Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 40
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR4 Sprenging hefur orðið í bílaeign landsmanna á síðustu mánuðum og ekkert lát virðist á. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Frá árinu 1995 hefur Íslend- ingum fjölgað um tæp 10%. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um tæp 50%. Sprenging hefur orðið í sölu og innflutningi nýrra bíla að und- anförnu og í lok síðasta mánaðar voru yfir 235.000 bílar á skrá á Íslandi. Brynhildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri ökutækjasviðs Umferðarstofu, telur að skýringin liggi að miklu leyti í hagstæðum gengismun en einnig í því að fólk geti leyft sér meira nú en áður. „Í sumar slógum við nýtt met í nýsk rá n i ng- um í hverri viku,“ segir Br y n h i ldu r. „Innflutning- ur hefur auk- ist gríðarlega og fólk getur eignast bíla fyrir minni peninga nú en áður. Í dag þykir jafneðli- legt að vera með þrjá bíla á heim- ilinu og þrjú sjónvörp.“ Brynhild- ur bendir líka á að afskráningum gamalla bíla hefur einnig fjölgað. „Fyrir nokkrum árum sá maður oft eldgamlar ryðhrúgur á götum úti. Nú þekkist það varla.“ Þrátt fyrir þetta virðist sala notaðra bíla ekki hafa dregist mikið saman. Guðfinnur Hall- dórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali, hefur selt bíla í 35 ár. Hann segir mikla hreyfingu vera á notuðum bílum í dag. „Í raun er ekki svo stór prósenta af bílum til sölu hverju sinni. Í dag getur fólk fengið betri bíla á betra verði en áður. Samkeppnin á lánamarkaðn- um er líka orðin mikil. Fólk getur fengið bíl á 100% láni og borgað minna á mánuði en reykinga- maður fyrir tóbak,“ segir Guffi. „Svo er líka mikið til af fólki sem hefur gaman af bílum og skiptir reglu- lega, kaupir flotta bíla sem er gaman að keyra. Ungir menn hafa sérstak- lega gaman af þessu. Það hefur líka verið flutt svo mikið inn af vönduðum og flottum notuðum bílum undan- farið, sérstaklega frá Ameríku. Þetta eru glæsilegir bílar sem fólk mundi kannski ekki kaupa nýja en bílar falla hratt í verði í Bandaríkjunum, öfugt við Þýska- land, og því hagkvæmt núna að kaupa þaðan.“ Guffi segist sjálfur þekkja þá tilfinningu að eignast nýjan bíl. „Að taka við lyklum að nýjum bíl og aka honum í burtu er ólýsanleg tilfinning. En svolítið dýr. Maður leyfir sér þetta einu sinni á ævinni. Bílar endast mikið betur nú en áður ef vel er hugsað um þá. Það eru því góð kaup í not- uðum bílum í dag,“ segir Guffi. Þessu til stuðnings má benda á að þó druslum hafi fækkað hefur meðalaldur bíla hækkað, sam- kvæmt Jónasi Þóri Steinarssyni hjá Bílgreinasambandinu. „Fyrir nokkrum árum var meðalaldurinn um 7 ár. Í lok síðasta árs var hann 9,8 ár,“ segir Jónas. Eitt af því sem vekur athygli er að á tíu ára tímabili hefur díselbílum fjölgað um rúm 200%, á móti 45% fjölg- un bensínbíla, þó að þeir séu enn tiltölulega lítill hluti bílaflotans. Jónas telur að hluti skýringarinn- ar felist í fjölgun vinnubíla. „1987 var metár en þá voru fluttir inn 200 sendibílar. Á þessu ári verða þeir um tífalt fleiri.“ Haraldur Þór Stefánsson, sölu- stjóri P. Samúelsson, segir muninn líka liggja í breyttum óskum við- skiptavina. „Jeppar eru að verða algengari og fólk kaupir mikið af þeim sem hafa díselvélar. Dísel- fólksbílar eru hlutfallslega dýr- ari og því er sala þeirra minni en jeppanna.“ H a r a l d u r segir endur- nýjun bílaflot- ans í raun hafa verið orðna t í m a b æ r a . „Fólk gerir orðið aukn- ar kröfur til öryggisbúnað- ar og er farið að hugsa meira um öryggi fjöl- sk yldu n n a r. Kaupendahóp- urinn er ekk- ert frábrugð- inn því sem áður hefur verið, það er helst að fólk sé minna að taka bíla á einka- og rekstrarleigu. Fólk vill frekar eignast bílana þó að það þurfi kannski að taka lán.“ Annar ráðandi þáttur í bíla- kaupum er örugg endursala. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að í góðæri tekur fólk áhættur; kaupir bíla sem það hefur dreymt um þó að þeir séu kannski ekki vænleg- ir til endursölu. Um leið og fer að harðna í ári snýst dæmið við og fólk hugsar um endursöluverð og vinsældir bíla,“ segir Haraldur. einareli@frettabladid.is Metár í bílainnflutningi hagstæðu gengi að þakka Samkæmt Jónasi Þóri Steinarssyni hefur bíla- flotinn ekki yngst eins mikið og ætla mætti. Haraldur Þór Stefáns- son segir óskir við- skiptavina hafa breyst en kaupendahópinn svipaðan. Guðfinnur Halldórsson hefur nóg að gera við að selja notaða bíla. Brynhildur Georgsdótt- ir segir nýtt met hafa verið slegið í nýskrán- ingum í hverri viku. Bílgreinasambandið fagnar 35 ára afmæli sínu næstkomandi mánudag. Í tilefni afmælisins verður sama dag opnað fyrir nýjan hluta vefsíðu Bíl- greinasambandsins, www.bgs.is. Þar verður hægt að fá yfirlit yfir raunvirði bíla sem byggt er á upplýsingum um bílaviðskipti. Gestir vefsins geta þá flett upp raunverulegu söluverði á bílum eftir tegundum, aldri og auka- búnaði. Fyrir er á vefnum leitarvél fyrir viðmiðunarverð en raunverð- in bjóða upp á enn nákvæmara verðmat. nýr vefur } Raunverð bíla á vefnum BÍLGREINASAMBANDIÐ FAGNAR AFMÆLI MEÐ VIÐBÓT Á VEFSÍÐU ALORKA ehf.alorka.is 577 30 80 V E T R A R D E K K Frá 19.900.– án vsk. NÝ OG SÓLUÐ 315/80R22.5, 385/65R22.5, 295/80R22.5, 12R22.5, 13R22.5 Almenn smurþjónusta Hjólbarðaþjónusta Sjálfskiptingaþjónusta Rafgeymaþjónusta Ísetning bremsuklossa Dempara – ísetningar o.fl. Vegmúli 4 • Sími 553 0440 Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík í fólksbíla, jeppa, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsendingar. Yfir 40 ára reynsla. ALTERNATORAR OG STARTARAR Auðbrekku 20 s.564 0400 UMBOÐIÐ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 RÆSIR HF. sími 540 5400 Nýr Mercedes-Benz C200K, 163 hestöfl Búnaður m.a. sjálfskiptur, 17“ álfelgur, Elegance, „Sport Edition“, Xenon framljós, regnskynjari fyrir rúðuþurkur , hiti í sætum, handfrjáls búnaður fyrir GSM, loftkæling. Opið laugardaga 12-16. Verð 3.990.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.