Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 90
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR66 NBA Robert Parish er byrjaður að starfa sem ráðgjafi hjá sínu gamla félagi, Boston Celtics, en hann var á sínum tíma lykilmaður í sterku liði Celtics. Parish var að vonum ánægður með að vera kominn til starfa hjá Celtics. „Ég er spenntur yfir því að vera byrjaður að vinna hjá þessu dásamlega félagi og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til þess að þetta unga og efnilega lið geti haldið áfram að bæta sig. Ég hef alltaf fundið fyrir góðum stuðningi frá stuðningsmönnum Celtics og það verður gaman að vera í meira návígi við þá helstu á heimaleikj- unum,“ sagði Parish. - mh Robert Parish orðinn ráðgjafi: Parish til liðs við Boston HANDBOLTI Jan Pytlick, landsliðs- þjálfari kvennaliðs Danmerkur í handbolta, greindi óvænt frá því í gær að hann ætlaði sér að hætta sem landsliðsþjálfari eftir HM í Rússlandi í næsta mánuði. Pytl- ick hefur náð frábærum árangri með lið Dana en undir hans stjórn hefur danska liðið orðið Ólymp- íumeistari í tvígang og Evrópu- meistari einu sinni. Pytlick var samningsbundinn danska hand- knattleikssambandinu til 2008 en en hyggst snúa sér að þjálfun hjá félagsliði. Anja Andersen, sem var fyrir- liði danska landsliðsins á sínum tíma, hefur verið orðuð við starf- ið en hún hefur nú gefið það út að hún muni ekki taka við liðinu af Pytlick. - mh Landsliðsþjálfari Dana: Pytlick hættir eftir HM FÓTBOLTI Forráðamenn AC Milan hafa hug á því að fá spænska lands- liðsmanninn Ivan Helguera til liðs við félagið en samningur hans við Real Madrid mun renna út næsta sumar. Liverpool hefur einnig falast eftir kröftum Helguera en ítalskir fjölmiðlar telja líklegast að hann fari til AC Milan. Helguera hefur lýst yfir óánægju sinni með framgang viðræðna við Real Madrid en spænska félagið hefur ekki sýnt mikinn áhuga á því að halda varn- ar- og miðjumanninum sterka. - mh Helguera á leið til Ítalíu: AC Milan vill Helguera IVAN HELGUERA Helguera hefur verið einn af betri leikmönnum Real Madrid undanfarin ár en hann hyggst reyna fyrir sér utan Spánar. FÓTBOLTI Frank Lampard hjá Chel- sea var valinn besti leikmaður mánaðarins og Paul Jewell hjá Wigan besti þjálfarinn í október í reglulegu vali Barclays, helsta styrktaraðila deildarinnar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Lampard hafi verið í stórkostlegu formi í mánuðinum þar sem hann hefur meðal annars skorað sex mörk. Paul Jewell hefur stjórnað Wigan til þess árangurs sem hefur komið fótboltaáhuga- mönnum mikið á óvart, en í okt- óber tapaði liðið ekki stigi og er fyrir vikið í 2. sæti deildarinnar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Jewell hrepppir heiðurinn en Wigan kom upp úr ensku 1. deild- inni fyrir tímabilið. „Wigan hefur komið með fersk- an blæ inn í keppnistímabilið og mestan heiðurinn af því á Jewell,“ segir í tilkynningu Barclays. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu: Jewell og Lampard bestir FRANK LAMPARD Besti leikmaðurinn.PAUL JEWELL Besti þjálfarinn. FÓTBOLTI Forráðamenn Atletico Madrid segja að það sé enginn möguleiki á að þeir selji stjörnu- framherjann sinn Fernando Torres til Arsenal. Arsenal er sagt vera að undirbúa risatilboð í hinn magnaða Torres, sem þrátt fyrir ungan aldur er þegar orðinn goðsögn hjá stuðningsmönnum Atletico. „Torres er og verður áfram okkar aðalmaður,“ segir Enrique Cerezo, forseti félagsins. „Það hafa mörg félög áhuga á Torres og skilaboðin til Arsenal eru þau sömu og við gefum öðrum – eyðið tíma ykkar í eitthvað annað en að reyna að fá Torres,“ bætti hann við. - vig Arsenal fær skilaboð: Látið Fernando Torres í friði FERNANDO TORRES Fær ekki að fara til Arsenal á næstunni. Evrópukeppnin í handbolta: KA-MAMULI TBILISI 45-15 Mörk KA: Bjartur Máni Sigurðsson 8, Goran Gusic 7, Hörður Fannar Sigþórsson 7, Gústaf Kristjánsson 4, Ólafur Sigurgeirsson 4, Jónas Guðbrandsson 3, Andri Snær Stefánsson 3, Hafþór Einarsson 2, Jónatan Magnússon 2, Ragnar Snær Njálsson 2, Guðmundur Hermannsson 1, Hreiðar Guðmundsson 1. DHL-deild karla: FH-ÍR 44-40 Mörk FH: Hjörleifur Þórðarson 8, Linas Kalasauskas 8/3, Daníel Grétarsson 7, Valur Arnarson 6, Finnur Hansson 5, Hjörtur Hinriksson 4, Heiðar Arnarson 3, Sigursteinn Arndal 2. Varin skot: Elvar Guðmunds- son 13, Magnús Sigmundsson 6. Mörk ÍR: Tryggvi Haraldsson 12/6, Ragnar Helga- son 7, Ísleifur Sigurðsson 7, Björgvin Hólmgeirsson 7, Hafsteinn Ingason 4, Karl Gunnarsson 1, Ólafur Sigurjónsson 1, Andri Númason 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 17, Stefán Petersen 2/1. FYLKIR-SELFOSS 39-22 Mörk Fylkis: Heimir Örn Árnason 7, Ásbjörn Stefáns- son 6, Eymar Kruger 6, Arnar Jón Agnarsson 5, Sigur- geir Jónsson 3, Pétur Þorláksson 2, Guðlaugur Arnar- son 2, Brynjar Þór Hreinsson 2, Kristján Þorsteinsson 2, Arnar Sæþórsson 2, Sigurður Valur Jakobsson 1. Mörk Selfoss: Hörður Bjarnason 4, Vladimir Durcic 4, Einar Örn Guðmundsson 3, Gylfi Már Ágústsson 3, Atli Már Ólafsson 2, Davíð Ágústsson 2, Jón Einar Pétursson 1, Atli Kristinsson 1, Almar Ólafsson 1, Karl Laursen 1, Einar Jónsson 1. STAÐA EFSTU LIÐA FRAM 8 6 1 1 213-199 13 VALUR 8 6 0 2 245-223 12 ÍR 9 5 1 3 313-285 11 FYLKIR 10 5 1 4 264-245 11 HAUKAR 6 5 0 1 183-159 10 AFTURE. 9 4 2 3 232-230 10 LEIKIR GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Norski vinstri-fótar leik- maðurinn John Arne Riise hjá Liverpool kveðst glaður munu skrifa undir nýjan samning við félagið, fari svo að honum verði boðinn hann. Riise á 18 mánuði eftir af núverandi samningi sínum og hefur átt fast sæti í liði Liver- pool í ár. “Það er algengt að félög endur- skoði samninga þegar 18 mánuðir eru eftir af þeim og ég á von á því að forráðamenn félagsins ræði við mig á næstunni. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur – ég hef mik- inn áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool,” segir Riise. -vig John Arne Riise: Vill framlengja við Liverpool HANDBOLTI KA-menn bókstaf- lega völtuðu yfir georgíska liðið Mamulu Tbilisi í 3. umferð Áskorendakeppni Evrópu í hand- bolta fyrir norðan heiða í gær og gjörsigruðu 45-15. Um algjöran skrípaleik var að ræða þar sem heimamenn bókstaflega léku sér að arfaslökum gestunum, sem voru hreinlega á við byrjendur í íþróttinni. „Þetta er alveg furðulegt. Þetta lið er frá sama landi og liðið sem Valur burstaði nýlega í Evr- ópukeppninni en þar vantaði víst einhverja 8-9 leikmenn sem áttu hugsanlega að vera alvöru leik- menn. Við vissum því ekki alveg við hverju átti að búast en síðan voru þetta bara feitir, gamlir kallar sem gátu ekki neitt. Þetta er náttúrulega bara vitleysa,“ sagði Jónatan Magnússon, fyr- irliði KA, við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna var um algjöra einstefnu að ræða