Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 20
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR20
���������������������������
������������������������
���
■ LAUGARDAGUR 5. NÓV.
Sjálfsblekking, afneitun og
hættuleg jólakaka
Einu sinni heyrði ég merkilega
sögu um sjálfsblekkingu eða
afneitun. Sögumaðurinn hafði
haldið þeim sið að skrifa dagbók
á hverjum degi þrátt fyrir væg-
ast sagt óreglusamt líferni að
öðru leyti.
„Þannig var,“ sagði hann, „að
einu sinni þegar líða tók að jólum
var ég búinn að vera á fylleríi í
mánuð og hafði hvorki haft sam-
band við börnin mín né annað fólk
mér nákomið. Ég lá í timburmönn-
um á einhverju gistiheimili fyrir
fráskilda fyllirúta og einsemdin
og skömmin voru að drepa mig,
fyrir nú utan líkamlega vanlíðan
og ógleði. Nema hvað þá mannaði
ég mig upp í að skrifa nokkrar
línur í dagbókina mína. Daginn
eftir varð mér litið í dagbókina og
sá að kvöldið áður hafði ég skrifað
eitthvað á þá leið að skammdegið
væri notalegt og ég sæti heima hjá
mér og væri að brenna reykelsi og
lesa góða bók og börnin væru farin
að sofa. Þetta stóð þarna í dagbók-
inni með minni eigin skjálfandi
rithendi og allt í einu rann það upp
fyrir mér að sennilega væri ekki
hægt að komast lengra í sjálfs-
blekkingu og afneitun á aðstæð-
um en að vera byrjaður að ljúga
að sinni eigin dagbók.“
Hvort sem það var
dagbókinni að þakka
eða ekki þá reis þessi
góði maður upp úr
sjálfsblekkingu og
afneitun og dreif
sig í meðferð og
kann ég ekki
fleiri fréttir af
honum að segja,
enda eru engar
fréttir góðar
fréttir.
Ekki veit ég
af hverju þessi
saga rifjast upp
fyrir mér einmitt núna, nema ef
vera kynni af því að þetta hefur
verið afskaplega notalegur dagur,
því að í dag hóf ég hinn formlega
undirbúning jólanna. Í næstum
25 ár hef ég haft þann sið að baka
ávaxtaköku í byrjun nóvember
eftir uppskrift sem ég hef sjálf-
ur þróað og afbakað í áranna rás.
Kökur af þessari sort eru af því
kökukyni sem gengur í daglegu
tali undir nafninu „ensk jóla-
kaka“. Konan mín er mjög veik
fyrir þessari köku, svo að sumpart
baka ég kökuna í yfirbótarskyni
fyrir allar misgjörðir mínar og
karlrembu á árinu.
Það er ekki nema fyrir fram-
sýna og forsjála menn að
baka þessa köku. Til
þess að hún nái fullum
þroska fyrir jól þarf
hún helst að
fara í ofninn ekki
seinna en í nóvember.
Í dag bakaði ég tvær.
Fyrst eina úr hráefni sem
ég hafði keypt í sérstakri versl-
unarferð. Svo bakaði ég aðra úr
afgöngum. Þá fínni lauga ég upp
úr konjaki, en þá ófínni upp úr
púrtara. Nú er ég sjálfur óvirk-
ur alkóhólisti, en þar sem ég veit
ekki um nokkurn mann sem hefur
etið áfengi sér til óbóta þá hika ég
ekki við að borða það. Á sama hátt
hika ég ekki við að nota kogespritt
til sótthreinsunar, því að útvortis
notkun á áfengi hefur mér vitan-
lega ekki fjölgað í AA-samtökun-
um. Þetta kann þó að
vera hættuspil, og
ég ráðlegg öðrum
alkóhólistum ekki
að fara að mínu for-
dæmi eða gera þessar
tilraunir heima hjá
sér.
Uppskriftin er
svona: 225 grömm af
hveiti, mikið af smjöri,
amk. 4 hænuegg, alls
konar krydd, sýróp
eftir smekk, og svo
rúsínur, kúrenur,
möndlur, hnetur, súkkat
og kirsuber. Þessu sullar maður
saman og bakar í sirka fjóra
klukkutíma við sirka 150 gráður á
Celsius. Svo pakkar maður kökun-
ni inn og geymir hana til jóla, en
tekur hana þó fram öðru hverju og
baðar hana upp úr dýrum vökvum
sem eru vandmeðfarnir og maður
á að brúka í hófi og aldrei nema
það sé konunni manns til gleði.
■ SUNNUDAGUR 6. NÓV.
