Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 83
38 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR 23 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 6 7 8 9 10 11 12 Miðvikudagur NÓVEMBER MIÐVIKUDAGUR 5. október 2005 � � LEIKIR � 18.15 Stjarnan 2 og ÍBV mætast í SS-bikar karla í handbolta. � 18.30 Þór Ak. og Selfoss mætast í SS-bikar karla í handbolta. � 19.15 Haukar og MÆTAST Í SS- BIKAR KARLA Í HANDBOLTA. � 19.15 VALUR og Stjarnan mætast í SS-bikar karla í handbolta. � 19.15 Keflavík og Grindavík mætast í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. � 19.15 KR og ÍS mætast í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. � � SJÓNVARP � 07.00 Olíssport á Sýn. Sýnt fjórum sinnum til 09.00 og svo aftur kl. 17.40. � 18.10 Meistaradeildin á Sýn. Sýndur verður gamall leikur úr keppninni. � 19.50 HM 2002 á Sýn. Leikur Brasilíu og Þýskalands. � 22.00 Olíssport á Sýn. � 22.30 Mastersmótið með Icelandair og Ian Rush á Sýn. 22-23 sport 8.11.2005 18:03 Page 3 FÓTBOLTI Hollenski varnarmaðurinn Winston Bogarde hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna fyrir fullt og allt, en þessi fyrrverandi landsliðsmaður hefur verið í tómu rugli síðustu ár eftir að hafa verið á ofurlaunum í fimm ár hjá Chelsea án þess að spila neitt af viti. Bogarde er af mörgum talinn einn metn- aðarlausasti knattspyrnumaður síðari ára eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann væri mjög sáttur með að æfa með vara- og unglingaliði Chelsea en vera jafnframt einn best-launaðasti leikmaður liðsins. Eftir að samingur hans við Chelsea rann út hefur Bogarde verið í leit að föstu liði, meðal annars hjá sínum fyrrverandi vinnuveitendum í Ajax, en allstaðar hefur honum verið hafnað. Nú hefur Bogarde semsagt loksins gefist upp og ætlar að njóta það sem eftir lifir ævinnar með því að eyða öllum peningunum sem hann fékk fyrir að gera ekki neitt hjá Chelsea. - vig Winston Bogarde: Loksins hæt- tur í boltanum WINSTON BOGARDE Lék afskaplega lítið á tíma sínum með Chelsea og fílaði það í botn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES NFL Peyton Manning og félagar í Indianapolis Colts eru líklegastir til að fara alla leið í NFL-deildinni í vetur. Það undirstrikaði liðið með því að leggja meistara New Eng- land Patriots á mánudaginn á úti- velli, 40-21. Colts hefur þar með unnið alla átta leiki sína í deildinni en Patr- iots er ekki í sérstökum málum með fjóra sigra og fjögur töp. Þetta var sálfræðilega sterk- ur sigur fyrir Colts enda hefur Patriots verið sú hindrun sem það hefur aldrei komist fram hjá og leikstjórnandi Colts, Peyton Manning, hafði tapað öllum sjö leikjunum sem hann hefur spilað gegn Patriots. NFL-deildin: Colts lagði meistarana PEYTON MANNING Tókst loksins að leggja meistara Patriots. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES SS-bikar karla, 16-liða úrslit: ÍR-FYLKIR 28-31 (13-15) Mörk ÍR: Tryggvi Haraldsson 8/3, Hafsteinn Inga- son 5, Ísleifur Sigurðsson 5, Ragnar Helgason 4, Andri Númason 3, Björgvin Hólmgeirsson 2, Karl Gunnarsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 16/2. Mörk Fylkis: Arnar Jón Agnarsson 8, Heimir Örn Árnason 7, Ásbjörn Stefánsson 4, Eymar Kruger 3, Brynjar Þór Hreinsson 3, Arnar Þór Sæþórsson 3, Guðlaugur Arnarsson 2, Sigurður Valur Jakobsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 29/1,. AFTURELDING-HK 23-28 Mörk Aftureldingar: Haukur Sigurvinsson 7, Einar Ingi Hrafnsson 4, Hrafn Ingvarsson 4, Hilmar Stef- ánsson 3, Ásgeir Jónsson 2, Aleks Kuzmins 1, Ernir Hrafn Arnarson 1, Magnús Einarsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 8, Davíð Þór Svansson 7. Mörk HK: Brynjar Valsteinsson 8, Elías Már Hall- dórsson 6, Remigijus Cepulis 6, Valdimar Þórsson 6, Romualdas Gecas 1, Gunnar Jónsson 1. Varin skot: Arnar Reynisson 25. FH 2-FRAM 14-48 Mörk FH 2: Guðjón Guðmundsson 5, Valgeir Sig- urðsson 3, Sigurður Þorgeirsson 2, Arnar Bjarna- son 1, Eiríkur Jónsson 1, Hermann Fannar Val- garðsson 1, Hörður Svanlaugsson 1. