Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2005 35
Þýskalandi. Í millitíðinni er hún svo
á Skriðuklaustri.
„Það var frábært að vera í Skot-
landi. Þar dvaldi hópur rithöfunda
í guðdómlega fallegu umhverfi og
allt var svo hljótt og gott. Ég kom
gífurlega miklu í verk þar og það
var alveg frábært að vera þarna
með öllum þessum rithöfundum og
geta rætt um bækur og bókmennt-
ir þegar við vorum ekki að vinna,“
segir Esi og bætir við að þar sem
hún muni dvelja í Þýskalandi starfi
rithöfundar og aðrir listamenn
innan um fólk úr atvinnulífinu sem
vinnur að skapandi hugmyndum.
Svo vel er búið að fólki þar að allir
fá greidda vasapeninga á meðan á
dvölinni stendur.
Esi er hins vegar eini listamað-
urinn sem nú er á Skriðuklaustri
og styrkti kanadíska ríkisstjórnin
hana til ferðarinnar hingað.
Þetta er í annað sinn sem Esi
kemur til Íslands en hún kom hing-
að í stutt frí fyrir tæpum tveimur
árum.
„Það var alveg dásamleg upplifun.
Ég skoðaði bæði Gullfoss og Geysi,
fór í Bláa lónið, kynntist rithöfundum
og fiskimönnum og heimsótti Borg-
arbókasafnið mikið,“ segir Esi. Hún
hefur lesið töluvert af Íslendingasög-
unum í enskri þýðingu og ætlar sér
að lesa meira af þeim íslensku bókum
sem hafa verið þýddar á ensku. Þá er
hún að læra íslensku en segir námið
ganga hægt.
Hún leggur þó áherslu á að hér
sé hún nú til að vinna en ætlar þó að
skoða sig um í Hallormstaðaskógi
og á Egilsstöðum. „Landslagið
hér er svo heillandi, mér finnst ég
virkilega vera komin heim þegar ég
er hér,“ segir Esi. ■
SKRIÐUKLAUSTUR Þriðjungur lista- og fræðimannanna sem fær aðsetur að Skriðuklaustri, þar sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson bjó,
eru af erlendu bergi brotnir.
Esi Edugyan var tilnefnd til
Hurston/Wright Legacy verð-
launanna fyrir aðra bók sína,
Second Life of Samuel Tyne, sem
á íslensku mætti útleggjast sem
Annað líf Samúels Tyne. Bókin
var fyrst gefin út vorið 2004 af
Knopf Canada. Síðan hefur hún
komið út á vegum Virago í Eng-
landi, HarperCollins í Banda-
ríkjunum og Sirene í Hollandi.
Bókin fjallar um ungan mann
með mikil fyrirheit þegar hann
flyst frá Gana til Kanada árið
1955. Eftir fimmtán ára búsetu
í Kanada er hann orðinn ríkis-
starfsmaður og hatar starf sitt.
Þá erfir hann óvænt stórt hús
sem er í niðurníðslu í bænum
Aster í Alberta. Þrátt fyrir mót-
mæli konu sinnar og þrettán
ára tvíbura sinna hættir hann
í starfi sínu og flyst með fjöl-
skylduna til Aster í þeirri trú að
þar eigi hann möguleika á öðru
tækifærinu í lífinu. Aster er þó
ekki sá bær sem hann sýnist og
brátt fer að molna undan því lífi
sem Samúel reyndi svo ákaft að
bæta.
Annað líf Samúels Tyne