Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 10
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 PAKKINN Ver› a›eins 2.690.000 kr. N†R X-TRAIL ME‹ TVÖ HUNDRU‹ OG FIMMTÍU fiÚSUND KRÓNA JÓLAGJÖF Í KAUPBÆTI. TAKMARKA‹ MAGN! X-TRAIL JÓLA–NISSAN 250.000 KALL Í JÓLAGJÖF! TAKMARKA‹ MAGN KAUPAUKI100.000 kr.GJAFABRÉF HJÁ VINNINGS Vetrardekk og dráttarbeisli fylgja me›. DANMÖRK Þrír menn voru í vik- unni dæmdir til fangelsisvistar fyrir hasssölu í Kristjaníu í Kaup- mannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem eit- urlyfjasalar, í þessu fyrrverandi fríríki innan borgarmarka Kaup- mannahafnar, hljóta dóm. Mennirnir fengu allt að tveggja og hálfs árs dóma. Einnig voru innistæður á bankareikningum þeirra gerðar upptækar þar sem þeir gátu ekki sýnt fram á að hafa aflað fjárins með lögmæt- um hætti. Lögreglan lagði einnig hald á hlutabréf í eigu eins þeirra. Námu sektirnar rúmlega tveimur milljónum danskra króna. Lögregla hafði fylgst með mönnunum í töluverðan tíma áður en þeir voru handteknir. Beittu lögreglumenn ýmsum ráðum, svo sem földum mynda- vélum auk þess sem danskir og sænskir lögreglumenn voru fengir til að versla við mennina. Eru þeir taldir hafa selt tæplega hálft kíló af hassi á dag. Sá mann- anna sem talinn er hafa verið stórtækastur var dæmdur fyrir sölu á 59 kílóum. Mennirnir eru á fimmtugsaldri. - ks KRISTJANÍA Fangelsi bíður þriggja manna sem seldu eiturlyf í Kristjaníu í Kaup- mannahöfn. Kristjanía í Kaupmannahöfn er ekki lengur fríríki: Fyrstu dópsalarnir dæmdir BRETLAND, AP David Cameron, nýkjörinn leiðtogi breska Íhalds- flokksins, mætti Tony Blair í viku- legum spurningatíma forsætisráð- herrans á þinginu í Westminster í gær. Hin nýja vonarstjarna íhalds- manna reyndi við það tækifæri að varpa upp þeirri ímynd af sér að hann væri ásjóna pólitískrar framtíðar Bretlands en Tony Blair maður liðins tíma. Þingmenn íhaldsflokksins létu óspart í sér heyra þegar Cameron sté í pontu og hann glotti þegar Blair óskaði honum til hamingju með sigurinn í leiðtogakjörinu. Sá sigur varð ljós á þriðjudag er atkvæði í póstkosningu almennra flokksfélaga Íhaldsflokksins höfðu verið talin. Nýi íhaldsleiðtoginn vatt sér beint í að ota spjótum að Blair; lýsti hann sjálfum sér sem ásýnd ungs og bjartsýns Bretlands en Blair sem stjórnmálamanni hvers tími væri liðinn. „Hann var framtíðin einu sinni,“ sagði Cameron um Blair. Þessi hálftímalanga mælsku- glíma var fyrsta áberandi prófraun- in á það hvort Cameron stæði undir þeim væntingum sem flokksmenn hans binda við hann. Cameron er fimmti maðurinn sem fer fyrir Íhaldsflokknum síðan hann vann síðast kosningar árið 1992. Camer- on er 39 ára, tveimur árum yngri en Blair var þegar hann tók við for- ystu Verkamannaflokksins á sínum tíma. Vonast flokksmenn hans til að ungur aldur nýja flokksforingjans, metnaður hans, mælska og miðju- sæknar stjórnmálaáherslur eigi eftir að hjálpa flokknum til valda á ný eftir næstu kosningar sem vænt- anlega fara fram árið 2009. - aa Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins mætir Blair á þingi: Cameron segist vera framtíðin FULLUR SJÁLFSTRAUSTS David Cameron virtist fullur sjálfstrausts er hann mælti fyrir stjórn- arandstöðunni í spurningatíma forsætisráðherra í þinginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.