Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 77
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR5328. janúar 2005 FÖSTUDAGUR 77
Miðaverð
á dansleik
kr. 1.600
laugardaginn
12. nóvember
ALLIR Á BALL
OG VERÐUM
Í STUÐI !
hljómsveitin
uppskeruhátíð
h e s t a m a n n a
Sími 533-1100 - www.broadway.is
k o b b e d í k o b b
s t ó r d a n s l e i k u r
KRINGLUKRáINKRINGLUK ÁIN
VISA kreditkorthöfum bjóðast einstök kjör*
á fjórar sýningar: 12., 17., 24. og 30. nóvember.
Nánari upplýsingar á www.visa.is og í miðasölu
Borgarleikhússins: 568 8000
*Afslátturinn gildir aðeins ef greitt er með VISA kreditkorti og bókað í gegnum síma.
MANNTAFL
Í BORGARLEIKHÚSINU
Einleikur með Þór Tulinius
SPENNANDI
FRÁ UPPHAFI
. . .TIL ENDA!!
Glæsilegt tilboð fyrir VISA kreditkorthafa
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
heldur upp á fimmtán ára afmæli
sitt með afmælistónleikum í Graf-
arvogskirkju á morgun klukkan
17.30. Á tónleikunum verður frum-
flutt tónverk sem Þórður Magnús-
son samdi að beiðni hljómsveitar-
innar fyrir þetta tilefni. Tónverkið
ber nafnið Sinfonia.
Þá verður fluttur konsert í
a-moll fyrir fiðlu og hljómsveit
eftir Antonio Vivaldi. Einleikarar
verða þrír, allir á aldrinum 10-13
ára, þau Sindri Snær Einarsson,
Inga Þorsteinsdóttir og Unnur
Bjarnadóttir. Þau eru nemendur í
Suzuki-tónlistarskólanum og leika
hvert sinn kafla konsertsins.
Að lokum leikur hljómsveitin
fimmtu sinfóníu Tsjækofskís.
Hljómsveitin er skipuð fólki
sem flest hefur langt tónlistar-
nám að baki en hefur atvinnu af
öðru en hljóðfæraleik. Stjórn-
andi á tónleikunum verður Oliver
Kentish.
Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna var stofnuð haustið 1990
að frumkvæði Ingvars Jónasson-
ar, sem var aðalstjórnandi þangað
til síðasta haust að Oliver Kentish
tók við hlutverki hans.
Í sveitinni voru í byrjun aðeins
strengjaleikarar og haldnir voru
tvennir tónleikar fyrsta árið.
Fljótlega jukust umsvifin og sveit-
in varð fullskipuð sinfóníuhljóm-
sveit. Síðustu árin hafa að jafnaði
verið haldnir sjö tónleikar á ári. STJÓRNAR FRUMFLUTNINGI
Oliver Kentish hljómsveitarstjóri.
Fimmtán ára sinfónía
Bergur Thorberg myndlistarmað-
ur hefur opnað sýningu í nýjum
sýningarsal Ellu Rósinkrans á
mótum Miklubrautar og Löngu-
hlíðar.
Verkin eru öll unnin með kaffi
á striga og hann hefur það hátta-
lag við vinnu sína að hafa verkin á
hvolfi á meðan hann málar.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Bergur sýnir kaffiverkin sín á str-
iga hér heima en hann hefur sýnt
þau víða um heim. Hann hefur
áður haldið sýningar hér á landi
á kaffiverkum sem hann málar á
pappír, en þær myndir eru mun
minni í sniðum en þessi verk.
Galleríið er opið alla daga nema
sunnudaga frá klukkan 12 til 19.
Enn fremur stendur nú yfir
sýning á verkum Bergs hjá varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli og
stendur hún til nóvemberloka.
BERGUR THORBERG Sýnir stórar kaffimyndir
á striga.
Sýnir kaffi
á striga
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
NÓVEMBER
9 10 11 12 13 14 15
Laugardagur
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Kvennakór Hafnarfjarðar
fagnar tíu ára afmæli sínu með
tónleikum í Víðistaðakirkju.
