Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 18
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR
H blaelgar ›
Hefurflúsé›
DV í dag
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 259. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005
Helgarblað Fegurðar-drottningar í
sjónvarpi
Bls. 52–53
Bls. 20
Baksíða
Bls. 31–35
Bls. 50–51
Fjölskyldan blómstrar í borg englanna
Kristín Samúelsdóttir
EKKI HRIFIN AFBACHELORNUM
Ásgeir og sonurinn
20 ÁR
FRÁ
SIGRI
HÓFÍAR
Bls. 26–27
BIÐJA TIL GUÐS
Á HVERJU
KVÖLDI
Þunglyndið
var að drepa mig
Lífið leikur við Margréti og Sigfús son hennar Margrét Sigfúsdóttir birtist þjóðinni í hverri viku á skjánum, alltafeiturhress og með allt á hreinu. Færri vita hins vegar um þannkrappa dans sem hún hefur þurft að stíga í lífsins ólgusjó.Margrét opnar sig í viðtali við Helgarblað DV í dag.
Bls. 22–23
Sigraðist á
og sonurinn
edrú
krabbameini
Margrét í Allt í drasli tók
til í eigin lífi
ÚTTEKT Á ÞUNGLYNDI
HEIMILI STEINUNNAR Í HOLLYWOOD
ÓLÍNU
?
HEIMILI
HOLLYWOOD
STEINUNNAR
Fjölskyldan
blómstrar
í borg
englanna
ÓLÍNU Í
helgar augl 11.11.2005 20:42 Page 3
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
fulltrúi, sigurvegarinn í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins um síðustu
helgi, hefur lifað og hrærst í pól-
itík frá unga aldri. Stjórnmál eru
hans ær og kýr. Vilhjálmur, sem
verður sextugur á næsta ári stund-
aði nám við Verslunarskólann,
og lauk þaðan stúdentsprófi árið
1968. Á þessum
árum var vinstri
stefna og upp-
reisn gegn borg-
aralegum gild-
um í tísku meðal
ungs fólks en
Vilhjálmur var
alveg ónæmur
fyrir þeim hrær-
ingum. Hann
gekk í Heimdall,
sem þá var afar
í h a l d s s a m u r
klúbbur pabba-
stráka, og var
kominn í stjórn
félagsins árið
1965. Þetta var á
miðjum viðreisn-
arárunum þegar
menn eins og
Bjarni Ben., Gylfi
Þ., Eysteinn og
Einar Olgeirsson
voru aðalkarl-
arnir í pólitík-
inni. Vilhjálmur
man því tímana
tvenna.
Eftir stúdents-
próf lá leiðin í
lagadeild Háskól-
ans þar sem
Vilhjálmur var
virkur í félags-
störfum laga-
nema og ritstýrði
meðal annars
tímariti þeirra,
Úlfljóti. Hann
sat í stúdentaráði
fyrir Vöku 1971
til 1973 og ári
seinna útskrif-
aðist hann sem
lögfræðingur.
V i l h j á l m u r
þótti röskur til
starfa og vakti
fljótt athygli
fo r y s t u m a n n a
Sjálfstæðisflokksins. Nýkominn
frá prófborðinu var hann ráðinn
til starfa á skrifstofu flokksins
og falið að stýra félagsstarfinu í
Reykjavík. Hann hafði á námsár-
unum verið framkvæmdastjóri
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna og því öllum hnútum kunn-
ugur á þessum vettvangi. En fleiri
tóku eftir þessum atorkusama
unga manni. Árið 1978 fengu for-
ystumenn nýstofnaðra samtaka,
SÁÁ, Samtaka áhugafólks um
áfengisvandamálið, Vilhjálm til
að taka að sér að stjórna daglegum
rekstri og þar var hann næstu sex
árin. Má segja að í því starfi hafi
hann fyrst orðið þjóðkunnur.
Vilhjálmur tók þátt í prófkjöri
sjálfstæðismanna í nóvember 1981
og náði þá áttunda sætinu á fram-
b o ð s -
lista flokksins til borgarstjórnar.
Vorið 1982, þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn, undir forystu Davíðs Odds-
sonar, endurheimti meirihlutann í
borginni, varð hann borgarfulltrúi.
Davíð og Vilhjálmur urðu nánir
samstarfsmenn og voru Vilhjálmi
falin margvísleg trúnaðarstörf
fyrir flokkinn í borginni. Hann
varð formaður skipulagsnefndar
borgarinnar strax árið 1982 og
gegndi þeirri stöðu allar götur til
1994, meðan Sjálfstæðisflokkur-
inn var við völd, en lét einnig að
sér kveða í heilbrigðisráði, hafnar-
stjórn og byggingarnefnd aldraðra.
Í borgarráði hefur hann setið síðan
1986.
