Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 64
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR40 MAÐURINN: Listamaður sem ákvað að fara með list sína inn í tísku- heiminn. Hann skapaði merkið Dead, hauskúpuna frægu sem skreytir boli, húfur, jakka, hettu- peysur og veggi. „En núna er búðin að verða fullorðin. Hún er búin að slíta barnsskónum. Ég ætla að fara að stækka við mig og vera með „fínni“ línu. Klæð- skerasniðin jakkaföt, gamaldags kjólfatajakka, kjóla fyrir konur og Dead-bola línuna. Svo verður þetta líka gallerí með verkunum mínum og kollega minna. Þetta á að vera virðulegt þar sem viðskiptavinir geta fengið sér sæti og haft það huggulegt. Þeir geta til dæmis bent á verk á veggnum og sagt, svona vil ég fá á jakkann minn. Skartgripalínan mín mun einnig verða til sölu þarna - hringar, háls- men og fleira. „En hvar ætlarðu að koma þér fyrir?“ „Ég er að leita mér að hentugu húsnæði. Svo er ég líka kominn með fötin mín inn í aðrar búðir, er til dæmis með línu í Elvisbúðinni á Vatnsstíg, og hef nýverið gert samning um að selja frímerkjabolina mína í Bútíkbúð- inni á Bankastrætinu, sem er frá- bært. Sigurjón Sighvatsson er að gera mjög góða hluti með þessari búð.“ Þú ert sem sagt alveg kom- inn í túristabransann? „Tja, það þýðir nú ekki endalaust að bjóða fólkinu sem kemur hingað upp á sömu gömlu lopapeysurnar og lundana. Tvítugur trendírokk- ari sem kemur til Reykjavíkur vill ekki kaupa víkingabol í extra extra large. Það er nú kominn tími til að viðurkenna að það eru ekki lengur hallærislegir bakpokatúr- istar sem koma hingað.“ MORGUNNINN: „Jú, ég byrja nú bara á því að opna augun uppi í rúmi. Svo fæ ég mér te með mik- illi mjólk og sykri og kornflexskál. Svo klæðum við börnin og förum með þau á leikskólann. Rölti síðan yfir á Tíu dropa og fæ mér te með mikilli mjólk og sykri og sígó, og enda svo á vinnustofunni.“ FATASTÍLLINN: „Síðgoti,“ segir hann og hlær. „Nei, nei, en ég er alltaf að einfalda líf mitt og geng bara í tveimur litum, svörtu og hvítu. Þrír hlutir sem einkenna Jón Sæmund: „ Ætli það sé ekki haus- kúpa, svörtu hermannaskórnir mínir frá Víetnam (sýnir mér sundurtætta skó sem eitt sinn hafa verið svartir og eru nú allir út í málningarslettum) og Marl- boro-sígaretta. BANNAÐ? „Það er bannað að vera ekki maður sjálfur, og það er bann- að að tala illa um annað fólk.“ Á KVÖLDIN: „Þá kemur maður heim til sín og á dýrmætan tíma með fjölskyldunni. Borðum saman og svo kannski kveikir maður á sjón- varpinu. Er bara með RÚV, Sirkus og Skjá einn. Skil ekki hvað málið er með þessa íslensku raunveru- leikaþætti. Sá Bachelorinn um daginn. Það var alveg skelfilegt. Við erum með svo ótrúlega skap- andi og sniðugt fólk á Íslandi, af hverju í ósköpunum þurfum við að apa eftir þessari vitleysu. Oj barasta. ÁHRIFAVALDAR: „Ég er núna undir sterkum áhrifum frá Viktoríu- tímabilinu og tímabili Játvarðs Englandskonungs. Bæði er ég hrifinn af tísku þessara tímabila, og þessum skrítnu hugðarefn- um þeirra eins og að stoppa upp dýr og setja þau í afkáralegar og mannlegar stellingar. Ég hef líka fengið mikinn innblástur frá verkum Guðmundar frá Miðdal, Muggs, Yves Klein og Mauricio Catalano. Inspírerast líka af alk- emistum, prússneskum forfeðr- um mínum og svo auðvitað rokki og róli, Brian Jones og svona.“ ÞRÁHYGGJA: „Líf fyrir dauðann.“ ÍKONIÐ: „Útlaginn.“ VEITINGASTAÐURINN. „Það er nátt- urlega jórdanski staðurinn The Purple Onion í Hafnarstræti. Hann er alger snilld.“ BÓKIN/TÍMARITIÐ: „Eg var að lesa Alkemistann eftir Paolo Coelho í annað skiptið. Ég las hann undir áhrifum í fyrra skiptið, og í þetta skipti las ég hann edrú. Gaman hvernig myndmálið breytist í hug- anum eftir því hvernig ástandi maður er í. Ég er mjög hrifinn af verkum hans. Svo var ég að lesa bók um Mugg og er að byrja á bókinni hans Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. En besta tímarit á Íslandi er án efa Lifandi vísindi, þó það sé sennilega ekki mark- tækt. Ég les það alltaf.