Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2005 10
Bræður í sókn
Danska tískumerkið Bruuns Bazaar er tíu ára.
Á 10 ára afmæli danska tískumerkisins Bruuns Bazaar hefur það aldrei
verið vinsælla.
Bruuns Bazaar var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1995 af
bræðrunum Teis og Björn Bruun og árið 1999 sýndu þeir
fyrstir danskra hönnuða á tískuvikunni í París.
Í dag rekur fyrirtækið fjórar búðir í Kaupmannahöfn,
eina í Ósló og eina í Stokkhólmi fyrir utan að selja
vörur til verslana í meira en 30 löndum víðs vegar
um heiminn.
Hjá Bruuns Bazaar tískuhúsinu er leitast við
að hanna flíkurnar í klassískum stíl með stíl-
færðum persónulegum smáatriðum og sam-
anstendur framleiðslan af dömulínu, herra-
línu og fylgihlutum.
Einnig framleiða bræðurnir línu sem heitir
BZR og er hún ætluð aðeins yngri kúnna-
hóp enda eru þær flíkur áræðnari og ung-
legri.
Það árar vel hjá dönsku Bruuns bræðr-
unum og í ár hefur línan þeirra tekið
stökk upp á við, myndir af flíkunum birt-
ast reglulega í stærstu skandinavísku
tískublöðunum og þau seljast
eins og heitar lummur. Fyr-
irtækið er í mikilli sókn og
alltaf eitthvað nýtt að
gerast, má þar nefna
nýju gallalínuna
frá BZR og heyrst
hefur að skólína sé
í bígerð.
Bruuns Baz-
aar og BZR fást
í versluninni
Evu Lauga-
vegi.
Bleik peysa kr. 17.990
Taska kr. 23.990
Taska kr. 23.990
Blá golftreyja kr. 14.990
Í Sigurboganum á Laugavegi fæst ýmislegt fleira en snyrtivörur.
Verslunin Sigurboginn sem hvað þekktust er fyrir
snyrtivörur og Wolford-sokkabuxur hefur
undanfarið verið að þróast í klassalíf-
stílsverslun með breitt vöruúrval.
Töskur og skart eru alltaf að verða
meira áberandi og nú hafa flott-
ar flíkur frá Frakklandi og
Ítalíu hreiðrað um sig á
milli ilmvatna og and-
litskrema.
Mest áhersla er lögð á
franska merkið Ther-
ese ze Therazza en
línan sem boðið er upp
á í Sigurboganum er
þeirra fyrsta fatalína
undir nýju nafni en
hönnuðurnir hafa síð-
ustu árin hannað fyrir
önnur og þekktari
merki.
Þessar flíkur eru
skemmtilegar og vel
útfærðar, smáatriðin eru
úthugsuð og efnin gæða-
leg.
Einnig eru ítalskar peysur í
Sigurboganum sem eru afar
girnilegar og blússur frá
franska merkinu Rayure
en það hannar flíkur ein-
ungis í svörtu og hvítu.
Þetta er skemmtileg
vörublanda
sem er boðið
upp á í Sigurbog-
anum og auðvelt
að gleyma sér innan
um nýjustu gerðir
af netsokkum, mjúk-
um merinópeysum og
glansandi vara-
glossi.
Sjarmerandi flíkur
í Sigurboganum
Plómulituð peysa kr. 14.500
Taska kr. 5.900
Appelsínugul
peysa kr. 9.500
Belti kr. 5.900
Skinnkragi kr.
4.500
Taska kr. 5.900
Ljós peysa kr.
14.500
Vesti kr. 8.900
Skyrta kr. 11.900
Pils kr. 15.800
Leggings kr. 2.200