Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 16
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fríblöðin Fríblöð eins og Fréttablaðið eru ekki óalgeng úti í heimi. Þar hafa þau raunar verið að sækja í sig veðrið á undanförn- um árum samtímis því að hefðbundin áskriftardagblöð missa lesendur og draga saman seglin. En umtalsverður munur er á Fréttablaðinu og flestum erlendum fríblöðum. Annars vegar er efni okkar blaðs miklu fjöl- breyttara en erlendra fríblaða sem leggja megináherslu á stuttar og yfirborðslegar fréttir sem oftar en ekki eru fengnar frá fréttastofum en ekki samdar á við- komandi ritstjórn. Þá er erlendum fríblöðum hvergi dreift skipulega til heillar þjóðar eða borga eins og hér á landi; yfirleitt liggja þau aðeins frammi á lestarstöðvum og opinberum sam- komustöðum. Vekur athygli Árangur Fréttablaðsins á Íslandi er smám saman að ná athygli utan landsteinanna. Raunar á móðurfélag blaðsins, Dagsbrún, þátt í því, en félagið stóð fyrir kynningu á starfsemi sinni í Kauphöllinni í London fyrir nokkrum dögum. Kemur fram í viðtali við stjórnar- formanninn, Þórdísi J. Sigurðardóttur, í Viðskiptablaðinu í gær að menn þar hafi sýnt viðskiptahugmyndinni að Fréttablaðinu mikinn áhuga. „Menn höfðu ekki séð þessa útfærslu áður og hún vakti mikla athygli“, segir hún. Þórdís upplýsir að Dagsbrún sé nú að leita viðskiptatækifæra í fjölmiðlun í Skandinavíu og á Bretlandi. Segir hún að þar verði helsti vaxtarbroddur félags- ins í framtíðinni. Fjölmiðlar næst Íslendingar hafa verið ófeimnir við að kaupa stórverslanir, banka, flugfélög og verksmiðjur í útlöndum. Kannski verða erlendir fjölmiðlar næsta viðfangs- efni. Líklegast er þá að í upphafi verði fyrir valinu dagblað með þokkalega útbreiðslu sem notað yrði sem stökk- pallur fyrir nýtt fríblað í viðkomandi landi að fyrirmynd Fréttablaðsins. Þessi framkvæmd myndi líklega einnig útheimta kaup á prentsmiðjum og dreifingarmiðstöðvum, þannig að um álitlega fjárfestingu yrði að ræða. Hugsanlegt er að leitað yrði samstarfs við fjárfesta í viðkomandi löndum. Tíminn leiðir svo í ljóst hvort þetta eru skýjaborgir eða raunhæfar hugmyndir. gm@frettabladid.is Í áranna rás hefur margt fallegt ástarbréfið verið skrifað. Í bundnu máli sem óbundnu. Til kærustunn- ar eða kærastans, frá barni til foreldris og gagnvæmt, ástarbréf til ættjarðarinnar, náttúrunnar, já, óður ástarinnar til lífsins og ástvinarins er með því fegursta sem hægt er að lesa, svo ekki sé nú talað um þau einkabréf, sem maður á sjálfur í fórum sínum, frá sínum nánustu. Ó, hversu heitt og hamingjusamt varð litla hjartað og hversu oft og mjúklega fór maður höndum um bréfin frá kærustunni, með örvum ástarinn- ar á umslaginu! Og dýrmæt er sú sælutilfinning að skrifa slík bréf og skiptast á atlotum orðsins. Mínar hjartfólgnustu endur- minningar eru bréf til mín í „útlegðinni“, frá mömmu, þegar ég dvaldi löngum stundum í sveit- inni og heyrði hvorki né vissi, hvað var að gerast handan fjalls- ins eða árinnar. Þá var ekki sam- göngunum fyrir að fara eða fjar- skiptunum og nærgætin kveðja, „elsku sonur minn“ hljómaði eins og himnasending fyrir lítinn ein- mana dreng sem hafði ástarþrá til móður sinnar. Nú er þetta að mestu líðin tíð, að því leyti að fólk er flest hvert hætt að skrifast á nema með SMS og fljótaskrift í tölvupósti og stundum efast ég um að unga fólk- ið kunni yfirleitt að skrifa með penna, þannig að sómi sé að. Svo gerðist það á mánudaginn að með Mogganum mínum barst bréf inn um lúguna, áferðarfalleg skrift, stílhreint og ástleitið og byrjaði með þessu fallega ávarpi: elsku ástin mín. Og undirskriftin: þitt eina hjartans mótframlag!! Ég var ekki einn um það að fá þetta bréf með Morgunblaðinu, sem kallaði mig engilinn sinn og gullið mitt og sagðist vera tærast upp af söknuði. Vildi hafa stefnu- mót við mig á netinu og allt var þetta með ástar- og saknaðar- kveðjum frá „þínu eina hjartans mótframlagi“. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem beðist var afsökunar á því frá sendanda, að geta þess ekki að hér væri um auglýsingu að ræða. Auglýsing frá banka um það, hversu heitt ég ætti að elska framlag mitt til líf- eyrissparnaðs á vegum þess góða fyrirtækis. Þetta var sem sagt ástarjátning á móti. Gagnkvæmt ástarsamband. Þið verðið að fyrirgefa en ég hef engan humör, engan skilning, engan smekk fyrir slíkum bréfa- skiptum. Satt að segja finnst mér þetta vera frekar hallærisleg til- raun til að klessa ástinni og til- finningum okkar upp á peningana og kannske í samræmi við þá sýn, sem nú er verið að koma inn hjá samtíðarfólki, að hamingjuna sé helst og fyrst að finna í gróða, fjárreiðum og veraldlegum auði. Hugguleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur og ríður greinilega ekki við einteyming. Þessi smekkleysa, þessi heila- þvottur, er langt fyrir neðan virðingu, eða á ég að segja, sið- ferði fullorðins fólks, sem hlýtur að standa að þessari ástarbréfa- atlögu. Hvað mundi ástaskáldið Páll Ólafsson hafa sagt um þessa misþyrmingu? Eða Matthías vinur minn Johannesson, fyrrum Morgunblaðsritstjóri, sem hefur varað við gróðahyggjunni og segir að veruleiki lágmenningarinnar sé líkastur niðursuðudós. Skyldi slíkum andans mönnum nokku- rn tíma hafa dottið í hug að ástin tengdist peningum og sparnaði og þeirri ógnvænlegu tilhneigingu (eða tilraun) að mæla hamingjuna í inneignum á bankabókum? Er hægt að kaupa sér ást? Jú, jú, það má mín vegna hvetja fólk til sparnaðar og það er auð- vitað ekki vanþörf á að fólk með meðallaun og þar undir, hugsi til efri áranna. Eitt alvarlegasta og grátlegasta vandamál nútímans er einmitt það að ellilífeyrir og lífeyrisgreiðslur eru skornar við nögl og gamla fólkið er afgangs- stærð í þjóðfélaginu. En það hefur ekkert með ástina að gera. Í mesta lagi vanrækta umhyggju. Ég segi ekki að þessi vitleysa haldi fyrir mér vöku, enda ekki vanur að hneykslast. Maður gerði ekki annað á meðan. En látum ekki fégræðgina blinda okkur sýn og gera ástarbréf frá bankabudd- unni að fyrirmynd eða arftaka tjáskipta um væntumþykju. Pen- ingar eru ekki ígildi tilfinninga. Allavega ekki góðra tilfinninga. Þeir eru þvert á móti hjónadjöfull- inn sem hefur valdið eyðileggingu í lífi samlyndra hjóna, spillt og splundrað ljúfum ástarsambönd- um, sem hafa orðið til í krafti hinna einu og sönnu ástarbréfa. Ég biðst undan svona skilaboðum. Minn auður og þinn auður er ástin og hún er verðmætari innistæða en allt sem bankinn býður. Við skulum halda okkur við það sem Páll orti í einu af sínum mörgu ástarbréfum til konu sinn- ar: mínum hjartans fylgsnum frá/ færðu mín bestu kvæði. ■ Er hægt að kaupa sér ást? AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un fy rir 3 65 p re nt m i› la m aí 2 00 5. Óhug setti að Íslendingum þegar Fréttablaðið sagði frá því á fimmtudag að tvær konur hefðu fundist látnar á heimilum sínum, tíu og átján dögum eftir andlát þeirra. Slíkan óhug setti einnig að fólki þegar Fréttablaðið sagði