Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 24
[ ]
„Þetta var frábært. Græddi mikið á þessu. Vissi ekki einu
sinni að þetta væri hægt.“ Aðalsteinn, 15. ára nemi.
...næsta námskeið er í janúar 2006.
Skráning á biðlista er hafin á www.h.is og 586-9400
Akureyri – 9. nóvember – skráning stendur yfir
NÁMSAÐSTOÐ
í stærðfræði og raungreinum
fyrir grunn- og framhalds-
skólanema. Stærðfræði og
tölvuþjónustan, Brautarholti 4
105 Rkv. Sími 551 3122
Hver hefur ekki horft upp í
stjörnubjartan himin með
aðdáun og óskað þess að vita
meira um það við blasir? Nú
gefst tækifærið fyrir þá sem
komast í Reykjavíkur/Aka-
demíuna við Hringbraut.
Stjörnurnar okkar nefnist þriggja
kvölda námskeið sem verður á
vegum Reykjavíkur/Akademí-
unnar á næstunni. 17. og 24. nóv-
ember hafa verið teknir frá en
þriðja kvöldið er háð veðri því þá
verður að vera stjörnubjart. „Fólk
virðist fróðleiksfúst um þennan
hluta náttúrunnar. Sumarbústaða-
eigendur og aðrir sem komast út
fyrir ljósmengun þéttbýlisins spá
gjarnan í stjörnurnar, jafnvel úr
heitu pottunum,“ segir Snævarr
Guðmundsson sem meðal annars
hefur gefið út bókina Íslenskur
stjörnuatlas. Hann verður leið-
beinandi á námskeiðinu ásamt
Vilhelm Sigurðssyni stjarneðlis-
fræðingi. Gefum Snævari orðið
aftur. „Námskeiðið snýst um það
að kenna fólki að þekkja stjörn-
urnar á einfaldan hátt og þær
aðferðir sem þar eru til hjálp-
ar. Ég kem til með að sýna fólki
stjörnuhimininn eins og hann lítur
út og útskýra hvaða fyrirbæri það
er að skoða en Vilhelm fræðir það
um þróun geimsins. Þetta er fyrst
og fremst náttúruskoðun. Hún
gengur ekki einungis út á þekkja
himininn heldur líka að vita hvað
er að gerast þar. Þá getum við velt
fyrir okkur spurningu eins og
hvort áhugamenn geti séð helstu
byggingareiningar alheimsins og
svarið er já. Það er bara spurning
hversu góð tæki maður er með
hversu langt maður sér.“
Fræðst um stjörnur himins
Stjörnuskoðun er áhugamál margra. Einn þeirra er eigandi þessarar myndar, Snævar Guð-
mundsson, sem verður leiðbeinandi á stjörnuskoðunarnámskeiðinu.
GLÓSUR geta komið að miklu gagni þegar lesið er fyrir próf. Glósurnar þurfa samt að
vera sæmilega skrifaðar og skipulagðar til þess að nýtast vel. Nú er gott að fara að koma
reglu á glósurnar fyrir prófin.
ISO 27001:2005 - Lead Auditor Course
(IRCA accredited) Áður ISO/IEC 17799
British Standards Institution býður dagana 21. – 25. nóvember upp á námskeið í
stjórnun úttekta (Lead Auditor) samkvæmt BS 7799-2:2002.
Námskeiðið skráð af stjórnunarnefnd IQA – International Register of Certified
Auditors (IRCA). Þátttakendur sem ljúka námskeiðinu fá afhent IRCA / IATCA
viðurkenningarskjal sem fullgildir stjórnendur úttekta. Tekið er á móti bókunum í
síma 414-4444.
BSI Management Systems er stærsti vottunaraðili í heiminum í BS 7799 og þeir
aðilar sem fá vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá BSI hljóta faggilda vottun.
ISO 27001:2005 - Lead Auditor Course (IRCA accredited)
Lengd námskeiðs: 5 dagar (21. – 25. nóvember)
Leiðbeinandi: Geoff Dunn frá BSI Management Systems í Bretlandi
Hvar haldið: Hjá BSI á Íslandi að Skúlagötu 19, Reykjavík.
Verð: 227.500 kr. Innifalið kaffi, meðlæti og hádegisverður ásamt ítarlegum
námskeiðsgögnum. 20% afsláttur fyrir annan og þriðja þátttakanda frá sama
fyrirtækinu. Boðið er upp á að greiðslur með greiðslukortum.
Athugið að námskeiðið er kennt á ensku og próf er í lok námskeiðs.
Minnum jafnframt á önnur námskeið á næstunni:
ISO 22000 Introduction - Nýtt stjórnkerfi við matvælaframleiðslu
30. nóvember - Verð: 45.500
ISO 9001:2000 Lead Auditor (IRCA Accredited)
12 – 16 desember -Verð: 126.750
Innleiðing öryggis- og vinnuumhverfisstjórnunar OHSAS 18001:2004 / BS 8800
5 – 6 desember - Verð: 97.500
Nánari upplýsingar á www.bsiaislandi.is
BSI á Íslandi
Skúlagötu 19 • 101 Reykjavík • Sími 414 4444
netfang: info@bsiaislandi.is • vefur: http://www.bsiaislandi.is/
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
kynning }
Nám erlendis
FULLTRÚAR ERLENDRA HÁSKÓLA
KYNNA NÁMSFRAMBOÐ Í HÚSNÆÐI
MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ
MILLI KLUKKAN FJÖGUR OG HÁLF
ÁTTA Á MORGUN.
„Kynningin er einkum ætluð þeim sem
eru að huga að grunnháskólanámi
erlendis, til BA/BS eða sambærilegrar
gráðu,“ segir Guðrún Eysteinsdóttir,
ráðgjafi hjá Fulbright-stofnuninni sem
hefur skipulagt kynninguna ásamt Jóni
Hannessyni, enskukennara í MH. Að
hennar sögn eru gestirnir sem hingað
koma frá háskólum í Bandaríkjunum
og meginlandi Evrópu. „Sérstaklega
verður háskólakerfið í Bandaríkjunum
kynnt og möguleikar í íþróttaiðkun
þar,“ segir Guðrún en eins og margir
vita geta nemar sem stunda keppnis-
íþróttir oft fengið góða skólastyrki.
Fulltrúar skólanna sitja fyrir svörum og
kynna sína skóla. Nánari upplýsingar
um dagskrána má finna á vef Fulbright-
stofnunarinnar, www.fulbright.is.
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9