Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 78
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR54
Svarti liturinn er sigurvegari haustsins. Það er alveg sama hvert er litið, það er allt svart. Það er þó alls ekki í neikvæðri merkingu því svarti liturinn er
bæði glæsilegur og klæðilegur. Miuccia Prada, Stella
McCarteny og Louis Vuitton gera svarta litnum góð skil.
Virtustu tískuhönnuðirnir segja að málið sé að blanda
saman ólíkum efnum, gegnsæju með þekjandi, glans-
andi með möttu og ekki sé verra ef svörtu efnin
séu mynstruð. Fallegt er að poppa svarta litinn
upp með skemmtilegum smáatriðum og það þarf
ekki að vera svo kostnaðarsamt. Verslunin Friis
& Co selur ógrynni af fallegum skóm, stígvélum
og töskum sem krydda heildarmyndina og gera
þetta svarta mun svalara. Verslunin Vero Moda
lætur sitt ekki eftir liggja en þar er hægt að fá nið-
urmjóar gallabuxur á afar góðu verði. Sokkabux-
ur geta gert kraftaverk og ekki er verra ef
þær eru mynstraðar. Það passar sér-
lega vel með hnébuxnatískunni.
Svartir tréskartgripir gera
heilmikið fyrir heildarmynd-
ina og þá er málið að hafa
frekar meira en minna.
Galdurinn við að vera
sæmilegur til fara
fer nefnilega sjaldn-
ast eftir fjárútlátum
heldur hvernig fólk
stillir saman strengi
og raðar fatnaði saman.
Það er ekki allt feng-
ið með fjárútlátum þó það
sé freistandi að gleyma sér
stundum. martamaria@frettabladid.is
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
Er hárið farið að grána og þynnast?
Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin!
Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í,
greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á
ný, þykknar og fær frískari blæ.
Ath! - leiðbeiningar á íslensku fylgja
Grecian 2000 hárfroðan fæst hjá:
– Árbæjar Apótek
– Lyfjaval Apótek, Mjódd
– Skipholts Apótek
– Hárfl ikk, Miklubr. /Lönguhlíð
– Hársnyrtistofan Hár, Hjallahr.13, Hafnarf.
– Rakarast. Ágústar og Garðars, Suðurlandsbr.10
– Rakarast. Gríms, Grímsbæ
– Rakarast Klapparstíg
– Rakarast. Ragnars, Akureyri
– Torfi Geirmunds, Hverfi sg. 117
Hagkaupsverslanir:
Akureyri, matvara – Kringlunni, matvara – Skeifunni,
snyrtivara – Smáralind, snyrtivara – Spönginni, snyrtivara
Árni Scheving slf. - Heildverslun
sími 897 7030
Sætur svartur veruleiki
> Afskaplega hugguleg
stígvél úr nautshúð og með glitr-
andi steinum úr versluninni GK.
Spáir þú mikið í tískuna? Ekki mikið, fylgist
með henni með öðru auganu.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Eins og íslensku veðurfari, alger hentistefna
í gangi.
Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki: Ég á
engan uppáhaldsfatahönnuð og er sérlega
slæm merkjamanneskja. Þó eru einstaka
barmmerki sem mér finnst sérlega sniðug og
á það til að smella þeim á mig við tækifæri.
Flottustu litirnir: Svart er í miklu uppáhaldi
sem og allir jarðlitir en einnig er ég sjúk í gyllt,
silfrað og ýmsa skæra liti. Kannski segi ég
bara allir litir, það er jú ljótt að skilja út undan.
Hverju ertu veikust fyrir? Þessa dagana er
það allt sem er kvenlegt; kjólar, kápur, skór
og skinn.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti
drappaðan og laxableikan kjól í Rokki og
rósum. Einstaklega fallegur og kvenlegur.
Hvað finnst þér flottast í tískunni núna?
Mér finnst flott hvað tískan er kvenleg í dag,
það höfðar sterkt til mín.
Hvað ætlar þú að kaupa fyrir veturinn? Það
sem ég fell fyrir. Ég get engan veginn ákveðið
það fyrr en á því augnabliki sem ég sé hlut-
inn. Ég fer aldrei að versla með það í huga að
kaupa eitthvað ákveðið.
Uppáhaldsverslun: Hiklaust Kolaportið, illa
lyktandi dýrgripur sem gaman er að gramsa í.
Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á
mánuði? Stundum engu og stundum of
miklu.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Skinnsins
sem ég erfði eftir Láru frænku mína. Það
heldur mér heitri þegar kalt er í veðri og fær
mig til að finnast ég vera alger prinssessa.
Uppáhaldsflík: Svart/hvíti kjóllinn minn er í
miklu uppáhaldi þessa dagana, enn og aftur
flík sem undirstrikar prinssessuna í mér og
svo á ég skemmtilegar minningar tengdar
honum.
