Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 18
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ����������������� �������� � � � � � �� � ��� ��������� ���������� � � � � � � � � � � ������ � ���������������� ��� � � � ���� � ����� Varð hissa Mörður Árnason, þingmaður Samfylk- ingarinnar, varð hissa þegar hann sá heilsíðuauglýsingu flokksbróður síns, Stefáns Jóns Hafstein, í Fréttablaðinu á mánudaginn. Stefán Jón vill verða borg- arstjóri og er ekkert feiminn við að berja á bumbur þótt enn séu þrír mánuðir þar til prófkjör Samfylkingarinn- ar verður haldið. „Ekkert að því að auglýsa“, skrifar Mörður á vefsíðu sína, mordur.is, „ágætt að einmitt nú komi fram að fleiri ætla sér þennan stól en Villi Þorn.“ Bætir svo við: „En hver auglýsir? Við viljum - stendur með myndum 46 einstakl- inga efst á síðunni, og svo er rætt um frambjóðandann í 3. persónu eins og stuðningsmennirnir auglýsi. Neðst - á þeim stað í hefðbundinni auglýsingu sem ætlaður er þeim sem borgar aug- lýsinguna og stendur fyrir innihaldinu - er hins vegar merki Samfylkingarinnar? Í viðtali framar í blaðinu segir Stefán Jón svo um þetta merki að honum hafi fundist tómlegt að hafa það ekki - þannig að þar er það Stefán Jón sjálfur sem auglýsir?“ „Gengur ekki“ Mörður er ósáttur við þessi vinnubrögð: „Þetta gengur eiginlega ekki, kæri Stef- án minn Jón. Skýr og tær skilaboð, það áttu að kunna úr fjölmiðlafræðinni og frá útvarpinu. Hallgrímur orðaði það svona í 10. sálmi: Jesús vill að þín kenning klár kröftug sé, hrein og opinskár, lík hvellum lúðurs hljómi“. „Launsmjaðran öll“ Mörður lýkur pistli sínum um flokks- bróður sinn Stefán Jón með þessum orðum: „Svo kemur þetta hjá Hallgrími, sem á að vísu ekki við þessi mistök í Fréttablaðinu - en er þó rétt að hafa með til varnaðar: Launsmjaðran öll og hræsnin hál hindrar Guðs dýrð, en villir sál, straffast með ströngum dómi.“ Þetta er ekki hægt að skilja öðru vísi en sem viðvörun um að Stefáni Jóni verði hegnt í prófkjörinu fyrir vinnubrögð sín. gm@frettabladid.is Í gær heyrði ég frétt þess efnis á BBC að nýjar rannsóknir bentu til þess að auðveldara sé fyrir fólk að brjótast út úr fátækt í löndum Evrópu en í Bandaríkjunum. Það er hins vegar áhrifamesta trúar- setning bandarískra stjórnmála að Bandaríkin skeri sig frá öðrum hlutum heimsins og séu landið þar sem hinir fátæku þurfa ekki annað en vilja og dugnað til að komast í álnir. Þetta er ameríski draumur- inn og á honum hvílir margt af því sérstaka við bandarísk stjórnmál. Trúin á hann myndar grunnurinn að lífseigri þjóðarsátt um almenna skipan samfélagsins. Stærsta ástæðan fyrir því að hugmyndir manna þar vestra um ójöfnuð í samfélaginu og um hlut- verk ríkisins við að tryggja efna- legt öryggi borgaranna eru ólíkar því sem algengasgt er í Evrópu er líklega sú að í Bandaríkjunum trúa menn því almennt að árang- ur í lífinu ráðist nánast eingöngu af dugnaði og útsjónasemi ein- staklinganna sjálfra. Lausnina á vandamálum fátækar er því að finna hjá einstaklingunum en ekki hjá samfélaginu. Rann- sóknin sem BBC sagði frá bendir hins vegar til þess að ameríski draumurinn sé nær veruleikan- um í hinni sósíalísku Evrópu en í Bandaríkjunum. Sú niðurstaða er auðvitað ekki síðasta orðið í þessu máli. Flest- ar athuganir benda hins vegar