Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 2
2 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR FASTEIGNALÁN Landsbankinn ákvað í gær að hækka vexti íbúðalána sinna úr 4,15 prósentum í 4,45 pró- sent. Vaxtabreytingin hefur ekki áhrif á eldri íbúðalán. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir ákvörð- unina tekna í ljósi þeirrar hækkun- ar sem verið hafi á ávöxtunarkröfu á markaði. „Við erum banki sem byggist á markaðslögmálum og viljum ekki niðurgreiða eina vöru á kostnað annarrar.“ Hann segir að hækkun Seðlabankans á stýri- vöxtum hafi nú loksins farið að hafa áhrif á langtímavexti. „Lyk- illinn að mjúkri lendingu byggist á fasteignamarkaðnum og besta leiðin til að róa hann er að hækka vexti íbúðalána. Við trúum því að við séum að vinna að langtíma- hagsmunum viðskiptavina okkar með þessu, því þeir eru að verð- bólga haldist lág og að vextir verði þannig að þeir verði lágir þegar til lengri tíma er litið.“ Sigurjón segir að forsenda þess sé að stöðugleiki haldist. Hann segir að með þessu styðji bankinn við viðleitni Seðla- bankans til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Vextir á þeim peningum sem sóttir eru á markað til að fjár- magna íbúðalán hafa hækkað að undanförnu um 0,4 til 0,9 prósent og miðað við núverandi stöðu er óhjákvæmilegt að vextir Íbúðalána- sjóðs muni hækka eftir næsta útboð sjóðsins. Álag á útboðsgengi bréfa sjóðsins er lögbundið, Það útboð hefur látið á sér standa og er það talið vera vegna þess að sjóðurinn á fé vegna uppgreiðslna sem standa undir útlánum. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir ákvörðun Landsbankans skynsamlega. „Við munum taka ákvörðun um vexti okkar útlána eftir næsta útboð,“ segir hann en ekki er ákveðið hve- nær það verður. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, segir að hækkun vaxta íbúðalána komi ekki á óvart. „Það var tímaspurs- mál hver myndi ríða á vaðið, en það kemur á óvart að það hafi verið Landsbankinn. Maður hefði búist við því að Íbúðalánasjóður myndi hefja þetta ferli. Þetta er skynsam- legt hjá þeim,“ segir Arnór. Haukur Oddsson, framkvæmda- stjóri viðskiptabankasviðs Íslands- banka, og Friðrik Halldórsson, kollegi hans í KB banka, taka báðir undir orð Arnórs og segja að miðað við þróun vaxta hafi hækk- un legið í loftinu. Þeir segja ekkert um það ákveðið hvort eða hvenær vaxtabreytinga á íbúðalánum sé að vænta hjá þeirra bönkum. Verð húsnæðis hefur undan- farin misseri verið meginástæða hækkandi verðbólgu. Helstu ástæður fasteignahækkana eru aukinn kaupmáttur og lægri vextir íbúðalána. haflidi@frettabladid.is AMMAN, AP Jórdönsk yfirvöld skýrðu frá því í gær að 120 manns hefðu verið teknir fastir í tengslum við hryðjverkin í Amman á mið- vikudagskvöld. Al-Kaída segir í yfirlýsingu að sjálfsmorðsprengju- mennirnir hafi verið fjórir en ekki þrír eins og í upphafi var talið. Nú hefur verið staðfest að 57 fór- ust í árásum á þrjú hótel í Amman á miðvikudagskvöldið en þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Jórdaníu. Í gær birtist á vefsíðu, sem sögð er tengjast al-Kaída í Írak, þriðja yfirlýsingin þar sem samtökin játa verknaðinn. Þar er því haldið fram að árásarmennirnir hafi verið fjór- ir, en ekki þrír, þar af ein kona. Ekki hefur tekist að ganga úr skugga um áreiðanleika yfirlýsingarinnar. Þá greindi jórdanska lögreglan frá því að 120 manns hefðu verið handteknir í tengslum við hryðju- verkin og stóðu skýrslutökur yfir í allan gærdag. Flestir hinna handteknu eru sagðir Jórdanar og Írakar. Þúsund- ir Jórdana flykktust annan daginn í röð út á götur höfuðborgarinnar og hrópuðu ókvæðisorð að landa sínum, Abu Musab al-Zarqawi, en hann er talinn höfuðsmaður al- Kaída í Írak. - shg METS.LISTI EYMUNDSSON 9. nóv. ������������� ����������� ����������� ������������� ����������� ���������������� ������� ����������������� ������������������ � ������������������������������� DANMÖRK Munurinn á fjölda veik- indadaga ríkisstarfsmanna og starfsmanna einkafyrirtækja í Danmörku hefur aukist undan- farin ár. Ríkisstarfsmenn verða veik- ir að meðaltali 14,5 daga á ári en aðrir launþegar í átta daga. Aukinn munur skýrist af bættri mætingu starfsmanna í einkageir- anum. Veldur þessi þróun tölu- verðum áhyggjum meðal samtaka opinberra starfsmanna. Haft er eftir forsvarsmanni eins þeirra í Berlingske Tidende í gær að það sé helst vaktavinnu- fólk og þeir sem vinni erfiðisvinnu sem oftar verði veikir. - ks Danskir ríkisstarfsmenn: Veikir í tvær vikur á ári EFNAHAGSMÁL Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að lækkun verðbólgunnar hafi engin áhrif á ákvörðun bankans um hækkun stýrivaxta sem búist er við í byrj- un desember. „Það er jákvætt að langtíma- verðbólga skuli lækka en varasamt að horfa á einn mánuð og draga of miklar ályktanir. Það er jákvæð vísbending að olíuverð verði stöðugra og hækkun á íbúðaverði virðist ganga til baka. Þetta getur haft jákvæð áhrif á mælingu vísi- tölu yfir tólf mánaða tímabil,“ segir hann. Davíð segir að áhrif vaxtahækk- ana Seðlabankans hafi skilað sér upp á síðkastið í hækkun á lang- tímavöxtum. Allt of snemmt sé að fjalla um með hvaða hætti tilkynn- ing bankans í desember verði. - ghs Davíð Oddsson seðlabankastjóri um verðbólgulækkunina: Vaxtahækkanir að skila sér OF SNEMMT AÐ RÆÐA UM ÁHRIFIN Davíð Oddsson seðlabankastjóri telur of snemmt að ræða hvernig ákvarðanir Seðlabankans verði við útgáfu Peninga- mála í byrjun desember. Almennt er búist við hækkun stýrivaxta um 0,5 til 0,75 prósentustig. ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� Al-Kaída segir sprengjumennina í Amman hafa verið fjóra: 120 manns teknir höndum MÓTMÆLT Í AMMAN Þúsundir Ammanbúa mótmæltu hermdarverkunum í gær, annan daginn í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Gunnar, ertu sópran eða alt? „Allt í senn.“ Óperustjóri tekur vel í hugmyndir Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra um óperuhús í Kópa- vogi. Á föstudag birtist mynd í Fréttablaðinu af Gunnari þar sem hann þandi raust sína en hann verður seint sagður mjóróma. BANKASTJÓRAR LANDSBANKANS Lands- bankinn hækkaði vexti íbúðalána sinna í gær. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ákvörðun bankans skynsamlega en hann hefði frekar búist við að Íbúðalánasjóður myndi leiða hækkunarferli vaxta á íbúða- lánum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÁHRIF VAXTAHÆKKUNAR Á LÁN Tíu milljóna króna lán til fjörutíu ára. Greiðslubyrði á mánuði. Vextir greiðslubyrði 4,15% 42.732 kr. á mánuði 4,45% 44.635 kr. á mánuði Hækkun 1.903 kr. á mánuði. Landsbanki hækkar vexti á íbúðalánum Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir þá ákvörðun Landsbankans að hækka vexti íbúðalána skynsamlega. Bankinn hækkar vexti sína í 4,45 prósent úr 4,15 pró- sentum. Hækkunin hefur ekki áhrif á eldri lán en hækkar greiðslur nýrra lána. SVÍÞJÓÐ Flugvellinum í Karlstad í Svíþjóð var lokað um hádegisbilið í gær þar sem maður var grunað- ur um sjálfsmorðssprengjuárás. Maður sást á vappi með nokkr- ar töskur nálægt flugturninum og var strax hringt úr síma flug- málastjórnarinnar á vellinum í lögregluna. Flugstöðin var rýmd, flugvell- inum var lokað og björgunarsveit- in mætti á staðinn meðan lög- reglan rannsakaði svæðið. Engin sprengja fannst enda kom í ljós að um var að ræða flugmann sem hafi millilent á flugvellinum. . ■ Ótti um sjálfsmorðsárás: Flugmaðurinn hafði millilent LÖGREGLA 31 árekstur varð í Reykjavík í gær. Þar á meðal varð einn fjögurra bíla árekstur fyrir utan Stjórnarráðið skömmu eftir hádegi. Þá rann fólksbíll á ljósastaur á Hverfisgötu. Bæði bíllinn og staurinn skemmdust töluvert. Orsök flestra árekstranna má rekja til hálku, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Engin slys urðu á fólki í óhöppunum. Tveir minni háttar árekstrar urðu í Kópavogi og einn í umdæmi lög- reglunnar í Hafnarfirði. ■ Hálka á höfuðborgarsvæðinu: Á fjórða tug árekstra ÚR UMFERÐINNI Hálkan kom höfuðborgar- búum á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RÉTTINDAMÁL „Ég vildi fá staðfest- ingu á því að þessi uppsögn væri ólögleg. Ég vildi einnig minna atvinnuveitendur á að þessi upp- sagnarvernd í fæðingarorlofs- lögunum er í gildi og hana ber að virða,“ segir Lóa Aldísardóttir fjölmiðlakona. Úrskurðunarnefnd í fæðingar- og foreldraorlofsmálum úrskurð- aði í fyrradag að tímaritaútgáfan Fróði hafi brotið fæðingarorlofs- lög í máli Lóu sem þá var ritstjóri Húsa og híbýla. Brotið felst í því að Lóa átti ekki þess kost að hverfa aftur að fyrra starfi sínu né sambærilegu starfi að loknu fæðingarorlofi. „Mér sýnist sem atvinnurek- endur virði ekki þetta ákvæði því ég þekki fleiri dæmi þess að fólki hafi verið sagt upp í fæðingaror- lofi,“ segir Lóa. Hún segir þenn- an úskurð vera sér nægan og hún hugist ekki fara með málið fyrir dómstóla. -jse Fæðingar- og foreldraorlof: Fróði braut á ritstjóra LÓA ALDÍSARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.