Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Guðni B. Guðnason hefur borið hitann og þungan af uppbygg- ing Anza sem sérhæfir sig í hýs- ingu tölvukerfa og geymslu gagna. Sóknarfæri eru í að þjónusta erlend fyrirtæki frá Ís- landi náist meira öryggi í fjar- skiptum milli Íslands og um- heimsins. Vaxandi þörf er fyrir geymslu gagna fyrir einstakl- inga, enda minningar nútíma- fólks geymdar í tölvum. Hafliði Helgason ræddi við Guðna um kosti og möguleika í starfsemi fyrirtækisins. Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem sjá sér hag í að láta aðra um rekstur tölvukerfa sinna. Anza sinnir slíkri útvistun tölvkerfa og Guðni B. Guðnason, forstjóri Anza, segir sí- fellt fleiri fyrirtæki átta sig á kosti hýsingar tölvukerfa hjá sérhæfðum fyrirtækjum. Upphaflega stofnaði Guðni fyrirtækið Álit árið 1997. Hann sá þá um tölvukerfi Álvers- ins í Straumsvík og nafnið orðaleikur úr ál og it sem er skammstöfun fyrir upplýsinga- tækni. „Fyrirtækið var stofnað utan um hugmyndinga um útvistun sem var þá ekki þekkt hér á landi. Ég kynnti þáver- andi forstjóra fyrirtækis- ins, Christian Roth, þessar hugmyndir mínar. Hann vildi að ég segði upp fyrst og stofnaði fyrir- tækið og síðar yrði tekin ákvörðun um hvort álverið myndi eiga viðskipti við það,“ segir Guðni. Hann segir að hann hafi ekki fengið neina tryggingu fyrir viðskiptum í veganesti, en samningar við Álverið í Straumsvík tókust og vel gekk að afla nýrra viðskiptavina. „Árið 2001 var fyrirtækið komið með fimmtíu starfsmenn og búið að byggja upp hýsingar- aðstöðu í Ármúlanum.“ Fyrirtækið sameinað- ist á þessum tíma tveimur internetþjónustu- fyrirtækjum og netveitunni torg.is. GETA TREYST RÁÐGJÖFINNI „Við höfum frá upphafi lagt áherslu á þrennt. Rekstrarþjónustuna, þar sem við erum eins og tölvudeild fyrirtækis. Ráðgjöf þar sem það hefur verið styrkur okkar að vera ekki með umboð fyrir nein merki. Það gerir það að verkum að fyrirtækin hafa treyst okkur bet- ur fyrir ráðgjöfinni, en ef við hefðum verið söluaðilar fyrir einhvern ákveðinn búnað. Annað sem við gerðum var að við buðum fasta og fyrirsjáanlega samninga um rekstur tölvukerfa. Það var nýjung í þessum bransa. Ábyrgðin er þá okkar og ávinningurinn einnig af því að geta hagrætt.“ Guðni segir ekki hafa verið einfalt að sannfæra fyrirtæki um að fara með tölvu- kerfin út úr húsi. „Þegar við byrjuðum voru menn með vélarnar á borðinu hjá sér og heyrðu í disknum og viftunni. Það var stórt skref þegar serverar fóru að færast í önnur herbergi, það að fara með vélarnar út úr húsi. Sérstaklega vegna þess að fjarskiptakostnað- urinn var mjög hár sem var mesta hindrunin í upphafi.“ Flutningsgeta og kostnaður vegna fjar- skipta hefur gjörbreyst á undanförnum árum. „Það hefur þýtt að útvistun er komin á nýtt skrið. Það hefur sjaldan verið eins líflegt og á þessu ári. Það hafa komið um tuttugu tækifæri inn á borð hjá okkur á þessu ári og af því erum við búin að landa samningum í um sextíu prósent tilvika. Það er að verða vakning hjá fyrirtækjum sem eru farin að gera sér grein fyrir því að tölvuafl er eins og raforka. Menn vilja bara stinga í samband og fá það sem þeir þurfa.“ ÖRYGGI AF HÆSTU GÆÐUM Guðni segir hýsingu tölvukerfa hafa ýmsa kosti í för með sér. „Við erum með vottun sam- kvæmt ákveðnu öryggis- kerfi. Það þýðir að aðbún- aður, eftirlit, slökkvikerfi og varaafl er eins og best verður á kosið. Oft hafa fyrirtæki ekki bolmagn eða þekkingu til þess að halda úti al- vöru umhverfi sem virkar og er í lagi.