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 11, Þorri Björn Gunnarsson 10, Guðjón Finnur Drengsson 5, Guðmundur Arnarson 5, Sergey Serenko 4, Stefán Baldvin Stefánsson 4, Haraldur Þorvarð- arson 3, Rúnar Kárason 2, Sverrir Björnsson 2, Gunnar Harðarsson 1, Sigfús Sigfússon 1. FH ELÍTAN-FH 28-31 Mörk Elítunnar: Hálfdán Þórðarson 9, Brynjar Geirsson 5, Guðjón Árnason 4, Sigurður Sveinsson 4, Jón Erling Ragnarsson 2, Einar Gunnar Sigurðs- son 2, Guðmundur Karlsson 1. Mörk FH: Valur Örn Arnarsson 7, Hjörtur Hinriks- son 7, Andri Berg Haraldsson 7, Sigursteinn Arndal 2, Jón Helgi Jónsson 2, Linas Kalauskas 2, Pálmi Hlöðversson 1, Finnur Hansson 1, Daníel Berg Grétarsson 1. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það var lítil stemning hjá stuðningsmönnum Hearts í gær þegar Graham Rix skrifaði undir samning um að þjálfa félagið út þessa leiktíð. Ástæða gremju stuðningsmanna félagsins var sú að Rix er dæmdur maður en hann sat í fangelsi árið 1999 fyrir að hafa sofið hjá 15 ára stúlku. „Ég gerði mistök fyrir sjö árum en þegar ég áttaði mig á mistökunum játaði ég glæp minn og meðtók mína refsingu,“ sagði Rix við undirskrfitina en fjöldi stuðningsmanna Hearts skildi derhúfur með merki félagsins eftir við leikvang félagsins í mót- mælaskyni við ráðninguna. „Þetta var erfiður tími fyrir mig og fjölskyldu mína en þarf að refsa mér allt mitt líf fyrir þessi mistök? Ég hef lagt hart að mér við að byggja upp mannorð mitt á nýjan leik og ég vil gjarna mynda gott samband við stuðningsmenn félagsins,“ sagði Graham Rix, stj- óri Hearts. - hbg Hearts ræður þjálfara: Rix tekur við af Burley KÁTIR FÉLAGAR Rix sést hér ásamt hinum umdeilda eiganda Hearts, Rússanum Roman Romanov. ÓLYMPÍULEIKAR Sendinefnd á vegum alþjóða ólympíunefndarinnar er stödd í Peking þessa dagana þar sem hún skoðar hversu vel Kin- verjum gengur að undirbúa fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Peking árið 2008. Þetta er fimmta skoðunarferðin sem farin er til Peking en nefndin skoðar allt frá mannvirkjagerð- inni til miðagerðar. Ólíkt Grikkj- um, sem voru að byggja fram á síðasta dag, þá eru Kínverjar á fullri ferð og mynd farin að kom- ast á mannvirkin. Ólympíuleikarnir 2008: Peking í skoð- un HANDBOLTI Bikarmeistarar ÍR verja ekki titil sinn í ár en þeir duttu úr keppni gegn sprækum Fylkismönnum í Breiðholtinu í gær. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum en Fylkir var þó alltaf skrefinu á undan. Þeir voru 13-15 yfir í hálfleik og létu forystuna aldrei af hendi og hefðu getað unnið mun stærra ef ekki hefði verið fyrir kæryleysi undir lokin en þeir leiddu 30-23 þegar skammt varn eftir en lokatölur urðu eins og áður sagði 31-28. Hlynur Morthens átti enn einn stórleikinn í marki Fylkis en hann varði 29 bolta og lagði grunninn að góðum sigri ásamt Arnari Jóni Agnarssyni og Heimi Örn Árna- syni sem saman skoruðu fimmtán marka Fylkismanna. Ég er mjög sáttur með að taka bikarmeistarana úr umferð á þeirra eigin heimavelli.“ sagði Sigurður Valur Sveinsson þjálf- ari Fylkis eftir leikinn. ,,ÍR spila þessa hröðu miðju og stíla inn á hraðaupphlaup en við gerðum hvað við gátum til að stoppa það og draga úr hraða leiksins og það tókst mjög vel. Síðari hálfleik- urinn var frábær að okkar hálfu mest allan tímann, bæði í vörn og sókn, og það lagði grunninn að sigrinum í dag. Þegar vörnin er svona þá kemur markvarslan líka og Hlynur á stóran þátt í þess- um sigri. Mér fannst þetta vera öruggt allan tímann þrátt fyrir að við höfum slappað aðeins af undir lokin. Við fáum ekki á okkur nema níu mörk fyrstu 24 mínúturnar og erum mjög skynsamir og gerum lítið af mistökum. Mistökin voru sem betur fer ekki okkar megin í þessum leik því það má alls ekki gerast gegn liði eins og ÍR því þá færðu það bara beint í andlitið. Með þessu hugarfarinu hjá liðinu þá geta þeir farið eins langt og þeir vilja.