Hvert myndir þú fara í verslunar-
ferð? Ég myndi fara til Chicago til
Jóhönnu ofurprinssessu og saman
myndum við prinsessast um borgina
í leit að dýrlegum kjólum, kýla
vömbina af góðum mat og drekka
mjöð af stút.
Ljótasta flík sem þú hefur keypt
þér? Ég hef gerst sek um margt stór-
slysið í þeim efnum en ætli ég segi
ekki hvítu strigaskórnir með þykku
botnunum. Hef það mér til varnar að
ég notaði þá bara einu sinni, eftir það
horfði ég á þá í forundran í einhvern tíma
þar til ég loksins henti þeim.
SMEKKURINN: KOLBRÁ BRAGADÓTTIR MYNDLISTARKONA OPNAR SÝNINGU Í GALLERÍ FOLD Í DAG
Stíllinn í anda íslensks veðurfars
ERMAR eru sniðug lausn fyrir
þær sem ekki vilja vera með
bera handleggi. Þær eru frá
Birtu og Andreu í júniform á
Hverfisgötu.
LAKKSKÓR eru komnir
aftur í tísku. Friis
og Co.
SVART TRÉSKART
gerir mikið fyrir
heildarmyndina.
Það fæst í GK á
Laugavegi.
BLÚNDUR eru ákaflega
áberandi í vetrartískunni.
Ekki er verra að hafa þær
bæði innanklæða.
ÞAÐ ER FÁTT EINS GOTT og
að eiga stóra tösku sem
hægt er að koma nánast
allri búslóðinni í. Friis og Co.
ALLADÍNBUXUR sem fallegt er
að girða ofan í stígvél eða vera í
penum hælaskóm við. Þær eru
frá júniform.
LOÐKANTURINN gerir þessi
stígvél óendanlega smart.
Þau fást í Friis og Co.
ÆVINTÝRALEG SLÁ sem framkallar
höfðinglegt yfirbragð. Fötin eru frá GK.
VERTU EINS OG
SANDY í Grease í
pallíettubuxum frá
júniform.
ÖMMULEG taska
úr Friis og Co.
ÞEIR SEM STUNDA
SAMKVÆMISLÍFIÐ verða
að eiga sparilegar töskur.
Friis og Co.
200% lyktarskyn
Ég verð að viðurkenna að ég er pínulítið týnd í „secondhand“ til-
verunni. Mér finnst týpurnar sem sækja í slíkan klæðnað yfirleitt
yfirmáta smart og ég væri meira en til í að vera í þeim hópi. Þetta
er bara einhvern veginn ekki ég. Fyrir það fyrsta er ég frekar mikil
pempía þegar kemur að fötum. Ég vil hafa þau „spikk og span“, alls
ekki götótt og alls ekki snjáð (nema um gallabuxur sé að ræða).
Ég á það til að eyða óralöngum tíma í að handþvo föt, strauja og
dúlla við þau. Í raun hugsa ég um fötin eins og ungbarn, hlúi að þeim,
tala við þau og klappa þeim. Það hefur reyndar komið fyrir að fötin
mín hafi „óvart“ labbað sjálf í þvottavélina á allt of háan hita. Hef
grun um að „þvottabjörninn“ hafi þar verið á ferð en viðkomandi
vill alls ekki kannast við það. Ég er því búin að koma upp nýrri reglu
sem hljóðar upp á að setja ekkert í óhreinatausgrindina nema það
þoli suðu. Enda er voða leiðinlegt að missa stjórn á skapi sínu út af
fötum, mér finnst bara svo voðalega vænt um þau.
Það er sérstökt lykt af gömlum fötum, allavega þeim sem hafa
verið í eigu ókunnugra sem búa í öðrum löndum, jafnvel öðrum
heimsálfum, og ég þoli hana illa. Finnst eitthvað ósjarmerandi við
gamla svitalykt af einhverjum sem ég ekki þekki. Það gildir allt
annað um föt ömmu minnar eða Sirríar ömmusystur minnar. Þau
lykta vel enda er sérstök fjölskyldulykt af þeim. Lyktarskynið er
líka óvenju öflugt, held ég hafi fengið fyrir allan peninginn og
meira til. Því miður er ekki hægt að segja það sama
um heyrnina. Hún virðist minnka með
hverjum deginum.
Ég las það í blaði að fólk laðað-
ist að hinu kyninu vegna lyktar-
innar. Ég held það sé eitthvað
til í þessu og held að það megi
auðveldlega heimfæra þessa
speki upp á föt.
Nú er bara spurning hvort
ég finni nýjar þvottaaðferð-
ir til að eyða óæskilegri
gömlufatalykt. Hef heyrt að
það sé gott að nota sjampó
við handþvottinn og að upp-
þvottalögur geti komið að
góðum notum. Nú er bara
að prófa sig áfram, enda
fátt aulalegra en að gef-
ast upp þegar leikurinn
stendur sem hæst.