“ Hugmyndir hafa verið uppi um að setja upp tölvuver hér á landi og þjónusta erlend fyrirtæki. „Næsta skref fyrir okkur er að taka við rekstri á kerfum sem aðilar utan Ís- lands eru að nota. Sú þróun er í gangi og mik- ill vöxtur í því. Það sem er að gerast núna er að búnaður er að verða þannig að hægt er að samnýta hann með mörgum kerfum. Það þýð- ir að orkunotkun á hvern fermetra hefur tífaldast á tveimur, þremur árum.“ Guðni segir að því fylgi að hitamyndun aukist og þörf á kælingu þar með. „Núna erum við að sigla inn í tíma þar sem við getum sagt að orka sé farin að skipta meg- in máli í vali á því hvar slík tölvuver eru staðsett.“ HINDRUN Í GAGNAFLUTN- INGUM Guðni segir að hindrun þess- arar þróunar séu fyrst og fremst að fjarskiptin til og frá landinu séu ekki nógu stöðug, þrátt fyrir tilkomu Farice-sæstrengsins. „Það eru fjöldamörg dæmi um það að sambandið hafi rofnað og það er ekki hægt að bjóða fyrirtækjum upp á það sem ætla að fara selja slíka þjónustu héðan. Við erum þeg- ar að reka kerfi héðan, en til þess að fara út í stóra markaðssetningu þarf að fara í þessi mál.“ Raforkan skiptir miklu. „Annað er stað- setning landsins. Hér eru ekki hryðjuverk og það ásamt orkunni gerir okkur að góðum kosti.“ Guðni segir að unnið sé að því að auka flutningsöryggið til og frá landinu. „Ég held að við verðum ekki í góðri stöðu fyrr en við erum komin með annan kapal sambærilegan við Farice sem ræður við að taka við umferð ef hinn bilar.“ Hann segir fjarskiptakostnað- inn milli landa einnig standa í veginum. „Ef menn vilja gera alvöru úr þessu, þá væri það mjög sterkur leikur að ná stóru fyrirtæki í hýsingu hér á landi sem þýddi að þyrfti að byggja stórt hús sem væri hagkvæmt. Til þess þarf að niðurgreiða fjarskiptasamband- ið um tíma til þess koma á fót alvöru um- hverfi fyrir þessa starfsemi. Um leið og við erum búin að koma okkur fyrir mætti fara að borga fullt verð aftur.“ Strengurinn er bara einn og ekki samkeppni í gagnaflutningum til og frá landinu. VARÐVEISLA MINNINGANNA Síminn er stærsti eigandi Anza. Guðni segir eignarhaldið hjálpa til, einkum nú þegar möguleiki sé á stærri erlendum verkefnum. Þá sé einkavæðing fyrirtækisins jákvæð fyr- ir möguleika Anza til þess að eflast og sækja fram í alþjóðlegri samkeppni. Stafræn gögn skipa alltaf stærri sess í líf okkar. Fjölskyldualbúmið er í heimilistölv- unni. „Það sem verður heitasta atriðið á næsta ári er gagnaafritun. Við erum að hleypa af stokk- unum þjónustu fyrir litla að- ila og einstaklinga. Við töl- um um kynslóð hinna týndu gagna. Það er að verða gríð- arleg þörf fyrir einhverja sem afrita alls kyns gögn fólks og geyma þau með ör- uggum hætti og á formi sem er aðgengilegt hverju sinni.“ Anza er í hraðri uppbygg- ingu. Guðni segist þrátt fyr- ir það gefa sér tíma til tóm- stunda. „Fyrirtækið er orðið vel skipulagt og ég hef meiri tíma nú en oft áður. Ég hef mörg áhugamál. Ég spila golf á sumrin og er í hesta- mennsku á veturna.“ Hann segist einnig stunda fótbolta og badminton og var á árum áður keppnis- maður í sundi. „Svo hef ég gaman af mat og ferðalögum. Ég er líka aðeins að fikra mig áfram í hundarækt.