Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 79
1.090 kr. Allar pizzur á Hvítlauksolía fylgir! Frítt SMS þegar pizzan fer í ofninn 7.–13. nóv. 58•12345 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 7 6 2 [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Þessi sveit hefur frábæra afsök- un fyrir þessu hræðilega hljóm- sveitarnafni. Þau eru öll vel undir tvítugu! Sveitin er byggð utan um unglingspiltinn og Ash aðdáandann Billy sem bauð bróður sínum og kærustu að vera með. Já, þau eiga eftir að túra heiminn og upplifa rokklíf- ernið, þannig að þetta getur ekki endað vel. Sú staðreynd að Bræðrunum er ekki enn vaxin grön afsakar það kannski líka að textarnir eru hreint út sagt arfaslappir. Sérstaklega í titillaginu Young for Eternity, þar sem þau þakka Drakúla greifa fyrir að hafa gert þau að blóðsugum. Árafæð- in afsakar líka ófrumlegheitin, en það fer eftir lögum á hverja sveitin minnir. Stundum Oasis, stundum Ash stundum Coral og stundum Yeah Yeah Yeahs. The Subway´s hljómar eiginlega aldrei eins og The Subway´s, því sá hljómur er eiginlega ekki til. Ég skil samt alveg fullkom- lega af hverju þessi sveit fékk plötusamning. Flutningurinn og ungæðislegur krafturinn er alveg ótrúlega grípandi. Þó svo að lögin séu ófrumleg, festast þau vel í minni og fá mann auð- veldlega til þess að stappa hægri fætinum með í takt. Þau hafa svo greinilega hljóðritað með fag- manni sem hefur náð að tryggja þeim þétt og gott rokksánd sem hljómar lifandi og rafmagnað. Billy og kærastan hans Charlotte hafa svo bæði flottar rokkraddir sem virka vel saman. Ef þau ná því á sviði sem þau hafa náð að fanga á þessari plötu, þá er það ávísun að góðu kvöldi. Niðurstaðan er sú að þessi frumraun The Subways er hvorki fugl né fiskur fyrir þá sem eru að leita að framsæknu, frum- legu rokki. En vilji menn gríp- andi lög, góða keyrslu skreytta unglingabólum og einfalda texta um vonbrigði unglingsáranna þá er þetta líklegast hin full- komna plata. Vonandi endist ástarsambandið bara nægilega lengi til þess að þau geti fund- ið sinn eigin stíl og leyft sér að þróast áfram. Því þetta er fínn efniviður í alvöru rokksveit og Billy er greinlega gott efni í lagahöfund. Birgir Örn Steinarsson Eigum við að fá okk- ur einn Subway? THE SUBWAYS: Young FOR ETERNITY Niðurstaða: Frumraun The Subways er afar ófrumleg, en hún bætir upp fyrir það með fínum flutningi og ungæðislegri ákveðni. Ungl- ingarokk, gert af unglingum með öllu sem þeim fylgir. Jack White, annar helmingur rokk- dúettsins The White Stripes, hefur breytt nafni sínu í Three Quid, eða Þrjú pund. Mun hann heita þessu nafni þar til tónleikaferð sveitar- innar um Bretland lýkur. White tilkynnti þetta tvisvar sinnum á fyrstu tónleikum The White Stripes í London á dögunum. Ekki er vitað hvers vegna hann ákvað þetta. Hljómsveitin The White Stripes heldur tónleika í Laugardalshöll þann 20. nóvember næstkomandi og bíða þeirra margir með mikilli eftirvæntingu. Breytir nafninu í Three Quid ÞRJÚ PUND Jack White mun heita Three Quid það sem eftir lifir af tónleikaferð The White Stripes um Bretland. Leikkonan Jennifer Aniston er orðin hundleið á því að vera kölluð væluskjóða eftir að hún hætti með hjartaknúsaranum Brad Pitt. Nýverið kom fram í blaðagrein í Vanity Fair að Aniston hafi brostið í grát í viðtalinu. Aniston segir þetta vera algjöra vitleysu í viðtali við Newsweek. „Ég var fúl út af greininni í Vanity Fair. Í eitt skipti var ég örlítið klökk vegna þess að ég hafði ekki sest niður með blaðamanni síðan allt þetta vesen hófst. Það stóð aðeins yfir í eina sekúndu og síðan var það búið,“ segir Aniston. Hún segir það erfitt að þola alla fjölmiðlaumfjöllunina vegna málsins, sérstaklega vegna frétta um að hún vildi ekki stofna fjöl- skyldu með Pitt. Hún tjáir sig ein- nig um þörfina fyrir einkalíf án þess að þurfa að hafa áhyggur af ágengum ljósmyndurum. „Þegar ég er heima er ég að slappa af. Ef ég fer út að borða með vinum mínum er ég ekki að vinna. Hvað er eiginlega að hjá fólki?,“ segir hún. Ég er engin væluskjóða JENNIFER ANISTON Leikkonan sem sló í gegn í Friends leikur næst í myndinni Derailed. 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10 HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 10.40 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.40 og 8 Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 3.50 með íslensku tali. Frá leikstjórum There Is Something About Mary Frá framleiðendum The Professional og La Femme Nikita ���� SV MBL Ný íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára “MEISTARASTYKKI” H.E. Málið ���� DV Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd í Lúxus kl. 5, 8 og 10.40 TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI ��� Morgunblaðið ��� Topp5.is Sýnd kl. 10.15 B.i. 16 ára ���1/2 Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með MMJ - Kvikmyndir.com ��� SV MBL ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & XXX���� SV MBL Ný íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn „MEISTARASTYKKI“ H.E. Málið Adams Æbler • Sýnd kl. 6 Danskt tal/ótextuð My Summer of Love • Sýnd kl. 6 Enskt tal/ótextuð Lie With Me • Sýnd kl. 8 Enskt tal/íslenskur texti The Aristocrats • Sýnd kl 8 Enskt tal/ótextuð Kung Fu • Sýnd kl 10 Enskt tal/enskur texti Yes • Sýnd kl 10 Enskt tal/ótextuð �������������� ���� DV www.icelandfilmfestival.is ������������������������� Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.