Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 86
62 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Í gær gaf mótanefnd
HSÍ það út að hún myndi ekki
verða við beiðni ÍR um að seinka
leik félagsins gegn ÍBV þann 17.
desember næstkomandi. Fjórir
leikmenn ÍR verða í prófi í háskól-
anum á sama tíma og leikurinn fer
fram og því sóttí ÍR um að leikn-
um yrði seinkað um einn dag eða
til sunnudagsins 18. desember.
Stjórn ÍR hafði ennfremur rætt
málið við forystumenn ÍBV og
þeir höfðu samþykkt að spila leik-
inn 18. desember.
Mótanefndin tók sér þrjár vikur í
að svara erindi ÍR-inga og Hólm-
geir Einarsson, sem haldið hefur
uppi handboltalífinu í Breiðholti
til fjölda ára, var foxillur þegar
hann heyrði af ákvörðun nefndar-
innar.
“Þetta er alveg ótrúlegt. Ég á
ekki til orð. Það er ekki hægt að
vinna með þessum mönnum. Ef
þessum dómi verður ekki hnekkt
þá mun ég leggja það fyrir hand-
knattleiksdeild ÍR að við drögum
liðið úr keppni í Íslandsmótinu,”
sagði Hólmgeir mjög reiður en
honum finnst niðurstaða nefndar-
innar óskiljanleg.
Hann furðar sig ekki bara á
niðurstöðunni heldur líka vinnu-
brögðunum en eins og áður segir
fékk hann ekki svar við beiðninni
fyrr en þrem vikum eftir að hann
lagði inn sitt erindi. Ástæður
höfnunarinnar eru Hólmgeiri ein-
nig hulin ráðgáta enda sér hann
ekkert því til fyrirstöðu að seinka
leiknum.
“Þetta er síðasti leikurinn
fram í febrúar og ekkert sem
mælir gegn því að seinka þess-
um leik um einn dag enda skar-
ast hann ekki við neinn annan
leik eða annað. Hópurinn okkar
er ekki mjög stór og við megum
ekki við því að vera án þessara
leikmanna í leiknum og mér finn-
st það ansi hart ef ekki er hægt að
hafa skilning fyrir námi drengj-
anna,” sagði Hólmgeir þungur á
brún en hann skilur ekki af hve-
rju þetta þarf að vera svona erf-
itt mál. “Það eru allar forsendur
fyrir hendi og meira að segja hitt
liðið er til í að seinka leiknum.”
Það er margt í þessu máli sem
Hólmgeir furðar sig á og sérstak-
lega í ljósi þess að mótanefnd-
in hefur beðið ÍR um að seinka
leikjum með litlum fyrirvara.
“Þeir báðu mig um að færa
leik gegn Selfossi til um dag-
inn vegna þess að þeir áttu ekki
til dómara og ég sagði það vera
sjálfsagt mál. Í gegnum árin hef
ég verið beðinn um að færa til
leiki af margvíslegum ástæðum
og það hefur aldrei verið vanda-
mál af okkar hálfu. Ég er búinn
að standa í þessum bransa lengi
og þetta er í fyrsta skipti sem ég
bið um að einhverju verði breytt
hjá okkar og þá eru móttökurnar
svona,” sagði Hólmgeir sem þarf
kannski ekki að grípa til róttækra
aðgerða að því er Einar Þorvarð-
arson, framkvæmdastjóri HSÍ,
segir.
“Við ætlum að reyna að skoða
þetta mál því við höldum að sama
staða sé kominn upp hjá öðrum
liðum sem eiga að leika á svipuð-
um tíma. Ef vandamálið er víða
hljóta menn að taka málið upp
aftur,” sagði Einar.
henry@frettabladid.is
Hótar að draga lið ÍR úr
keppni í Íslandsmótinu
Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, er ekki sáttur
við vinnubrögð mótanefndar HSÍ sem hafnaði beiðni hans um seinkun á leik.
Hólmgeir hótar róttækum aðgerðum.
