Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MANNRÉTTINDI Davíð Þór Björg-
vinsson, dómari við Mannrétt-
indadómstól Evrópu, segir alvar-
lega íhugað að hætta að taka við
málum sem berist dómstólnum
beint frá einstaklingum.
Davíð Þór segir rætt um hvað
beri að gera vegna vinnuálags á
dómara og aðra starfsmenn. Hver
sem vill og telur sig hafa ástæðu
getur kvartað beint til dómstóls-
ins án milligöngu lögmanna eins
og venja er fyrir öðrum reglu-
bundnum dómstólum. Þrátt fyrir
að stórum hluta málanna sé vísað
frá vegna margvíslegra formgalla
verða dómarar engu að síður að
yfirfara hvert og eitt mál og það
er tímafrekt. Meðalbiðtími eftir
úrskurði mála er tvö til þrjú ár. Sé
um virkileg prófmál að ræða geta
þau í verstu tilvikum tekið allt að
tíu árum.
Hætti dómstóllinn að taka við
málum frá almenningi verður það
grundvallarbreyting.
„Ef svo verður er um hneyksli
að ræða og mörg skref afturábak
frá því sem nú er. Það er lágmarks-
krafa að þær þjóðir sem að dóm-
stólnum standa veiti honum það
fé sem nauðsynlegt er til að halda
starfi sínu áfram með óbreyttu
sniði,“ segir Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögamður og segist
ekki hafa mikla trú að til svo rót-
tækra aðgerða verði gripið.
Vandi Mannrétttindadómstóls-
ins getur verið mikill. Davíð nefn-
ir sem dæmi mál þar sem lögð
var fram kæra vegna seinagangs
í tyrkneska dómkerfinu. Seina-
gangur Mannréttindadómstólsins
var engu minni enda tók tæp tíu
ár að ljúka málinu. Verði ekkert
gert verði það venja fremur en
undantekning að hvert og eitt mál
taki fleiri ár í meðferð og miðað
við þann fjölda sem daglega ber-
ist til dómstólsins sé nauðsynlegt
að gripið verði til aðgerða fyrr en
síðar. - aöe
Sími: 550 5000
LAUGARDAGUR
12. nóvember 2005 — 306. tölublað — 5. árgangur
3. til 12. nóvember í
FBL 1x9 forsíðukubbur
LEIFUR ÖRN SVAVARSSON
Lóðréttur í ísfossi
ferðir • bílar • tíska
Í MIÐJU BLAÐSINS
Hættir ÍR í
handboltanum?
Faðir handboltans í ÍR, Hólmgeir
Einarsson, mun leggja það fyrir hand-
knattleiksdeild ÍR að draga liðið úr
keppni á Íslandsmótinu ef HSÍ hnekkir
ekki dómi mótanefndar sem féllst ekki
á beiðni ÍR um að seinka leik liðsins
gegn ÍBV um einn dag.
ÍÞRÓTTIR 16
VEÐRIÐ Í DAG
Hverjir tróna á
toppnum?
Hverjir eru
áhrifamestu
Íslendingarnir
undir 35 ára
aldri? Fréttablað-
ið kannaði málið.
ÚTTEKT 44-45
EYÞÓR GUÐJÓNSSON
Slær í gegn í
hryllingsmynd
Kennir Bandaríkjamönnum dónaorð
FÓLK 70
Mannréttindadóm-
stóllinn lokar á fólk
Íslenskur dómari við Mannréttindadómstól Evrópu segir aðgerða þörf. Þúsund-
ir mála bíði og hundruð bætist við daglega. Jafnvel verður hætt að taka mál frá
einstaklingum, sem hafa verið hornsteinn dómstólsins.
VARNARMÁL „Ef Bandaríkjamenn
telja að hér þurfi ekki að vera sýni-
legar varnir verða þeir að segja
það, við munun aldrei neyða þá til
að vera hér og við munum heldur
ekki styðja þá í að vera hér ef þeir
vilja ekki vera hér,“ sagði Halldór
Ásgrímsson, formaður Framsókn-
arflokksins, á miðstjórnarfundi í
Kópavogi í gær.
