Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 50
Kaupáss hefur verið á árinu en segir að hún sé í samræmi við áætlanir félagsins. SELT UNDIR KOSTNAÐARVERÐI Brynjar Steinarsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Samkaupa, segir að álagning lágvöru- verðsverslana geti verið með þeim hætti að vörur séu seldar með lágri álagningu tímun- um saman en slíkt hljóti að koma niður á rekstrinum. Varðandi verðþróun á matvörumarkaði er ljóst að matvöruverð getur ekki annað en hækkað eins og raunin er orðin. Að hans mati eru það neytendur sem borga fyrir verðstríð- ið á endanum. Brynjar segir að markaðsstaða fyrirtækisins sé væntanlega verri en áður og eigi það við um flesta minni aðila á markaðn- um. Fyrirtækið er að skila hagnaði þótt hann sé minni en á síðasta ári vegna minnkandi framlegðar úr rekstrinum. Túlka má uppgjör Haga með ýmsum hætti: „Það hlýtur að segja til sín hjá stóru fyrirtæki ef það selur vörur undir kostnaðarverði með kerfisbundum hætti. Menn hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar hvort og þá hvers vegna aðilar geri slíkt, einkum ef þeir eru í markaðsráðandi stöðu. Sala á vörum undir kostnaðarverði getur haft áhrif á samkeppn- ina því með slíkum aðgerðum væri fyrirtæki að ná til sín auknum markaði með fjárfram- lagi. Slíkt væri í raun greiðsla fyrir aukna markaðshlutdeild og væri það mikið áhyggju- efni fyrir neytendur í landinum til lengri tíma litið.“ Finnur Árnason hafnar því alfarið að Hag- ar nýti styrk sinn til að losa sig við keppinaut- ana og segir að Bónus hafi frá stofnun félags- ins fyrir sextán árum alltaf keppst við að bjóða upp á lægsta verðið. Aðgerðir Bónuss undanfarna mánuði verði að skoða í því ljósi. Hann segir að stefna Haga á matvörumarkaði ráðist af eftirspurn markaðarins. „Við höfum breytt okkar verslunum eftir því hvað okkar viðskiptavinir hafa kosið með fótunum.“ ÍSLANDSBANKI SPÁIR VERÐHÆKKUN Greining Íslandsbanka dregur þá ályktun af uppgjöri Haga að dagvöruverð lækki ekki meira og spáir töluverðum verðhækkunum á næstunni. Mikil eftirspurn eftir starfsfólki í verslun muni líklega hafa áhrif á vöruverð. Jón Bjarki Bentsson, hjá Greiningu bank- ans, segir að uppgjör Haga bendi til þess að það séu töluverðar líkur á að fyrirtæki á þess- um markaði velti eitthvað kostnaði vegna launahækkana út í verðlag. Hagar eru það stórir á markaði að líklegt má telja að þeir gefi einhvers konar mynd af stöðu markaðar- ins. „Verð á innfluttum mat- og drykkjarvör- um hefur þróast að stórum hluta í takt við lækkun gengisvísitölunnar þar til í síðasta mánuði. Maður veltir því fyrir sér hvort lengra verði seilst.“ Neytendasamtökin álíta að sterk staða krónunnar hafi ekki skilað sér í lækkun vöru- verðs í mörgum vöruflokkum að fullu. Aftur á móti hafi vöruverð hækkað fljótt þegar krónan veiktist á árinu 2001. Svipuð umræða kom einnig upp á Alþingi nýlega. Brynjar segir að það vera athyglisvert að einstaka Alþingismenn hafi uppi stór orð um að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér í lækkun vöruverðs og beinlínis gefið í skyn að kaupmenn sitji á stórfelldum gengishagnaði. Hann segir þetta á misskilningi byggt en fyr- irtækið hafi ekki orðið vart við miklar verð- lækkanir frá birgjum og framleiðendum í takt við styrkingu krónunnar á undanförnum mánuðum frekar en margir kaupmenn á hans róli, hún endi annars staðar. Undantekning á þessu eru beinn innflutningur Samkaupa en þar fari allur gengishagnaður til lækkunar á smásöluverði. „Einstaka birgjar hafa boðað lækkanir en þeir eru því miður allt of fáir. Álagning íslenskra matvöruverslana er með því lægsta sem þekkist í kringum okkur.“ Kaupás hefur í vaxandi mæli einbeitt sér að eigin innflutningi og dregið sig að hluta til úr Búri sem er sameiginlegt innflutningsfyr- irtæki Kaupáss og Samkaupa. Sigurður Arnar segir að fyrirtækið hafi náð verulegum ár- angri í því og náð að lækka innkaupsverð með þeim hætti. HEILDSÖLUM HALDIÐ VIÐ EFNIÐ „Ég get ekki talað fyrir aðra birgja en ég veit að okkar viðskiptavinir halda okkur nokkuð vel við efnið í gengismálunum,“ segir Októ Einarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Danól sem er einn stærsti inn- flytjandi matvæla til landsins. Októ segir að Danól hafi lækkað allan sinn verðlista þríveg- is á þessu ári vegna gengisstyrkingar krón- unnar, 10. janúar, 14. mars og síðast 20. októ- ber. Lækkanir hafa numið að jafnaði 3-4 pró- sentum í hvert skipti, ekki má heldur gleyma því að stór hluti okkar innkaupsverðs er flutningur og vörugjöld sem gengislækkanir hafa ekki áhrif á. „Þar fyrir utan höfum við breytt verði í fjöl- mörgum vöruflokkum á árinu, nær undantekningarlaust til lækkunar.