Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 70
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR46 Route 12 , Northern Wisconsin. Við bjuggum á bóndabæ þar sem fraus í vatnspípunum á hverri nóttu. Í alvörunni. Þetta var menn- ingarsjokk fyrir mömmu , sem ólst upp í Chicago. Pershing Road, Waterloo Iowa. Ég ólst upp í þessarri litlu götu í þessari verksmiðjuborg. Shore Acres Drive, Racine. Versta húsið í fallegasta hverfinu í verstu borginni í Wisconsin. Gilman Street, Madison Wisconsin. Íbúð í háskólanum í Wisconsin. Þetta var mjög fallegur hluti bæj- arins með alls kyns búðum sem seldu meðal annars burritos og hasspípur. Núna er búið að henda því öllu og GAP og Starbucks komið í staðinn. West Broom Street, Madison. Leigusalinn safnaði baðkörum og skildi þau eftir úti í garði. Ég bjó í risinu og fyrsta daginn sem við vöknuðum þarna uppi var 40 stiga hiti inni. Við uppgötvuðum líka að það var verið að rífa upp götuna okkar og að lestin brunaði fram hjá á hverjum morgni klukkan 07.20. Herbergisfélaga mínum fannst það frábært því þá myndum við aldrei verða of seinir í tíma. Little Clarendon Street, Oxford, England. Lítil íbúð sem ég deildi með hinum útlendingunum sem gengu í Oxford-háskólann. Little Clarend- on er ótrúlega falleg gata á daginn og á kvöldin þá æla allir busarnir á hana. 4th Street, Mankato, Minnesota. Bjó beint við hliðina á húsinu þar sem rithöfundurinn Sinclair Lewis bjó þegar hann skrifaði Main Street. Meðleigjandi minn teiknaði nasistakrossinn á loftið, sagði mér að leigusalinn væri að fara í gegnum ruslið okkar, seldi mér hjólið sitt fyrir tuttugu doll- ara og hvarf svo. Paris Street, Boston, Massachus- etts. Eina íbúðin sem ég hafði efni á í háskóla, og hún var í Maverick Gardens svæðinu í Austurhluta Boston. Ég var með mús og rottu í íbúðinni og svo brutust nágrann- arnir inn í hana til að stela alls kyns hlutum. Þetta var orðið leið- inlegt vandamál. Þegar ég flutti út bentu vinir mínir mér á það að lögreglusírenurnar og þjófa- varnavælið hafi ekki hætt í þá fjóra tíma sem við vorum að flytja draslið mitt út. Fairfield Avenue, Cambridge, Massachusetts. Í skugga Harvard-skólans. Davis- torgið var fullt af háskólapróf- essorum, lögfræðingum og graf- ískum hönnuðum. Svo sprakk internet-bólan og Rauða kross búðirnar fylltust af Yves Saint Laurent-fötum, President Street, Brooklyn, New York. Beint á móti World Trade Centre, við austurána. Það tók mig tvo tíma að komast frá heimili mínu í vinnunna þar sem ég kenndi við Bronx Community College. Það eina sem ég man eftir ellefta september var rykið sem fyllti íbúðina mína, og að sitja heima hjá mér og hlusta á sjúkrabílana og lögreglubílana bruna fram hjá í það sem virtist vera óendanleg- an tíma. 11th Street, Brooklyn, New York. Sama hverfi og Paul Auster bjó í og í raun sama hverfi og allir rit- höfundar flytja til þegar þeir eiga smápening. Ég bjó við Prospect Park, sem er miklu flottari en Central Park. Gamli Garður, Hringbraut, Reykjavik. Það var eitthvað mjög sjarmer- andi við að búa í kjallaranum á svona stúdentahúsnæði. En stund- um þegar ungt fólk var að drekka í Stúdentakjallaranum þá ruglaðist það á glugganum mínum og klós- etti. Þá hvarf sjarminn. Blómvallagata, Reykjavík. Ég flutti inn í ótrúlega fallega íbúð á þriðju hæð með útsýni yfir dæmigerðan bakgarð í Vestur- bænum. Leigusalinn minn sagði mér að þetta minnti hana á París. Gamall maður í íbúðinni beint á móti var með bréfapressu í formi Eiffelturnsins, sem hann hafði örugglega keypt sem minjagrip frá borginni. Laufásvegur, Reykjavík. Ég var alveg tilbúinn að flytja í burtu frá Íslandi, þegar ég fékk starf hjá Iceland Review. Mér fannst það sniðug hugmynd til að kynnast landinu betur. Ég svaf á sófanum hjá öðrum blaðamanni og fékk svo íbúð í sama húsi. Hann sagði að þar væri reimt. Hofsvallagata, Reykjavík. Við vinnum á óguðlegum tímum hjá Reykjavík Grapevine. Ég hitti aldrei kærustuna mína og ákvað að það væri skynsamlegast að flytja inn með henni svo að ég myndi einhverntíma sjá hana. Og ég er mjög glaður yfir að vera kominn aftur í Vesturbæinn. Bjó í sama hverfi og Paul Auster GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU } Bart Cameron Bart Cameron, ritstjóri enska dagblaðsins The Reykjavík Grapevine ólst upp í hinu ameríska miðvestri, nánar tiltekið í Madison, Wisconsin. Þaðan lágu leiðir hans til Oxford í Englandi og svo Brooklyn í New York, þar sem hann fékk öskuna úr World Trade Center inn í íbúðina sína þann örlagaríka dag, 11 september. Anna Margrét Björnsson fékk að heyra um skrautlegar götur í Bandaríkjunum og í vesturhluta Reykjavíkur. ROUTE 12 PERSHING ROAD SHORE ACRES DRIVE GILMAN STREET WEST BROOM STREET LITTLE CLARENDON STREET 4TH STREET, MANKATO PARIS STREET FAIRFIELD AVENUE PRESIDENT STREET 11TH STREET GAMLI GARÐUR, HRINGBRAUT BLÓMVALLAGATA LAUFÁSVEGUR HOFSVALLAGATA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.