Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 85
Hljómsveitin Sigur Rós mun koma
fram í skemmtiþætti Conans
O´Brien á bandaríku sjónvarps-
stöðinni NBC þann 8. febrúar
n æ s t k o m -
andi.
Sigur Rós
er á leið í
t ó n l e i k a -
ferð um
Bandaríkin
sem hefst
í febrúar
og því var
á k v e ð i ð
að þekkj-
ast boðið
frá Conan.
Orðrómur
hefur verið
uppi um að Conan muni taka við
af kvöldþætti Jays Leno á NBC
árið 2009 en þáttur Conans, sem
er sýndur á eftir Leno, hefur notið
mikilla vinsælda undanfarin ár.
Fyrsta smáskífan af plötunni
Takk, Hoppípolla, kemur út í Bret-
landi þann 28. nóvember. Á B-hlið
skífunnar er lagið Blóðnasir, auk
tíu mínútna hljóðversupptöku
af Hafssól, sem var samið fyrir
tíu árum en hefur tekið miklum
breytingum síðan þá.
Sigur Rós kom fram í þætti Jools
Holland í breska ríkissjónvarp-
inu, BBC, í gærkvöldi þar sem
sveitin söng Hoppípolla og Blóð-
nasir. Einnig komu fram í þættin-
um John Cale, fyrrum meðlimur
Velvet Underground, Santana og
Sheryl Crow.
Sigur Rós
hjá O´Brien
CONAN O´BRIEN O´Brien
er einn þekktasti spjall-
þáttastjórnandi heims.
SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós hefur
ekki undan því að koma fram í frægum
erlendum sjónvarpsþáttum.
Leikarinn og hjartaknúsarinn
Johnny Depp stendur fast við
bakið á fyrrverandi kærustu
sinni, ofurfyrirsætunni Kate
Moss. Hann segir að komið hafi
verið illa fram við hana eftir að
myndir birtust af henni sniffandi
kókaín.
„Kate á að fá að lifa lífinu eins
og hún vill. Umfjöllunin um
hana var mjög óréttlát. Hún var
dregin í svaðið. Hún er ekki að
fara í framboð og hún ætlar ekki
að verða næsti Messías,“ sagði
Depp. „Hún er ekki að reyna að
vera fullkomin heldur er hún
bara venjuleg manneskja. Enginn
er fullkominn. Við erum öll göll-
uð á einhvern hátt,“ sagði hann
og bætti við: „Hún er enginn vitl-
eysingur. Hún er mjög gáfuð og
frábær stúlka og mér þykir mjög
vænt um hana.“
Depp og Moss voru saman í
fjögur ár, þar til upp úr slitnaði
árið 1998. ■
Moss er gáfuð og
frábær stúlka
JOHNNY DEPP Hjartaknúsar-
inn stendur fast við bakið á
fyrrverandi kærustu sinni.
[TÓNLIST]
UMFJÖLLUN
Þessi stelpa er búin að vera í til-
vistarkreppu í lengri tíma. Hefur
ekki náð að koma út plötu núna í
sex ár. Ástæðurnar eru nokkrar, þar
á meðal nokkurra ára ósætti milli
hennar og útgefandans. Maður hefur
svo sem alltaf fengið á tilfinninguna
að hún Fiona Apple sé ekki alveg sú
auðveldasta að vinna með. Virkar
mjög ákveðin og pirruð stúlka. Og
þannig er tónlist hennar líka.
Fiona er án efa sér á báti. Djúp
rödd hennar er nægilega mikið
séreinkenni til þess að kljúfa hópa
í áliti. Sem lagasmiður er hún líka
mjög sérstök. Á þessari þriðju
plötu sinni er hún mjög djössuð,
kýs frekar hljómaganga sem rugla
mann stundum í ríminu og forðast
grípandi laglínur eins og heitan
eldinn. Eitt lagið, Please Please
Please, fjallar meira að segja um
það hversu tilgangslaust það sé að
semja popplög sem búið sé að semja
milljón sinnum hvort eð er.
Þetta veldur því að tónlist henn-
ar krefst meiri athygli af hlustend-
um hennar og þolinmæði þannig
að lögin nái að sökkva inn. Stund-
um minna lög hennar mig á tónlist
Frank Zappa, sem ég hef alltaf átt
erfitt með að skilja. Held að það sé
alveg bókað mál að stelpan sé undir
miklum áhrifum frá honum. Helsti
galli hennar er líklegast að lögin
eiga það til að vera heldur einsleit.
Þau eiga líka bókað eftir að skipta
fólki í tvo hópa. Í annan fara þeir
sem líkar við þetta og hinum þeir
sem finnst þetta hundleiðinlegt.
Textar Fionu eru svo jafn mikil-
vægir og restin. Hún er líka afbragðs
textahöfundur. Þungir þankar um
lífið, ástina og tilveruna.
Þessi plata lak á netið fyrir
löngu, og það var orðrómur á kreiki
um að platan þætti of ósöluleg fyrir
útgáfu. Hún er það alveg á köflum
og vissulega svolítið erfið. En hæfi-
leikar Fionu skína í gegn.
Nú er það bara spurning hvort
ykkur finnst hún skemmtileg eða
ekki. Mér finnst hún bara svona
lala. Birgir Örn Steinarsson
Þriðja sérvitra eplið
FIONA APPLE: EXTRAORDINARY MACHINE
Niðurstaða:
Fiona Apple rýfur sex ára útgáfuþögn með
metnaðarfullri og vandaðri plötu.
Stundum erfið áhlustunar og þetta epli er
bókað ekki ætlað öllum.