Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 69
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Sími 460 1760 johann@isi.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Jónsdóttir frá Stóruvöllum, Bárðardal, síðast til heimilis að Ási í Hveragerði lést miðvikudag- inn 2. nóvember 2005. Jarðsungið verður frá Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 12. nóvember 2005, kl. 13.00. Birgir Pálsson Sigurbjörg Ólafsdóttir Geirþrúður Pálsdóttir Sveinn Pálsson Sigrún Arndal Jón Páll Haraldsson Björk Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ANDLÁT Einar Jóhannesson bóndi, Jarð- langsstöðum í Borgarbyggð, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudag- inn 3. nóvember. Vígsteinn Vernharðsson andaðist fimmtudaginn 3. nóvember. Kristinn Júlíusson, bóndi á Leirá, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstu- daginn 4. nóvember. Þórdís Dida Hofdahl andaðist á Sct. Maria Hospice í Vejle föstu- daginn 4. nóvember. Finnborg Guðmunda Sigmunds- dóttir andaðist á heimili sínu í Green River, Wyoming, laugardag- inn 5. nóvember. Hannes Björgvinsson frá Skriðu- stekk, Ásvegi 23, Breiðdalsvík, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 5. nóvember. Karl P. Maack, Grandavegi 47, áður Skipholti 50, Reykjavík, and- aðist laugardaginn 5. nóvember. Lilja Skúladóttir frá Urðarteigi, lést á heimili sínu, Ásgarði, Djúpa- vogi, laugardaginn 5. nóvember. Sólveig Björndís Guðmunds- dóttir, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 6. nóvember. Þorfinnur Bjarnason, fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 6. nóvember. Guðríður Jóelsdóttir, fótaað- gerðarfræðingur, Laufskógum 19, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suð- urlands mánudaginn 7. nóvember. JARÐARFARIR 13.00 Erlingur Yngvi Sveinsson, Duevej 40, Kaupmanna- höfn, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. MERKISATBURÐIR 1794 Skúli Magnússon landfógeti andast í Viðey. 1930 Austurbæjarskólinn í Reykjavík er fyrstur húsa tengdur hitaveitu úr þvotta- laugunum í Laugardal. 1932 Gúttóslagurinn verður þegar bæjarstjórinn í Reykjavík fjallar um lækkun launa í atvinnubótavinnu. 1953 Kambódía hlýtur sjálfstæði frá Frökkum. 1986 Tveimur hvalbátum er sökkt við Ægisgarð í Reykjavíkur- höfn. 1995 Tvö þúsund króna seðill með mynd af Jóhannesi Kjarval er settur í umferð. CHARLES DE GAULLE (1890-1970) LÉST ÞENNAN DAG. „Hvernig getur nokkur stjórnað landi sem fram- leiðir 246 mismunandi tegundir af osti?“ Charles de Gaulle var forseti Frakka frá 1958 til 1969. Á þessum degi árið 1989 tilkynnti Günther Scha- bowski, fulltrúi í framkvæmdastjórn austur-þýska kommúnistaflokksins, að hömlur á ferðafrelsi til Vestur-Þýskalands hefðu verið afnumdar. Þar með opnuðust flóðgáttir á milli Austur og Vesturs en í raun höfðu Austur-Þjóðverjar síðustu vikurnar þar á undan flykkst yfir landamærin til Tékkóslóvakíu og Ungverjalands þaðan sem þeir að lokum komust til Austurríkis. Almenningur hafði haft uppi mikil mótmæli enda stjórnmálaástand ótryggt. Erich Honecker hafði til dæmis látið af leiðtogaembætti Kommúnistaflokksins í mánuðinum áður og um svipað leyti heimsótti Mikahil Gorbatsjoff landið og hvatti leiðtoga þess til umbóta enda hafði hann innleitt slökunarstefnu sína, Perestrojku, í Sovétríkj- unum. Mikill fjöldi Austur-Þjóðverja þusti gegnum opin hliðin yfir til Vesturs þar sem nágrannar þeirra tóku fagnandi á móti þeim. Múgur og margmenni klifraði upp á múrinn og hóf að höggva skörð í hinn 45 kíló- metra langa múr. Fall múrsins táknaði endalok kalda stríðsins og endalok heimskerfis sem hafði verið í gildi frá lokum síðari heimsstyrjaldar. ÞETTA GERÐIST > 9. NÓVEMBER 1989 Berlínarmúrinn fellur Á BERLÍNARMÚRNUM „Ég ætla að fara í