Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 32
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR32 Jón sá trúlega aldrei önnur markmið en þau að græða peninga; reka stöðina rétt eins og önnur fyrirtæki með það í huga að það skilaði sem mestum arði fyrir eigendurna. Og hann hugsaði kannski sem svo að þótt Sjálfstæðisflokkurinn væri stór, þá fylgdu honum samt ekki nema 35-40% þjóðarinnar – viðskipta- vina stöðvarinnar. Og þó sá minni- hluti yrði eflaust ánægður með að stöðinni væri beitt í pólitískum tilgangi, gæti verið hæpið að espa með því upp á móti henni þau 60 – 65% sem ekki fylgdu Sjálfstæð- isflokknum að málum. Í ónáð hjá flokknum Það komu líka boð um það til nýju eigendanna á Stöð 2 í ársbyrjun 1990 að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaðist til þess að fá að ráða því hver yrði sjónvarpsstjóri, það sky- ldi verða Friðrik Friðriksson, sem var jafnaldri Jóns Ólafssonar og upprennandi maður í flokknum, hafði verið virkur þar frá unga aldri. En Jón harðneitaði þessari málaleitan. Hann neitaði að hlýða, og það töldu menn í flokknum að væru mikil hortugheit. Það var farið að líta svo á að Jóni væri ekki treystandi í pólitík. Um þetta sagði Jón í viðtali við tímaritið Ský um það bil ára- tug seinna, þegar hann er spurð- ur hvaðan boðin um hver ætti að setjast í sjónvarpsstjórastólinn bárust: „Þau komu til mín frá mönn- um nátengdum þáverandi borgar- stjóra. Það var gífurlegur þrýst- ingur í þessu máli en ég vildi ekki láta mig. Ég get ekki blandað saman pólitík og viðskiptum. Það er ekki hægt. Ef maður er ábyrg- ur fyrir fjármunum annarra, eins og er í hlutafélagi, þá er maður ábyrgur fyrir að ávaxta þá pen- inga. /.../ Það má segja að þarna hafi orðið þáttaskil í starfi mínu fyrir flokkinn. Ég gerði mjög sterka grein fyrir minni afstöðu, sem var sú að ég væri ekki til- búinn að láta undan pólitískum þrýstingi.“ Og seinna í viðtalinu bætir hann við: „Ég tel að það hafi verið mikil mistök hjá Davíð og forystu Sjálfstæðisflokksins að biðja um þetta“ (Ský, 2002). En trúlegt er að Davíð og for- ystu Sjálfstæðisflokksins hafi að sama skapi þótt það mistök af hálfu Jóns að neita þeim um þetta. „Það áttu eftir að koma fleiri skilaboð frá Valhöll, en ég gegndi þeim aldrei,“ segir Jón. Skilaboð frá Valhöll Þótt Bolli Kristinsson vilji ekki kannast við það nú á haustdög- um 2005 þá segir Jón að það hafi verið hann sem bar honum skila- boðin um að Valhöll vænti þess að Friðrik yrði sjónvarpsstjóri. Og flestir meðeigenda Jóns munu hafa talið að þeim væri ekki stætt á öðru en að fylgja fyrirmælum svo valdamikilla afla. En Jón stóð fastur á því að hann væri búinn að handsala við Þorvarð að taka að sér stöðuna, og að ekki kæmi annað til greina en að standa við það. Og rétt er að minna á að þegar þetta gerðist voru innan við tvö ár liðin frá því að forysta Sjálfstæðis- flokksins hafði á mjög skýran hátt látið Jón vita að hann væri þeim ekki þóknanlegur, þegar velja átti varaformann fyrir Landsmálafé- lagið Vörð. Pólitískur titringur Stöðin hafði enga yfirlýsta pólit- íska stefnu, en þær athugasemd- ir sem heyrðust fyrstu ár hennar beindust helst að því að hún væri of höll undir Sjálfstæðisflokkinn. Þannig kemur fram í Tímanum 13. apríl 1991, í undanfara alþingis- kosninga það vorið, að starfsmenn og kosningastjórar nokkurra stjórnmálaflokka í Reykjavík ann- arra en Sjálfstæðisflokksins hafi að undanförnu rætt það óform- lega sín á milli að frambjóðend- ur þeirra hætti að koma fram á Stöð 2. „Ástæðan er óánægja með umfjöllun sjónvarpsstöðvarinnar um kosningabaráttuna, þar sem menn telja að Sjálfstæðisflokknum sé freklega hyglað og taumur hans dreginn með áberandi hætti.“ Síðan eru í fréttinni nefnd dæmi máli þessu til stuðnings, eins og að á dagskrá stöðvarinnar laugardaginn þar á undan, í miðri kosningabaráttunni, var ákveðið að endursýna viðtalsþætti við tvo af helstu forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins, þá Þorstein Pálsson og Friðrik Sophusson, sem báðir tóku við ráð- herraembættum í kjölfar kosn- inganna. Skaðlegar ásakanir Þegar þetta g e r ð i s t var Páll Magnússon orðinn sjónvarps- stjóri Stöðvar 2. Ekki er hægt að fullyrða hvort þarna hafi verið um tilviljun að ræða og það er heldur ekki vitað hvort þetta tiltekna mál hafi kostað einhverjar umræður á meðal eigenda stöðvarinnar, en þó er ljóst að svona ásakanir taldi Jón Ólafsson skaða fyrirtækið. Sigurður G. Guðjónsson segir að menn í eigendahópi Stöðvar 2, til að mynda Jóhann Óli Guðmunds- son hjá Securitas, hafi ekki bara viljað styðja Sjálfstæðisflokkinn, heldur tiltekinn arm þar innan- húss: Þorsteinsarm Pálssonar. Þeim armi tilheyrði Ólafur G. Einarsson og segir Sigurður að Jóhann hafi fengið í gegn að stöð- in styddi hann fjárhagslega í próf- kjörsslag, en að það hafi reyndar verið falið á einhvern hátt og látið líta svo út að stuðningurinn kæmi frá knattspyrnufélaginu Víkingi. Ákvörðunin um þennan stuðning var tekin án þess að Jón Ólafsson væri hafður með í ráðum, en sagt er að þegar Jón hafi séð ávísunina sem var búið að útbúa og frétti í hvað hún væri ætluð hafi Jón tekið hana og rétt til Jóhanns Óla persónulega, svona eins og til að sýna svo ekki yrði um villst að þetta hefði ekki farið framhjá honum. Tók ekki við skipunum frá Valhöll UNGUR OG ÁKAFUR Skífan var í fyrstu lítil plötuverslun á Laugavegi en á henni byggði Jón viðskiptaveldi sitt. Jón Ólafsson í Skífunni er einn umtalaðasti og litrík- asti athafnamaður landsins. Einar Kárason rithöfundur hefur ritað ævisögu Jóns í Jónsbók sem kemur út í næstu viku. Jón dregur ekkert undan og veitir lesendum inn- sýn í mörg af heitustu viðskiptamálum síðustu áratuga. Fréttablaðið birtir hér kafla úr bókinni þar sem Jón segir frá afskiptum Sjálfstæðisflokksins af Stöð 2. UMDEILDUR Jón hefur komið við sögu í fjölmörgum hitamálum í viðskiptum og stjórnmálum þannig að ævisaga hans hlýtur óhjákvæmilega að vera krassandi lesning. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.