“ BARINN: „Það er aðallega Sirkus þessa dagana og stundum 22.“ TÓNLISTIN: „Er að hlusta á mikið af gömlu, hráu rokkabillí, Megas, Delta Blues. Mikið af blús yfir- leitt.“ FERÐALÖG: „Síðasta ferðalag sem ég fór í var til Ítalíu. Fór á Tvíær- inginn í Feneyjum. En næst á dag- skránni er Marókkó. Mig langar mikið þangað.“ BORGIN: „Alltaf gott að koma til New York. Og Þórshöfn í Fær- eyjum er í miklu uppáhaldi. En draumaborgirnar eru aðallega borgir sem ég hef aldrei komið til, Moskva til dæmis og Helsinki.“ HEIMA: „Það er bara voðalega nota- legt heima.“ „Eru hauskúpur uppi um alla veggi? „Nei, nei, engar hauskúpur. Bara þrír kettir og mikið af myndlist eftir íslenska listamenn. Hef reynt að skapa heimilislega stemningu sem minn- ir mig á það sem ég ólst upp við. Er mikið annars að dútla í húsinu, er til dæmis að lagfæra baðher- bergið, og það hefur tekið ansi langan tíma.“ DÆMIGERT LAUGARDAGSKVÖLD HJÁ JÓNI SÆMUNDI: „Mér finnst þá fínt að bjóða vinum mínum á vinnu- stofuna og fara þaðan á góða rokktónleika á Grand Rokki ef einhverjir eru. Þaðan liggur leiðin svo á barina, oftast á Sirkus og svo endað á 22.“ ERTU KOMINN MEÐ FLEIRI FRÆGA VIÐSKIPTAVINI? „Já, já, það eru allt- af einhverjir spenntir sem senda mér póst og vilja koma í heimsókn í búðina. Tarantino ætlar að eiga viðkomu í búðinni og ég er sér- staklega spenntur fyrir að koma honum í Arab Mutant-skyrtuna. Ég ætla annars að minna hann á að við höfum áður hist.“ „Nú, hvar var það?“ „Ég var í leigubílavandræð- um í New York. Var með einhvern ömurlegan leigubíl sem vildi ekki fara með mig í rétta átt, og ég var orðinn alltof seinn á stefnumót. Ég lét hann stoppa bílinn og fyrir utan var þessi gaur, sem sagt Tarantino, og spurði hvort ég vildi ekki bara taka leigubílinn hans. Hann spurði mig hvaðan ég væri og ég kallaði til baka að ég væri frá Íslandi. Þá varð hann voða glaður og sagðist þekkja Sigurjón Sighvatsson og aðra Íslendinga í Hollywood. Það væri fyndið ef hann myndi eftir þessu.“ HVAÐ ER SVO FRAMUNDAN? „Ég er orðinn fréttaritari tískudívunnar Diane Pernet hér á Íslandi þegar ég hef tíma. (Diane Pernet, sem er búsett í París, heimsótti tískuvik- una í Reykjavík í sumar). Ég sendi fréttir og myndir úr íslenska tísku- og listaheiminum inn á vef- síðuna hennar. Ég er líka búinn að hanna fyrir hana bol, með mynd sem birtist af henni í nýlegu ein- taki Financial Times, og svo er Sirkus-bolurinn mjög vinsæll þarna úti líka. (Þar á hann við for- síðu á tímaritinu Sirkus RVK sem skartaði Diane Pernet, sem hann prentaði á boli). Ég er líka í við- ræðum við stóra fatakeðju í Bret- landi og Danmörku um að vera með fatalínur frá mér, þannig að það er ýmislegt að gerast. Arab- ísku kúrekaskyrturnar mínar, sem ég kalla Arab Mutant, hafa vakið mikla athygli í Frakklandi og á Spáni.“ Ertu ákafur Palestínu- sinni? „Það er ekkert hægt að forð- ast það að verða fyrir áhrifum af því sem er að gerast í heiminum. Mér finnst bara sjálfsagt mál að styðja þetta fólk í frelsisbaráttu sinni. Svo er það náttúrlega að finna gott pláss fyrir búðina mína svo hún megi fullorðnast, dafna og blómstra.“ STÍLLINN HANS... JÓNS SÆMUNDAR BRIAN JONES ER FYRIRMYND OG ÁHRIFA- VALDUR VIKTORÍUTÍMABILIÐ OG UPPSTOPPUÐ DÝR ÁPRENTAÐUR BOLUR OG VERK, BÆÐI EFTIR JÓN SÆMUND Nonnabúð á Laugavegi er orðin fastur viðkomu- staður stórstirna, smástirna og allra þeirra sem vilja ná tangarhaldi á rokkstjörnuglamúrnum sem umlykur Jón Sæmund Auðarson. Anna Margrét Björnsson fékk sér kakó á vinnustofunni hans og tyllti sér við hliðina á hvítlökkuðum dauðum ketti. JÓN SÆMUNDUR Í HLUTVERKI GALDRA- MANNSINS EÐA ALKEMISTANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.