Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 74
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR50
menning@frettabladid.is
!
005
11
tbl
22
árg
899
kr. m
.vsk. M
ANNLÍF
JÓN ÓLAFSSON OG
SONUR HANS
VATNIÐ, ÞUNGLYN
DIÐ
OG MEIÐYRÐAMÁL
IÐ
TÍSKAN Í
LONDON
KRÓNPRINSESSAN
ÞORGERÐUR KATR
ÍN
LINDA OG
ÍSABELLA
Linda Pétursdóttir
í einkaviðtali.
Nýfædda dóttirin,
barnsfaðirinn,
baráttan við fíknin
a og íslenska
ríkið, sem rukkaði
hana um 800
þúsund krónur fyr
ir dótturina.
EINKAV
IÐTAL
Nóvember 2005 11. tbl.
22. árg. 899 kr. m.vsk.
ILLUGI
MISSIR
MINNI
AFREKSMENN Í
KLÓM FÍKNAR
ALLT UM
ÖRNINN
UPPSELT
HJÁ ÚTGEFAND
A
Kl. 16.00
Kvikmyndasafn Íslands sýnir
frönsku kvikmyndina Themroc
frá árinu 1973 í leikstjórn Claude
Faraldo. Myndin er sú síðasta af
þremur sem Friðrik Þór Friðriksson
velur til sýninga.
> Ekki missa af ...
... tónleikum djasstríóisins B3 í Múl-
anum, Þjóðleikhúskjallaranum, annað
kvöld þar sem minnst verður Jimmy
Smith, helstu hetju allra Hammond-
djassorganista.
... tónleikum Tríós Reykjavíkur í Hafn-
arborg á morgun. Gestur tríósins verður
Joseph Ognibene hornleikari.
... sýningu Bjargar Eiríksdóttur í sýn-
ingarsal Gallerís Svartfugls og Hvítspóa,
Brekkugötu 3a á Akureyri. Sýningunni
lýkur um helgina.
Þrettán ungir listamenn
eiga verk á sýningunni Ný
íslensk myndlist II, sem
opnuð verður í Listasafni
Íslands í dag.
„Við tókum fljótlega þann pól
í hæðina að fá listamennina til
þess að fjalla um rýmið hérna
inni í Listasafninu,“ segir Harpa
Þórsdóttir listfræðingur, einn
þriggja sýningarstjóra sýningar-
innar Ný íslensk myndlist II sem
opnuð verður í Listasafni Íslands
í dag.
Sýningarstjórar með Hörpu
eru þær Eva Heisler, amerísk-
ur listfræðingur sem hefur búið
hér á landi í nokkur ár, og Krist-
ín G. Guðnadóttir listfræðingur,
sem er forstöðumaður Listasafns
ASÍ.
„Sum verkin eru búin til inn í
safnið, beinlínis hönnuð hér inni,
en hin verkin hafa flest lítið sést
áður en okkur fannst þau falla
vel að sýningunni og hugmynd-
inni að baki henni.“
Listasafnið vill með þessari
sýningu, alveg eins og með fyrri
sýningunni Íslensk myndlist I,
beina sjónum manna að þeirri
nýsköpun sem átt hefur sér stað
í íslenskri myndlist undanfarið.
Öll verkin á sýningunni eiga það
sameiginlegt að fást við rýmið á
einn eða annan hátt.
„Pælingar um rými og rým-
istengd listaverk eru mjög stór
þáttur í myndlistinni í dag,“ segir
Harpa. „Þessi verk fjalla líka um
áhorfendurna og tengsl lista-
verks og áhorfandans, hvernig
hann getur verið virkur aðili í
listsköpuninni.“
Afar misjafnt er hvernig lista-
mennirnir tóku áskorun sýning-
arstjóranna. Hulda Stefánsdóttir
fór til dæmis þá leið að gera inn-
setningu með málverkum og ljós-
myndum í anddyri Listasafnsins.
„Það var heilmikil áskorun að
takast á við þetta rými sem er
arkitektúr stáls og glers, dálítið
kalt allt saman, svo ég ákvað að
hafa þetta milt og rómantískt.“
Í sumar var Hulda með sýn-
ingu í Ásmundarsal þar sem hún
var að skoða hvíta litinn, sem er
ákveðið litleysi.
„Ég held áfram þessum lita-
pælingum, en nú fer ég yfir í roð-
ann. Mér fannst það passa vel inn
í þetta rými. Þetta eru allt saman
rauðar myndir, húð og skuggar,
bæði listsögulegar skírskotanir
og persónulegar.“
Þau Elín Hansdóttir og Darri
Lorenzen fengu sal 4 að stórum
hluta til umráða, en sá salur er
á efri hæð hússins og snýr út að
Tjörninni.
„Þessi salur er allur boga-
dreginn og mjög snúinn, þannig
að það komu ákveðin vandræði
upp í hvert skipti sem við vorum
að hugsa hvernig við ættum að
gera þetta,“ segir Elín.
