Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 73
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR28 menning@frettabladid.is ! ������������ ��������� �������� ���������������������������������������� ������������������ ��������������������������� ������������ ���������� ���������������������������������� ���������������������������� ��������������������������������������������������������������� ��������������� ������������������������������������ ������������� ���������������������������������������������� ��������������������� ������������������������������������� ���� ������� ������������ �������������� ����������� �������������������������������������������������������� ���������������������������������������� ���������������������� ������������������������� ��������������������� ���������������� � ���������������� � �� ����������� ���������������������������������������������� ������������� ��������������� ����������� Kl. 15.15 Jon Milner stundakennari í dönsku heldur fyrirlestur um þjóðernisvitund og hvern- ig henni er laumað inn í hversdagslegu orðfæri okkar. Fyrirlesturinn er fluttur á vegum stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í Lögbergi stofu 102. > Ekki missa af ... ... Unglist, listahátíð unga fólks- ins, sem nú stendur sem hæst með fjölbreytilegum viðburðum. ... tónleikum Ágústs Ólafsson- ar baritónsöngvara í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið þar sem hann syngur ásamt jap- anska píanóleikaranum Izumi Kawakatsu. ... söngleiknum Kabarett sem nú er sýndur í Íslensku óperunni. Sýningum fer óðum að fækka. Á háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag flytja Elísabet Waage og Hannes Guðrúnarson verk fyrir hörpu og gítar. „Þessi tvö hljóðfæri eru mjög lík. Við erum bæði að plokka strengi og hljómurinn er svipaður,“ segir Elísabet Waage hörpuleikari. Hún kemur fram á háskólatónleikum í Norræna húsinu í hádeginu í dag ásamt Hannesi Guðrúnarsyni gítarleikara. „Að óreyndu hefði ég kannski ekki haldið að þessi samsetn- ing hljóðfæra væri jafngóð og komið hefur á daginn,“ segir hún. „Annars er ég alltaf að stríða Hannesi. Ég er með miklu flei- ri strengi en hann,“ segir Elísa- bet, sem hefur yfir 47 strengjum að ráða í hörpunni meðan gítar- leikarinn þarf að láta sér lynda aðeins sex strengi. Á tónleikunum ætla þau að leika tvö verk eftir íslenska höfunda. „Annars vegar er það fallegt lítið lag eftir Áskel Másson sem heitir Kansóna og svo verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem er uphaflega skrifað fyrir gítar og sembal en hentar ákaflega vel fyrir hörpu. Þorkell hjálpaði okkur aðeins við að umskrifa verkið. Það heitir Fiori sem þýðir blóm á ítölsku.“ Loks flytja þau verk eftir Jur- riaan Andriessen, hollenskt tón- skáld sem nýtir sér óspart í þessu verki hvað harpan og gítarinn eru skyld hljóðfæri. „Þetta verk heitir Ballade og okkur finnst það vera mjög skemmtilega skrifað fyrir hljóð- færin.“ Elísabet segir að tónskáld mættu vel vera duglegri við að semja fyrir hörpu og gítar. „Það er ekkert óskaplega mikið til af verk- um fyrir þessi tvö hljóðfæri.“ Töluvert er til af verkum fyrir hörpu og flautu og hefur Elísabet einnig leikið dúó með fiðluleikara og sellóleikara, auk þess sem hún hefur leikið dúó með fyrrverandi píanókennara sínum. „Það er svo skemmtilegt við hörpuna að maður er alltaf að prófa nýjar samsetningar. Marg- ir söngvarar eru líka hrifnir af því að syngja með hörpum, þeir þurfa ekki að þenja sig alveg eins mikið.