Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2005 55
Leikkonan unga Kirsten
Dunst er komin langa
leið í Hollywood eftir að
hún vakti fyrst athygli
í myndinni Interview
with a Vampire. Hún
hefur sannað það að
hún getur bæði leikið í
litlum óháðum myndum
eins og Virgin Suicides
og stórum smellum eins
og Spiderman.
Leikurinn er þó ekki
það eina sem stúlkunni
er til lista lagt heldur er
hún einkar lagin við að
velja sér föt. Þó svo að
hún hafi mjög líklega
stílista lítur hún út fyrir
að hafa hönd í bagga
því stíllinn er alltaf sá
sami og virðist vera afar
persónulegur. Einnig er
hún mjög töff til fara
þegar hún sprangar um
götur New York-borgar
á frídögunum sínum. Þá
er hún yfirleitt frekar
kæruleysislega klædd
en tekst alltaf að vera
töff. Uppáhaldsskórnir
hennar eru Converse-
strigaskór og hún viður-
kennir að hún sé nokkuð
veik fyrir búðarferðum.
„Ég elska tísku og
elska að kaupa föt. Það
kemur mér í gott skap,“
sagði hún í nýlegu viðtali
við veftímarit eitt.“ Stíln-
um hennar er best lýst sem góðri
blöndu af fötum frá dýrum hönnuð-
um og fötum sem hún virðist hafa
fundið á flóamarkaði eða í búðum
sem selja notaðar vörur. Hún notar
mikið gamla kjóla sem eru oft í stíl
þriðja áratugarins og við þá geng-
ur hún í fallegum skóm og jafnvel
flatbotna skóm − ólíkt öðrum tísku-
drottningum í Hollywood.
„Helsta leyndarmálið til þess að
líta vel út er að trúa á sjálfan sig.
Að hafa gott sjálfsöryggi og reyna
að trúa á ákvarðanir sínar og hugs-
anir, þá er auðvelt að líta vel út,“
segir hún.
www.postur.is
Hver á heima hér?
Það eru vinsamleg tilmæli okkar hjá Póstinum að bréfalúgur
og póstkassar séu merkt skýrt og greinilega með fullu nafni
allra sem búa í húsinu.
Lélegar eða alls engar merkingar geta orðið til þess
að endursenda verði póst, sendanda og viðtakanda til verulegra
óþæginda. Aðstoð þín og tillitssemi auðvelda okkur að koma
póstinum til þín hratt og örugglega.
Með fyrirfram þökk.
Eitt það nýjasta sem snyrtivöru-
fyrirtækið Ĺoccitane hefur sett
á markað er dásamleg freyðiböð
sem gæla við líkamann. Ef það
er eitthvað sem veturinn kallar á
þá er það heitt og gott freyðibað.
Kveikið á kertum allt í kringum
baðkarið og slökkvið ljósin. Vet-
urinn tryggir að dimmt er úti í
flestum tilvikum og baðferðin
verður enn rómantískari. Gott er
að setja svo eitthvað rólegt á fón-
inn og úr verður dásamleg stund.
Freyðiböðin frá Ĺoccitane eru
til með tveimur ilmum, annars
vegar með rósailmi og hins
vegar með vanilluilmi.
Freyðiböðin eru silki-
mjúk og yndislegt er
að slappa af og finna
vöruna mýkja upp
húðina á meðan
daufur ilmurinn
fyllir vitin.
Vert er að
minnast á að
framleiðendur
L´occitane-var-
anna fara eftir
nokkrum mikil-
vægum atriðum
við framleiðslu
þeirra sem ættu
að skipta við-
skiptavini máli.
Meðal annars taka þeir skýrt
fram að barnaþrælkum tíðkist
ekki í verksmiðjum þeirra og
þeir notist ekki við rannsókn-
ir á dýrum. Umbúðirnar eru
umhverfisvænar sem og innihald
þeirra. Einnig er lögð áhersla á
að þjóna blindum einstaklingum
með því að hafa blindraletur á
ýmsum umbúðunum. ■
Silkimjúkt
freyðibað
VANILLA Fallegt
gullitað freyðibað
sem glitrar í bað-
karinu þínu.
RÓSAILMUR Silkimjúkt freyðibað
með dásamlegum rósailmi sem
fyllir baðherbergið.
SIXTÍS Árið 2004 var Kirsten
með dásamlega sæta stutta
klippingu í anda sjöunda áratug-
arins. Hér er hún með þykkan
eyeliner sem fullkomnar stílinn.
GAMALDAGS Kirsten
elskar gamla stílinn
og er oft í kjólum sem
virðast vera beint af
gömlum flóamark-
aði. Hér er hún á
kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum.
Leyndarmálið að hafa gott sjálfsöryggi
ÓSKARINN Kirsten Dunst var ein sú
flottasta á Óskarsverðlaunaafhendingunni
í ár. Hún var í Chanel hátískukjól og með
stutt ljóst hár.
FLATBOTNA Hér er hún í
einum af hennar mörgu
kjólum í stíl þriðja áratug-
arins og að sjálfsögðu í
flatbotna skóm við.