Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 24
Umsjón: nánar á visir.is Hluthafar í Mogganum Ljóst er að senn mun hluthafa- hópur Morgunblaðsins taka breytingum því búið er að af- nema öll forkaupsréttarákvæði í samþykktum Árvakurs. Við- skiptablaðið hefur greint frá því að Straumur-Burðarás hafi þeg- ar keypt talsverðan hlut í félag- inu en þær sögusagnir voru bornar til baka af framkvæmda- stjóra Árvakurs. Margir eru nú nefndir til sögunnar sem væntanleg- ir kaupendur að hlut hinna eldri hluthafa í Mogg- anum en ekkert er hins vegar ljóst hverjir vilja selja. Meðal nýrra hluthafa hafa einkum verið nefndir til sögunnar Björgólfsfeðgar svo og Ólafur Jóhann Ólafsson í New York. Ólafur hefur bæði reynslu af fjölmiðlarekstri vestanhafs auk þess að þykja sæmilega ritfær. Um Björgólf og meintan áhuga hans skal ósagt látið. Dagsbrún hækkar Dagsbrún, móðurfélag 365 prentmiðla sem meðal annars gefa út Fréttablaðið, hækkaði nokkuð við fréttir af breytingum í hluthafahópi Árvakurs. Bréf fé- lagsins hækkuðu um 5,56 pró- sent á markaði í gær og rauf þannig 5-stiga múrinn í 31 við- skiptum fyrir rúma 241 milljón. Ekkert hefur verið sagt um það hvort nýir hluthafar Moggans munu hafa áhuga á að skrá félagið á markað en það gæti þó reynst nokkuð áhugavert því þá gætu félögin keppt á meiri jafnréttisgrund- velli en áður. Slíkt kann þó að þykja allt of nýmóðins fyrir hlut- hafa Morgunblaðsins nema Ólaf Jóhann, því hann hefur reynslu af rekstri skráðra fjölmiðlafyrirtækja. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.729 Fjöldi viðskipta: 337 Velta: 3.335 milljónir +0,86% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Samningur BOM fjárfestinga, sem meðal annars er í eigu Baldurs Guðna- sonar, stjórnarmanns í Icelandic Group, um kaup á hlutabréfum í félaginu fyrir einn milljarð var gerður upp í gær. Þetta jafngildir um fimm prósentum hlutafjár í Icelandic. Þór Sigfússon tekur við starfi forstjóra Sjóvá-Almennra af Þorgils Óttari Mathiesen. Þór, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tekur til starfa í desember. Þorgils hefur keypt 40 prósenta hlut í fasteigna- og þróunarfélaginu Klasa, sem er einnig í eigu Sjóvá og Íslandsbanka, og tekur við stjórnartaumunum þar. Þýska tryggingafélagið Allianz hefur sagt upp ellefu þúsund manns í sparnað- arskyni. Hagnaður félagsins á þriðja árs- fjórðungi jókst um 39 prósent milli ára og var 120 milljarðar króna fyrir skatta. 24 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 43,80 +0,70% ... Bakkavör 44,50 +0,00% ... FL Group 14,60 +4,70% ... Flaga 4,06 +4,60% ... HB Grandi 9,30 +0,00% ... Íslandsbanki 15,50 +1,30% ... Jarðboranir 22,10 +0,00% ... KB banki 596,00 +0,50% ... Kögun 55,30 -0,20% ... Landsbankinn 23,10 +1,30% ... Marel 64,20 +0,00% ... SÍF 4,35 -0,70% ... Straumur-Burðarás 14,40 +0,70% ... Össur 97,50 +0,00% Dagsbrún +5,56% FL Group +4,66% Flaga +4,64% SÍF -0,69% Atlantic Petroleum -0,65% Kögun -0,18% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Gengi FL Group hækkar um sjö prósent frá út- bo›i. FL Group tekur vi› stö›u Bur›aráss a› mati sérfræ›ings. Baug- ur fjárfesti fyrir fimmt- án milljar›a en Hannes fyrir 7,5. Baugur Group og Hannes Smára- son eru stærstu hluthafar í FL Group að loknu hlutafjárútboði og eiga um helming hlutafjár. Baug- ur fjárfesti fyrir fimmtán millj- arða króna en félag í eigu Hannes- ar, Oddaflug, fyrir um 7,5 millj- arða króna. Materia, sem er óstofnað félag í eigu Kevins Stanford, Magnúsar Ármann og Þorsteins M. Jónsson- ar lagði fram 5,5 milljarða í útboð- inu. Alls seldi félagið nýtt hlutafé fyrir 44 milljarða króna en eftir- spurn meðal fagfjárfesta var þre- föld umfram það sem í boði var. Kaupendum gafst kostur á að leggja fram nýtt hlutafé með peningum eða hlutabréfum í tíu stærstu félög- unum í Úrvalsvísitölu Kauphallar- innar. „Það er gaman að sjá hversu mikill áhugi var meðal fjárfesta á útboðinu. Menn hallast greinilega að því að þarna hafi verið tækifæri þrátt fyrir að ýmsar efasemdaradd- ir hafi verið uppi um kaupin á Sterl- ing,“ segir Jónas Friðþjófsson, sér- fræðingur hjá Greiningu Íslands- banka. Jónas bendir á að FL Group fái um tuttugu milljarða króna í hluta- bréfum nokkurra félaga í Úrvals- vísitölunni og verði því umsvifa- mikið fjárfestingar- og útrásarfélag með sterka eiginfjárstöðu. Stærstu eigendurnir og lífeyrissjóðir gátu lagt fram hlutabréf í öðrum félög- um sem skýrir tvímælalaust hversu vel útboðið heppnaðist. „Nú er kannski hægt að segja að FL Group fylli upp í þá eyðu sem Burðarás skildi eftir. Félagið er stórt, markaðsvirði og dreifing á hlutafénu verður meiri en það var. Hlutur lífeyrissjóða var lítill fyrir útboðið en verður mun meiri eftir það.