“ ■ ELÍSABET WAAGE HÖRPULEIKARI OG HANNES GUÐRÚNARSON GÍTARLEIKARI Þau plokka strengi sína í hádeginu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leika tvö á strengi sína Bandaríski básúnuleikarinn, tónskáldið og útsetjar- inn John Fedchock stendur við stjórnvölinn á tón- leikum Stórsveitar Reykjavíkur, sem haldnir verða í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld klukkan 20.30. Fedchock er einn af lykilmönnum stórsveitajazz- ins í New York um þessar mundir. Hann var um sjö ára skeið tónlistarstjóri stórsveitar Woody Herman, útsetti og samdi fyrir hljómsveitina auk þess að vera aðal básúnu-einleikari sveitarinnar. Hann hefur leikið með fjölda annarra stórsveita svo sem stórsveit Louis Bellson, Carnegie Hall Jazz Band og Manhattan Jazz Orchestra. Hin síðari ár hefur Fedchock starfað í New York, rekið þar eigin stórsveit og meðal annars gefið út þrjá geisladiska með henni. John Fedchock er eftirsóttur gestastjórnandi og fyrirlesari, jafnt hjá atvinnustór- sveitum sem háskólum, víða um heim. Útsetningar hans og tónsmíðar eru gefnar út og leiknar um allan heim. Þess má geta að John Fedchock er fyrsti erlendi básúnueinleikarinn sem kemur fram með Stórsveit Reykjavíkur sem stjórn- andi og einleikari. Á efnisskrá verða eigin verk Fed- choks og útsetningar hans á verkum annarra. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Stjórnar Stórsveitinni Skólahljómsveit Kópavogs heldur árlega hausttónleika sína í sal Fjöl- brautarskólans í Garðabæ í kvöld. Flutt verða létt og skemmtileg lög sem flestir þekkja. „Við höfum kallað þetta popp- korn og dægurflugur,“ segir Margrét Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistar- skólans. „Þetta eru bæði nýleg lög og gamlar dægurflugur, allt frá Bítlunum og Ray Charles og Doors til þessara gömlu þekktu laga eins og Á Sprengisandi og Amazing Grace.“ Alls koma um það bil 140 hljóð- færaleikarar fram á tónleikunum. Þeir eru á aldrinum 9 til 18 ára en er skipt í þrjár sveitir eftir aldri og getu. Hljómsveitin er með mörg járn í eldinum og framundan eru fjölmargir tónleikar. Félagar úr sveitinni leika á jólaskemmtunum í flestum grunnskólum Kópavogs auk þess að leika fyrir ýmis fyrir- tæki og stofnanir í bæjarfélaginu. „Elsta sveitin fór til Svíþjóð- ar og Noregs í sumar, tók meðal annars þátt í hljómsveitakeppni í Gautabborg og vann hana. Þau stóðu sig rosalega vel,“ segir Margrét, ákaflega stolt af sínu fólki. Skólahljómsveit Kópavogs var stofnuð haustið 1966 af Birni Guð- jónssyni en núverandi stjórnandi hennar er Össur Geirsson. Tónleikarnir hefjast klukkan átta í kvöld. Leika dægurflugur SKÓLAHLJÓMSVEIT KÓPAVOGS Myndin er tekin á tónleikaferð um Norðurlönd sem hljóm- sveitin fór í í sumar. „Allt mitt líf snýst um að mála. Ég er stanslaust að horfa í kring- um mig, stanslaust að skapa og vinna í huganum og búa eitthvað til,“ segir Kolbrún Róbertsdóttir myndlistarkona, sem um þessar mundir er með sýningu á kaffi- húsinu Energeia í Smáralind. Hún byrjaði að mála fyrir fimm árum og hefur síðan haldið fjórar stórar einkasýningar auk þess að taka þátt í samsýningum. „Þessa sýningu vann ég sér- staklega með staðsetninguna í huta. Veggirnir þarna eru allt hráir steypuveggir og ég hafði litina og þemað í myndunum svo- lítið í takt við þann bakgrunn.“ Á sýningunni eru stór mál- verk, sem skiptast í tvo andstæða hópa. „Ég er með myndir af fossum í tærgrænum vatnslit sem eru róandi, en síðan er ég í andstæðu við þær að nota sterkrauðar myndir, hlýjar myndir með sterk- um björtum litum.“ Litavalið tengist líka árstím- anum, jólaösinni sem er fram- undan. „Þetta er mín jólasýning. Þarna er rauði liturinn og svo er ég lika með þennan róandi græna lit til að búa fólkið undir jólaös- ina,“ segir Kolbrún, sem nú þegar hefur fengið sterk viðbrögð við sýningu sinni. „Ég hef verið að fá nákvæm- lega þau viðbrögð frá fólki sem ég lagði upp með.“ KOLBRÚN RÓBERTSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR Sinnir myndlistinni af ástríðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Málar fyrir stað og stund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.