Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 30
Eggert Þór Aðalsteinssonar skrifar „Tilboðið var engan veginn ásættanlegt. Ég ætlaði mér held- ur aldrei að selja fyrirtækið,“ segir Jón Örn Árnason, eigandi og framkvæmdastjóri Júmbó samlokugerðarinnar sem fékk kauptilboð frá eigendum aðal- keppinautarins Sóma á dögunum. Hann telur að Sómi sé hættur við, enda hafi hann einnig hafnað öðru tilboði frá þeim sem kom stuttu síðar. Jón Örn segir að mikill áhugi hafi skapast á Júmbó eftir að Markaðurinn greindi frá því að Íslandsbanki ætlaði að leggja fram kauptilboð fyrir hönd Sóma. Þrjú önnur til- boð fylgdu í kjölfarið. „Tilboðið frá Sóma var fáranlegt. Ég spurði Íslandsbanka hvort þeir héldu að ég væri að reka videó- leigu?“ Jón Örn, sem hefur átt Júmbó í þrjú ár og starfað við fyrirtækið frá 1985, segir að verðmæti Júmbó liggi í gríðarlega öflugu dreifingarkerfi. „Við förum á 280 staði á hverjum degi og seljum tíu til tólf þúsund samlokur á dag.“ Samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrir- tækin veltu Júmbó og Sómi sam- anlagt yfir 700 milljónum króna á síðasta ári á markaði sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. - eþa Vika Frá áramótum Actavis Group 1% 12% Bakkavör Group 1% 85% Flaga Group -15% -43% FL Group 1% 42% Grandi 0% 16% Íslandsbanki -1% 36% Jarðboranir 1% 10% Kaupþing Bank -1% 33% Kögun 1% 18% Landsbankinn -1% 88% Marel -2% 28% SÍF -1% -12% Straumur 3% 47% Össur 5% 26% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Júmbó samlokur hafna tilboði Sóma Eigandinn fengið mörg tilboð en ætlar ekki að selja 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki Straumur-Burðarás hafnar því að fyrirtækið hafi selt bréf í Skandia. Samkvæmt nýlegum hluthafalista frá Skandia kemur fram að hlutur Straums hafi minnkað úr 3,2 prósentum í 1,6 prósent. Hlutur Straums er enn 4,5 prósent en hluti er í vörslu annarra aðila. Ragnar Þórisson, fjárfesting- arstjóri hjá Straumi, er hissa á vinnubrögðum stjórnar Skandia. Í viðtali við Dagens Industri seg- ir hann að stjórnin hefði átt að hringja í Straum áður en hún hefði sent út nýjan hlutahaf- alista. „Hún leikur undarlegan leik,“ segir Ragnar og vísar þar með til þess að stjórn Skandia hefur hafnað yfirtökutilboði Old Mutual. Straumur ætlar hins vegar að ganga að því. - eþa Hagnaður íslenskra lífeyrissjóða af eign sinni í KB banka var um 17,6 milljarðar króna á árinu 2004 og þar af voru arðgreiðslur um 210 milljónir. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Einarssonar, starfandi stjórnarformanns KB banka, sem hann hélt í Þjóðmenn- ingarhúsinu fyrir helgi af því til- efni að bankinn hefur nú tekið yfir starfsemi breska bankans Singer & Friedlander. „Á fyrstu níu mánuðum þessa árs er hagnaður þeirra orðinn 17 milljarðar króna. Þessi upphæð, samtals um 34,6 milljarðar króna, er meira en nóg til að greiða allan ellilífeyri, örorkulíf- eyri og makalífeyri á einu ári á Íslandi,“ sagði Sigurður. Lífeyrissjóðir áttu um 15,6 prósent af hlutafé KB banka, miðað við stöðu 30. september, að andvirði rúmlega 61 milljarður króna. Sigurður sagði að ef heldur sem horfir og allt gengur vel, geta fjárfestingar lífeyrissjóð- anna í fjármálageiranum mætt auknum lífslíkum almennings og aukið greiðslur til lífeyris- þega. - hb Hagnast um 35 milljarða á KB banka Stjórnandi Intrum í fasteignarekstur Domus fasteignasölur hefja starfsemi. Sameining hjá Atorku Austurbakki, Icepharma og Is- med, munu sameinast undir nafni Icepharma hf. um næstu áramót. Félögin eru öll í eigu At- orku Group og starfa á sviði heil- brigðismála. Áætluð velta nýja félagsins er um fjórir milljarðar króna. Atorka Group