Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2005 7 Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því Audi sendi frá sér fyrsta fólksbílinn með sítengdu aldrifi, quattro, verður Hekla með sýn- ingu á quattro-bílum frá Audi í dag. Gestum verður meðal annars boðið upp á reynsluakstur á Audi quattro bifreiðum, til dæmis dísel- knúnum 225 hestafla Audi A6 3.0 V6 TDI. Hugmyndin að baki quattro er einföld. Þegar vélaraflinu er deilt á fjögur hjól dreifist viðnám við veginn fræðilega séð í hlutföllun- um 25% á hvert hjól en ekki 50% eins og gerist með hefðbundnu framdrifi. Afleiðingin er sú að aflið færist á sem hagkvæmastan hátt yfir á veginn og mjög dregur úr hættu á því að bíllinn missi v e g - grip. Jafnvel þótt ekið sé beint áfram á þurrum vegi finnur öku- maður fyrir jöfnu átaki quattro- aldrifsins. Millimismunadrifið gegnir því lykilhlutverki í nýjustu kynslóð quattro að dreifa vélaraflinu á milli fram- og afturáss. Milli- mismunadrifið bregst við spóli á öðrum hvorum ásnum á broti úr sekúndu og miðlar aflinu til þess áss sem hefur besta veggripið. Mismunadrif eru á báðum ásum, sem stýra dreifingu aflsins á milli hjóla. Sýningin er opin frá klukk- an 12 til 16. ■ Haldið upp á afmæli tæknibyltingar 25 ár frá útgáfu fyrsta quattro-bílsins. Quattro bílar Audi hafa fengið góðar viðtökur á Íslandi. 25 ár eru liðin frá útgáfu fyrsta bílsins. „Undantekingarlaust á að vera kveikt á aðalljósum bifreiðarinnar eða sér- stökum dagljósum,“ segir Þorgrímur Guðmundsson, aðalvarðstjóri umferð- ardeildar Lögreglunnar í Reykjavík. „Það er allnokkuð um að þetta sé ekki í lagi hjá fólki, sérstaklega eru margir sem halda að það dugi að nota stöðuljós eða þokuljós í stað aðalljósa. Það er ekki rétt. Þokuljós eiga til dæmis bara við við sérstakar aðstæður.“ Þorgrímur segir fólk sennilega ekki átta sig á því að margir nýir bílar koma ekki með dagljósabúnaði. Fyrir nokkrum árum var bundið í lög að bílar væru með slíkan búnað en þau lög eru ekki lengur í gildi. Slíkur búnaður sé hins vegar ekki dýr og mælir Þorgrímur með því að bíleigendur festi kaup á slíkum búnaði frekar en eiga það á hættu að verða sektaðir. „Það varðar lægstu sektargreiðslu, eða fimm þúsund króna sekt, að vera ekki með aðalljós kveikt. Hvort sem önnur ljós eru til staðar eða ekki. Ég nota sjálfur dagljósabúnað frek- ar en að eiga það á hættu að gleyma ljósunum og þurfa að borga sekt,“ segir Þorgrímur. Reynir Viggósson er framkvæmdastjóri rafvélaverkstæðisins Tæknivélar. „Á þessari öld eru varla margir sem enn vilja þurfa að kveikja og slökkva ljós í hvert sinn sem sest er upp í bíl. Hjá okkur kostar á milli 15 og 20 þúsund að fá settan dagljósabúnað í bíl. Það tekur um tvo eða þrjá tíma svo fólk getur oft fengið það gert samdægurs,“ segir Reynir. „Við erum mikið í því að setja dagljósa- búnað í nýja bíla og nýinnflutta. Amer- ískir bílar eru margir með búnað sem kveikir á ljósum eftir birtuskilyrðum. Bílar sem koma frá Kanada eru hins vegar með ljósabúnað sem kveikir bara framljós og fást ekki nýskráðir hérlendis óbreyttir. Við breytum hvorut veggja til samræmis við íslensk lög,“ segir Reynir sem sjálfur er með dagljósabúnað í sínum bíl. „Já, ég er það og mundi ekki vilja vera án hans. Mér finnst skrítið að fólk vilji þurfa að kveikja ljósin sjálft. Það er líka hryllilega vont þegar fólk er ljóslaust í umferðinni. Maður er orðinn svo vanur því að allir eigi að vera með ljósin kveikt að undirmeðvitundin leitar að ljósunum þegar maður horfir eftir bílum. Ljóslaus- ir bílar eru því næstum ósýnilegir. Ég hvet ljóslausa til að kippa þessu í lag,“ segir Reynir að lokum. Ljóslausir hættulegir og ólöglegir Í LÖGUM ER KVEÐIÐ Á UM AÐ BÍLAR SÉU MEÐ KVEIKT AÐALLJÓS EÐA DAGLJÓS Í UMFERÐINNI. GLEYMNIR GETA ÁTT VON Á SEKT. Einfalt er að koma dagljósabúnaði fyrir og kostnaðurinn er ekki mikill. Bíleigendur eiga þá ekki á hættu að verða sektaðir vegna ljósleysis að ógleymdu því að það er nauðsynlegt að sjást í umferðinni. E.ÓL. Opel Vectra W/G F. skráð. 10/1998, ek. 79.000 km Vél: 1600cc Litur: Dökkgrænn Verð: 690.000 Tilboðsverð: 290.000 kr. www.toyota.is Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 16 4 1 1 /2 00 5 BETRI NOTAÐIR BÍLAR Ford Escort F. skráð. 08/1997, ekinn 93.000 km Vél: 1600cc Litur: Blár Verð: 320.000 kr. Tilboðsverð: 190.000 kr. Opel Astra W/G F. skráð. 7/1999, ekinn 127.000 km Vél: 1600cc Litur: Rauður Verð: 750.000 kr. Tilboðsverð: 490.000 kr. BMW 730i S/D F. skráð. 01/1994, ekinn 170.000 km Vél: 3000cc Litur: Vínrauður Verð: 750.000 kr. Tilboðsverð: 570.000 kr. Opel Zafira, 7 manna F. skráð. 08/2000, ekinn 89.500 km Vél: 1800cc Litur: Hvítur Verð: 1.1500.000 kr. Tilboðsverð: 890.000 kr. Renault Clio F. skráð. 12/2000, ekinn 101.000 km Vél: 1400cc Litur: Svartur Verð: 610.000 kr. Tilboðsverð: 350.000 kr. Ferðafélagar á besta aldri Isuzu Trooper F. skráð. 06/1999, ekinn 138.000 km Vél: 3000cc Litur: Hvítur Verð: 1.650.000 kr. Tilboðsverð: 1.390.000 kr. Opel Omega W/G GL Diesel F. skráð. 01/2001, ekinn 183.000 km Vél: 2000cc Litur: Grár Verð: 1.690.000 kr. Tilboðsverð: 890.000 kr. Alltaf góð tilboð í tilboðshorninu okkar, - sjá nánar á www.toyota.is notaðir bílar. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.