Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 54
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 17
S K O Ð U N
Hagstofan birtir vísitölu neyslu-
verðs á morgun. Verðbólga hefur
verið á uppleið og áhugi á nýjum
verðbólgutölum vaxið í takt við
aukin þenslumerki í hagkerfinu.
Greiningardeild Landsbankans
telur ekki þörf á að endurskoða
sína spá fyrir nóvember, þrátt
fyrir lækkanir á eldsneytisverði:
„Við gerum ráð fyrir að vísi-
tala neysluverðs hækki um 0,2%
á milli mánaða í nóvember. Þrátt
fyrir nokkrar lækkanir á elds-
neytisverði bæði hér heima og
erlendis í mánuðinum teljum við
ekki þörf á að endurskoða
spánna sem birt var í vegvísi
þann 14. október síðastliðinn.
Þeir liðir sem hækka vísitöluna
mest eru, líkt og síðastliðna mán-
uði matar- og drykkjarliðurinn
og húsnæðisliðurinn.“
„Í spánni töldum við að hægja
færi á hækkunum á matvæla-
verði, en slæmt uppgjör Haga,
eiganda einnar stærstu lágvöru-
verðsverslunar landsins gæti
hugsanlega aukið á hækkanir á
matvælum, en í uppgjöri félags-
ins kom fram að tap félagsins
hafi að mestu mátt rekja til verð-
stríðs á matvörumarkaðnum.
Undanfarin misseri hafa hækk-
anir á húsnæðisliðnum verið
hraðar. Lækkun á vísitölu íbúða-
verðs í ágúst (birt í september)
blés lífi í umræðuna um að nú
væri húsnæðisverð komið í há-
mark og færi nú að hægja um-
talsvert á hækkunum. Hækkun
íbúðaverðsvísitölunnar í septem-
ber sló nokkuð á þá umræðu. Í
nóvember gerum við ráð fyrir
hóflegri hækkun húsnæðisliðar-
ins.“
„Lækkanir á eldsneytisverði
hér á landi í október munu draga
úr hækkun vísitölunnar í nóvem-
ber. Frá upphafi til loka október-
mánaðar lækkaði eldsneytisverð
hér á landi um 4,5%.“
„Hagstofa Íslands mun birta
niðurstöður mælinga sinna á
vísitölu neysluverðs fyrir nóv-
ember þann 10. nóvember næst-
komandi kl. 9 og munum við þá
fjalla ítarlega þróun vísitölunn-
ar,“ segir greiningardeild Lands-
bankans.
Slæmt uppgjör eykur líkur á matvöruhækkun
!
"#
$
%
!
"#
$% &'&()# *
"#
$
&
'
!
+,--
.----
* ! "
/
012(3&
3&4
&5667&8/ &"5 # 9
#/
/1
:(;%.--<&% /#= .--<>
? ,@A-B !@! CC-D---@EEE
Enginn rík-
ur á að rífast
Ég tel mig sjálfan í hópi lítilla
hluthafa, þótt ég sé náttúrlega
ríkur. Ég gæti mín alltaf á því
að fara aldrei yfir þau mörk í
einstöku fyrirtæki að ég þurfi
að tilkynna viðskipti.
Ég legg nefnilega mikið upp
úr því að vera ósýnilegur. Þess
vegna stend ég aldrei upp á
hluthafafundum og ríf kjaft. Ég
hef eina aðferð til þess að lýsa
óánægju minni með stjórnendur
hlutafélaga sem ég á í og sú að-
ferð hefur reynst mér vel. Hún
er að selja bréfin ef ég hef ekki
trú á því sem þeir eru að gera.
Ég er þannig andstæðan við Vil-
hjálm Bjarnason sem hefur
reglulega reynt að tala niður
gengi félaga sem hann á í sjálf-
ur. Mér finnst það ekki skyn-
samlegt út frá sjónarmiði ávöxt-
unar. Nema hann sé náttúrlega
að kaupa á sama tíma og hann
talar gengið niður. Þá get ég al-
veg skilið hvað hann er að pæla.
Ég hef nú ekki mikla trú á því.
Ég skil ekkert í þessum lát-
um í honum yfir þessu öllu.
Hann varð alveg vitlaus þegar
Bjöggarnir tóku Kolkrabbann í
nefið. Aðgerð sem var til því-
líkra hagsbóta fyrir litlu hlut-
hafana að annað eins hefur
aldrei sést á Íslandi.
Ég held að ég hafi grætt
meira á því að elta Bjöggana í
atlögunni að Kolkrabbanum en
á nokkru öðru sem ég hef gert.
Enda var ég vel skuldsettur í
kaupunum í Burðarási á sínum
tíma.
Þessi saga um þrjá milljarð-
ana er ansi lífseig og maður
heyrt hana í mörgum útgáfum.
Ég hef reynt að fá hana stað-
festa, en ekki tekist. Sú útgáfa
sem er núna er að í júní hafi
þrír milljarðar farið á reikning
Fons til að kaupa Sterling. Ég
held reyndar að Pálmi hafi ekki
þurft slíkt lán og ef hann hefði
þurft þess, þá hefði verið nær-
tækara að Jón Ásgeir vinur
hans myndi redda honum þrem-
ur milljörðum svona í bili.
Myndi sjálfsagt gera það fyrir
hálft orð. Mér finnst þessi út-
gáfa ekki trúverðug. Auk þess
sem fyrrum stjórnarmenn
hættu ekki út af einhverri milli-
færslu, heldur fannst þeim
Hannes ekki hafa samráð við
sig og ganga hratt um gleðinnar
dyr.
Lykilspurningin um FL
Group er sú hvort menn hafa
trú á því sem þeir eru að gera
eða ekki. Ef þeir trúa á fyrir-
tækið þá kaupa þeir, ef ekki þá
selja þeir. Það hefur enginn orð-
ið ríkur á því að rífast á fund-
um, heldur með réttum fjárfest-
ingarákvörðunum, enda er ég
holdtekja þeirra.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N
Í spánni töldum við að hægja færi á hækkunum á matvælaverði, en slæmt upp-
gjör Haga, eiganda einnar stærstu lágvöruverðsverslunar landsins gæti hugs-
anlega aukið á hækkanir á matvælum, en í uppgjöri félagsins kom fram að tap
félagsins hafi að mestu mátt rekja til verðstríðs á matvörumarkaðnum.
16-17 Markadur-lesin 8.11.2005 15:22 Page 3