hefur á undan- förnum árum fjárfest í fyrir- tækjum á sviði heilbrigðismála. Samhliða sameiningunni hefur stjórn Atorku ákveðið að selja vín- og íþróttadeild Austurbakka hf. - hb SIGURÐUR EINARSSON Fagnar kaupum á Singer & Friedlander í Þjóðmenningarhús- inu. VINSÆL SAMLOKA Eigandi Júmbó hafnaði tveimur tilboðum frá Sóma, aðalkeppinautin- um. Hann ætlar ekki að selja fyrirtækið. Gengi krónunnar er að gera út af við útgerðina í landinu. Þetta segir Ólafur Eggertsson, út- gerðarmaður í Sjóla ehf., í við- tali við Útveginn, fréttabréf Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Þótt verð í erlendri mynt hafi hækkað hafi þróun gengisins leitt til þess að af- koman er mun lakari en áður og munar þar verulega. Ólafur segir furðulegt að auðlinda- gjald sé ekki lagt af af á meðan aðstæður eru með þessum hætti. Í núverandi ástandi geti atvinnugreinin ekki hagnast. Útgerðin hafi ekki nokkra burði til að greiða þetta gjald og einungis sé verið að skatt- leggja tapið. - hhs Auðlindagjald furðulegt Stofnfé ekki hlutabréf Stefán Svavarsson gagnrýnir viðskipti með stofnfé. Stefáni Svavarssyni, stjórnar- formanni Fjármálaeftirlitsins, sýnist það beinlínis stríða gegn tilgangi laga um fjármálafyrir- tæki að stofnfjáreigendur í sparisjóðum geti fengið meira fyrir stofnfjárhlut sinn en verð- bætt stofnfé. Það liggi þó fyrir að í viðskiptum með stofnfjár- hluti hafi meira verið greitt. Þetta kom fram í ræðu Stef- áns á ársfundi Fjármálaeftirlits- ins. Hann áréttaði að hann teldi ekki að viðskiptin með stofnfé hefðu verið ólögleg og hann einn væri ábyrgur fyrir þessum orð- um. Eftir að hafa lýst ákvæðum laga þar sem fjallað er um spari- sjóði sagði Stefán að draga mætti þá ályktun að stofnfé samsvari í raun svokölluðum forréttindahlutabréfum. Þau væru að efni til frekar skuld en eigið fé. Eigendur slíkra bréfa nytu ekki ávinnings í félagi við slit umfram nafnverð hlutarins. Þeir hirtu vexti eða arð af nafn- verði á sama hátt og stofnfjár- eigendur. Sú vaxtagreiðsla væri ekki háð duttlungum aðalfundar til greiðslu arðs. -bg Sigurður Arnar Jónsson, fram- kvæmdastjóri innheimtufyrir- tækisins Intrum Justitia og Bjarni Þór Óskarsson lögmaður hafa ætlanir um að hefja starf- semi á fasteignasölum undir nafninu Domus. Þeir hafa í því skyni undanfarin misseri komið að máli við nokkrar fasteigna- sölur á höfuðborgarsvæðinu í því skyni að kaupa þær og reka undir nafninu Domus. Fast- eignalög heimila ekki fjármála- fyrirtækjum að eiga meirihluta í fasteignasölum. Sigurður neitar því að Intr- um komi nokkuð að rekstri á fasteignasölunni sem reka á undir nafninu Frans ehf. en stærstu eigendur Intrum eru viðskiptabankar og fjármála- fyrirtæki. „Ég hef verið spurð- ur að þessu áður en það er ekki Intrum sem á þennan rekstur heldur ég og Bjarni Þór Óskars- son lögmaður. Ef þú skoðar fasteignalögin þá geturðu séð að fjármálafyrirtæki mega ekki eiga meirihluta í fasteignasöl- um,“ segir Bjarni. - hb STEFÁN SVAVARSSON Stefán segir stofn- fé frekar skuld en eigið fé. Straumur hissa á SkandiaNetverslun tvöfaldast Í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkvæmt tölum frá greiðslukortafyrirtæk- inu Visa hafi netverslun á Norð- urlöndum aukist um 96 prósent frá 1. júlí 2004 til 1. júlí 2005. Hliðstæðar tölur væru ekki til fyrir Ísland eitt og sér en ljóst væri að mikil aukning hefði orðið í netverslun meðal Íslendinga á síðustu mánuðum samkvæmt Visa Ísland. Netverslun á Norð- urlöndum væri lítil í alþjóðlegum samanburði og nemi aðeins um einu prósenti af heildarveltu net- verslunar í heiminum. – bg 02_03_Markadur-lesið 8.11.2005 15:37 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.