„Á endanum ákváðum við
að gera salinn sjálfan að verk-
inu sem við sýnum. Við bætum
í sjálfu sér engu við hann, en
teygjum hann og togum. Í raun
og veru endurbyggjum við hluta
salarins og sköpum þannig nýtt
rými þarna inni, og um leið
erum við að spila svolítið með
þær minningar sem fólk hefur
úr þessu húsi, og líka umhverfið
fyrir utan, Tjörnina og allt það,“
segir Elín og minnir á að í eina
tíð var þetta musteri listarinnar
íshús og síðar var þarna skemmti-
staðurinn Glaumbar til húsa.
Aðrir listamenn sem eiga verk
á sýningunni eru Hafdís Helga-
dóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir,
Hlynur Helgason, Inga Þórey
Jóhannsdóttir, Katrín Sigurð-
ardóttir, Kristinn Hrafnsson,
Ragnar Helgi Ólafsson, Sara
Björnsdóttir, Unnar Örn Jónas-
son Auðarson og Þóra Sigurðar-
dóttir.
DARRI LORENZEN OG ELÍN HANSDÓTTIR Þau þurftu að notast við kranabíl með körfu til
þess að koma fyrir lýsingu fyrir utan safnið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HLYNUR HELGASON Hlynur er einn þrettán myndlistarmanna sem eiga verk á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Glímt við sali Listasafns
„Fyrir okkur er þetta eins og fyrir
píanóleikara að fá að spila fjórhent
með Ashkenazy eða fyrir fótbolta-
leikara að fá allt í einu tækifæri til
að spila með Manchester United,“
segir Árni Heimir Ingólfsson tón-
listarfræðingur. „Þetta er topplið.
Það gerist ekki betra.“
Hann er að tala um breska
kórinn The Tallis Scholars, sem
sérhæfir sig í að syngja tónlist
fyrri tíma. Þessi einstæði kór er
væntanlegur er hingað til lands
í janúar. Það er Árni Heimir og
kammerkórinn Carmina sem
standa fyrir komu The Tallis
Scholars.
Kórinn syngur á tvennum tón-
leikum í Langholtskirkju 7. og 8.
janúar næstkomandi, en miðasal-
an hefst núna á þriðjudaginn.
Árni Heimir kynntist bæði
stjórnanda kórsins og nokkrum af
söngvurunum sumarið 2001 þegar
hann sótti námskeið hjá þeim úti í
Englandi.
„Þeir halda námskeið á hverju
sumri. Fólk kemur þangað alls
staðar að úr heiminum til þess að
læra um gamla tónlist og hvernig
á að flytja þangað.“
Árni fór síðan aftur þangað út
síðasta sumar og þá höfðu ensku
söngvararnir frétt af því að hann
hefði stofnað sambærilegan kór
hérna heima, nefnilega kammer-
kórinn Carmina.
„Þau voru spennt fyrir því sem
við vorum að gera og það þróað-
ist þannig að þau koma til lands-
ins. Um leið verður þetta eins og
meistaranámskeið fyrir okkur
líka í Carminu.“
Stjórnandi The Tallis Scholars
er Peter Phillips. Kórinn hefur
gefið út fjöldann allan af diskum
með gamalli tónlist af ýmsu tagi
og þykir einn sá allra fremsti á
sínu sviði í heiminum.
„Þau hafa náð ótrúlega góðum
árangri í að samhæfa sönginn
sinn, að ná þessum samhljómi
sem allir kórar eru alltaf að reyna
að ná, að syngja hreint.“
Hinn hreini tónn
THE TALLIS SCHOLARS Þessi enski úrvalskór kemur hingað til lands í janúar og heldur
tvenna tónleika.
Guðrún Nielsen myndlistarkona hélt um síðustu
helgi sýningu á japanskri teathöfn á sýningu sinni
í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Athöfnin var
tekin upp á myndband og verður sýnd óklippt í dag
í galleríinu.
Á sýningunni hefur Guðrún sett upp japanskt
tehús og búddagarð inni í sýningarsalnum. Þótt
tehúsið sé í einu og öllu gert í samræmi við japanskar
hefðir gegnir það engu að síður ekki eiginlegu hlut-
verki sínu hér á landi „þar sem siðir og venjur er óger-
legt að taka að láni. Þetta verður því aðeins afdrep í
afmörkuðu rými,“ segir Guðrún.
Þegar teathöfnin var framkvæmd um siðustu
helgi breyttist hlutverk tehússins skyndilega, „tilvist
þess fékk tilgang stutta stund. Þeir sem sáu um sýn-
inguna voru allt í einu á heimavelli jafnt í athöfn sem
rými, þá fannst mér tilganginum náð.“
Guðrún fékk Sigrúnu Sveinsdóttur sem búið
hefur í Japan og japanskar konur, þær Yukie Moriy-
ama, Rosa Moriyama og Mariko Hashimoto, til þess
að aðstoða og framkvæma teathöfnina. Græna teið
komu þær með sér og margvíslega aðra hluti sem
ómissandi eru. Ber þar að nefna pottinn sem heldur
vatninu heitu, keramikskálar og fagurlega unna hluti
úr bambus.
Sýningu Guðrúnar lýkur á fimmtudaginn í næstu
viku.
Japanska tehúsið lifnar við