EKKI KÁTUR Í DAG Hólmgeir Einarsson, handboltaforkólfur hjá ÍR, er hundfúll út í móta-
nefnd HSÍ sem vill ekki seinka leik með ÍR og Hólmgeir mun leggja það til að ÍR dragi lið
sitt úr keppni fari svo að dómnum verði ekki hnekkt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Argentínska knatt-
spyrnugoðsögnin Diego Armando
Maradona hefur neitað að taka
að sér starf sem þjálfari hjá arg-
entínska knattspyrnusamband-
inu en forráðamenn sambandsins
höfðu vonast til þess að Maradona
myndi þiggja starf sem einn af
þjálfurum argentínska landsliðs-
ins. „Mér finnst ekki vera rétt af
mér að taka þetta starf að mér að
svo stöddu. En ég er þakklátur
fyrir það að krafta minna sé óskað
hjá landsliðinu því það hefur veitt
mér meiri ánægju en nokkuð
annað. Vonandi verð ég tilbúinn
til þess að starfa með landsliðinu
í framtíðinni og ef ég tek að mér
starf sem þjálfari þá vil ég get
gert það vel,“ sagði Maradona við
fjölmiðla í gær. - mh
Diego Maradona neitar þjálfarastarfi hjá Argentínu:
Ekki tilbúinn til að þjálfa
DIEGO MARADONA Hefur að undanförnu
starfað sem þáttastjórnandi Argentínu.
Íslenskar handboltakonur munu
væntanlega ekki sligast undan álagi
á næstunni enda eru þær farnar í
tveggja mánaða frí frá DHL-deildinni
en elstu menn muna vart annað eins
hlé í deildakeppni á Íslandi. Stærsta
ástæðan fyrir hléinu er þátttaka
kvennalandsliðsins í undankeppni
EM sem fram fer á Ítalíu í lok
mánaðarins.
Síðasti leikur Íslands í
mótinu er reyndar 27. nóv-
ember og því vekur það
athygli af hverju næsti leikur
í DHL-deild kvenna sé ekki
fyrr en 7. janúar.
„Það hefði verið
mögulegt að spila eina
eða tvær umferðir í
desember en eftir að hafa farið yfir málið
með mótanefndinni og þjálfurum þá var
ákveðið að gera það ekki,“ sagði Róbert
Geir Gíslason, starfsmaður móta-
nefndar HSÍ, við Fréttablaðið í
gær en af hverju þessi langa
hvíld? „Að taka mánaðarhlé,
spila tvær umferðir og
fara svo aftur í mán-
aðarhlé var ekki
eitthvað sem
þ j á l f a ra r n i r
voru hrifnir
af.“
Margir
hafa fur-
ðað sig
á þessari
l ö n g u
hvíld og þeir sem gagnrýna hana hvað
mest hafa látið að því liggja að það sé
bölvuð leti í stelpunum og þjálfurunum
sem sé ástæðan fyrir þessa veglega jóla-
fríi ef svo má segja. Róbert segir aftur á
móti að „þjálffræðilegar“ ástæður liggi
að baki ákvörðuninni en hvað þýðir það
eiginlega?
„Það er mjög erfitt að fá liðin upp á
tærnar aftur. Þú ert að halda liði þínu
léttu í mánuð með æfingum og spilar
tvo leiki og svo þarftu að halda því aftur
léttu um jólin til að spila í janúar. Með
þessu móti er hægt að vera í grunnæf-
ingum fram í desember og svo kemur
liðið bara sterkara til leiks í janúar,“ sagði
Róbert sem hefur engar áhyggjur af því
að þessi langa hvíld komi niður á stemn-
ingunni fyrir mótinu.
ÍSLENSKAR HANDBOLTAKONUR: HAFA ÞAÐ NÁÐUGT ÞESSA DAGANA
Tveggja mánaða frí hjá stelpunum
> Champions farinn frá KR
Körfuknattleiksdeild KR og Bandaríkja-
maðurinn Ashley Champion hafa komist
að samkomulagi um að leikmaðurinn
fari frá félaginu. Champion hefur átt
við slæm meiðsli í ökkla að stríða og
fyrirhugað var að hann yrði frá keppni
í nokkrar vikur. KR-ingar máttu ekki
við því og var ákveðið að leysa hann af
með nýjum erlend-
um leikmanni. Í
fréttatilkynningu
frá KR kemur fram
að brotthvarf
Champions sé í
mesta bróðerni
beggja aðila og
leit að eftir-
manni hans
sé þegar
hafin.