Stjórnandi er Hrafnhildur
Blomsterberg og píanóleikari
Antonía Hevesi. Kórinn er
nýkominn úr velheppnaðri
tónleikaferð um Spán.
20.00 Karlakórinn Heimir,
Gunnar Þórðarson, Óskar
Pétursson og fleiri listamenn flytja
tónlistar- og skemmtidagskrá í
Salnum í Kópavogi.
■ ■ LEIKLIST
22.00 Leikfélagið Hugleikur býður
upp á blandaða skemmtidagskrá
í Leikhúskjallaranum undir
nafninu Þetta mánaðarlega, en
félagið verður með mánaðarlegar
skemmtanir þar í vetur.
■ ■ OPNANIR
12.00 Helga Birgisdóttir,
Gegga, opnar málverkasýningu í
Ráðhússkaffi í Ráðhúsi Reykjavíkur.
14.00 Aðalsteinn Svanur opnar
myndlistarsýningu í Populus tremula
í kjallara Listasafnsins á Akureyri.
Sýningin verður opin aðeins þessa
einu helgi, laugardag og sunnudag
klukkan 14 til 18.
15.00 Kolbrá Bragadóttir opnar
málverkasýningu í Baksalnum
í Galleríi Fold við Rauðarárstíg.
Sýninguna nefnir listamaðurinn Dear
Hunter - Hjartans veiðimaður.
16.00 Haraldur Ingi Haraldsson
opnar sýningu sína “Codhead 4” í
Gallerí+, í Brekkugötu 35 á Akureyri.
16.00 Þrír listamenn, þau Guðrún
Hrönn Ragnarsdóttir, Kristinn E.
Hrafnsson og Jón Laxdal, opna
sýningar í Safni, Laugavegi 37.
17.00 Unnar Örn J. Auðarson
opnar sýninguna “Miðgarður -
Blárauður - Afgirtur reitur” í Kling &
Bang gallerí, Laugavegi 23.
Í Listasafni Íslands verður opnuð
sýningin Ný íslensk myndlist
II: Um rými og frásögn.
Sýningarstjórar eru Eva Heisler,
Harpa Þórsdóttir og Kristín G.
Guðnadóttir.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Hljómsveitin Sixties heldur
fjörinu uppi á Kringlukránni.
Hljómsveitin Tilþrif spilar í
Lundanum, Vestmannaeyjum.
Atli skemmtanalögga og Áki pain
á Pravda.
Skagfirðingurinn Hörður G.
Ólafsson spilar og syngur á Café
Catalinu í Kópavogi.
■ ■ FYRIRLESTRAR
15.00 Þór Jakobsson
veðurfræðingur heldur erindi á
fundi Grikklandsvinafélagsins
Hellas um gríska sæfarann
og landkönnuðinn Pýþeas frá
nýlendunni Massalíu, sem var uppi
á fjórðu öld fyrir Krists burð og gerði
sér ferð á nyrstu slóðir þar sem fyrir
honum varð land sem hann nefnir á
sínu máli Þúle.
■ ■ SAMKOMUR
15.00 Útkomu Ófétabarnanna,
nýrrar barnabókar eftir Rúnu K.
Tetzschner, verður fagnað með
uppákomu og opnun Ófétasýningar
við Blómatorgið á 1. hæð
Kringlunnar.
■ ■ BÆKUR
13.30 Bókaveisla SÍUNG verður
haldin í Borgarbókasafni Reykjavíkur,
Tryggvagötu 15. Höfundar, þýðendur
og fleira listafólk lesa úr nýjum
bókum fyrir börn á öllum aldri.
Töfrandi leynigestur lítur við.
■ ■ KVIKMYNDASÝNINGAR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
frönsku kvikmyndina Themroc
frá árinu 1973 í leikstjórn Claude
Faraldo. Myndin fjallar um
verkamanninn Themroc sem segir
skilið við borgaralegt líferni í leit að
frelsi.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
www.nfl.is