Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 59
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Skattar og gjöld hafa löngum þótt með því hæsta sem þekkist hér á landi. Undanfarin ár hafa þó orðið talsverðar breytingar þar á. Einkum hafa orðið breytingar á álagningu tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja. Rannsóknarsetur verslunarinnar hélt ársfund sinn á dögunum þar sem kynnt var ný skýrsla setursins um álagningu skatta og gjalda í þjónustu og verslun hér á landi. Hjálmar Blöndal kynnti sér skýrsluna. Rannsóknarsetur verslunarinnar hélt sinn fyrsta ársfund í liðinni viku. Aðalefni fundarins var viða- mikil skýrsla sem setrið hafði gert og bar heitið Skattlagning vöru og þjónustu á Íslandi. Að Rann- sóknarsetri verslunarinnar standa verslunarfyrir- tækin Hagar, Kaupás og Samkaup en auk þeirra Samtök verslunar og þjónustu og Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið. Auk þess kemur Viðskiptaháskól- inn á Bifröst að starfi þess en þar hefur setrið að- setur og þeir þrír starfsmenn sem þar vinna. Skattamál hafa verið ofarlega í umræðunni á ár- inu ekki síst þar sem finna má í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar ákvæði um að taka skuli til end- urskoðunar virðisaukaskattskerfið til hagsbóta fyr- ir allan almenning eins og það er orðað í stjórnar- sáttmálanum. Hafa á því verið skiptar skoðanir hvernig taka eigi kerfið til endurskoðunar og hafa heyrst ýmis sjónarmið í þeim efnum. Allt frá því að lækka beri neðra þrep virðisaukaskatts um helming eða niður í sjö prósent og yfir í það að jafna verði skattþrepin, sjö og fjórtán prósent. ÍSLANDSMET Í SKATTLAGNINGU Viðamikil skýrsla setursins er fyrsta rannsóknar- skýrsla þess í ritröð um ytra umhverfi smásölu- verslunar. Athyglinni er eins og áður segir beint að skattlagningu á vöru og þjónustu á Ís- landi. Í stuttu máli má segja að niður- staða skýrslunnar sé sú að skattlagn- ing vöru og þjónustu sé einna mest hér á landi í samanburði við nágranna- löndin. Þar eru það einkum matvörur sem eru skattlagðar svo hátt hér á landi og sérstaklega landbúnaðarvör- ur sem framleiddar eru hér á landi. Þar vega tollar þyngst en ýmsar aðrar vörur sem framleiddar eru á öðrum slóðum, svo sem kaffi, sykur og aðrar land- búnaðarvörur, eru tollfrjálsar hér á landi. Þá er vörugjald mjög umfangsmikið hér á landi en af þeim níu löndum þar sem skattheimtan var könnuð, kom í ljós að vörugjald er langfyrirferðar- mest á eldsneyti, áfengi og tóbak. Vörugjald á áfengi er hæst hér og í Noregi en vörugjald á bens- ín er undir meðaltali landanna níu á Íslandi. Eins og kemur fram í inngangi skýrslunnar hafa skattar í gegnum aldirnar verið áberandi í pólitískri og hagfræðilegri umræðu. Í skýrslunni er einkum reynt að nálgast viðfangsefnið út frá hagfræðilegu sjónarhorni og stuðst við kenningar þar um. FIMM HUNDRUÐ PRÓSENT MJÓLKURTOLLUR Í skýrslunni má finna samanburð á einu og öðru sem við kemur skattlagningu og tollum. Þar á með- al má sjá samanburð á gjaldtöku á mjólk með innan við sex prósent fitu. Þar kemur í ljós að hún ber langhæsta skatta allra þeirra landa sem skýrslan nær til hér á landi eða 481 prósent toll sem er eins og fram kom í máli Jóns Þórs Sturlusonar á fundin- um, væntanlega ástæðan fyrir því að aldrei sést önnur en íslensk mjólk í verslunum hér á landi. Þá er 100 prósent tollur á frosnar nautalundir en að- eins Norðmenn ná að setja hærri tolla á frosnar nautalundir sem þar eru um 120 prósent. En það er ekki svo að allar vörur beri toll. Jón Þór benti á að samræmið í skattlagningu væri einnig oft á