“ Októ býst ekki við öðru en að stóru matvörukeðjurnar haldi áfram að þrýsta á heildsölurnar um að veita lægra verð. „Við höf- um skilgreint erlendu vöruhúsin sem okkar helstu samkeppnisað- ila en ekki bara aðra heildsala hérlendis. Það er svo auðvelt að kaupa okkur vörur annars staðar frá. Ef við getum til dæmis ekki skaffað lægsta verðið á af Nes- kaffi þá kaupa menn bara ná- kvæmlega sömu vöru erlendis frá. Þannig að ef menn halda það að við séum að taka einhvern mismun þá eru hæg heimatökin að taka það sjálfir.“ Októ getur ekki séð að afkoman í heildsala- stéttinni sé það glæsi- leg að hún geti borgað upp eitthvað verðstríð á matvörumarkaði. Af- koman hjá birgjum er í engu samræmi miðað við það sem hún var. Smásöluverslunin hef- ur kallað á hagræðingu í innkaupum og þjón- ustu og hefur það leitt til mikillar breytinga hjá birgjum. Á fáeinum árum hefur fjöldi inn- flutningsaðila í mat- vöru farið úr því að vera rúmlega fimmtíu aðilar sem eitthvað hvað að niður í um fjóra til fimm. Velta hefur aukist mikið hjá hverj- um þessara aðila en mun meira er haft fyrir hverri krónu. OPINBER GJÖLD VEGA ÞUNGT Brynjar, sem er jafn- framt stjórnarformað- ur hjá Rannsóknasetri verslunarinnar, bendir á að aðrir þættir hafa mikil áhrif á verðmynd- un í landinu og bendir á að skattlagning vöru og þjónustu sé einna mest hér á landi, samanborið við okkar helstu ná- grannalönd. Þetta eigi einkum við um matvör- ur og þá sérstaklega landbúnaðarvörur sem framleiddar eru hér á landi en þetta sé ýmist í formi tolla eða vöru- gjalda. Hann vísar til skýrslu sem setrið gaf út og unnin var af Birni Snæ Atlasyni og dr. Jóni Þór Sturlusyni en meg- inniðurstaða höfunda er sú að skynsamlegra sé að lækka tolla og vöru- gjöld af matvælum fremur en að lækka virðisaukaskatt. Finnur tekur undir með Brynjari að álagn- ing í matvöruverslun á Íslandi er ekki hærri en álagning matvöruverslana í nágrannalönd- um okkar. Álagning er eini mælikvarðinn sem er raunhæfur til að meta frammistöðu verslunar. Tollar og vörugjald er í mörgum tilfellum óheyrilegt og bendir Finnur á að þegar gjöld voru lækkuð á grænmeti fyrir nokkrum árum hafi það skilað sér til neyt- enda. „Stjórnvöld hafa það í hendi sér ef þau vilja lækka verð á matvælum á Íslandi,“ seg- ir Finnur. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 13 Ú T T E K T arkaði 12 mánaða breytingar gengisvísitölu og nokkurra undirflokka vísitölu neysluverðs -0,2 -0,15 -0,1 -0,05 0 0,05 0,1 1.8.2003 1.10.2003 1.12.2003 1.2.2004 1.4.2004 1.6.2004 1.8.2004 1.10.2004 1.12.2004 1.2.2005 1.4.2005 1.6.2005 1.8.2005 1.10.2005 Matur og drykkur Föt og skór Innfluttar mat- og drykkjarv. Gengisvísitala FINNUR ÁRNASON, FOR- STJÓRI HAGA „Almennt gengur þetta ekki mikið lengur. Verslanir geta ekki gefið vörur endalaust.“ BRYNJAR STEINARSSON, AÐSTOÐARFRAM- KVÆMDASTJÓRI SAM- KAUPA „Það hlýtur að segja til sín hjá stóru fyrirtæki ef það selur vörur undir kostn- aðarverði með kerfisbund- um hætti. Menn hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar hvort og þá hvers vegna að- ilar geri slíkt, einkum ef þeir eru í markaðsráðandi stöðu.“ SIGURÐUR ARNAR SIG- URÐSSON, FORSTJÓRI KAUPÁSS „Við vildum auka samkeppni á matvörumark- aði sem okkur fannst vera mjög lítil þar sem einn aðili var með yfirburða stöðu.“ OKTÓ EINARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÁ DANÓL „Ég get ekki talað fyrir aðra birgja en ég veit að okkar viðskiptavinir halda okkur nokkuð vel við efnið í gengismálunum.“ H ei m ild : I sl an ds ba nk i 12 MÁNAÐA BREYTINGAR GENGISVÍSITÖLU OG NOKKURRA UNDIRFLOKKA VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS 12_13_Markadur-lesin 8.11.2005 15:55 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.