hundagöngu í Laug- ardalnum og eyða síðan kvöldinu með fjölskyldunni,“ segir Steingrímur Ólafsson blaðafulltrúi forsætisráðu- neytisins sem er fertugur í dag. Nýr meðlimur bættist í fjölskyldu Stein- gríms nýverið en það er fimm mánaða gamall Bichon frise hvolpur. „Ég stóðst ekki augnaráðið,“ segir Steingrímur um valið á hundinum. Ekki þýðir að spyrja Steingrím um komandi veisluhöld því hann hélt stórveislu fyrir rúmri viku. „Ég bauð í, Ég er ennþá 39 ára, veislu,“ segir hann kíminn en fjöldi fólks gladdist með honum á góðri stund og fékk hann margt góðra gjafa. „Þarna voru bækur, veiðigræjur, skíðagræjur og hjól,“ segir Steingrímur glaður en af þessu má ráða að hann sé mikið fyrir útivist. Steingrími er einn afmælisdagur minnisstæðari en aðrir. „Árið 1989 féll Berlínarmúrinn og það er besta afmælisgjöfin sem ég hef fengið,“ segir Steingrímur sem staddur var erlendis á þessum tíma þó ekki hafi hann verið í Þýskalandi. Steingrímur sem var lengi blaða- og fréttamaður, hóf störf í forsætisráðu- neytinu fyrir ári og miðlar þar upplýs- ingum milli fjölmiðla og forsætisráðu- neytisins. „Þetta er afar skemmtilegt starf,“ segir Steingrímur sem telur að heiðarleiki skipti mestu máli í starfi sínu. Þrátt fyrir að Steingrímur hafi haldið veislu til að fagna því að vera ekki enn orðinn fertugur segir hann yndislegt að vera kominn á þennan aldur. „Maður er ekkert eldri en manni líður og ef þetta er tilfinningin að vera fertugur þá er það bara góð til- finning,“ segir Steingrímur sem ekki er að eltast við rjúpur þessa dagana enda stundar hann einungis stang- veiði. Til að vera sem mest úti við fer hann í göngur með hundinn, fer út að hlaupa og hjóla. „Það er sjaldan betra að hjóla en í góðum snjó,“ segir Stein- grímur galvaskur en hann hjólar þó ekki í vinnuna á morgnana. „Það fer svo illa með jakkafötin,“ segir hann og hlær. ■ STEINGRÍMUR ÓLAFSSON, BLAÐAFULLTRÚI FORSÆTISRÁÐUNEYTISINS, ER FERTUGUR Fall múrsins besta gjöfin SÆLL MEÐ AÐ VERA ORÐINN FERTUGUR Steingrímur er mikið fyrir útivist og segir sjaldan betra að hjóla en í góðum snjó. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bille August kvikmyndaleikstjóri er 57 ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er 46 ára. Valgerður Rúnarsdótt- ir dansari er 27 ára. AFMÆLI Kvenfélagið Eining kom færandi hendi í Lauga- landsskóla í síðustu viku. Þá afhenti Guðfinna Þorvalds- dóttir, formaður kvenfélags- ins, skólanum fjörutíu þús- und krónur sem ætluð voru börnum í fyrsta til þriðja bekk. Gjöfin góða á örugg- lega eftir að koma sér vel í starfi yngstu grunnskóla- barnanna í Laugalandsskóla í Holtum. Góð gjöf UNG OG GLÖÐ Yngstu börn Lauga- landsskóla voru að vonum ánægð með gjöf kvenfélagsins Einingar. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1818 Ivan Turgenev rithöfundur 1841 Játvarður VII Englandskonungur 1897 Ronald G.W. Norrish breskur efnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi 1934 Carl Sagan stjörnufræðingur Heiðarskóli í Leirársveit er fjörutíu ára í dag. Skólinn stendur við Leirá í Borgar- firði, um miðja vegu milli kaupstaðanna Akraness og Borgarness og sækja þar um 110 nemendur skólann. Tímamótanna verður minnst laugardaginn næst- komandi, 12. nóvember. Klukkan tólf verður skólinn opnaður íbúum svæðisins, fyrrverandi og núverandi nemendum og starfsfólki, svo og velunnurum skól- ans. Hægt verður að skoða vinnu nemenda og myndir úr skólastarfi en nemendur verða við leik og störf í skól- anum fram til klukkan 15.00 þegar hátíðardagskrá hefst í Heiðarborg. Kaffiveiting- ar verða í boði að lokinni dagskrá. ■ Heiðarskóli 40 ára VETRARLEGT Í LEIRÁRSVEIT Heiðarskóli stendur við Leirá í Borgarfirði. www.steinsmidjan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.