Hábítur og næsti borgar-
stjóri Reykjavíkur
Hitti vin minn í hábít. Það er skond-
ið nýyrði yfir það sem ég hef hingað
til kallað „brunch“. Ég er lélegur að
halda
sambandi við
vini mína. Þessi vinur
minn er jafn lélegur og
ég í þeirri grein. Hann
átti frumkvæðið núna. Ég
læt sem ekkert sé, en hann veit
að mér þykir vænt um hugulsem-
ina. Ég er bara svo svakalega kúl.
Bældur, segir konan mín.
Ég tek eiginlega aldrei eftir
veðri nema það sé sérstaklega gott
eða sérstaklega andstyggilegt. Í
dag er steikjandi hiti. Steikjandi
miðað við árstíma, legu landsins
og stærð þjóðarinnar.
Þótt ég sé búinn að lofa sjálfum
mér því að hætta allri þátttöku í
félagsmálum fór ég á stofnfund
SPES og er stoltur af því að vera
í þeim félagsskap. SPES rekur
barnaheimili í Togó í Afríku og
hefur sérstöðu meðal líknarfélaga
að því leyti að innan við eitt pró-
sent af framlögum til félags-
ins fara í rekstur, laun
og skriffinnsku, en
níutíu og níu pró-
sent fara í það
málefni sem
þeim er ætlað
að styrkja.
Heim og bak-
aði pizzu fyrir
barnabörnin og
töntur þeirra. Í heilsu-
bótarskyni smygla ég spelti
út í hveitið. Flatbökurnar gera
stormandi lukku og grunlaus og
saklaus börnin kvarta ekki undan
speltinu né vel meintri hollustu.
Já, vel að merkja. Villi vann í
prófkjörinu. Aumingja Gísli. Þeir
eru ágætir drengir báðir tveir.
En best væri þó að Reykvíking-
ar fengju vitrun og gerðu mig að
borgarstjóra.
■ MÁNUDAGUR 7. NÓV.
Þráins-lögmálið
Dagurinn fór í útréttingar. Ekki
síst viðskipti við Símann.
„Því stærri sem fyrirtæki eru
þeim mun leiðinlegra er að vera
í viðskiptum þau.“
Þessa staðhæfingu
þarf ég að gefa
út á bók og kalla
„Þráins-lögmál-
ið“. Ef enginn
hefur fundið
þetta lögmál
upp áður mun
ég öðlast
alþjóðlega
frægð og
ó e n d a n -
leg auð-
ævi innan
tíðar. Og allt viðskiptum mínum
við Símann að þakka. Í nafni allr-
ar sanngirni skal þó tekið fram
að mér tókst að ná sambandi við
mennska veru í skriffinnskubákn-
inu sem tók að sér að leysa vand-
ann. Það hefur sennilega verið
húsdraugurinn.
■ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓV.
Flottasti Bastarðurinn!
Arnaldur fær Gullna daggarðinn!
Það er rosalega gaman að frétta
þetta. En eftir smástund finn ég
fyrir einhverj-
um ónotum
fyrir brjóstinu.
Þar er Öfund-
in komin. Hún
segir: „Þetta er
náttúrlega voða
skemmtilegt, en
úr því að Arnaldur er búinn að
fá þessi verðlaun þá fær enginn
annar Íslendingur þau næstu
hundrað árin, og eftir hundrað ár
verður þú dauður, kallinn minn.
Alveg sama þótt þú mokir í þig
spelti.“
Eitt augnablik læt ég fallerast
og heyri hvernig Öfundin skríkir í
brjóstinu á mér. „Af hverju hann?
Af hverju ekki þú?“
En þá heyrist lúðraþytur í sál-
inni. Riddaralið engla og himn-
eskra herskara kemur þeysandi á
vettvang til að bjarga mér. Allt í
einu er Rödd Skynseminnar komin
og segir: „Elsku Þráinn minn,
þurfum við að fara yfir þetta enn
einu sinni? Þú ert ekki hrein-
ræktaður glæpasagnahöfundur.
Þú ert ekki hreinræktaður skáld-
sagnahöfundur. Þú ert ekki hrein-
ræktaður kvikmynda-
gerð a r m að u r!
Þú ert ekki
einu sinni
h r e i n -
ræktað -
ur blaða-
m a ð u r !
Þú pass-
ar hvergi
inn. Að setja
þig í verðlauna-
samkeppni er eins
og að mæta með bastarð á hunda-
sýningu.“
Þetta er auðvitað rétt hjá Rödd
Skynseminnar.
Til hamingju, Arnaldur! Til
hamingju þið öll sem eruð hrein-
ræktuð í einhverjum bransa!
Kær kveðja, ykkar vinur,
Flottasti Bastarðurinn!
Ef ég væri tvítugur mundi ég
segja við sjálfan mig í speglin-
um: „I´m the meanest bastard of
them all.“ Og svo mundi ég taka
upp höfundarnafnið Rex. Hljómar
betur en Snati.
