Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 10
10 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR
HEILSA „Hingað til hefur verið
lögð mikil áhersla á það að fólk
taki nóg af kalki en þessi rann-
sókn leiðir í ljós að það sem
skiptir jafnvel meira máli er að
fólk fái nóg D-vítamín því án
þess er kalkið ekki að virka,“
segir Laufey Steingrímsdóttir
næringarfræðingur.
Rannsóknin var unnin á
Landspítalanum í samvinnu
við Lýðheilsustöð og grein þar
sem minnst er á hana birtist í
nýjasta tölublaði bandaríska
læknatímaritsins The Journal
of the American Medical Asso-
ciation. Höfundar greinarinnar
auk Laufeyjar eru Örvar Gunn-
arsson, Ólafur S. Indriðason,
Leifur Franzson og Gunnar
Sigurðsson.
„Í þessari grein hvetjum við
lækna til að beina þeim tilmæl-
um til sinna skjólstæðinga að
taka D-vítamín aukalega þar
sem það er að finna í svo fáum
fæðutegundum. Lýsi er einnig
fyrirtaks lausn á þessu en það
innheldur nægilegt D-vítamín.“
Auk lýsisins getur fólk fengið D-
vítamín úr síld, laxi og silungi
en þar sem slíkt er ekki alltaf á
boðstólum hvetur hún fólk til að
taka D-vítamíntöflur eða D-vít-
amínbættar mjólkurvörur.
Það sem gerist ef D-vítam-
ín skortir er að kalkið verður
ekki í réttu hlutfalli í blóðinu og
því fer líkaminn að vinna kalk
úr beinunum, sem er ávísun á
beinþynningu. - jse
edda.is
Ný ljóðabók
frá Þórarni Eldjárn
Ný og fjölbreytileg
ljóðabók eftir eitt
vinsælasta skáld
þjóðarinnar,
Þórarin Eldjárn.
Hagmælisgrey um ljóðið
Víst er það löngu ljóst og bert
að ljóðið ratar til sinna.
Samt finnst mér ekki einskisvert
að ýta því líka til hinna.
„Annars er bókin hans Þórarins sérlega fín.
Þarna eru bæði rímuð kvæði og órímuð,
alvörugefin, glettin, smáskrítin og djúpvitur
- vald Þórarins á málinu er einstakt.“
Egill Helgason, Silfur Egils, visir.is
ROCKEFELLER-TRÉÐ Eitt frægasta jólatré í
Bandaríkjunum var reist á dögunum í New
York. Það vegur níu tonn og kemur sem
fyrr frá Noregi. Tendra á ljósin á trénu 30.
nóvember. MYND/AP
MENNTAMÁL „Þetta kom eiginlega
alveg óvart til,“ segir Bárður Örn
Gunnarsson, markaðsstjóri Við-
skiptaháskólans á Bifröst, en þar
verður haldið málþing um virðis-
aukaskatt á morgun.
Það væri ekki í frásögur fær-
andi nema fyrir þá staðreynd að
allir fyrirlesararnir eru konur.
„Sú umræða hefur verið í gangi að
það sé svo erfitt að fá konur til að
ræða um þessu „hörðu“ mál. Við
sáum hins vegar hvað við eigum
frambærilegar konur á þessu
sviði svo að við ákváðum að stíga
skrefið til fulls; hafa einungis
konur og sýna þannig fram á að
þær eru engu erfiðari til umræðu
um þessi mál,“ segir Bárður.
Mikil áhersla er lögð á jafn-
rétti í skólanum og í síðustu viku
samþykkti háskólaráð einróma
sérstaka jafnréttisáætlun skól-
ans.
Sú áætlun felur meðal ann-
ars í sér að jafnréttis skuli gætt
við inntöku nemenda svo hlut-
fall annars kynsins verði aldrei
neðan við fjörutíu prósent.
Einnig verður konum boðið
ókeypis á námskeið og veitt ráð-
gjöf eftir útskrift en könnun sem
gerð hefur verið sýndi fram á
að konur bera minna úr býtum
í atvinnulífinu eftir útskrift
en karlar. „Við það verður ekki
unað,“ segir Runólfur Ágústsson
rektor. - jse
Málþing um virðisaukaskatt á Bifröst:
Aðeins konur flytja
fyrirlestrana
KONUR Á BIFRÖST Þessi fríði kvennahópur var á Bifröst í fyrravor en á morgun verða ein-
ungis konur meðal fyrirlesara á málþingi um virðisaukaskatt.
