Fréttablaðið - 12.11.2005, Síða 35

Fréttablaðið - 12.11.2005, Síða 35
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2005 35 Þýskalandi. Í millitíðinni er hún svo á Skriðuklaustri. „Það var frábært að vera í Skot- landi. Þar dvaldi hópur rithöfunda í guðdómlega fallegu umhverfi og allt var svo hljótt og gott. Ég kom gífurlega miklu í verk þar og það var alveg frábært að vera þarna með öllum þessum rithöfundum og geta rætt um bækur og bókmennt- ir þegar við vorum ekki að vinna,“ segir Esi og bætir við að þar sem hún muni dvelja í Þýskalandi starfi rithöfundar og aðrir listamenn innan um fólk úr atvinnulífinu sem vinnur að skapandi hugmyndum. Svo vel er búið að fólki þar að allir fá greidda vasapeninga á meðan á dvölinni stendur. Esi er hins vegar eini listamað- urinn sem nú er á Skriðuklaustri og styrkti kanadíska ríkisstjórnin hana til ferðarinnar hingað. Þetta er í annað sinn sem Esi kemur til Íslands en hún kom hing- að í stutt frí fyrir tæpum tveimur árum. „Það var alveg dásamleg upplifun. Ég skoðaði bæði Gullfoss og Geysi, fór í Bláa lónið, kynntist rithöfundum og fiskimönnum og heimsótti Borg- arbókasafnið mikið,“ segir Esi. Hún hefur lesið töluvert af Íslendingasög- unum í enskri þýðingu og ætlar sér að lesa meira af þeim íslensku bókum sem hafa verið þýddar á ensku. Þá er hún að læra íslensku en segir námið ganga hægt. Hún leggur þó áherslu á að hér sé hún nú til að vinna en ætlar þó að skoða sig um í Hallormstaðaskógi og á Egilsstöðum. „Landslagið hér er svo heillandi, mér finnst ég virkilega vera komin heim þegar ég er hér,“ segir Esi. ■ SKRIÐUKLAUSTUR Þriðjungur lista- og fræðimannanna sem fær aðsetur að Skriðuklaustri, þar sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson bjó, eru af erlendu bergi brotnir. Esi Edugyan var tilnefnd til Hurston/Wright Legacy verð- launanna fyrir aðra bók sína, Second Life of Samuel Tyne, sem á íslensku mætti útleggjast sem Annað líf Samúels Tyne. Bókin var fyrst gefin út vorið 2004 af Knopf Canada. Síðan hefur hún komið út á vegum Virago í Eng- landi, HarperCollins í Banda- ríkjunum og Sirene í Hollandi. Bókin fjallar um ungan mann með mikil fyrirheit þegar hann flyst frá Gana til Kanada árið 1955. Eftir fimmtán ára búsetu í Kanada er hann orðinn ríkis- starfsmaður og hatar starf sitt. Þá erfir hann óvænt stórt hús sem er í niðurníðslu í bænum Aster í Alberta. Þrátt fyrir mót- mæli konu sinnar og þrettán ára tvíbura sinna hættir hann í starfi sínu og flyst með fjöl- skylduna til Aster í þeirri trú að þar eigi hann möguleika á öðru tækifærinu í lífinu. Aster er þó ekki sá bær sem hann sýnist og brátt fer að molna undan því lífi sem Samúel reyndi svo ákaft að bæta. Annað líf Samúels Tyne
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.