Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 40

Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 40
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR4 Sprenging hefur orðið í bílaeign landsmanna á síðustu mánuðum og ekkert lát virðist á. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Frá árinu 1995 hefur Íslend- ingum fjölgað um tæp 10%. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um tæp 50%. Sprenging hefur orðið í sölu og innflutningi nýrra bíla að und- anförnu og í lok síðasta mánaðar voru yfir 235.000 bílar á skrá á Íslandi. Brynhildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri ökutækjasviðs Umferðarstofu, telur að skýringin liggi að miklu leyti í hagstæðum gengismun en einnig í því að fólk geti leyft sér meira nú en áður. „Í sumar slógum við nýtt met í nýsk rá n i ng- um í hverri viku,“ segir Br y n h i ldu r. „Innflutning- ur hefur auk- ist gríðarlega og fólk getur eignast bíla fyrir minni peninga nú en áður. Í dag þykir jafneðli- legt að vera með þrjá bíla á heim- ilinu og þrjú sjónvörp.“ Brynhild- ur bendir líka á að afskráningum gamalla bíla hefur einnig fjölgað. „Fyrir nokkrum árum sá maður oft eldgamlar ryðhrúgur á götum úti. Nú þekkist það varla.“ Þrátt fyrir þetta virðist sala notaðra bíla ekki hafa dregist mikið saman. Guðfinnur Hall- dórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali, hefur selt bíla í 35 ár. Hann segir mikla hreyfingu vera á notuðum bílum í dag. „Í raun er ekki svo stór prósenta af bílum til sölu hverju sinni. Í dag getur fólk fengið betri bíla á betra verði en áður. Samkeppnin á lánamarkaðn- um er líka orðin mikil. Fólk getur fengið bíl á 100% láni og borgað minna á mánuði en reykinga- maður fyrir tóbak,“ segir Guffi. „Svo er líka mikið til af fólki sem hefur gaman af bílum og skiptir reglu- lega, kaupir flotta bíla sem er gaman að keyra. Ungir menn hafa sérstak- lega gaman af þessu. Það hefur líka verið flutt svo mikið inn af vönduðum og flottum notuðum bílum undan- farið, sérstaklega frá Ameríku. Þetta eru glæsilegir bílar sem fólk mundi kannski ekki kaupa nýja en bílar falla hratt í verði í Bandaríkjunum, öfugt við Þýska- land, og því hagkvæmt núna að kaupa þaðan.“ Guffi segist sjálfur þekkja þá tilfinningu að eignast nýjan bíl. „Að taka við lyklum að nýjum bíl og aka honum í burtu er ólýsanleg tilfinning. En svolítið dýr. Maður leyfir sér þetta einu sinni á ævinni. Bílar endast mikið betur nú en áður ef vel er hugsað um þá. Það eru því góð kaup í not- uðum bílum í dag,“ segir Guffi. Þessu til stuðnings má benda á að þó druslum hafi fækkað hefur meðalaldur bíla hækkað, sam- kvæmt Jónasi Þóri Steinarssyni hjá Bílgreinasambandinu. „Fyrir nokkrum árum var meðalaldurinn um 7 ár. Í lok síðasta árs var hann 9,8 ár,“ segir Jónas. Eitt af því sem vekur athygli er að á tíu ára tímabili hefur díselbílum fjölgað um rúm 200%, á móti 45% fjölg- un bensínbíla, þó að þeir séu enn tiltölulega lítill hluti bílaflotans. Jónas telur að hluti skýringarinn- ar felist í fjölgun vinnubíla. „1987 var metár en þá voru fluttir inn 200 sendibílar. Á þessu ári verða þeir um tífalt fleiri.“ Haraldur Þór Stefánsson, sölu- stjóri P. Samúelsson, segir muninn líka liggja í breyttum óskum við- skiptavina. „Jeppar eru að verða algengari og fólk kaupir mikið af þeim sem hafa díselvélar. Dísel- fólksbílar eru hlutfallslega dýr- ari og því er sala þeirra minni en jeppanna.“ H a r a l d u r segir endur- nýjun bílaflot- ans í raun hafa verið orðna t í m a b æ r a . „Fólk gerir orðið aukn- ar kröfur til öryggisbúnað- ar og er farið að hugsa meira um öryggi fjöl- sk yldu n n a r. Kaupendahóp- urinn er ekk- ert frábrugð- inn því sem áður hefur verið, það er helst að fólk sé minna að taka bíla á einka- og rekstrarleigu. Fólk vill frekar eignast bílana þó að það þurfi kannski að taka lán.“ Annar ráðandi þáttur í bíla- kaupum er örugg endursala. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að í góðæri tekur fólk áhættur; kaupir bíla sem það hefur dreymt um þó að þeir séu kannski ekki vænleg- ir til endursölu. Um leið og fer að harðna í ári snýst dæmið við og fólk hugsar um endursöluverð og vinsældir bíla,“ segir Haraldur. einareli@frettabladid.is Metár í bílainnflutningi hagstæðu gengi að þakka Samkæmt Jónasi Þóri Steinarssyni hefur bíla- flotinn ekki yngst eins mikið og ætla mætti. Haraldur Þór Stefáns- son segir óskir við- skiptavina hafa breyst en kaupendahópinn svipaðan. Guðfinnur Halldórsson hefur nóg að gera við að selja notaða bíla. Brynhildur Georgsdótt- ir segir nýtt met hafa verið slegið í nýskrán- ingum í hverri viku. Bílgreinasambandið fagnar 35 ára afmæli sínu næstkomandi mánudag. Í tilefni afmælisins verður sama dag opnað fyrir nýjan hluta vefsíðu Bíl- greinasambandsins, www.bgs.is. Þar verður hægt að fá yfirlit yfir raunvirði bíla sem byggt er á upplýsingum um bílaviðskipti. Gestir vefsins geta þá flett upp raunverulegu söluverði á bílum eftir tegundum, aldri og auka- búnaði. Fyrir er á vefnum leitarvél fyrir viðmiðunarverð en raunverð- in bjóða upp á enn nákvæmara verðmat. nýr vefur } Raunverð bíla á vefnum BÍLGREINASAMBANDIÐ FAGNAR AFMÆLI MEÐ VIÐBÓT Á VEFSÍÐU ALORKA ehf.alorka.is 577 30 80 V E T R A R D E K K Frá 19.900.– án vsk. NÝ OG SÓLUÐ 315/80R22.5, 385/65R22.5, 295/80R22.5, 12R22.5, 13R22.5 Almenn smurþjónusta Hjólbarðaþjónusta Sjálfskiptingaþjónusta Rafgeymaþjónusta Ísetning bremsuklossa Dempara – ísetningar o.fl. Vegmúli 4 • Sími 553 0440 Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík í fólksbíla, jeppa, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsendingar. Yfir 40 ára reynsla. ALTERNATORAR OG STARTARAR Auðbrekku 20 s.564 0400 UMBOÐIÐ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 RÆSIR HF. sími 540 5400 Nýr Mercedes-Benz C200K, 163 hestöfl Búnaður m.a. sjálfskiptur, 17“ álfelgur, Elegance, „Sport Edition“, Xenon framljós, regnskynjari fyrir rúðuþurkur , hiti í sætum, handfrjáls búnaður fyrir GSM, loftkæling. Opið laugardaga 12-16. Verð 3.990.000.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.