til þess að ójöfnuður fari ekki ein- ungis stórlega vaxandi í Banda- ríkjunum heldur sé félagslegur hreyfanleiki einnig að minnka. Breska tímaritið The Economist, sem oftast gagnrýnir á ameríska módelið í hagstjórn minna en hin evrópsku, gerði sérstakta úttekt á þessari þróun í upphafi þessa árs og varaði við því að Banda- ríkin væru í hættu með að verða að stéttasamfélagi af því tagi sem áður þekktust í Bretlandi og Evr- ópu. Festar kannanir, en raunar ekki allar, gefa til kynna að sífellt verði erfiðara fyrir fólk úr fátæk- um fjölskyldum að vinna sig upp þjóðfélagsstigann. Stéttastaða foreldra virðist ráða sífellt meiru um efnalegt gengi barna og vera besta vísbendingin um hvað bíður barnanna í lífinu. Fyrir þessu eru margar ástæður en líklega er eina þá veigamestu að finna í mennta- kerfinu. Sæmilega efnað fólk ver stórum hluta tekna sinna í að greiða himinhá skólagjöld fyrir börnin sín allt frá því þau eru í barnaskóla og þar til háskólaprófi lýkur. Meirihluti fólks verður hins vegar að sætta sig við skóla sem oft eru miklu lélegri en algengast er um skóla annars staðar á Vest- urlöndum. Í Evrópu er nám við góða grunnskóla og háskóla hins vegar yfirleitt lítið fjárhagslega íþyngjandi. Amerískir háskólar hafa lengi verið sagðir hinir bestu í heimi og á það er oft bent að umfangsmik- ið styrkjakerfi veitir gáfuðum en fátækum nemendum aðgang að góðri menntun. Hvoru tveggja er hins vegar líklega ofsagt. Nokkrir tugir háskóla í Banda- ríkjunum eru á meðal hinna allra bestu í heiminum. Tvær nýlegar kannanir röðuðu átta bandarísk- um háskólum í tíu efstu sætin á heimslista yfir háskóla. Ef litið er niður eftir listanum breytist þetta hins vegar. Fleiri af 100 eða 200 bestu háskólum heimsins eru í Evrópu en í Bandaríkjunum. Lítið brot þjóðarinnar fer í bestu skólana en fjögur þúsund háskól- ar eru í landinu. Svipuð saga er sögð af neðri þrepum skólakerfis- ins. Í 150 bestu háskólum lands- ins, sem er líklega nokkuð tæm- andi listi yfir góða háskóla þar, eiga 75 prósent nemenda foreldra sem tilheyra ríkasta fjórðungi þjóðarinnar en einungis þrjú pró- sent nemenda koma úr fátækasta fjórðungnum. Um leið fjölgar þeim fátæku. Nær 40 milljónir manna í land- inu eru fátæklingar sem eiga sér ekki lengri ævilíkur en fólk í mörgum fátækum þróunarlönd- um enda heilsugæsla og menntun í fátækrahverfum Bandaríkjanna engu betri en í mörgum fátækum ríkjum. Þótt flestir viti vel af miklum og vaxandi ójöfnuði í Bandaríkj- unum hefur hann ekki orðið að stórkostlegu pólitísku deilumáli vegna þess að menn trúa því almennt ennþá að allir hafi sæmi- leg tækifæri til þess að ná veru- legum árangri í lífinu. Kannanir benda líka til að fólk ofmeti oft stórlega stöðu sína. Óraunsæið reynist enn meira þegar fólk er spurt hvort það telji líklegt að það muni komast í hóp hinna ríku. Ameríski draumurinn myndar því enn grunn að stjórnmálum þar vestra þótt hann fjarlægist veruleikann sífellt meira. Vær bandarískur draumur Í DAG BANDARÍKIN JÓN ORMUR HALL- DÓRSSON Þetta er ameríski draumurinn og á honum hvílir margt af því sérstaka við bandarísk stjórn- mál. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Bjarminn af eldunum sem loga í úthverfum Parísar teygir sig víða um Evrópu þessa dagana og neyðir fólk til að íhuga stöðu innflytjenda í eigin samfélagi. Hér á Íslandi höfum við ekki reynt neitt viðlíka enda tiltölulega stutt frá því að við leyfðum fólki, sem var ólíkt okkur í útliti og siðum, að setjast hér að. Við búum því við þann munað að geta dregið lærdóm af reynslu annarra þjóða í málefnum innflytjenda; tekið upp það sem vel hefur lukkast og forðast mistökin. Mikilvægi þess að stjórnvöld geri einmitt það verður seint brýnt of oft. Ein stærstu mistök sem þjóðir Evrópu standa nú andspænis er að hugmyndin um að aðlaga fólk að því samfélagi sem það flytur til er í grundvallaratriðum röng. Þar er ekki síst um að kenna þeirri pólitísku rétthugsun að í lagi sé að gefa innflytj- endum afslátt af ríkjandi réttindum nýja landsins ef þau eru önnur en siðir og lífsreglur sem þeir koma með sér frá gamla landinu. Í skjóli því hugarfars hafa til dæmis konur í hópi inn- flytjenda þurft að búa við minni réttindi en kynsystur þeirra sem geta talið ættir sínar aftur í nokkra liði í viðkomandi landi. Bann Frakka við að stúlkur beri höfuðklúta í skólum landsins er viðleitni til að vinda ofan af þessari stöðu, enda eru búrkur og höfuðklútar ein birtingarmynd feðraveldis þar sem konan á að lúta valdi karlmannsins. Það sjá allir að sú afstaða verður aldrei aðlöguð vestrænum þjóðfélögum. Lykilorðið hér er samlögun. Öllum ráðum þarf að beita til þess að innflytjendur geti runnið sem hraðast inn í þjóðfélag nýja landsins og orðið órjúfanlegur þáttur af því. Þar með er ekki sagt að þeir eigi að kasta frá sér öllum siðum og venjum og taka upp hætti þeirra íbúa sem fyrir eru. Þvert á móti þurfa þeir sem fyrir eru að taka á móti nýju fólki með opnum huga og vera tilbúnir að taka upp nýja hætti. Í þessum efnum er eftir sérstaklega miklu að slægjast fyrir okkur Íslendinga sem veitir ekki af að víkka sjóndeildarhringinn eftir margra alda einangr- un á hjara veraldar. Ef vel tekst til er uppskeran fjölbreyttara og litskúðugra samfélag. En það er langt frá því að þetta sé auðvelt eða einfalt mál. Fólkið sem nú gengur berserksgang í Frakklandi er ekki inn- flytjendur heldur innfæddir Frakkar sem eiga foreldra eða jafn- vel ömmur og afa sem fluttust til Frakklands. En þessir ungu Frakkar hafa setið eftir, eru illa menntaðir, atvinnulausir eða í láglaunastörfum og engin tækifæri í sjónmáli. Hér á Íslandi er tilhneigingin því miður í þá átt að börn inn- flytjenda hætta fyrr í skóla en aðrir og þá bíður þeirra ekki annað en lægst launuðu störfin á vinnumarkaðnum. Þeirri þróun verður að snúa strax við annars mun hér verða til stéttskipt- ara þjóðfélag en við kærum okkur um. Góð íslenskukunnátta er algjört lykilatriði í því samhengi því ef foreldrar kunna íslensku stóraukast líkurnar á því að þeir geti aðstoðað börn sín við skóla- gönguna. Við sjáum nú þegar innflytjendur í ýmsum störfum sem inn- fæddir vilja síður taka að sér. Þótt foreldrarnir sætti sig ef til vill við þau störf í nýju landi eiga mörg börn, sem eru fædd hér, sér örugglega drauma um fleiri tækifæri. Lykillinn að því að þeir draumar geti ræst er að kenna foreldrunum íslensku og þar þurfa stjórnvöld að taka myndarlega til hendinni. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Ástandið í Frakklandi kemur okkur við. Vítin þarf að varast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.