Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.12.2005, Qupperneq 6
6 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR Heppnir fá þá eitthvað fallegt... VINNUMARKAÐUR Jón Helgi Guðmunds son, stjórnarformað- ur Byko, hafnar samstarfi við íslensku verkalýðshreyfinguna í Eystrasaltslöndunum. Hann segir að íslensku fyrirtækin Byko Lat og CED séu þekkt fyrir að búa vel að sínum starfsmönnum og hafi ekkert með samstarf við íslensku verkalýðshreyfinguna að gera. „Þetta er gersamlega út í hött. Við erum að vinna í allt öðru umhverfi en verkalýðshreyfingin er í og mér finnst umræðan um þetta alveg fáránleg. Ég lít á þetta sem samsæri gagnvart útrás íslensku fyrirtækjanna. Þeir eru bara að reyna að búa sér til stöðu gagnvart okkur,“ segir Jón Helgi. „Verkalýðshreyfingin hefur engan skilning á þessu umhverfi sem þarna er. Mér finnst að starfs- menn í Eystrasaltslöndunum eigi að fá að ráða sínum málum sjálfir án afskipta íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Við erum fullfær um að passa okkar fólk og semja við það eftir þeim grundvallarreglum sem við förum eftir,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að þrjú sambönd innan ASÍ myndu eftir áramót óska eftir samstarfi við eigendur íslensku fyrirtækjanna tólf í Eystrasalts- löndunum um kjarasamninga og aðild starfsfólks að stéttarfélög- um. Fáir starfsmenn í bygginga- geiranum eru í stéttarfélögum. - ghs Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Byko, um verkalýðshreyfinguna: Samsæri gagnvart útrásinni JÓN HELGI GUÐMUNDSSON „Við erum full- fær um að passa okkar fólk og semja við það eftir þeim grundvallarreglum sem við förum eftir,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Byko, um þá fyrirætlan verkalýðshreyfingarinnar að óska eftir sam- starfi við íslensku fyrirtækin í Eystrasaltsríkj- unum eftir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA KRISTJÁN LOFTSSON DÓMSMÁL Meiðyrðamál Páls Þórs Magnússonar í Sundi ehf. á hend- ur Krist jáni Lofts syni í Hval hefur ver ið látið nið ur falla. Frá þessu var geng ið í fyrir töku í málinu í Hér aðs dómi Reykja vík ur fyrr í vik unni. „Þeir náðu sátt um málið utan réttar,“ segir Ástráður Haraldsson, lög mað ur Páls, sem kærði Kristján fyrir um mæli í útvarpi um átök um Fest ingu, félags í eigu Kers, sem meðal annars hélt utan um eign ir olíu félags ins. „Þeir hafa síðan selt okkur sinn hlut og vildu ekki halda áfram með þetta,“ segir Krist ján, sem einnig er stjórn ar for mað ur Kers. Hann sagði í útvarpi að minni hlut inn í Fest ingu hefði reynt að stela félag inu með kol ólög legri hluta fjár aukn ingu og kærði til Ríkis lög reglu stjóra. „Við erum nú búnir að senda lög regl unni bréf um að þeir hefðu selt okkur hlut sinn, en veit ekkert frekar hvað þeirri rann sókn líður,“ segir Kristján. - óká Meiðyrðamál vegna viðskipta: Látið niður falla eftir sölu Forsetinn býður barónessu á tónleika Frú Valerie Amos barónessa, talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar í lávarðadeildinni, verður heiðursgestur Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á hátíðartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Barón essan varð fyrst blökkukvenna til að taka sæti í bresku ríkisstjórninni þegar hún varð ráðherra árið 2001. HEIÐURSGESTUR SPENNA Á SRÍ LANKA Stjórnarhermenn í Colombo. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SRÍ LANKA, AP Forseti Srí Lanka sem nýlega tók við embætti, Mahinda Rajapakse, æskti þess í gær að Norðmenn héldu áfram sátta- semjarahlutverki sínu í friðar- umleitunum við aðskilnaðarsinna tamíla tígranna á eynni. Norræna friðareftirlitsnefndin, sem Norðmenn fara fyrir, varaði við því að víxlverkandi ofbeld- isverk sem átt hefðu sér stað að undanförnu stefndu vopnahléinu í borgarastríðinu í hættu. Rajapakse hitti norska sendi- herrann, Hans Brattskär, í gær í kjölfar tveggja jarðsprengjuárása fyrr í vikunni sem urðu fimmtán stjórnarhermönnum að bana, en tamílatígrarnir eru sakaðir um að standa að baki þeim. ■ Friðarumleitanir á Srí Lanka: Norðmenn beiti sér áfram LÖGREGLA Um sex grömm af hassi fundust við leit í bifreið manns í Keflavík eftir að lögregla þar handtók hann vegna gruns um fíkniefnamisferli skömmu fyrir klukkan ellefu á þriðjudagskvöld. Maðurinn var látinn laus að lok- inni yfirheyrslu. Fyrr um kvöldið barst lögreglu tilkynning um þjófnað úr bíl sem stóð við smurstöðina í Hafnar- götu, en úr honum hafði verið stolið geislaspilara, hátölurum og geisladiskum. Þá voru á þriðjudag átta ökumenn í Grindavík kærðir fyrir að hafa ekki bílbelti spennt og tveir fyrir að hafa börn sín laus í bílnum. - óká Fíkniefnamisferli í Keflavík: Sex grömm af hassi fundust KJÖRKASSINN Telurðu að utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hafi gefið fullnægjandi skýringar á meintu fangaflugi? Já 16,3% Nei 83,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er Alfreð Þorsteinssyni treystandi til að hafa yfirumsjón með bygg- ingu hátæknisjúkrahúss? Segðu skoðun þína á Vísi.is DEILUR Jóhann Tómasson heilsu- gæslulæknir segir Læknablaðið hafa neitað sér um birtingu á grein í síðasta tölublaði þar sem hann færir frekari sönnur á mál sitt varðandi lækningaleyfi Kára Stefánssonar. Vildi hann þar svara landlækni sem hafði sagt leyfi Kára vera fullt og ótakmarkað. Í sama tölublaði og greinin átti að birtast er Kári beðinn afsökunar á því að Læknablaðið hafi birt fyrri grein Jóhanns, Nýi sloppur keisarans. Fréttablaðið birtir hér grein Jóhanns. „Í yfirlýsingu Sigurðar Guðmundssonar, landlæknis, sem birt var í Læknablaðinu, segir að Kári Stefánsson hafi fengið fullt og ótakmarkað lækningaleyfi þann 10. júní 1977 og sérfræðileyfi í tauga- lækningum þann 14. desember 1984. „Aðrar upplýsingar eru ekki hjá Landlæknisembættinu um leyfisveitingar Kára Stef- ánssonar. Hann hefur því fullt og ótakmarkað lækningaleyfi.“ Framangreind fullyrðing land- læknis er því miður röng. Hið rétta er að Kára Stefánssyni var veitt lækningaleyfi þrátt fyrir að hann væri enn á kandidatsári og ætti að auki ólokinni héraðsskyldu. Þessi undanþága þótti með ólíkindum og olli mikilli gremju, enda gríð- arlegir hagsmunir í húfi sem Kára hlotnuðust einum manna. Þann 1. júlí 1977 gekk í gildi strangt inntökupróf sem hefti för allra skólafélaga Kára til Bandaríkj- anna í a.m.k. eitt ár. Auk þess þurftu menn að fara til London til að taka prófið með tilheyrandi undirbúningi og kostnaði. Skóla- félagar Kára gátu því fyrst hafið nám í Bandaríkjunum um mitt ár 1978, ári á eftir Kára Stefánssyni. Löngu síðar, eða við útkomu bókarinnar „Kári í jötunmóð“ árið 1999, kom í ljós að Kári hafði fengið lækningaleyf- ið út á eið sem hann gaf fyrrver- andi landlækni. Er í skjalasafni Landlæknis að finna svohljóðandi skjal, sem Kára hafði verið gert að skrifa og undirrita vegna leyf- isveitingarinnar: Reykjavík, 31/5 1977 Hér með heiti ég því að vinna 3ja mánuði í héraði að lokinni náms- dvöl í Ameríku. Kári Stefánsson Vitundarvottar: Gunn Guðmunds. Ásta Gunnarsdóttir. Það er því ljóst að lækn- ingaleyfi Kára Stefáns- sonar var þeim takmörk- unum háð að hann þurfti seinna að ljúka héraðs- kyldunni og það hefur hann ekki enn gert. Bók Guðna Th. Jóhannesson- ar, eins efnilegasta sagn- fræðings landsins, „Kári í jötunmóð“, vakti mikla athygli á sínum tíma og mun gera um ókomin ár. Ofangreind tilvitnun úr bókinni hefur til dæmis margoft verið til umfjöll- unar í ræðu og riti. Landlæknir hefur gefið út ritið „Góðir starfshættir lækna“. Það er væntanlega öllum læknum kunnugt en rétt er engu að síður að hvetja menn að kynna sér það vel. Landlæknir hefur margsinnis bent á nauðsyn vísinda og þekkingar. Hann hefur beitt sér af alefli fyrir gerð miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði sem sér- staks tækis til að afla þekkingar. Það vekur því athygli að hann skuli bregða fyrir sig þekking- ar- og heimildaleysi til að taka að sér lykilhlutverk í hringleik sem sanna á að undirritaður læknir sé ómerkingur. Hvað finnst honum þá um eiða Kára Stefánssonar?“ spyr Jóhann Tómasson læknir. jse@frettabladid.is Segir landlækni fara með rangt mál Læknafélag Íslands hefur kært Jóhann Tómasson lækni til siðanefndarinnar fyrir grein sem birtist í Læknablaðinu um Kára Stefánsson, forstjóra Erfðagrein- ingar. Jóhann segir yfirlýsingu landlæknis um að leyfi Kára sé fullgilt rangt. BANDARÍKIN Lögregla skaut mann til bana á alþjóðaflugvellinum í Miami í gærkvöldi eftir að mað- urinn hótaði að grípa til sprengju í tösku sinni. Hafði maðurinn haft að engu tilmæli lögreglu um að sleppa töskunni sem varð til þess að lög- reglumaður hleypti af byssu sinni og lést maðurinn af sárum sínum skömmu síðar. Ekki var ljóst hvort raunverulega var sprengja í tösku mannsins þegar Fréttablaðið fór í prentun. ■ Sprengjuhótun í Miami: Maður skotinn til bana Reykjavík, 31/5 1977 Hér með heiti ég því að vinna 3já mánuði í héraði að lokinni námsdvöl í Ameríku. Kári Stefánsson Vitundarvottar: Gunn Guðmunds. Ásta Gunnarsdóttir. DEILUR „Verknaðurinn sem er brotlegur var að birta þetta, ekki að skrifa þetta,“ segir Kári Stef- ánsson aðspurður af hverju hann hafi ekki sjálfur kært Jóhann Tómasson fyrir greinaskrif hans í Læknablaðinu. „Jóhann er búinn að skrifa um mig tugi greina í Morgunblaðið sem brjóta allflestar í bága við bókstaf í siðareglum lækna en mér finnst hins vegar eðlilegt að menn fái að hafa sitt ritfrelsi án tillits til svona siðareglna ef menn birta það í dagblöðum. Hins vegar finnst mér að birta svona úrdrátt úr þessum greinum hans Jóhanns í Læknablaðinu vera allt annar verknaður,“ segir Kári. Hann segist ekki hafa krafist þess beint að Vilhjálmi Rafnssyni yrði vikið úr starfi sem ritstjóra blaðsins. „Mér sýnist hins vegar á verkum hans að hann hafi verið orðinn þreyttur á að vera rit- stjóri,“ segir hann. Kári segist þó sammála Vil- hjálmi um það að óeðlilegt sé að fjarlægja tvær setningar úr grein Jóhanns. Kári segist hafa viljað að greinin yrði fjarlægð öll. - jse Viðbrögð Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar: Í lagi að skrifa en ekki að birta KÁRI STEFÁNSSON Kári segir brotið felast í því að birta greinina en ekki að skrifa hana. Því kærði hann Vilhjálm en ekki Jóhann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.