Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 14
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ ELDFIMUR eldgleypir sýnir listir sínar við upphaf Huizhou hátíðarinnar í Shexian-héraði í Kína. AP Röng áætlun „Okkur hefur ekki tekist að fjölga farþegum eins og við gerðum okkur vonir um.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður stjórnar Strætó, í Fréttablaðinu, um að Strætó hafi farið 115 milljónir fram úr áætlun. Afsakið „Við biðjum þá viðskipta- vini okkar sem hafa mis- skilið þetta afsökunar.“ Hermann Jónasson hjá sölu- og markaðssviði Landsbankans, í Morgun- blaðinu, um ómerkta auglýsingu í formi dreifibréfs. Alls kyns munir eru settir í kistur hjá látnu fólki. Allt frá skartgripum og blómum til veiðistanga og gæludýra. Enginn framliðinn Íslend- ingur hefur þó tekið far- síma yfir móðuna miklu. Frímann Andrésson, útfarar- stjóri í Fossvogskirkjugarði, segir mjög algengt að skartgrip- ir, blóm og myndir séu settar í kistur hjá látnum ættingjum og vinum. Þetta hafi tíðkast lengi og segir Frímann Íslendinga fremur fastheldna í þessum málum. Hins vegar komi öðru hverju upp til- vik þar sem persónulegir hlutir séu settir í kistuna. „Þetta eru hlutir eins og sígarettupakki eða veiðistöng,“ segir Frímann, en furðulegast fannst honum þegar köttur var grafinn með eiganda sínum. „Þetta var köttur sem hafði fylgt eiganda sínum lengi og enginn gat tekið við,“ segir Frímann, sem segir engar reglur lúta sérstaklega að því hvað megi fylgja hinum látna í gröfina. Heyrst hefur af því í útlönd- um að látnir séu farnir að taka farsímana með sér í gröfina. Frímann veit ekki til þess að slíkt hafi verið gert hér á landi og þykir í raun mjög ólíklegt að það verði á næstunni. Oft á tíðum eru settir hlutir í kistuna sem tengjast áhuga- málum fólks eins og veiði og íþróttum. „Oft er komið með þetta til okkar strax og við sjáum um að setja hlutinn í kistuna,“ segir Frímann en oft á tíðum kemur fólk með minni hluti með sér í kistulagninguna. „Stundum er þá sígarettupakka eða vískifleyg gaukað ofan í kistuna,“ segir Frí- mann, en oftar en ekki eru það nánir vinir en ekki fjölskylda sem gerir slíkt. Frímann segir það aukast að fólk sé jarðað í sínum eigin fötum en hjá útfararþjónustunni er hægt að fá sérstök líkklæði úr hvítu bómullarefni. „Algengast er að hinir látnu séu klæddir í spariföt, náttföt eða jogginggalla,“ segir Frímann en sumir séu einnig klæddir í einkennisföt og þá séu frímúrarar stundum jarðaðir í kjólfötum. „Mér finnst það per- sónulegra og brýtur svolítið upp, enda allt annað í kistunni hvítt,“ segir Frímann sem óttast ekki að setja þurfi reglur um farsíma í líkkistum. ■ Veiðistöng í kistunni ÚTFARARSTJÓRI Frímann Andrésson, útfararstjóri í Fossvogskirkjugarði, veit ekki til þess að farsími hafi verið settur í kistu með eiganda sínum hér á Íslandi. PJETUR Þegar Daníel Árnason lá á Barna- spítala Hringsins fyrr á árinu tók hann strax eftir árituðum treyjum leikmanna Chelsea og Liverpool á vegg í unglingaherberginu og saknaði treyju áritaðri af sínum mönnum í Manchester United. Faðir drengsins kom áleiðis ósk til stjórnar stuðningsmanna- klúbbs Manchester United á Íslandi um að úr þessu yrði bætt. Í sumar tókst stjórninni að fá slíkan kostagrip sem hún afhenti nýlega Barnaspítala Hringsins og fékk frábærar viðtökur. Börn og unglingar á Barnaspít- alanum, svo og læknar, hjúkrun- arfólk og aðstandendur barnanna voru viðstaddir mjög vel heppn- aða athöfn. Treyjunni hefur verið fundinn staður á vegg í unglingaherberg- inu þar sem tómstundaaðstaða er fyrir unglinga með sjónvarpi, tölvum og leiktækjum. ■ Stuðningsmannaklúbbur Manchester United: Gaf Hringnum áritaða treyju VEL ÞEGIN Áritaða Manchester United-treyjan vakti mikla lukku hjá börnunum á Barna- spítala Hringsins. „Það er nú ekkert sérstakt að frétta, hér er bara gott veður og fé komið af fjalli, menn eru þó að huga að einhverjum eftirreitum,“ segir Hákon Aðalsteinsson, hagyrðingur og skógarbóndi í Húsum í Fljótsdal. „Svo var bændahátíð haldin á Egilsstöðum fyrir skemmstu og þar var mikið húllumhæ og eins þegar tveir sveitungar hér héldu upp á stórafmæli sín með pomp og prakt.“ Hákon var spurður að því hvort hann væri að yrkja eitthvað um þessar mundir. „Nei, ég geri lítið af því núna og þó er mér ekkert sérlega stirt um stef. Það er bara ekki hægt að vera að sprauta þessu yfir almenning í tíma og ótíma.“ Og svo er það rjúpan. „Það hefur verið lítið af rjúpu hér enda var það fyrirséð. Við sem förum um fjöll hér vorum búnir að sjá það að rjúpunni væri ekkert að fjölga þótt menn væru að gera því skóna. Við hefðum geta sagt fræðingun- um frá þessu en við erum bara ekki spurðir, þetta er allt saman gert eftir einhverjum bókmenntum. En ég hef einnig verið að fara með skyttur hér á fjöll á hreindýraveiðar. Þetta geta verið erfiðar ferðir en samt skemmtilegar og maður kynnist góðum skyttum og fyrirtaksfólki. Það er gaman að segja frá því að skytturnar frá hinum Norðurlöndunum eru vanar að hafst við í skógum og verða því hálf einmana uppi á heiðunum í þessari gríðarlegu víðáttu sem hér er. En veiðarnar gengu vel og kvótinn náðist, eða svona eins og þurfti.“ Engin bók kemur út eftir Hákon um þessi jól en hann gengur þó með einhver ritverk í maganum. „Jú, ég er eitthvað að skrifa, svona smásögur og sögur af fólki og annað þvíumlíkt. Ætli maður bindi þetta ekki einhverntímann í bók, ég á svona frekar von á því.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HÁKON AÐALSTEINSSON, BÓNDI OG HAGYRÐINGUR Verða einmana uppi á heiðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.