Það er fleira í fréttum. Smokka-
framleiðandinn Durex hefur
nú enn á ný kynnt niðurstöður
könnunar sinnar á kynlífshegðun
ólíkra þjóða, en samkvæmt þeim
byrja Íslendingar fyrstir allra
þjóða að sofa hjá, 15,6 ára að með-
altali, en meðalaldur fyrstu kyn-
maka allra þátttakenda var 17,3
ár. Samkvæmt könnuninni hafa
fjórir af hverjum tíu Íslendingum
haldið framhjá maka sínum.
Þetta þykir mér ósanngjarnt.
Alltaf skal maður missa af ein-
hverju. Ég var orðinn meira en
15,6 ára þegar ég svaf hjá í fyrsta
sinn. Sem sýnir að raunverulegur
jöfnuður meðal manna hér á jörð
er bara tálsýn.
■ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓV.
Ef jeppamenn væru Guði
þóknanlegir ...
Bíllinn var að koma úr viðgerð. Ég
er ekki búinn að jafna mig á þeirri
óvæntu blóðtöku. Hins vegar var
ég búinn að gleyma því að „sjald-
an er ein báran stök“. En á það
var ég minntur harkalega í dag.
Báran var maður á stórum jeppa
sem ill öfl sviftu vitinu í augna-
blik og létu hann bakka á bílinn
minn kyrrstæðan. Þetta útheimtir
stórviðgerð, og vesen, trygginga-
stúss, bílaleigubíl, þras, áhyggjur,
skort á sálarró, stress og fleira
sem er margsannað vísindalega
að dregur verulega úr lífslíkum
manns.
Annars er ég feginn því að
hafa smááhyggjur af hlutum sem
ég skil og ræð við í staðinn fyrir
að hafa áhyggjur af heimsmálum
og hlutum sem ég næ alls ekki
utan um. Þessi síðasta sykursæta
og væmna setning er hrein ósk-
hyggja og lýsir á engan hátt þeirri
beiskju, vanmætti og jafnvel hatri
í garð bakkandi jeppamanna sem
ég upplifi í augnablikinu.
Ef jeppamenn væru Guði þókn-
anlegir hefði hann skapað þá með
augu í hnakkanum.
■ FIMMTUDAGUR 10. NÓV.
Eru apar komnir af mönn-
um?
„Menntamálaráð í Kansas í Banda-
ríkjunum hefur samþykkt vís-
indakennsluskrá fyrir opinbera
grunnskóla í ríkinu þar sem þró-
unarkenningin er dregin í efa.“
Bandaríkjamenn eru dáldið
sérstök þjóð, en í þessu tilviki er
ég hjartanlega sammála mennta-
málaráðinu í Kansas. Mig hefur
lengi grunað að einhver skekkja
sé í þróunarkenningu Darwins.
Ég tel nefnilega að mannkyn-
ið sé ekki komið af öpum heldur
sé því öfugt farið og sérstaklega
þroskaður þjóðflokkur mann-
kynsins hafi fengið leið á því að
leika sér að eldi, búa til hnífa og
svo sverð og standa í sífellt þró-
aðri manndrápum. Mig grunar
að þetta fólk hafi klætt sig úr loð-
feldunum, sagt sig úr lögum við
mannkynið, og klifrað aftur upp
í trén og ákveðið að lifa á græn-
meti og ávöxtum og friði og láta
h v e r j - um degi nægja
s í n a þjáningu.
Fór á skólaskemmtun hjá
Andra sonarsyni mínum í Ísaks-
skóla. Þar var sungið og spilað á
flautur og fíólín, barðar bumbur
og dansað og sungið og klikkt út
með sameiginlegu veisluborði.
Þótt það séu engir apar í Ísaks-
skóla verð ég að viðurkenna að
mannkynið þar virðist vera á
réttri leið í augnablikinu.
■ FÖSTUDAGUR 11. NÓV.
13 réttir
Fór til tannlæknis. Meira vesenið
með þessar tennur. Mér er skapi
næst að láta draga úr mér allt
draslið og lifa svo það sem eftir
er á marengstertum sem bráðna
á gómunum, helst þessum sem
maður fær á Jómfrúnni. (Ég held
að mamma eigandans baki þær).
Ég hlakka til morgundagsins.
Ég er nokkuð viss um að ég er
með 13 rétta á getraunaseðlinum.
Loksins.
Eru jeppamenn Guði þóknanlegir?
Í þessari viku takast Öfundin og Rödd Skynseminnar á í Dagbók Þráins Bertelssonar. Ný kynlífskönnun
sannar að raunverulegur jöfnuður er aðeins fjarlæg tálsýn. Hér er gefin uppskrift að jólaköku sem les-
endur eru varaðir við. Og þess óskað að Reykvíkingar fái vitrun um hvern þeir eiga að velja sér sem næsta
borgarstjóra.
JÓLAKAKA, KAKA, MATUR, UPPSKRIFT
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar