Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 22
Umsjón: nánar á visir.is MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.675 Fjöldi viðskipta: 199 Velta: 1.344 milljónir +0,25% MESTA LÆKKUN 22 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR Actavis 43,40 -0,20% ... Bakkavör 44,70 +0,50% ... FL Group 14,10 +0,40% ... Flaga 3,68 -5,60% ... HB Grandi 9,35 +0,00% ... Íslandsbanki 15,20 -0,70% ... Jarðboranir 22,30 +1,40% ... KB banki 590,00 -0,30% ... Kögun 54,30 +0,90% ... Landsbankinn 22,70 -0,90% ... Marel 63,80 -1,10% ... SÍF 4,28 +1,70% ... Straumur-Burðarás 13,95 +0,00% ... Össur 93,00 +2,80% Flaga 10,69% Össur 3,67% Síf 0,93% Mosaic 1,72% Atorka -0,89% Og Vodafone -0,82% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Jarðboranir hafa skrifað undir samning við Orku- veitu Reykjavíkur um háhitaboranir. Þetta er stærsti borsamningur sem gerður hefur verið hér á landi. Jarðboranir undirrituðu samningu við Orkuveitu Reykjavíkur um boranir á Hellisheiði og Hengils- svæðinu. Þetta er verðmætasti samning- ur sinnar tegundar hér á landi og stærsta borverkefni sem ráðist hefur verið í hérlendis. Upphæð samningsins nemur 7,4 milljörðum króna. Til samanburðar má geta þess að velta Jarðborana fyrstu níu mánuði ársins nam 3,5 millj- örðum króna. Samningurinn er gerður á grundvelli útboðs og nam kostnað- aráætlun 10 milljörðum króna. Út- boðið var auglýst á Evrópska efna- hagssvæðinu. Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, segir samn- inginn afar mikilvægan og að hann staðfesti hæfni fyrirtækisins til þess að taka að sér mjög stór verk- efni. Hann segir verkefnið vissu- lega flókið og krefjist mikillar reynslu og hæfni. Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að um sé að ræða stærsta verkefni sem Orkuveitan hafi ráð- ist í. þetta sé tímamótasamningur og orkan sem aflað sé verði undir- staða öflugra atvinnulífs og marg- víslegrar nýsköpunar. Áætlað er að verkið hefjist vor- ið 2006 og standi til ársins 2009 í það minnsta. Samningurinn tekur til borunar á 30 háhitaholum, bæði rannsóknarholum og vinnsluhol- um, 10 niðurrennslisholum, fimm holum til þess að afla ferskvatns og þrettán svelgholum. Bætt verður stefnuborunar- tækni, en Jarðboranir hafa í sam- starfi við alþjóðlega fyrirtækið Baker Huges þróað þá tækni þannig að hún henti íslenskum að- stæðum. Stefnuborunartækni er að sögn forsvarsmanna Jarðbor- ana umhverfisvænni en hefðbund- in tækni, auk þess að vera líklegri til árangurs. Borunin leiðir til auk- innar gufuöflunar þar sem auð- veldara er að bora í sprungur og misgengi. haflidi@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Tap deCode, móð- urfélags Íslenskr- ar erfðagreining- ar, nam um 684 milljónum ís- lenskra króna á þriðja ársfjórð- ungi eða 11,4 milljónum Banda- ríkjadala. Upp- safnað tap á fyrstu níu mánuð- uðum ársins nem- ur um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. Á sama tímabili ársins 2004 var tap á þriðja ársfjórðungi um 12,5 milljónir Bandaríkjadala og alls 37,8 milljónir á fyrstu níu mánuð- unum. Tekjur félagins eru hins vegar heldur meiri á þriðja ársfjórðungi þessa árs en á fyrra ári þar sem tekjur voru 11 milljónir Banda- ríkjadala en eru 13,2 milljónir dala nú. Undir lok þriðja ársfjórðungs var handbært fé og innistæður í bönkum 171 milljón Bandaríkja- dala og hafði rýrnað um 27,3 millj- ónir frá því undir lok ársins 2004. Kári Stefánsson, forstjóri deCode, segir í tilkynningu frá fé- laginu að framundan séu spenn- andi tímar hjá deCode þar sem það nálgast markmið sín um sam- komulag um sölu á hjartalyfinu DG031 sem félagið þróar í sam- vinnu við bandarísku lyfjastofn- unina. Bréf í deCode höfðu hækkað lítillega um miðjan viðskiptadag á Nasdaq-markaðnum í gær. - hb FORSTJÓRI ÍS- LENSKRAR ERFÐAGREIN- INGAR Kári Stef- ánsson segir spennandi tíma framundan hjá deCode. DeCode tapar enn Tekjur deCode jukust á flri›ja ársfjór›ungi 2005. Actavis mun kynna afkomu á þriðja ársfjórðungi 2005 á Hótel Nordica á þriðjudaginn í næstu viku. Verður kynn- ingin fyrir opnun markaða eða kl. 8.30. Heildarútgáfa erlendra skuldabréfa í ís- lenskum krónum nemur nú 111 milljörð- um króna, sem er svipað og allar inn- lendar útgáfur ríkissjóðs. Hagvöxtur í Bretlandi frá byrjun ágúst til loka október mælist aðeins um 0,4 prósent samkvæmt National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Gífurleg velta hefur verið á