Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 66
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR42 Party Zone hefur verið útvarpað um 700 sinnum á sex útvarpsstöðv- um. Haldin hafa verið yfir fimmtíu Party Zone-kvöld af ýmsum stærð- um og gerðum auk þess sem for- svarsmenn þáttarins hafa flutt inn mörg af stærstu nöfnum danstón- listarinnar. Í lok hvers árs send- ir þátturinn frá sér árslista með bestu danslögum ársins og þar að auki hafa fjórar safnplötur verið gefnar út á vegum þáttarins. Danstónlist frá Ibiza „Við byrjuðum 1990 á Útrás. Ég var búinn að vera að grúska í raf- tónlistinni á þessum tíma og hlusta á Art of Noise, Kraftwerk og Brian Eno. Dans- tónlistin var að stíga af stað og þá var byrjað að detta inn hingað heim talsvert af danstónlist með fólki sem var að koma frá Ibiza,“ segir Helgi Már Bjarnason, annar af upphafsmönn- um Party Zone. „MTV var með þátt sem hét Party Zone sem spratt upp úr þessari bylgju og við ákváðum að „kópera“ nafnið, taka upp þáttinn og henda lögunum í loftið á Útrás. Þetta var „bootleg“ þáttur,“ segir hann og hlær. „Bróðir minn átti gervihnattadisk og komst greið- lega í þetta og þannig byrjaði maður að spila þessi lög.“ Helgi Már var álitinn stór- skrítinn þegar hann byrjaði með útvarpsþátt sinn er hann stundaði nám við Menntaskólann við Sund. Kristján Helgi Stefánsson, sem var í FG, byrjaði síðan með þátt- inn með honum, sem varð þar með fjögurra tíma langur og þannig hefur hann haldist allar götur síðan með þessum tveimur þáttar- stjórnendum. Um þetta leyti fór þeir Helgi og Kristján að fá plötusnúða í heim- sókn í þáttinn sinn en þeir voru smám saman farnir að spretta upp í framhaldsskólum landsins. Spil- uðu þeir í beinni útsendingu og upp frá því fór að myndast sérstök plötusnúðastemning í þættinum, með nöfnum á borð við Grétar og Magga Lego fremst í flokki. Þarna var þátturinn kominn í það form sem hann hefur meira og minna haldist í allar götur síðan. „Við vorum þarna farnir að gefa miða á s k e m m t i s t a ð i eins og Tunglið og Ingólfskaffi. Svo voru þessi blessuðu „reif“ að byrja á þess- um tíma á alls konar stöðum eins og í skemm- um og dekkja- v e r k s t æ ð u m . Skemmtistaðirn- ir voru opnir til þrjú og þá voru „reifin“ oft haldin eftir það,“ segir Helgi. Toppnum náð með Uxa Að sögn Helga náði danstónlistar- senan hæstu hæðum hér á landi í kringum 1995 og 1996, þegar útihá- tíðin Uxi var meðal annars haldin. Síðan fjaraði hún dálítið út og fór út í jaðarinn. Síðan þá hefur dans- tónlistin komið og farið í bylgjum og að sögn Helga er hún við jaðar- inn í dag. Helgi leggur áherslu á að Party Zone hafi aldrei snúist um það að græða peninga. „Þá værum við ekki að spila eins og við gerum heldur dottið inn í poppblöðru- gírinn. Við höfum alltaf viljað vera að grúska í músíkinni númer eitt, tvö og þrjú og halda ákveðn- um standard með henni. Annars hefðum við kannski endað á FM eða með þátt á Popptíví.“ Að sögn Helga hefur breyting- in á danstónlistinni verið mikil í gegnum árin og hún orðin mun fjölbreyttari. „Núna er allt leyfi- legt í danstónlist. Hún hefur þró- ast gríðarlega og hefur farið út í allar áttir; house, teknó, drum & bass, chill out og progressive klúbbamúsík,“ segir hann. Það er mikið framundan hjá Party Zone á næstunni. Þátturinn hefur gert samning við Smekk- leysu um að gefa út fimmtán ára afmælisplötu á næsta ári, auk þess sem nýir dagskrárliðir skjóta upp kollinum með reglulegu millibili. Til dæmis geta menn núna hlustað á þáttinn í gegnum MSN eða verið áskrifendur í gegnum iTunes. TOMMY WHITE Einn af fjölmörgum plötu- snúðum sem hafa spilað í Party Zone í gegnum tíðina er Tommy White. KENNIR ÝMISSA GRASA Hér má sjá hluta af efni tengdu þeirri tónlist og viðburðum sem Party Zone hefur komið nálægt í gegnum tíðina. PARTY ZONE Þeir félagar Helgi Már (til vinstri) og Kristján Helgi hafa verið stjórnendur Party Zone í fimmtán ár. UPPÁHALDSHLJÓMSVEITIR PARTY ZONE: Masters at Work (USA) Basement Jaxx (UK) Daft Punk (Frakkland) Cassius (Frakkland) Larry Heard/Mr. Fingers (USA) Tiefschwarz (Þýskaland) Röyksopp (Noregur) St. Germain (Frakkland) Jazzanova (Þýskaland) Underworld (UK) Air (Frakkland) Lemon Jelly (UK) Gus Gus (Ísland) KLF (UK) Deee-lite (USA/Japan/Rússland) Inner City (USA) X-press 2 (UK) Sabres of Paradise (UK) Carl Craig/Paperclip People (USA) Björk (Ísland) Etienne De Crecy (Frakkland) Jori Hulkkonen (Finnland) FIMM MINNISSTÆÐUSTU PARTY ZONE-KVÖLDIN: Masters At Work á Tunglinu (‘95) Útgáfuhátíð á Tunglinu (‘95) (aðsóknarmet sett) Útgáfuhátíð á Tetris og rave í Nauthólsvík (Flugmálastjórn) á eftir (‘96) Timo Maas (‘01) Kerri Chandler á Thomsen (‘03) TOPP 15 LISTI PARTY ZONE: 1 NEW ORDER BLUE MONDAY 2 NU YORICAL SOUL THE NERVOUS TRACK 3 UNDERWORLD REZ/COWGIRL 4 STARDUST MUSIC SOUNDS BETTER WITH YOU 5 JOE SMOOTH PROMISED LAND 6 THE BUCKETHEADSTHE BOMB (THESE SOUNDS..) 7 TEN CITY MY PEACE OF HEAVEN 8 PAPERCLIP PEOPLE THROW 9 LIL LOUIS FRENCH KISS 10 FUTURE SOUND OF LONDON PAPUA NEW GUINEA 11 HARDFLOOR ACPERIENCE 12 HARDSOUL FT. RON CARROLL BACK TOGETHER 13 CRYSTAL WATERS GYPSY WOMAN 14 NORMA JEAN BELL I‘M THE BADDEST BITCH 15 69 DESIRE Stanslaust stuð í fimmtán ár Útvarpsþátturinn Party Zone heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt um þessar mundir. Þátturinn, sem er á dagskrá Rásar 2 á laugardagskvöldum, hóf göngu sína á framhaldsskólastöðinni Útrás í október árið 1990. Freyr Bjarnason ræddi við Helga Má Bjarnason, annan af umsjónarmönnum Party Zone, um sögu þáttarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.