tíðum einkennilegt. Eins konar þjóðsögur í skattlagningu væru til. Þannig skipti máli hvernig neytendur glóðuðu brauðið sitt. Því brauðristar bera enga tolla eða vörugjald en ef menn vildja glóða brauðið sitt lárétt í einhvers konar samlokugrilli verður sá sem flytur það inn að greiða af því bæði toll- og vöru- gjald! TILLÖGUR TIL ÚRBÓTA Rannsóknarsetur verslunarinnar bendir á að skil- virkasta leiðin hvað við kemur álagningu neyslu- skatta sé að skattleggja vörur í öfugu hlutfalli við verðteygni eftirspurnar. Í skýrslunni er bent á að þetta sé sú leið sem sjaldnast er farin þar sem stjórnvöld horfa einnig til jöfnunarsjónarmiða bæði fyrir neyt- endur og svo innlenda framleiðendur. Segir að aðrar aðgerðir en lækkun matarskatts hljóti að vera skilvirkari í því augnamiði að auka jöfnuð. Enda sé það svo að hlutdeild ólíkra hópa matar- og drykkjarvöru í innkaupakörfunni virðist vera nokkuð svipuð hjá ólíkum tekjuhópum. Er því lagt til í skýrslunni að samræma virðis- aukaskattinn þannig að matarskattur hækki til sam- ræmis við almennan virðisaukaskatt svo ná megi fram meiri hagkvæmni í virðisaukaskattskerfinu. Ljóst er að hugmyndir um að hækka neðra þrep virðisaukaskatt yrðu líklega ekki mjög vinsælar hjá almenningi en Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra líkti þeim við pólitískt sjálfsmorð á hinum sama fundi. En rök rannsóknarsetursins eru þó góð og gild og kemur ýmislegt áhugavert fram í niðurstöð- um skýrslunnar. Skýrslan er áhugavert innlegg í þá umræðu sem mun væntanlega fara fram á næst- unni þegar ljóst verður hverjar þær áherslur verða sem til skoðunar eru hjá stjórnvöldum um að lækka eða breyta álagningu virðisaukaskatts fyrir al- menning. Veffang Rannsóknarseturs verslunarinnar er: http://rsv.bifrost.is M Á L I Ð E R Skattlagning vöru- og þjónustu Af hverju er lækkun matar- skatts ekki góð ráðstöfun? Öll skattlagning veldur sóun að einhverju leyti og út frá hag- kvæmnissjónarmiðum ætti að hanna skattkerfi þannig að tekna sé aflað með sem minnstri sóun. Samkvæmt kenningum um hagkvæma skatta á að leggja hærri skatt á vörur þar sem neysla er tiltölulega ónæm fyrir verðbreytinum (verðteygni eft- irspurnar er lág). Skattar hafa bein áhrif á verð, og því minna sem skattar brengla hegðun neyt- enda því minni sóun valda þeir. Matvörur hafa sérlega lága verðteygni og því sérlega hag- kvæmt að skatt- leggja matvörur meira en aðrar neysluvörur. Ýmis önnur rök skipta líka máli svo sem hug- myndir um jöfnuð. Á það hefur jafnan verið bent að lækkun matarskatts kæmi lágtekjufólki sérstaklega vel því efnaminni heimili verji stærri hluta af sín- um tekjum í matvöruverslun- um en gengur og gerist. Nýjasta neyslukönnun Hagstof- unnar sýnir þó nokkuð aðra mynd af neysluútgjöldum heimilanna, en flestir virðast gera sér í hugarlund. Þar kem- ur fram að hlutfall matar- og drykkjarvöru í neysluútgjöld- um er nær það sama hjá fjöl- skyldum með lágar og háar tekjur. Vissulega eru heildar- neysluútgjöld stærri hluti af tekjum láglaunafólks en matar- útgjöldin skera sig ekkert úr. Úr því að engu meiri jöfnuður felst í því að lækka virðisauka- skatt á matvæli en að lækka virðisaukaskatt almennt virðist eðlilegra að hækka matarskatt- inn og lækka almennan virðis- aukaskatt sem því nemur, enda myndi slík ráðstöfun auka hag- kvæmni skattheimtunar án þess að valda auknum ójöfnuði. Hvernig er skattlagning á mat- vöru hér á landi í samanburði við nágrannalöndin? Skattlagning á matvöru er með ýmsum hætti í löndunum í kringum okkur. Flest lönd eru með matvöru í lægra þrepi virðisaukaskatts og nokkuð lægri