“ Eiginkona Guðna, Ásta Björnsdóttir, rekur ballettskóla sem kenndur er við móður hennar Sigríði Ármann. Guðni segir gefandi að reka svoleiðis starfsemi. Hann segist ekki hafa farið varhluta af ball- ettuppeldi hjá eiginkonu og tengdamóður. „Þú getur rétt ímyndað þér um hvað er rætt í jólaboðunum,“ segir Guðni og brosir. Hádegisverður fyrir tvo á Gallerý Fiski Steiktar jurtakryddaðar gellur Drykkir Vatn Alls 3.180 krónur ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Guðna B. Guðnasyni forstjóra Anza Virðisrýrnunar- próf stjórnenda Aurasálin fagnar þeirri tímabæru ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að setja stjórnendur fjármálafyrir- tækja í próf. Aurasálina hefur nefnilega lengi grunað að yfir fjármálafyrirtækjunum ríktu menn sem skorti þekkingu á mörgum sviðum. Þessir stjórn- endur væru að auki alltof hátt launaðir. Það er tími til kominn að láta þessa hálaunamenn sýna og sanna almenningi og stjórn- völdum að þeir séu rauverulega starfi sínu vaxnir. Það er margt sem styður þá trú Aurasálarinnar að mikið skorti á þekkingu stjórnenda fjármála- fyrirtækja. Fyrir það fyrsta virðast þeir standa í þeirri trú að hlutverk þeirra sé að há- marka arð hluthafa sinna. Þetta er misskilningur. Hlutverk þeirra er ekki að hámarka arð hluthafa sinna. Sú gengdarlausa verðmætaaukning sem hluthafar bankanna hafa fengið stríðir gegn því sem Aurasálin vill kalla hóflegan arð til hluthafa. Nú kynnu margir að halda að þessi skoðun Aurasálarinnar væri nýtilkomin og sprottin af því að Aurasálin seldi bréf sín í ríkisbönkunum fyrir löngu síð- an. Svo er alls ekki. Aurasálin hefur margoft lýst þeirri skoðun sinni að koma verði böndum á ofsagróða bæði fyrirtækja og einstaklinga, auk þess sem stilla verði launum stjórnenda í hóf. Boðað próf Fjármálaeftirlitsins fellur vel að þeirri heildarhug- mynd Aurasálarinnar að koma verði böndum á vöxt og hagnað í fyrirtækjum og þeirra launa sem slíkum vexti fylgir. Prófið getur einmitt þjónað því hlut- verki að menn fái sanngjörn laun fyrir hæfileika sína og framlag til samfélagsins. Þannig myndi hæsta einkunn á prófi gefa sem svarar þreföldum mánaðarlaunum lægstu launa og launin svo lækka eftir niður- stöðu prófsins þar til falleinkunn er náð. Eins konar virðisrýrnun- arpróf stjórnenda. Fall þýðir náttúrlega að fyrirtæki ber að reka viðkomandi starfsmann. Einu á þó að gilda hvort hluthaf- ar vilja hafa viðkomandi áfram í vinnu, því Aurasálinni þykir augljóst að hagsmunir hluthafa og almennings fara ekki saman, þar sem hluthafar hugsa einung- is um eigin hag. Næsta mál er auðvitað að semja prófið og er Aurasálin tilbúin að ljá sínar vinnufúsu hendur til þess. Prófið þarf að vera erfitt. Það er ljóst. Í fyrsta lagi þarf það að vera um reglur sem fyr- irtækin starfa eftir. Þær eru augljólega of fáar nú um stundir og nauðsynlegt að fjölga þeim verulega til þess að prófið verði erfitt. Auk þess þarf að vera liður í prófinu sem lýtur að þekkingu stjóranna á kjörum og veruleika almennings. Þar getur Aurasálin orðið að góðu liði. A U R A S Á L I N Guðni B. Guðnason Starf: Forstjóri Anza Fæðingardagur: 30. september 1961 Maki: Ásta Björnsdóttir MIKLIR MÖGULEIKAR Anza rekur nú þegar tölvuhýsingu fyrir erlend fyrirtæki. Guðni B. Guðnason segir að auka þurfi öryggi gagnaflutninga til og frá landinu ef hægt eigi að vera að fara í markaðsókn með slíka þjónustu erlendis. Geymsla gagna fyrir einstaklinga svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar er einnig á döfinni. Útvistunin aftur í sókn Fr ét ta bl að ið /S te fá n 18-19 Markadur-lesin 8.11.2005 15:35 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.