af hálfu heimamanna og eyddu leikmenn KA stærstu hluta síð- ari hálfleiks í að skemmta áhorf- endum í KA-höllinni eftir frems- tu getu. Nokkur sirkusmörk litu dagsins ljós og skoruðu mark- verðirnir Hreiðar Guðmundsson og Hafþór Einarsson meðal ann- ars þrjú stórglæsileg mörk. „Það er náttúrulega bara skrípaleikur að þetta lið skuli vera komið svona langt. Þessir leikir eru að kosta okkur tvær milljónir og við erum búnir að vera að safna síðan í júní. Svo er þetta bara eins og sirkus,“ sagði Jónatan og bætti því við að það tæki því varla að leika síðari leikinn sem fram fer á Akureyri í dag. „Það er alveg spurning um að leyfa kempum eins og Erlingi Richardssyni, Jóhannesi Bjarna- syni og fleirum að vera í hóp. Þeir myndu rústa þessu liði.“ - vig KA rótburstaði Mamuli Tbilisi í Evrópukeppninni í handbolta í gær: Algjört grín á Akureyri MARKAHÆSTUR Bjartur Máni Sigurðsson átti greiða leið að marki Mamuli Tbilisi í gær og skoraði 8 mörk. Markaúrhelli í Kaplakrika Leikmenn FH og ÍR buðu áhorfendum í Kaplakrika upp á ótrúlegan handbolta- leik í gærkvöld þar sem leikmenn skoruðu samtals 84 mörk. Það voru heima- menn sem fögnuðu sætum sigri á endanum. HANDBOLTI Það var ljóst strax frá fyrstu mínútu hvert stefndi í þess- um frábæra leik FH og ÍR í DHL- deildinni gærkvöld. Liðin þustu upp og niður völlinn með ógnar- krafti og menn voru vart komnir í vörn þegar andstæðingarnir voru búnir að skora. Markmenn liðanna máttu sín lítils gegn stórsóknum andstæð- inga sinna og var leikurinn var jafn og spennandi allan hálfleik- inn. Liðin skiptust á að jafna og komast einu marki yfir en staðan í hálfleik var 21-21 og máttu ÍR- ingar þakka markmanni sínum Gísla Guðmundssyni að vera ekki undir en hann varði 13 skot í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik kom Elvar Guðmundsson í mark FH og það átti eftir að skipta sköpum. Hann byrjaði á því að loka markinu fyrstu sjö mínútur síðari hálf- leiks og eftir tíu mínútur var hann búinn að verja jafn mikið og Magnús gerði allan fyrri hálfleik- inn, eða sjö skot. FH-ingar voru miklu betra liðið í síðari hálfleik og skoruðu hvert glæsimarkið á fætur öðru eftir vel útfærðar snilldarlega spilaðar sóknir. Það var sama hvað ÍR reyndi, skipta um markmann, spila 4-2 vörn og maður á mann, eftir að FH náði góðu forskoti var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Valur Örn Arnarson átti stórleik í sókninni og í síðari hálf- leik réðu ÍR-ingar ekkert við hann á línunni. Júlíus Jónason, annar þjálfari ÍR-inga, var furðu lostinn í leiks- lok. „Við erum svo sem vanir að skora yfir 40 mörk í leik en ekki að fá þau á okkur. Þetta er senni- lega versti varnarleikur sem við höfum spilað og FH-ingar áttu sigurinn skilið,“ sagði Júlíus og átti ekki í erfiðleikum með að finna hvað hefði farið úrskeiðis hjá sínum mönnum. „Strákarnir voru ekki að fara eftir því sem fyrir þá var lagt og við vorum að fara of mikið út úr vörninni og þá opnuðust flóðgátt- irnar.“ Það eru orð að sönnu að flóð- gáttir hafi opnast og áhorfendur sem urðu vitni af þessum leik munu sennilega ekki gleyma honum í bráð enda ekki á hverjum degi sem handboltaleikur endar 44-40. - ghó HINGAÐ OG EKKI LENGRA Ísleifur Sigurðsson hjá ÍR reynir hér að komast framhjá Hjörleifi Þorvarðssyni í vörn FH með takmörkuðum árangri. Báðir áttu þeir mjög góðan leik í gær- kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.