sda@frettabladid.is Íslenskir karlar verða elstir Útgjöld til forvarnarstarfa á heilbrigðissviði á Íslandi eru með því sem lægst gerist í löndum OECD. Meðal- ævilíkur karlmanna eru hæstar á Íslandi, eða 79 ár og fæstir léttburar fæðast hér á landi. Í RÍKJUM OECD ERU MEÐALÆVILÍKUR ÍSLENDINGA NÆSTMESTAR Íslenskir karlar lifa lengst allra karlmanna í ríkjum OECD, eða 79 ár að meðaltali. Konur lifa lengst í Japan, þar sem þær lifa að meðaltali í rúm 85 ár. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 82,4 ár og eru í sjö- unda sæti yfir meðalævilíkur. JUMA HAGAR FÆR SÉR SMÓK Bandarískir erindrekar hafa reynt að sameina sundraða frelsishreyfinguna í Súdan til að koma á vopnahléi í Darfurhéraði. Hagar, leiðtogi klofningsbrotsins, gekk út af fundi þeirra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fimmtán hælisleitendur bíða niðurstöðu Útlendingastofnunar: Fimm hafa beðið lengur en ár DVÖL HÆLISLEITENDA Á ÍSLANDI 5 4 3 7 2 3 2 1- 3 vi ku r 3- 6 vi ku r 6- 12 v ik ur 3- 7 m án uð ir 7- 10 m án uð ir 10 -1 3 m án uð ir M ei ra e n 13 m án uð ir MENNTUN Seltjarnarnesbær og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samning um að styrkja stærð- fræðikennara til frekara náms. Samningurinn felur í sér að bæj- arfélagið greiði hluta skólagjalda fyrir tvo stærðfræðikennara á Seltjarnarnesi sem nema munu í Háskólanum í Reykjavík. Háskólinn fellir svo niður hluta skólagjaldsins. Hanna Dóra Birgisdóttir sem kennir við Valhúsaskóla og Kristín Kristinsdóttir kennari við Mýrhúsa- skóla hluti styrkinn að þessu sinni. - jse Stærðfræðikennarar fá styrk: Háskólagjöldin niðurgreidd BAKÚ, AP Landskjörstjórn Aser- baídsjan hefur ógilt í tveimur kjör- dæmum niðurstöður þingkosning- anna um helgina. Auk þess hefur hún fyrirskipað endurtalningu í tveimur kjördæmum til viðbótar. Stjórnarandstæðingar stað- hæfðu strax að loknum kjörfundi að víðtækt svindl hefði átt sér stað og í vikubyrjun sögðu eftirlits- menn Öryggissamvinnustofnunar Evrópu að kosningarnar uppfylltu ekki alþjóðleg skilyrði. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir sigri en stjórnandstaðan von- ast til að tugþúsundir muni fylkja liði í höfuðborginni Bakú í dag og mótmæla stjórninni. ■ Umdeildar þingkosningar: Úrslit ógild í tveimur sýslum RÝNT Í ÚRSLITIN Þessi kartöflusölumaður í Bakú reyndi að glöggva sig á kosningaúr- slitunum í gær en það virtist hægara sagt en gert. FRÉTTABLAÐIÐ/AP B A N D A R ÍK IN 3,9 ÞÝ SK A LA N D 4,8 8 K A N A D A H O LL A N D 5,5 2,5 FR A K K L. 2,9 3,8 FI N N LA N D O EC D 2,9 SV IS S 2,2 JA PA N 2,4 0,6 1,3 2,1 N O R EG U R 1,4 TÉ K K LA N D ÍT A LÍ A SP Á N N ÍS LA N D ÚTGJÖLD TIL LÝÐHEILSUEFLINGAR OG FORVARNAR- STARFS Á SVIÐI HEILBRIGÐISMÁLA* *Sem hlutfall af útgjöldum til heilbrigðisþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.