Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 10

Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 10
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 PAKKINN Ver› a›eins 2.690.000 kr. N†R X-TRAIL ME‹ TVÖ HUNDRU‹ OG FIMMTÍU fiÚSUND KRÓNA JÓLAGJÖF Í KAUPBÆTI. TAKMARKA‹ MAGN! X-TRAIL JÓLA–NISSAN 250.000 KALL Í JÓLAGJÖF! TAKMARKA‹ MAGN KAUPAUKI100.000 kr.GJAFABRÉF HJÁ VINNINGS Vetrardekk og dráttarbeisli fylgja me›. DANMÖRK Þrír menn voru í vik- unni dæmdir til fangelsisvistar fyrir hasssölu í Kristjaníu í Kaup- mannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem eit- urlyfjasalar, í þessu fyrrverandi fríríki innan borgarmarka Kaup- mannahafnar, hljóta dóm. Mennirnir fengu allt að tveggja og hálfs árs dóma. Einnig voru innistæður á bankareikningum þeirra gerðar upptækar þar sem þeir gátu ekki sýnt fram á að hafa aflað fjárins með lögmæt- um hætti. Lögreglan lagði einnig hald á hlutabréf í eigu eins þeirra. Námu sektirnar rúmlega tveimur milljónum danskra króna. Lögregla hafði fylgst með mönnunum í töluverðan tíma áður en þeir voru handteknir. Beittu lögreglumenn ýmsum ráðum, svo sem földum mynda- vélum auk þess sem danskir og sænskir lögreglumenn voru fengir til að versla við mennina. Eru þeir taldir hafa selt tæplega hálft kíló af hassi á dag. Sá mann- anna sem talinn er hafa verið stórtækastur var dæmdur fyrir sölu á 59 kílóum. Mennirnir eru á fimmtugsaldri. - ks KRISTJANÍA Fangelsi bíður þriggja manna sem seldu eiturlyf í Kristjaníu í Kaup- mannahöfn. Kristjanía í Kaupmannahöfn er ekki lengur fríríki: Fyrstu dópsalarnir dæmdir BRETLAND, AP David Cameron, nýkjörinn leiðtogi breska Íhalds- flokksins, mætti Tony Blair í viku- legum spurningatíma forsætisráð- herrans á þinginu í Westminster í gær. Hin nýja vonarstjarna íhalds- manna reyndi við það tækifæri að varpa upp þeirri ímynd af sér að hann væri ásjóna pólitískrar framtíðar Bretlands en Tony Blair maður liðins tíma. Þingmenn íhaldsflokksins létu óspart í sér heyra þegar Cameron sté í pontu og hann glotti þegar Blair óskaði honum til hamingju með sigurinn í leiðtogakjörinu. Sá sigur varð ljós á þriðjudag er atkvæði í póstkosningu almennra flokksfélaga Íhaldsflokksins höfðu verið talin. Nýi íhaldsleiðtoginn vatt sér beint í að ota spjótum að Blair; lýsti hann sjálfum sér sem ásýnd ungs og bjartsýns Bretlands en Blair sem stjórnmálamanni hvers tími væri liðinn. „Hann var framtíðin einu sinni,“ sagði Cameron um Blair. Þessi hálftímalanga mælsku- glíma var fyrsta áberandi prófraun- in á það hvort Cameron stæði undir þeim væntingum sem flokksmenn hans binda við hann. Cameron er fimmti maðurinn sem fer fyrir Íhaldsflokknum síðan hann vann síðast kosningar árið 1992. Camer- on er 39 ára, tveimur árum yngri en Blair var þegar hann tók við for- ystu Verkamannaflokksins á sínum tíma. Vonast flokksmenn hans til að ungur aldur nýja flokksforingjans, metnaður hans, mælska og miðju- sæknar stjórnmálaáherslur eigi eftir að hjálpa flokknum til valda á ný eftir næstu kosningar sem vænt- anlega fara fram árið 2009. - aa Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins mætir Blair á þingi: Cameron segist vera framtíðin FULLUR SJÁLFSTRAUSTS David Cameron virtist fullur sjálfstrausts er hann mælti fyrir stjórn- arandstöðunni í spurningatíma forsætisráðherra í þinginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.