Halldór sagði samskipti þjóð-
anna hafa verið vinsamleg en
viðraði þó lítillega aðra kosti.
„Það liggur alveg ljóst fyrir í
mínum huga að ef samskiptin við
Bandaríkin breytast verðum við
að treysta samskiptin við Evrópu
og okkar nágrannaríki,“ sagði
hann.
Hann kvaðst vera mjög ósáttur
við það hversu hægt miðaði í við-
ræðum og sagðist ekki bjartsýnn
á að þær skýrðust á næstu mán-
uðum.
Hann sagði skoðanamun milli
Íslendinga og áhrifamanna í
Bandaríkjastjórn hafa valdið því
að málið væri enn í ólestri þó
tæp fimm ár væru liðin frá því
að samningur þjóðanna rann út.
„Við Íslendingar getum ekki verið
sáttir við það að þessi mál séu
með þessum hætti mikið lengur
og við verðum að gera þá kröfu
til Bandaríkjamanna að þeir tali
skýrar í þessum málum,“ sagði
hann. - jse / sjá síðu 6
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um varnarsamstarf við Bandaríkin:
Herinn má fara ef hann vill
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Á miðstjórnarfundi
Framsóknarflokksins.
HETJANNA MINNST Kenny Scott, 87 ára
félagi í Hálandahersveitunum, við minnis-
merki skoskra hermanna sem féllu í fyrri
heimsstyrjöldinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LUNDÚNUM, AP Í gær var þess
minnst víða um Evrópu að 87 ár
voru liðin frá því samið var um
vopnahlé í heimsstyrjöldinni fyrri.
Klukkan ellefu að morgni ellefta
dags ellefta mánaðar ársins 1918
þögnuðu byssurnar sem höfðu gelt
nær linnulaust síðustu fjögur árin
á undan. Tíu milljónir hermanna,
hjúkrunarfólks og almennra borg-
ara létu lífið í styrjöldinni.
Í Lundúnum sló Big Ben ellefu
högg og síðan féll kyrrð yfir Bret-
land í tvær mínútur. ■
87 ár frá lokum fyrra stríðs:
Þögn sló á
borgir Evrópu
ÞAÐ VERÐUR HÆG norðanátt
vestanlands en svolítill blástur austan-
lands. Bjartviðri víða syðra en éljagang-
ur á Norðausturlandi. Víða frost, allt
að 6 stig. VEÐUR 4
Að kaupa sér ást
„Smekkleysa,“ segir
Ellert B. Schram, sem
tók ástarbréfi frá
mótframlaginu sínu ekki
fagnandi.
UPP ÚR EINS MANNS
HLJÓÐI 16
SLYS Ökumaður fór út af veginum
áður en hann kom að brúnni yfir
vestari ós Héraðsvatna í Skaga-
firði eldsnemma í gærmorgun og
endaði ökuferðin úti í fljóti.
Maðurinn slapp með minni
háttar meiðsl og segir lögreglan
það mikla mildi því árbakkinn er
brattur þar sem bíllinn fór fram
af.
Ökumaðurinn var snöggur að
koma sér á þurrt og húkkaði hann
sér því næst far á sjúkrahúsið á
Sauðárkróki. Lögreglan kallaði
svo á björgunarsveitina til að ná
bílnum upp úr Héraðsvötnum.
Ekki sá mikið á bifreiðinni sem
þó var ekki ökufær. Lögreglan á
Sauðárkróki segir kankvíslega að
eflaust fari skrjóðurinn þó í gang
þegar runnið sé af honum. - jse
Bílslys í Skagafirði:
Ók ofan í
Héraðsvötn
OFAN Í HÉRAÐSVÖTNUM Skagfirskir björgunarsveitarmenn ná hér bílnum upp úr Héraðsvötnum en bílstjórinn kom sér sjálfur á þurrt og því
næst á sjúkrahús en meiðsl hans voru minni háttar. MYND/ÓLI ARNI BRYNJARSSON
DAVÍÐ ÞÓR
BJÖRGVINSSON
RAGNAR
AÐALSTEINSSON