Vilhjálmur hefur ekki aðeins
látið sig varða málefni Reykjavík-
ur því hann hefur í tvo áratugi setið
í stjórn Sambands íslenskra sveit-
arfélaga og verið formaður þeirra
samtaka í hálfan
annan áratug. Í því
starfi þykir hann
hafa sýnt mikla
lipurð og tekist að
halda vel á málum
sveitarfélaganna
gagnvart ríkisvald-
inu. Nokkrum sinn-
um hefur komið til
tals að Vilhjálmur
fari í framboð fyrir
Sjálfstæðisflokk-
inn í alþingiskosn-
ingum. Þær vanga-
veltur hafa verið
settar til hliðar
eftir að Vilhjálm-
ur tók prófkjörið
með trompi og er
nú borgarstjóraefni
sjálfstæðismanna.
Vilhjálmi er lýst
sem hófsömum
manni í skoðunum,
málefnalegum með
félagslegar áhersl-
ur, en mjög trygg-
um flokki sínum
og flokksforystu
hverju sinni. Hann
var hliðhollur Davíð
Oddssyni en aldrei í
„innsta hringnum“.
Hann hefur siglt
tiltölulegan lygnan
sjó í Sjálfstæðis-
flokknum og ekki
er hægt að segja
að hann eigi sér
þar neina óvild-
armenn, eins
og stundum vill
verða í stjórn-
m á l a f l o k k u m .
Ræður mestu um
það að Vilhjálm-
ur er þægilegur
og alúðlegur í
samskiptum og
mönnum þykir gott að vinna
með honum. Ýmsir sem vildu
koma Gísla Marteini að í próf-
kjörinu höfðu á orði að Vilhjálmur
væri litlaus, bragðdaufur og alltof
gamall til að takast á við verkefni
nýrra tíma. Kjósendur Sjálfstæð-
isflokksins voru greinilega á öðru
máli. Kall tímans að þessu sinni
var ekki eftir ungri stjörnu held-
ur eftir manni með reynslu og
ábyrgðarkennd sem hægt væri að
treysta til að taka á málum af yfir-
vegun og án ævintýramennsku.
MAÐUR VIKUNNAR
Lifir og hrærist í pólitík
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON BORGARSTJÓRAEFNI SJÁLFSTÆÐISMANNA
Undanfarið hefur talsvert verið
rætt um svokallaða DNA-heil-
un sem lækningaraðferð gegn
ýmsum kvillum andlegum sem
líkamlegu, erfðum sem áunnum.
DNA-heilun byggir, að því er næst
verður komist, á endurröðun gall-
aðra DNA-kjarnsýra sem aftur
leiðréttir þá arfgerð sem veldur
þeim sjúkdómi sem hrjáir við-
komandi einstakling. Standa jafn-
vel vonir til þess að hægt verði að
framkvæma kynskiptiaðgerðir
á mun skilvirkari hátt en hingað
til hefur þekkst með því einfald-
lega að breyta Y-litningi í X. Löng
„fréttaskýring“ var um DNA-
heilun í Fréttablaðinu um daginn
auk þess sem DNA-heilari var í
Kastljósviðtali sl. fimmtudags-
kvöld. Heilari þessi sagðist ræða
við stofnfrumu sína reglulega og
mátti skilja sem svo að samskipti
þeirra væru með ágætum. Hún til-
tók þó ekki hvaða stofnfruma nyti
þeirra forréttinda að fá áheyrn
hjá henni.
Það er rík ástæða til að vara við
skottulæknum sem þessum. Vil ég
í því samhengi kynna sem valkost
nýja lækningaaðferð sem byggir á
mun sterkari grunni en svonefnd
DNA-heilun. Það er nefnilega svo
að ég fer reglulega í telepatísk
ferðalög til annarra sólkerfa og
hef komið mér upp samböndum
við þarstjarna lyfjagerðargeim-
verur. Í einni af þessum ferðum
kynntist ég vísindaveru að nafni
Schmrksct sem framleiðir lyf
sem nota má við hvaða kvilla sem
er og gildir þá einu hvort um er
að ræða erfðasjúkdóma eða hegð-
unarvandamál. Þetta lyf er unnið
úr átján fasa omegasveiflum sem
örvaðar eru með því að skjóta
phi ögnum klítons, sem unnið er
úr geimryki, á ofurkælt strútí-
um skaut steypt í odissíummót.
Eins og gefur að skilja er lyfið
ekki ódýrt en þar á móti kemur
að aðeins þarf eina lyfjagjöf til að
lækna þann kvilla sem hrjáir sjúk-
linginn. Til að nálgast lyfið hjá
mér þarf aðeins að ná fjórða stigs
djúpkenndarástandi og þá sendi
ég lyfið telepatískt til viðkomandi.
Þetta er þó háð því að fyrir fram
hafi verið greiddar inn á reikning
minn krónur 250.000 per meðferð.
Til að ganga úr skugga um að lyfið
hafi raunverulega borist sjúklingi
má benda á að algengustu auka-
verkanir eru vægt kvef, morg-
unsyfja og stöku hægðir, oftast í
kjölfar máltíða. Það mikilvægasta
er að sjúklingurinn trúi á með-
ferðina og að ég sjái færsluna inn
á bankareikninginn minn.
Höfundur er vísindamaður.
Varað við DNA-heilun
UMRÆÐAN
SKOTTU-
LÆKNINGAR
EIRÍKUR STEPHENSEN