sögu Franz Stavarssonar í september en hann hafði legið örendur í íbúð sinni í tvær vikur áður en hann fannst. Sjónvarpið hafði svo eftir lögreglu á fimmtudagskvöld að bara á þessu ári hefðu fimm manns fundist látnir heima hjá sér eftir að hafa legið þar um hríð. Margar spurningar vakna þegar svona fregnast og beinast sumar þeirra að hinu svonefnda „kerfi“ sem við höfum komið okkur upp til að annast þá sem þess þurfa. Mikilvægustu spurn- ingarnar hljóta hins vegar að snúa að okkur sjálfum sem ein- staklingum. Hvers vegna gerist svona? Hefðum við getað gert eitthvað? Ekki er hægt að áfellast nokkurn mann vegna þeirra fimm harmleikja sem hér eru nefndir en þeir hljóta að verða okkur víti til varnaðar og vekja okkur til umhugsunar um hvernig við getum gætt þess að svona nokkuð hendi ekki aftur. Prestar og aðrir sem láta sig líðan fólks varða hafa margsinn- is rætt um að náunginn kunni að gleymast í hraða og spennu samfélagsins sem við höfum skapað okkur. Að ekki sé tími til að huga að líðan og tilfinningum sem þó hljóta að vera grunnur lífsins og koma langt á undan öllu því veraldlega sem við kepp- umst við að handleika. „Við eigum að gæta bræðra okkar,“ sagði séra Hjálmar Jónsson, prestur í Dómkirkjunni, í Fréttablaðinu á fimmtudag. Orð Hjálmars eru ekki bara tilmæli prests til borg- aranna um að láta sig hagi náungans varða heldur eru þau inn- tak sjálfs kristindómsins sem flestir Íslendingar aðhyllast með einum eða öðrum hætti. Samkvæmt því er það beinlíns skylda okkar að gefa samborg- urunum gaum og koma til bjargar þegar eitthvað bjátar á. Það er hluti af því að búa í samfélagi. Nú er það svo að sumir kjósa að vera einir og vitaskuld eru takmörk fyrir því hvað ættingjar, vinir, kunningjar eða nágrann- ar geta aðhafst gegn vilja viðkomandi. Það hlýtur hins vegar að stappa nærri sjúkleika þegar fólk hafnar öllum samskiptum við aðra og þá er mikilvægt að þeir sem skynja og af vita upplýsi „kerfið“ um ástandið. Almenn og góð þátttaka Íslendinga í peningasöfnunum af ýmsu tagi er alþekkt og hafa margir, bæði Íslendingar og útlend- ingar, notið góðs af samkennd landsmanna þegar beiðni um aðstoð berst. Af því má glögglega merkja mikla manngæsku og skilning á þörfum þeirra sem glíma við erfiðleika. Fréttir vikunnar bera hins vegar með sér að við þurfum að ganga skrefi lengra. Það er ekki nóg að sækja krónur í vesk- ið heldur þurfum við að opna hjörtu okkar upp á gátt og gefa af okkur sjálfum. Við þurfum að vakta þá sem einhverra hluta vegna eru afskiptir eða hafa orðið útundan. Við þurfum að ljá þeim eyra. Og séu orðin fá og ógreinileg þurfum við að læra að skynja. Það má ekki gerast að fólki líði svo illa í okkar ríka samfélagi að það loki sig af og vilji ekkert af öðrum vita. Það má ekki gerast að fólk verði eftir á ráslínunni í kapphlaupinu mikla um veraldleg gæði. Hugsum um orð séra Hjálmars. „Við eigum að gæta bræðra okkar.“ ■ SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Á þessu ári hafa fimm manns fundist á heimil- um sínum eftir að hafa legið þar látnir um hríð. Við eigum að gæta bræðra okkar Í DAG UPP ÚR EINS MANNS HLJÓÐI ELLERT B. SCHRAM Satt að segja finnst mér þetta vera frekar hallærisleg tilraun til að klessa ástinni og tilfinn- ingum okkar upp á peningana og kannske í samræmi við þá sýn, sem nú er verið að koma inn hjá samtíðarfólki, að hamingjuna sé helst og fyrst að finna í gróða, fjárreiðum og veraldlegum auði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.