LAUFEY STEINGRÍMSDÓTTIR NÆRINGAR-
FRÆÐINGUR Laufey hvetur fólk til þess
að taka lýsi, D-vítamíntöflur eða D-vítam-
ínbættar mjólkurvörur eftir að rannsókn
hennar leiddi í ljós að það er líkamanum
jafnvel enn mikilvægara en að fá mikið
kalk.
Ný næringarfræðileg rannsókn á kalkbúskap líkamans:
Lýsi á dag kemur beinum í lag
STJÓRNMÁL Þorgeir Þorsteinsson,
sem býður sig fram í 4.-6. sæti
í prófkjöri Framsóknarflokks í
Kópavogi, kærði ákvörðun kjör-
stjórnar að í sex efstu sætunum
sem kosið er um verði þrír af hvoru
kyni. Taldi hann þessa ákvörðun
ganga lengra en lög Framsóknar-
flokksins gera ráð fyrir, en í 13.
grein lagana segir að við skipan í
trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan
flokksins, sem og við val á fram-
boðslist, skuli hlutur hvors kyns
ekki vera lægri en fjörutíu prósent,
nema þegar gagnsæjar og augljós-
ar ástæður eru því til fyrirstöðu.
Laganefnd Framsóknarflokks-
ins komst að þeirri niðurstöðu
í gær að ákvörðun kjörstjórnar
um kynjahlutfall skyldi standa.
Haukur Ingibergsson, formað-
ur kjörstjórnar fyrir prófkjörið,
segir að rökstuðningur laga-
nefndar hafi verið að nefndin telji
að kjörstjórn hafi leyfi til þess að
setja ítarlegri reglur en 13. grein
laga flokksins segi til um. Hann
bendir á að ekki hafi verið hægt
að tryggja kynjahlutfallið yfir
settum mörkum með öðrum hætti
en að þrír af hvoru kyni yrðu í sex
efstu sætunum. Ef ákveðið hefði
verið að hafa skiptinguna tveir á
móti fjórum væri hlutur karla eða
kvenna orðinn rúm 33 prósent, en
ekki fjörutíu prósent eins og regl-
ur segja til um.
Prófkjörið fer fram í Smára-
skóla í dag frá klukkan 10 til 20.
Eins og áður segir er kosið um sex
efstu sæti listans og eru fjórtán
í framboði. Þar af sækjast fimm
eftir fyrsta sæti listans. Af þeim
fimm er einn bæjarfulltrúi, Ómar
Stefánsson. Aðrir eru Jóhannes
Valdemarsson, Linda Bentsdótt-
ir, Samúel Örn Erlingsson og Una
María Óskarsdóttir. Auk þeirra
þrjú sem sækjast eftir einu af
efstu sætunum.
Talið er að Ómar geti notið
þess í baráttunni um efsta sætið
að vera bæjarfulltrúi. Una María
hefur einnig starfað að bæjar-
málum í tvö kjörtímabil og gæti
notið þess, en bæði Ómar og Una
María eru talin nokkuð umdeild
innan flokksins. Aðrir sem sækj-
ast eftir fyrsta sætinu gætu notið
þess. Meðal þeirra er Samúel
Örn, sem er þjóðþekkt persóna,
og Linda Bentsdóttir, sem hefur
verið dugleg að auglýsa upp á síð-
kastið.
Prófkjörið er opið, sem þýðir
að allir Kópavogsbúar sem verða
orðnir átján ára 27. maí hafa rétt
til að kjósa í prófkjörinu. Ekki er
nauðsynlegt að vera flokksbund-
inn í Framsóknarflokknum.
svanborg@frettabladid.is
Kynjakvóti stendur
Laganefnd Framsóknarflokksins úrskurðaði í gær að kjörstjórn flokksins í
Kópavogi væri heimilt að ákveða jafna skiptingu karla og kvenna í efstu sex
sæti listans fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Prófkjör fer fram í dag.
FRÁ KÓPAVOGI Reiknað er með spennandi
prófkjöri í Kópavogi í dag og fáir treysta sér
til að spá fyrir um hver hljóti fyrsta sætið.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
1. sæti Jóhannes Valdemarsson
Linda Bentsdóttir
Ómar Stefánsson
Samúel Örn Erlingsson
Una María Óskarsdóttir
1.-3. sæti Gestur Valgarðsson
1.-4. sæti Dollý Nielsen
Hjalti Björnsson
2. sæti Andrés Pétursson
2.-3. sæti Guðmundur Freyr Sveinsson
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
2.-6. sæti Þorgeir Þorsteinsson
4.-6. sæti Hjörtur Sveinsson
5. sæti Friðrik Gunnar Gunnarsson
PRÓFKJÖR FRAMSÓKNARFLOKKS
Í KÓPAVOGI 12. NÓVEMBER