prósentu en hér á landi. Danmörk sker sig nokkuð úr en þar er aðeins eitt skattþrep og leggst 25% virðisaukaskattur á matvæli sem og aðra neyslu- vöru. Á Íslandi vega tollar og vörugjöld mjög þungt í heildar- skattlagningu á margar mat- vörur. Ef allt er tiltekið er skattlagning á matvæli tiltölu- lega há á Íslandi, sérstaklega á vörur sem einnig eru fram- leiddar hérlendis. Hvers vegna er heppilegt að skattur leggist þyngra á neyslu en tekjur? Skattlagning á neyslu í stað tekna felur í sér hvata til sparnað- ar. Aukinn þjóð- hagslegur sparn- aður getur annað hvort, eða bæði, dregið úr við- skiptahalla eða eflt fjármagns- stofn þjóðarinnar. Hvort tveggja stuðlar að auknum hagvexti til lang- frama. Hvernig stuðlar afnám vörugjalda að auknu gagnsæi í skattlagningu? Álagning vöru- gjalda er á mörg- um sviðum ákaf- lega handahófs- kennd og órökrétt. Til dæmis er vöru- gjald á þráðlausum búnaði fyrir farsíma en ekki á farsímunum sjálfum. Það skýtur óneitanlega skökku við að öryggistæki sem ætlað er að draga úr óæskileg- um áhrifum farsímanotkunar sé sérstaklega skattlagt umfram farsíma. Ennfremur eru mörg dæmi um mismunun í vöru- gjaldi á vörum sem hafa sams konar notagildi, eins og á brauðristum og samlokugrill- um, mismunandi flokkum af kakódufti og svo framvegis. Slíkt misræmi hefur í för með sér undarlega neyslustýringu sem á sér engin efnisleg rök. Hvað er framundan hjá Rann- sóknarsetri verslunarinnar? Næsta starfsár Rannsóknaset- ursins verður fjörlegt. Margs konar úttektir og rannsóknir eru í býgerð og stefnan er sett á að stórbæta talnaefni um verslunargeirann sem slíkan. Næsta stóra skýrsla verður um samband kostnaðarverðs inn- fluttra vara og innlends verð- lags. Að undanförnu hafa verið dregnar allt of sterkar og víð- tækar ályktanir af einföldum samanburði á milli þróunar verðlags og gengis. Það er því löngu tímabært að gera ítarlega athugun á þessu sviði fyrir Ís- land. Safnað hefur verið ítar- legum gögnum um verðþróun í helstu viðskiptalöndum og við- skiptamynstur fyrir 34 vöru- tegundir. Gögnin verða notuð til að meta hversu sterkt sam- bandið er, hversu mikil töf í því er fólgin og hvort að þau al- þýðuvísindi að verð hækki jafn- an hraðar en það lækkar í takt við kostnaðarbreytingar stand- ist nákvæma skoðun. Betra að skattleggja neyslu en tekjur T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Jóns Þórs Sturlusonar framkvæmdastjóra Rannsóknar- seturs verslunarinnar á Bifröst Skattlagning matvöru nær alltaf mest á Íslandi JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Í BYKO OG RÁÐHERRARNIR VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR OG ÁRNI M. MATHIESEN fylgj- ast með umræðum á ársfundi Rannsóknarseturs verslunarinnar. Fr ét ta bl að ið /G VA Hafa á því verið skiptar skoðanir hvernig taka eigi kerfið til endurskoðunar og hafa heyrst ýmis sjónarmið í þeim efnum. Allt frá því að lækka beri neðra þrep virðisaukaskatts um helming eða niður í sjö prósent og yfir í það að jafna verði skattþrepin, sjö og fjórtán prósent ... Þannig skiptir máli hvernig neytendur glóðuðu brauðið sitt, því brauðristar bera enga tolla eða vörugjald en ef menn vilja glóða brauðið sitt lárétt í einhvers konar samlokugrilli verður sá sem flytur það inn að greiða af því bæði toll og vörugjald! AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Mest lesna vi›skiptabla›i› FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA G al lu p k ö n n u n f yr ir 3 6 5 p re n tm i› la m aí 2 0 0 5 . 22_23_Markadur-lesin 8.11.2005 16:42 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.