millibanka- markaði með krónur síðastliðin misseri samkvæmt greiningardeild Landsbank- ans. Hefur velta síðastliðinna þriggja mánaða verið að meðaltali 165 milljarðar króna. Erlend ávöxtunarkrafa Gengi bréfa Össurar tók kipp eftir að greiningardeild KB banka birti nýtt verð- mat á félaginu. Niðurstaða verðmatsins var 107 krónur á hlut og náðu bréf Össurar tímabundið geng- inu hundrað í gær. Lokagengið var hins vegar 99. Einhverjar vöflur voru á sum- um á markaði þegar þeir ráku augun í það að ávöxtunarkraf- an í verðmatinu væri rúm ell- efu prósent. Þetta þótti mörg- um undarlegt í ljósi þess að stýrivextir Seðlabankans eru 10,25 prósent og langtímavextir ríkistryggðra bréfa um fjögur prósent. Verðmatið er hins vegar miðað við það að tekjur Össurar eru nær allar í erlendum myntum og ávöxt- unarkrafan því miðuð við erlenda vexti. Hlutföllin í tekjunum eru þannig að ef félagið byrjaði að framleiða fyrir innan- landsmarkaði við áramót, væru það búið að því fyrir hádegi á nýársdag. Viðurkenning fyrir hné Össur er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði og tækninni fleygir fram til hagsbóta þeim sem misst hafa útlimi. Nokkuð er síðan Össur kynnti tölvustýrt gervihné sem vakti mikla at- hygli. Þetta hné hefur nú verið valið sem ein af hundrað stærstu nýjungum í heimi vísinda á ár- inu af bandaríska vísindatímaritinu Popular Science. Hnéð er búið gervi- greind og lærir á hreyfingar notandans. Það er ein af tíu uppfinningum í flokkn- um almenn heilsa sem eru verðlaunuð en tímaritið veitir verðlaun í tólf flokk- um. MARKAÐSFRÉTTIR...Peningaskápurinn… Ýmsir aðilar þrýsta nú á Seðla- banka Evrópu að hækka ekki vexti á evrusvæðinu í því skyni að hamla verðbólgu. Í frétt Reuters kemur fram að forstjóri Seðlabankans, Jean-Claude Trichet, hafi átt fund með talsmönnum fyrirtækja og verkalýsfélaga á þriðjudag. Létu þeir í ljós andstöðu sína við vaxta- hækkanir sem þeir segja myndu hafa neikvæð áhrif á efnahagsvöxt í Evrópu. Margir fjármálaráðherrar í Evrópu hafa einnig látið í ljós and- stöðu sína við vaxtahækkanir Seðla- bankans og Evrópska verslunarráð- ið hefur gert slíkt hið sama. - hhs Andsnúnir vaxtahækkunum Íbú›ir hækka mest í Gar›abæ Fasteignir í Grafarholti hækka› um helming frá 2004 Fasteignir í úthverfum Reykja- víkur hækkuðu mest á þriðja árs- fjórðungi 2005 samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins hefur birt. Miðað við íbúðaverð í fjölbýli hækkaði húsnæði í Grafarholti um 11,9 prósent. Sé litið til ann- arra sveitarfélaga hækkað fast- eignaverð í Garðabæ mest eða um 15,1 prósent. Íbúðaverð í Kópa- vogi, sunnan kópavogslækjar, hækkaði um 14,4 prósent á sama fjórðungi. Hins vegar hefur fasteigna- verð miðsvæðis hækkað mun minna á þriðja ársfjórðungi og jafnvel staðið nær í stað. Norður- mýrin lækkaði um 0,8 prósent, miðbærinn hækkaði aðeins um 1,6 prósent, Hlíðarnar hækkuðu um 3,2% og Vesturbærinn um 4,4%. Sé horft til byrjun árs 2004 hef- ur fasteignaverð að teknu tilliti til fermetra hækkað um 57 prósent í Garðabæ. Í Grafarholti, sem er það svæði sem hefur hækkað mest innan Reykjavíkur, er sam- bærileg tala tæpt 51 prósent. Í hálffimm fréttum KB banka segir að líklega megi að stórum hluta rekja minni hækkun fast- eignaverðs miðsvæðis til þeirra takmarkana sem brunabótamat setur lántakendum. Flestar fjár- málastofnanir láni 100 prósent af brunabótamati og lóðamati sem oft er aðeins 60 prósent af mark- aðsvirði íbúða miðsvæðis. -bg HÚSIN Í GARÐABÆ Fasteignir í úthverf- um Reykjavíkur hækka mest í verði sem og í Kópavogi og Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÆG VERKEFNI Borar Jarðborana munu ekki verða aðgerðarleysi að bráð á næstunni. Fyrirtækið hefur tryggt sér háhitaborun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sem mun standa yfir frá árinu 2006 og næstu þrjú til fjögur ár á eftir. Stærsti samningur Jarðborana undirritaður Tiltölulega lítil viðskipti voru á gjaldeyrismarkaði í gær en krónan veiktist um um það bil 70 punkta gagnvart Bandaríkjadollar. Gengi dollars er nú um 61,25 krónur. Eng- ar skuldabréfaútgáfur hafa verið hjá erlendum aðilum í íslenskum krónum frá því að Dresdner Bank gaf út bréf til fimm ára á þriðju- daginn fyrir rúmri viku. Gengis- vísitala krónunnar var í um það bil 101,5 stigum við lokun gjaldeyris- markaða í gær. - hb Hlé á skuldabréfaútgáfu Viðskipti lesið 8.11.2005 21:28 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.