Ívar mun gefa kost á sér
Knattspyrnumaðurinn Ívar Ingimarsson
staðfesti í fréttum Stöðvar 2 í gær að
hann hygðist gefa kost á sér í íslenska
landsliðið á nýjan leik nú þegar Ásgeir
Sigurvinsson og Logi Ólafsson eru horfnir
á braut. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir
landsliðið, enda Ívar talinn einn af bestu
varnarmönnunum í ensku 1. deildinni.
� � LEIKIR
� 16.15 Fram og Þór mætast í DHL-
deild karla í handbolta í Safamýrinni.
� 17.00 Afturelding og
Víkingur/Fjölnir eigast við í DHL-
deild karla í handbolta í
Mosfellsbænum.
� � SJÓNVARP
� 08.30 Bandaríska mótaröðin í
golfi á Sýn.
� 08.55 Ítölsku mörkin á Sýn.
� 09.20 Ensku mörkin á Sýn.
� 09.50 Spænsku mörkin á Sýn.
� 10.15 X-Games 2005 á Sýn.
� 11.10 A1 kappaksturinn á Sýn.
� 12.35 NBA körfuboltinn á Sýn.
� 14.25 Austfjarðatröllið á RÚV.
� 15.10 Þrekmeistarinn á RÚV.
� 15.45 Handboltakvöld á RÚV.
� 16.05 Íslandsmótið í handbolta á
RÚV.
� 16.35 Vináttulandsleikur í
knattspyrnu á Sýn. Leikur Englands
og Argentínu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
9 10 11 12 13 14 15
Laugardagur
NÓVEMBER
GOLF Skagamaðurinn Birgir Leifur
Hafþórsson lék annan hringinn á
lokastigi úrtökumótsins fyrir evr-
ópsku mótaröðina á 75 höggum í
gær eða þrem yfir pari. Leikið er á
Spáni. Birgir Leifur er því samtals
á fimm höggum yfir pari og jafn
öðrum í 84. sæti.
Skorið er niður á mótinu í 75
kylfinga eftir fjóra daga og því
er ljóst að Birgir Leifur má herða
róðurinn ætli hann sér að komast
áfram í mótinu. Takist honum
að verða á meðal á 75 efstu mun
hann spila tvo hringi í viðbót og
30 efstu að þeim hringjum loknum
munu fá þátttökurétt á evrópsku
mótaröðinni. - hbg
BIRGIR LEIFUR Er ekki að spila nógu vel á
Spáni.
FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson, knatt-
spyrnustjóri Notts County, segir
að leikmenn sínir séu búnir að
endurheimta sjálfstraustið eftir
tvo góða sigra á útivelli í röð.
“Við lékum mjög vel gegn
Bristol og eftir góða útileiki er
kominn tími til þess að sýna
heimamönnum hvað við getum,”
sagði Guðjón í spjalli við heima-
síðu Notts County en strákarnir
hans mæta Cheltenham. “Ég sé að
sjálfstraustið er að koma aftur og
við mætum fullir sjálfstrausts til
leiks. Vikan hefur gengið vel og
mannskapurinn hefur brugðist
vel við á æfingavellinum.” - hbg
Guðjón Þórðarson:
Sjálfstraustið
komið aftur
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Búinn að stýra Notts
County aftur á beinu brautina.
GOLF Nick Dougherty og David
Howell, sem báðir koma frá Eng-
landi, eru efstir og jafnir á HSBC
meistaramótinu í Shanghai en þeir
hafa leikið á tólf höggum undir
pari vallarins. Tiger Woods, sem
er tekjuhæsti íþróttamaður heims,
er í öðru sæti á tíu höggum undir
pari.
Dougherty var að vonum
ánægður með stöðuna í mótinu
en sagði þó ekki hægt að fagna
neinu ennþá. „Ég hef komst í
gegnum hringina tvo án þess að
spila braut á yfir pari og ég er
virkilega ánægður með það. Ég er
hins vegar meðvitaður um að það
eru frábærir kylfingar í þessum
hópi sem vel geta náð okkur, ef við
höldum ekki okkar striki.“ -mh
TIGER WOODS Woods hefur leikið ágætlega
í Shanghai en þarf þó að taka sig á ef hann
ætlar að vinna mótið.
HSBC-golfmótið í Shanghai:
Breskir kylfing-
ar í sérflokki
Birgir Leifur Hafþórsson:
Þarf að herða
róðurinn