“ sagði Sigurður Valur að lokum, staðráðinn í að fara alla leið með liðið. Tryggvi Haraldsson var bestur heimamanna í leiknum en hann skoraði átta mörk og Hafsteinn Ingason fimm. Gísli Guðmunds- son varði sextán skot í markinu og má þar kannski sjá muninn á liðunum í leiknum. ,,Það er alltaf leiðinlegt að detta út úr bikar- keppninni og þá sérstaklega hérna á heimavelli.“ sagði Júlíus Jónas- son aðstoðarþjálfari ÍR eftir leik- inn. ,,Það var á brattann að sækja hjá okkur nánast allan síðari hálf- leikinn en fyrri hálfleikurinn var mun skárri þar sem við hefðum hæglega getað haft yfirhöndina en þeir voru með tveggja marka forystu í hálfleik sem okkur gekk erfiðlega að brúa. Ég er samt á því að við höfum átt möguleika allan leikinn. Við vorum alltof stirðir í sókninni og fengum alls ekki jafn góða markvörslu eins og oft áður sem skilar færri hraðaupphlaup- um. Það munar um markvörsluna í þessum leik, Hlynur stóð sig mjög vel og það skiptir miklu máli í boltanum.“ - hþh Fylkir sló bikarmeistara ÍR úr SS-bikarkeppninni Fylkir gerði sér lítið fyrir og sló út bikarmeistara ÍR, 31-28, í hörkuleik í Austur- bergi í gær. Markvarsla Hlyns Morthens lagði grunninn að sigri gestanna. ARNAR STERKUR Arnar Jón Agnarsson skorar hér eitt átta marka sinna í gær. GUÐLAUGUR GÓÐUR Varnartröllið frá Húsavík, Guðlaugur Arnarsson, átti fínan leik í vörn Fylkis í gær og lét óvenju mikið að sér kveða í sókninni þar sem hann skoraði tvö mörk. Guðlaugur sést hér skora annað þeirra án þess að Gísli Guðmundsson komi nokkrum vörnum við. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI ÞAð var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23. Leikmenn liðanna mættu hressir til leiks í Mosfellsbænum í SS-bik- arnum í gærkvöld og röðuðu inn mörkum á upphafsmínútum. Eftir að leikurinn róaðist og komst í jafnvægi komst Afturelding hægt og bítandi yfir þó svo að mark- maður HK, Arnar Reynisson, hafi haldið þeim inn í leiknum. Vörn HK skánaði þó þegar líða tók á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska, handa- hófskenndur og óöruggur. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og HK ætlaði augljós- lega ekki að tapa öðrum leiknum gegn kjúklingunum úr Mosfells- bæ á nokkrum dögum. Arnar hélt áfram að verja og liðið var fljótt komið með fjögurra marka forskot. Um miðjan síð- ari hálfleikinn óð Ásgeir Jónsson í andlitið á Elíasi Halldórssyni, fyrrverandi leikmanni Aftur- eldingar, sem lá óvígur á eftir í þónokkra stund. Allt HK liðið virtist slegið og Afturelding náði á klóra sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 22- 23 þegar átta mínútur voru eftir. Það var ekki síst að þakka góðri innkomu Davíðs Svanssonar, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af í markinu. En á lokasprettinum var það sig- urviljinn sem skildi liðin að og HK sigldi fram úr. Lokatölur 23-28. Maður leiksins var án vafa Arnar markmaður HK; „Við vorum allt of linir við þá í fyrri hálfleik en það lagaðist í síðari hálfleik. Það hjálpaði mér mikið að hafa kortlagt þá í leiknum um daginn og tapið þá gerir þetta ennþá sætara. Þetta er virkilega sætur sigur“ sagði Arnar úrvinda í gleðivímu að leik loknum. - ghó HK virðist vera að vakna til lífsins eftir dapra byrjun á tímabilinu: HK sterkara á endasprettinum en Afturelding BRYNJAR BESTUR Hornamaðurinn Brynjar Valsteinsson fór mikinn í HK-liðinu í gær og dró vagninn lengstum fyrir liðið gegn Aftureldingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.