Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 22

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 22
Umsjón: nánar á visir.is MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.675 Fjöldi viðskipta: 199 Velta: 1.344 milljónir +0,25% MESTA LÆKKUN 22 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR Actavis 43,40 -0,20% ... Bakkavör 44,70 +0,50% ... FL Group 14,10 +0,40% ... Flaga 3,68 -5,60% ... HB Grandi 9,35 +0,00% ... Íslandsbanki 15,20 -0,70% ... Jarðboranir 22,30 +1,40% ... KB banki 590,00 -0,30% ... Kögun 54,30 +0,90% ... Landsbankinn 22,70 -0,90% ... Marel 63,80 -1,10% ... SÍF 4,28 +1,70% ... Straumur-Burðarás 13,95 +0,00% ... Össur 93,00 +2,80% Flaga 10,69% Össur 3,67% Síf 0,93% Mosaic 1,72% Atorka -0,89% Og Vodafone -0,82% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Jarðboranir hafa skrifað undir samning við Orku- veitu Reykjavíkur um háhitaboranir. Þetta er stærsti borsamningur sem gerður hefur verið hér á landi. Jarðboranir undirrituðu samningu við Orkuveitu Reykjavíkur um boranir á Hellisheiði og Hengils- svæðinu. Þetta er verðmætasti samning- ur sinnar tegundar hér á landi og stærsta borverkefni sem ráðist hefur verið í hérlendis. Upphæð samningsins nemur 7,4 milljörðum króna. Til samanburðar má geta þess að velta Jarðborana fyrstu níu mánuði ársins nam 3,5 millj- örðum króna. Samningurinn er gerður á grundvelli útboðs og nam kostnað- aráætlun 10 milljörðum króna. Út- boðið var auglýst á Evrópska efna- hagssvæðinu. Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, segir samn- inginn afar mikilvægan og að hann staðfesti hæfni fyrirtækisins til þess að taka að sér mjög stór verk- efni. Hann segir verkefnið vissu- lega flókið og krefjist mikillar reynslu og hæfni. Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að um sé að ræða stærsta verkefni sem Orkuveitan hafi ráð- ist í. þetta sé tímamótasamningur og orkan sem aflað sé verði undir- staða öflugra atvinnulífs og marg- víslegrar nýsköpunar. Áætlað er að verkið hefjist vor- ið 2006 og standi til ársins 2009 í það minnsta. Samningurinn tekur til borunar á 30 háhitaholum, bæði rannsóknarholum og vinnsluhol- um, 10 niðurrennslisholum, fimm holum til þess að afla ferskvatns og þrettán svelgholum. Bætt verður stefnuborunar- tækni, en Jarðboranir hafa í sam- starfi við alþjóðlega fyrirtækið Baker Huges þróað þá tækni þannig að hún henti íslenskum að- stæðum. Stefnuborunartækni er að sögn forsvarsmanna Jarðbor- ana umhverfisvænni en hefðbund- in tækni, auk þess að vera líklegri til árangurs. Borunin leiðir til auk- innar gufuöflunar þar sem auð- veldara er að bora í sprungur og misgengi. haflidi@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Tap deCode, móð- urfélags Íslenskr- ar erfðagreining- ar, nam um 684 milljónum ís- lenskra króna á þriðja ársfjórð- ungi eða 11,4 milljónum Banda- ríkjadala. Upp- safnað tap á fyrstu níu mánuð- uðum ársins nem- ur um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. Á sama tímabili ársins 2004 var tap á þriðja ársfjórðungi um 12,5 milljónir Bandaríkjadala og alls 37,8 milljónir á fyrstu níu mánuð- unum. Tekjur félagins eru hins vegar heldur meiri á þriðja ársfjórðungi þessa árs en á fyrra ári þar sem tekjur voru 11 milljónir Banda- ríkjadala en eru 13,2 milljónir dala nú. Undir lok þriðja ársfjórðungs var handbært fé og innistæður í bönkum 171 milljón Bandaríkja- dala og hafði rýrnað um 27,3 millj- ónir frá því undir lok ársins 2004. Kári Stefánsson, forstjóri deCode, segir í tilkynningu frá fé- laginu að framundan séu spenn- andi tímar hjá deCode þar sem það nálgast markmið sín um sam- komulag um sölu á hjartalyfinu DG031 sem félagið þróar í sam- vinnu við bandarísku lyfjastofn- unina. Bréf í deCode höfðu hækkað lítillega um miðjan viðskiptadag á Nasdaq-markaðnum í gær. - hb FORSTJÓRI ÍS- LENSKRAR ERFÐAGREIN- INGAR Kári Stef- ánsson segir spennandi tíma framundan hjá deCode. DeCode tapar enn Tekjur deCode jukust á flri›ja ársfjór›ungi 2005. Actavis mun kynna afkomu á þriðja ársfjórðungi 2005 á Hótel Nordica á þriðjudaginn í næstu viku. Verður kynn- ingin fyrir opnun markaða eða kl. 8.30. Heildarútgáfa erlendra skuldabréfa í ís- lenskum krónum nemur nú 111 milljörð- um króna, sem er svipað og allar inn- lendar útgáfur ríkissjóðs. Hagvöxtur í Bretlandi frá byrjun ágúst til loka október mælist aðeins um 0,4 prósent samkvæmt National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Gífurleg