“ Meðal annarra kaupenda voru fagfjárfestar, þar á meðal fjárfest- ingafélög og lífeyrissjóðir, sem keyptu fyrir 12,9 milljarða, auk KB banka og Landsbanka sem keyptu samtals fyrir 3,1 milljarð. FL Group tilkynnti í gær að það ætti um 6,6 prósenta hlut í Íslands- banka og 5,8 prósent í Straumi- Burðarási Fjárfestingarbanka. Hlutabréf í FL Group hækkuðu um tæp fimm prósent í gær og standa í 14,6 krónum á hlut. Síð- asta markaðsgengi er því um sjö prósentum hærra en útboðsgengi. eggert@frettabladid.is Baugur og Hannes stærstir í FL Group KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Kaupmáttur launa jókst um 1,4 pró- sent milli ára á almennum vinnu- markaði eftir því sem fram kemur í nýrri launakönnun Hagstofunnar. Laun hækkuðu að meðaltali um 5,4 prósent frá þriðja ársfjórðungi síð- asta árs þar til á þriðja ársfjórðungi í ár. Vísitala neysluverðs hækkaði á tímabilinu um fjögur prósent en kaupmáttur jókst að meðaltali í þeim atvinnugreinum, sem könnun- in tók til, um 1,4 prósent en launa- hækkun starfsstéttanna var á bilinu 4,5 til 6 prósent. Mest hækkuðu laun verkafólks eða um 6 prósent. ■ Útlit fyrir vaxtahækkan- ir í kjölfar næsta útbo›s. Íbúðalánasjóður áætlar að útgáfa íbúðabréfa verði 7,2 milljörðum króna lægri í ár en gert var ráð fyrir í lok júlí. Gert er ráð fyrir að útgáfa íbúðabréfa nemi 50,8 millj- örðum króna á árinu. Ástæðan er sögð sú að útlán sjóðsins til fast- eignakaupa verða minni og lausa- fé sjóðsins er nýtt betur. Sérstaklega er tekið fram að ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um það hvenær sjóður- inn hyggst fara í næsta útboð en síðasta útboð á vegum Íbúðalána- sjóðs var í júlí síðastliðnum. Greiningardeild Íslandsbanka segir að ávöxtunarkrafa íbúða- bréfa á markaði hafi hækkað mjög mikið frá þeim tíma. „Miðað við ávöxtunarkröfu á markaði í dag og óbreytt vaxta- álag Íbúðalánasjóðs er útlit fyrir að útlánavextir sjóðsins hækki því í 4,70-5,14 prósent í kjölfar næsta útboðs. Ætla má að hækkun útlánavaxta dragi úr eftirspurn eftir nýjum lánum og minnki hvata einstaklinga til endurfjár- mögnunar eldri lána, einkum ef bankarnir fylgja í kjölfarið með hækkun vaxta á verðtryggðum íbúðalánum. Hækkun ávöxtunar- kröfu íbúðabréfa á markaði gæti því orðið til að draga úr spennu á fasteignamarkaði,“ segir í morg- unkorni Íslandsbanka. – bg Tilkynnt verður um breytingar á hluthafahópi Árvakurs hf., út- gáfufélags Morgunblaðsins, fyrri hluta næsta mánaðar. Samþykkt- um félagsins var breytt á hlut- hafafundi á fimmtudag á þann veg að hluthafar hafa ekki for- kaupsrétt á hlutum annarra hlut- hafa í félaginu ef þeir ganga kaup- um og sölum. Engar hömlur eru því á viðskipti með hluti í félaginu lengur. Kristinn Björnsson, varafor- maður stjórnar Árvakurs, segir að breytingarnar séu gerðar til þess eins að auðvelda nýjum hlut- höfum að ganga til liðs við þá eldri. Einu máli var frestað á hlut- hafafundinum á fimmtudag en það var kosning nýrrar stjórnar. Kristinn segist búast við því að hún verði kosin fyrri hluta næsta mánaðar. „Hún tekur þá mið af hluthafalistanum,“ segir Kristinn. Aðspurður segir Kristinn að ekki sé ljóst hverjir það verða sem munu ganga til liðs við Árvakur og engir hlutir í félaginu hafi gengið kaupum og sölum. - hb Meira fyrir launin Minni útlán Íbú›alánasjó›s Morgunbla›i› fær n‡ja hluthafa STÆRSTU EIGENDURNIR Eftir hlutafjárútboð FL Group eru Hannes Smárason og Baugur Group með um helmingshlut í félaginu. FL Group verður áhugaverðari kostur fyrir fjárfesta að mati sérfræðings. Fréttablaðið/GVA LAUNAHÆKKANIR STARFS- STÉTTA Í LAUNAKÖNNUN HAGSTOFUNNAR Verkafólk 6,0% Iðnaðarmenn 5,6% Þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk 5,3% Skrifstofufólk 4,6% Tæknar og sérmenntað starfsfólk 4,7% Sérfræðingar 4,5% Stjórnendur 4,9% ÚTLÁN TIL ÍBÚÐAKAUPA Færri umsóknir um íbúðalán hafa borist Íbúðalánasjóði en áætlanir gerðu ráð fyrir. KRISTINN BJÖRNSSON, VARAFORMAÐUR STJÓRNAR ÁRVAKURS HF. Segir nýja hluthafa ganga til liðs við útgáfufélag Morgunblaðsins fyrri hluta næsta mánaðar. 24 Viðskipti lesið 11.11.2005 19:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.