velta hefur verið á millibanka- markaði með krónur síðastliðin misseri samkvæmt greiningardeild Landsbank- ans. Hefur velta síðastliðinna þriggja mánaða verið að meðaltali 165 milljarðar króna. Erlend ávöxtunarkrafa Gengi bréfa Össurar tók kipp eftir að greiningardeild KB banka birti nýtt verð- mat á félaginu. Niðurstaða verðmatsins var 107 krónur á hlut og náðu bréf Össurar tímabundið geng- inu hundrað í gær. Lokagengið var hins vegar 99. Einhverjar vöflur voru á sum- um á markaði þegar þeir ráku augun í það að ávöxtunarkraf- an í verðmatinu væri rúm ell- efu prósent. Þetta þótti mörg- um undarlegt í ljósi þess að stýrivextir Seðlabankans eru 10,25 prósent og langtímavextir ríkistryggðra bréfa um fjögur prósent. Verðmatið er hins vegar miðað við það að tekjur Össurar eru nær allar í erlendum myntum og ávöxt- unarkrafan því miðuð við erlenda vexti. Hlutföllin í tekjunum eru þannig að ef félagið byrjaði að framleiða fyrir innan- landsmarkaði við áramót, væru það búið að því fyrir hádegi á nýársdag. Viðurkenning fyrir hné Össur er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði og tækninni fleygir fram til hagsbóta þeim sem misst hafa útlimi. Nokkuð er síðan Össur kynnti tölvustýrt gervihné sem vakti mikla at- hygli. Þetta hné hefur nú verið valið sem ein af hundrað stærstu nýjungum í heimi vísinda á ár- inu af bandaríska vísindatímaritinu Popular Science. Hnéð er búið gervi- greind og lærir á hreyfingar notandans. Það er ein af tíu uppfinningum í flokkn- um almenn heilsa sem eru verðlaunuð en tímaritið veitir verðlaun í tólf flokk- um. MARKAÐSFRÉTTIR...Peningaskápurinn… Ýmsir aðilar þrýsta nú á Seðla- banka Evrópu að hækka ekki vexti á evrusvæðinu í því skyni að hamla verðbólgu. Í frétt Reuters kemur fram að forstjóri Seðlabankans, Jean-Claude Trichet, hafi átt fund með talsmönnum fyrirtækja og verkalýsfélaga á þriðjudag. Létu þeir í ljós andstöðu sína við vaxta- hækkanir sem þeir segja myndu hafa neikvæð áhrif á efnahagsvöxt í Evrópu. Margir fjármálaráðherrar í Evrópu hafa einnig látið í ljós and- stöðu sína við vaxtahækkanir Seðla- bankans og Evrópska verslunarráð- ið hefur gert slíkt hið sama. - hhs Andsnúnir vaxtahækkunum Íbú›ir hækka mest í Gar›abæ Fasteignir í Grafarholti hækka› um helming frá 2004 Fasteignir í úthverfum Reykja- víkur hækkuðu mest á þriðja árs- fjórðungi 2005 samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins hefur birt. Miðað við íbúðaverð í fjölbýli hækkaði húsnæði í Grafarholti um 11,9 prósent. Sé litið til ann- arra sveitarfélaga hækkað fast- eignaverð í Garðabæ mest eða um 15,1 prósent. Íbúðaverð í Kópa- vogi, sunnan kópavogslækjar, hækkaði um 14,4 prósent á sama fjórðungi. Hins vegar hefur fasteigna- verð miðsvæðis hækkað mun minna á þriðja ársfjórðungi og jafnvel staðið nær í stað. Norður- mýrin lækkaði um 0,8 prósent, miðbærinn hækkaði aðeins um 1,6 prósent, Hlíðarnar hækkuðu um 3,2% og Vesturbærinn um 4,4%. Sé horft til byrjun árs 2004 hef- ur fasteignaverð að teknu tilliti til fermetra hækkað um 57 prósent í Garðabæ. Í Grafarholti, sem er það svæði sem hefur hækkað mest innan Reykjavíkur, er sam- bærileg tala tæpt 51 prósent. Í hálffimm fréttum KB banka segir að líklega megi að stórum hluta rekja minni hækkun fast- eignaverðs miðsvæðis til þeirra takmarkana sem brunabótamat setur lántakendum. Flestar fjár- málastofnanir láni 100 prósent af brunabótamati og lóðamati sem oft er aðeins 60 prósent af mark- aðsvirði íbúða miðsvæðis. -bg HÚSIN Í GARÐABÆ Fasteignir í úthverf- um Reykjavíkur hækka mest í verði sem og í Kópavogi og Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÆG VERKEFNI Borar Jarðborana munu ekki verða aðgerðarleysi að bráð á næstunni. Fyrirtækið hefur tryggt sér háhitaborun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sem mun standa yfir frá árinu 2006 og næstu þrjú til fjögur ár á eftir. Stærsti samningur Jarðborana undirritaður Tiltölulega lítil viðskipti voru á gjaldeyrismarkaði í gær en krónan veiktist um um það bil 70 punkta gagnvart Bandaríkjadollar. Gengi dollars er nú um 61,25 krónur. Eng- ar skuldabréfaútgáfur hafa verið hjá erlendum aðilum í íslenskum krónum frá því að Dresdner Bank gaf út bréf til fimm ára á þriðju- daginn fyrir rúmri viku. Gengis- vísitala krónunnar var í um það bil 101,5 stigum við lokun gjaldeyris- markaða í gær. - hb Hlé á skuldabréfaútgáfu Viðskipti lesið 8.11.2005 21:28 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.